Morgunblaðið - 04.04.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.04.2009, Qupperneq 28
28 Daglegt lífVIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is K ári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar opnar ljós- myndasýningu í Nor- ræna húsinu á morgun, sunnudaginn 5. apríl. Dag- inn eftir, 6. apríl, fagnar Kári síðan sextugsafmæli sínu. Yfirskrift sýn- ingarinnar í Norræna húsinu er Fjaran. „Myndirnar á þessari sýningu eru allar úr fjörunni, sem er vanræktur yndisblettur í íslenskri náttúru,“ segir Kári. „Ég hef gaman af að taka myndir af hlutum sem fólk tek- ur ekki eftir þannig að úr verður ab- strakt mynd. Mér þykja þeir skrýtnu strúktúrar sem finnast í fjörunni óskaplega fallegir. Ég hef gaman af að horfa á þá, skoða þá og mynda. Ég held að maður geti tekist miklu betur á við erfiðleika hvers- dagsins þegar maður notar svolítinn tíma í návist þess sem manni finnst fallegt.“ Hef lært ýmislegt Þú skrifar textann í sýninar- skrána og hann er býsna persónu- legur. Er hann uppgjör við sjálfan þig? „Allir menn fara af og til í gegn- um uppgjör. Það koma augnablik þar sem maður er býsna ánægður með það sem maður hefur gert í líf- inu og svo koma augnablik þar sem maður áttar sig á að maður hefur ekki verið algjörlega fullkominn og orðið á alls konar mistök sem bitn- uðu ekki bara á manni sjálfum held- ur fólki í kringum mann. En ég er ósköp ánægður með þetta líf sem ég hef lifað.“ Sumir myndu segja að þessi þýði texti í sýningarskránni væri í mót- sögn við ímynd þína sem er af hvassyrtum og nokkuð hroka- fullum manni. „Ef markmið þitt er að móðga mig þá ertu að komast á leið- arenda.“ Þú ert að verða sextugur, finnst þér þú vitrari núna en sem ungur maður? „Mér finnst ég hafa lært ýmislegt en ég þekki fólk sem finnst ég hafa lært hverfandi lítið.“ Þú segir á einum stað að mynd- irnar séu af landinu sem við eigum en eigum kannski ekki skilið. Hvað áttu við? „Mér finnst við fara heldur illa með þetta fallega land. Við sýnum því ekki nægilega mikla virðingu og hugsum ekki nógu djúpt þegar við tökum ákvarðanir um nýtingu þess. Þó ber að hafa í huga að það er með þetta land eins og allt annað að þeg- ar menn þurfa að framfleyta sjálfum sér taka þeir annars konar ákvarð- anir en þeir tækju ef þeir hefðu ekki þá byrði á herðum sér. Ef ég hefði töfrasprota myndi ég nota hann til að losna við álver og málmbræðslur en ég er ekki viss um að við séum í stakk búin til að framfleyta okkur án þeirra. Við erum eiginlega komin upp að vegg.“ Bull og vitleysa Hvernig finnst þér að við eigum að takast á við efnahagserfiðleik- ana sem blasa við okkur? „Ég sit hér og ætlaði að tala við þig um ljósmyndir og það sem mér finnst fallegt í tilverunni vegna þess að mér finnst að myndir eiga að vera fallegar en þú vilt tala um efnahags- erfiðleika. Stjórnmálamenn deila um það hvort við eigum að fara í Evr- ópusambandið eða ekki og hvort við eigum að taka upp evru eða ekki. Menn spyrja líka hvort við eigum að reisa álver í Helguvík eða ekki. Þetta eru að vísu mikilvæg mál en það mikilvægasta af öllu er að búa til meiri verðmæti en við eyðum. Ef ákvörðunin er til dæmis sú að það eigi að reisa álver í Helguvík þá eig- um við að gera það sjálf en ekki láta útlendinga um það. Við tökum áhættuna af því að reisa virkj- anirnar, við tökum náttúruspjöll- unum og áhættunni af því að setja fé í framkvæmdirnar. Um leið eigum við að eiga þann gróða sem kann af því að verða, ekki bara vera undir- orpnir þeirri áhættu að af fram- kvæmdunum verði tap. „Mér finnst óskaplega gaman að hlusta á góða tónlist. Það er ekkert að því að reisa góð hús hægt og síg- andi. Við þekkjum öll slík hús. Það má nefna sem dæmi Hallgrímskirkj- una og Péturskirkjuna í Róm. Það væri gaman að eiga tónlistar- og ráðstefnuhús niðri við höfn en það er ekki rétt og skynsamleg notkun á 15-20 milljörðum króna að ljúka því húsi þegar við erum að horfast í augu við kreppuna. Þegar menn segja að við verðum að klára þetta núna þá gleyma menn því að stund- um hafa hús verið lengi í byggingu. Af hverju getum við ekki byggt þetta hús smám saman í stað þess að skera niður í fjárveitingum til Háskóla Íslands? Ef ungt fólk fær ekki atvinnu og illa er búið að Háskólanum þá flytur okkar besta fólk til útlanda. Þegar það fer frá landi sem er í eymd þá er hætta á að það vilji ekki koma aftur. Við eigum að veita þessum 15-20 milljörðum í að styrkja Háskólann og framfleyta nemendum sem þang- að vilja fara. Það er ekki nóg með að það þurfi fé til að ljúka við tónlistar- húsið heldur þarf fé til að reka það. Þetta er lúxus sem við eigum alls ekki að leyfa okkur á þessum tíma. Fínt að verða gamall b » Verkefni dagsinser að glæða þetta fyrirtæki nýju lífi. Það tekur meirihluta míns tíma og minnar athygli. Kári Stefánsson forstjóri og ljósmyndari Ljósmyndarinn fyrir framan eina af myndum sínum „Ég hef gaman af að taka myndir af hlutum sem fólk tekur ekki eftir þannig að úr verður abstrakt mynd. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.