Morgunblaðið - 04.04.2009, Page 26

Morgunblaðið - 04.04.2009, Page 26
26 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 SIÐAVENDNI er mikil í op- inberu lífi Ind- verja og hinar vinsælu Bolly- wood-stjörnur mega ekki fara yfir strikið frem- ur en annað dauð- legt fólk. Nýlega barst lögreglunni í Mumbai, sem áður hét Bombay, kvörtun vegna leikarans Akshay Kumars og var hann sak- aður um blygðunarleysi, að sögn BBC. Hann var að sýna Levi’s- gallabuxur á tískusýningu en nam skyndilega staðar hjá eiginkonu sinni, Twinkle Khanna, og bað hana að hneppa frá. Að vísu bara efsta hnappnum á klaufinni en þetta var „ruddalegt og ósiðlegt“, að mati kærandans, Anil P. Nayar, sem er félagsráðgjafi. Kumar er ein af skærustu stjörnum Bollywood og hefur leikið í mörgum geysivinsælum kvikmyndum. kjon@mbl.is Klaufaleg hugmynd Akshay Kumar Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KOM, sá og sigraði. Þannig mætti ef til vill lýsa móttökunum sem almenn- ingur og fjölmiðlar hafa veitt Barack Obama Bandaríkjaforseta í fyrstu Evrópuheimsókn hans eftir embætt- istökuna. Á fréttamannafundi í London á fimmtudag tjáði hann sig um G-20-fundinn og árangur hans en leyfði síðan spurningar. Hvarvetna veifuðu fréttamenn til að vekja at- hygli Obamas sem brosti, spurði hvort þetta væri uppboð og uppskar hlátrasköll. Og hann lét sig hafa það að blikka konu í hópnum. Þótt fréttamenn kveddu hann með lófaklappi heyrðust einnig raddir í Evrópu um að hann hefði verið eins og fjarrænn, kaldur. Svipuð gagn- rýni hefur reyndar heyrst vest- anhafs, sumum þykir forsetinn ekki sýna nógu oft tilfinningar sínar. Obama þykir hafa komist allvel frá sínum fyrsta leiðtogafundi þótt hann hafi ekki getað talið leiðtoga Frakk- lands og Þýskalands á að fylgja for- dæmi Bandaríkjamanna og Breta og dæla skattfé út í efnahaginn til að leysa hann úr frostinu. Evrópuríkin óttast verðbólgu í kjölfarið og finnst mikilvægara að herða eftirlit með fjármálafyrirtækjum. En Obama sýndi sveigjanleika og kom til móts við þær kröfur. Honum tókst líka að finna málamiðlun þegar til harðra deilna kom um skattaskjól á G-20- fundinum milli forseta Frakklands, Nicolas Sarkozys, og Hu Jintaos, forseta Kína. Þeir eru sagðir hafa hvæst hvor á annan. Obama lagði á blaðamannafund- inum á það áherslu að Bandaríkja- menn þyrftu á aðstoð annarra ríkja að halda, nú þyrfti hnattrænt sam- starf. „Ef málið snýst bara um að Roosevelt og Churchill setjist saman og fái sér koníaksglas er auðveldara að semja,“ sagði hann. „En þannig er ekki heimurinn sem við lifum í og þannig á hann ekki að vera.“ The New York Times sagði Obama hafa sýnt þá nærgætni gagnvart vin- um sem forvera hans, George W. Bush, hefði skort. „Við óttumst hins vegar að nú sé hvorki rétti tíminn né rétti málstaðurinn til að halda aftur af sér. Ef hagvöxtur í heiminum held- ur áfram að minnka – og það bendir allt til þess – verður forsetinn að fara að sýna meiri hörku.“ Góð frammistaða Obamas Beitti sér persónulega á G-20-fundi og fann málamiðlun í deilu Nicolas Sarkozys og Hu Jintaos um skattaskjól FORSÆTISRÁÐHERRA Dan- merkur, Anders Fogh Rasmussen, lýsti í gær opinberlega yfir fram- boði sínu í emb- ætti fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins en ætlunin er að ákveða á leið- togafundinum um helgina hver taki við af Hol- lendingnum Jaap de Hoop Scheff- er. Talið er víst að öll aðildarríkin að Tyrklandi undanskildu styðji nú í reynd Fogh sem yrði fyrsti Norð- urlandabúinn til að taka við emb- ættinu í 60 ára sögu NATO. En ráðamenn í Tyrklandi hafa lýst yf- ir andstöðu sinni. Þeir hafa lengi gagnrýnt harkalega að Danir skuli leyfa kúrdískri gervihnattasjón- varpsstöð, Roj TV, að hafa bæki- stöð í landinu en Tyrkir saka hana um að senda út áróður kúrdískra uppreisnarmanna. Annað sem þeir finna að Fogh er að hann skyldi leggja áherslu á tjáningarfrelsið þegar deilt var sem mest um skopteikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru upprunalega í Jyllandsposten. Til blóðugra óeirða kom víða í ríkj- um múslíma vegna myndanna. kjon@mbl.is Fær Fogh embættið? Anders Fogh Rasmussen AÐ MINNSTA kosti fjórtán manns lágu í valnum í gærkvöldi eftir að byssumaður hóf skothríð í bænum Binghamton í New York-ríki. Hermt er að maðurinn hafi tekið 20 til 40 manns í gíslingu áður en hann hafi fyrirfarið sér. David Paterson, ríkisstjóri New York, sagði að árásarmaðurinn hefði orðið þrettán manns að bana áður en hann fyrirfór sér. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús vegna alvarlegra skot- sára og tveir þeirra gengust undir skurðaðgerð í gærkvöldi. Árásin var gerð í byggingu stofn- unar sem aðstoðar innflytjendur og flóttafólk sem leitað hefur hælis í New York-ríki. Fólkið var á sam- komu í byggingunni þegar árásar- maðurinn hóf skothríðina. Að sögn CNN-sjónvarpsins var árásarmaðurinn 42 ára karlmaður frá upphéruðum New York. Hermt er að maðurinn hafi lagt bíl við bak- dyr byggingarinnar til að hindra að fólkið gæti komist út. Mikill fjöldi vopnaðra lögreglu- manna og sérsveitarmanna um- kringdi bygginguna. bogi@mbl.is Fjórtán manns lágu í valnum AP Fjöldamorð Lögreglumenn á vett- vangi skotárásarinnar í gær. GESTIR í skemmtigarði í Taichung á Taívan virða fyrir sér risastóra brúðumynd af Lemuel Gúlliver, hinni frægu sögupersónu breska skáldsins Jonathans Swifts. Ferðir Gúllívers, sem ritaðar voru á 18. öld, hafa lengi verið tald- ar sígildar ævintýrasögur enda komst hann bæði í kynni við þjóðir risa og dverga og ýmis furðu- lönd í hinu fjarlæga Kyrrahafi. Það var þá að miklu leyti ókannað af Evrópumönnum. En þeg- ar sögurnar komu út voru þær ekki síður lesnar sem samfélagsgagnrýni og háð undir rós, stríðs- óðir kóngar og aðall álfunnar fá það óþvegið. Afrek unnið í borginni Taichung á Taívan Reuters Böndum komið á Gúllíver arlanda Atlantshafsbandalagsins sem hófst í gærkvöldi. Hættan meiri í Evrópu Forsetinn fjallaði einnig um efna- hagskreppuna í heiminum og nefndi Ísland sem dæmi um hversu háðar þjóðir heims væru hver annarri. „Það er ekki meira en mannsaldur síðan að erfitt hefði verið að ímynda sér að það að einhver skyldi ekki geta greitt fyrir hús á Flórída gæti stuðlað að hruni bankakerfisins á Ís- landi,“ sagði Obama. „Það sem erfitt er að hugsa sér núna er að við skyld- um ekki hafa gripið til ráðstafana fyrr til að móta framtíð okkar.“ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, sagði í ræðu í Strassborg í gær að hann hygðist beita sér fyrir heimi án kjarnavopna og kvaðst ætla að útlista það metnaðarfulla mark- mið í annarri ræðu í Prag um helgina. „Jafnvel núna þegar kalda stríðinu er lokið gæti útbreiðsla kjarnavopna eða þjófnaður á efnum í slík vopn leitt til gereyðingar hvaða borgar sem er á jörðinni,“ sagði Obama þeg- ar hann ávarpaði um 2.000 manns í Strassborg fyrir fund leiðtoga aðild- Forsetinn kvaðst einnig vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og evr- ópskra aðildarlanda NATO og við- urkenndi að stjórnvöld í Washington hefðu sýnt bandamönnum sínum hroka. Hann bætti þó við að tog- streituna mætti einnig rekja til „lúmskrar“ andúðar á Bandaríkjun- um og ósanngjarnrar gagnrýni af hálfu Evrópulanda. Obama skoraði á Evrópuríkin að leggja meira af mörkum til barátt- unnar gegn liðsmönnum al-Qaeda í Afganistan og sagði að Evrópulönd- um stafaði jafnvel meiri hætta en Bandaríkjunum af hryðjuverka- starfsemi í heiminum. Hyggst beita sér fyrir heimi án kjarnavopna Obama nefnir Ísland sem dæmi um samofið heimshagkerfi Hvernig tóku Bretar Obama? Hrifningin er mikil og er til þess tekið hvað eiginkonan, Michelle Obama, hafi komið vel fyrir. Fremur látlaust fataval hennar er líka sagt eiga vel við á kreppu- tímum. Brutu hjónin siðareglur? Michelle lagði arminn utan um Elísabetu drottningu sem mun vera brot á hirðsiðum. En henni var fyrirgefið brotið, ekki síst vegna þess hve vel fór á með þeim. S&S Hláturmildur Obama á frétta- mannafundi eftir G-20 fundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.