Morgunblaðið - 04.04.2009, Side 33
33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Hmmm Á ferðalagi okkar um mannheima má oft sjá eitthvað skrítið og skemmtilegt og á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á nýstárlegum taflmönnum. Unga daman veltir því kannski fyrir
sér hvort hún geti teflt fram þessum fáklæddu furðuverum, sem standa keikar í skjóli rammgerðs glerbúrs. Taflmennskan er kannski eins og karlmennskan; meira fyrir augað svona stundum.
Árni Sæberg
Eyþór Arnalds | 3. apríl 2009
Margt vitlausara
Sú leið að taka einhliða upp annan gjald-
miðil er ekki gallalaus. En
menn verða að meta val-
kostina og ekki síst þann
sem nú er reyndur; að
halda í krónuna með höft-
um og stýringum. Gall-
arnir við að taka upp
stærsta gjaldmiðil heimsins eru helst
þeir að við værum ekki með Seðlabanka
með þrautavaralán. En er ekki einn
stærsti vandinn einmitt tilkominn vegna
þrautavaralána? Og væntinga um rík-
isábyrgð af öllu tagi? Þeir sem henda
burt hugmynd um að taka upp dalinn
verða að bera þá leið saman við það
ástand sem við virðumst vera föst í. Svo
má ekki gleyma því að um 70% af raf-
orkunni, meirihluti stjóriðjuafurða, stór
hluti sjávarafla og olían eru keypt og
seld í bandaríkjadölum á Íslandi.
Meira: ea.blog.is
Dögg Pálsdóttir | 3. apríl 2009
Pirringur þingmanna
minnihluta-
stjórnarinnar
Ræða háttvirts þing-
manns Katrínar Júl-
íusdóttur endurspeglar
þann pirring sem er í þingmönnum
minnihlutastjórnarinnar. Hún var pirruð
yfir því að þurfa að vera á staðnum.
Minnihlutastjórnin vill ekki semja. Hún
ætlar að gera það sem er nánast for-
dæmalaust eftir að lýðveldi var stofnað:
Að knýja fram breytingu á stjórn-
arskránni án þess að þverpólitísk sam-
staða sé um breytinguna. Flestir um-
sagnaraðilar vara þó við þeim
breytingum sem þar eru lagðar til og
átelja þann asa sem er á málinu. Stjórn-
arskránni skal breyta, hvað sem tautar
og raular.
Meira: doggpals.blog.is
RÍKISSTJÓRN Samfylkingar og
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs setti sér metnaðarfulla
verkefnaáætlun þegar í upphafi starfs
síns. Áætlunin var nefnd Endurreisn í
þágu þjóðar. Nú er spurt hvað hafi
áunnist og hvað ríkisstjórnin hafi
gert. Lítum á stöðu mála.
Lýðræði, jöfnuður, upplýsingar
Ríkisstjórnin vill auka lýðræði,
jöfnuð og veita betri upplýsingar. Það
hefur hún sýnt í verki allt frá upphafi
síns ferils; reglulegir blaðamanna-
fundir hafa verið haldnir og upplýs-
ingagjöf á netinu hefur verið stór-
aukin. Dagskrár ríkisstjórnarfunda
eru nú í fyrsta sinn birtar almenningi
þegar að afloknum hverjum fundi.
Ríkisstjórnin hefur sýnt að hún vill
efla þátttöku almennings í stjórn-
málalífinu í verki með því að leggja
fram frumvarp um breytingar á
stjórnarskrá sem meðal annars gerir
ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum um
mikilvæg mál. Hið sama má segja um
stjórnlagaþingið. Nái frumvarp um
stjórnlagaþing fram að ganga mun
stór hópur kvenna og karla sem að
öllu jöfnu hefur ekki aðgang að
ákvörðunum sem móta samfélagið nú
öðlast þann aðgang og hafa raunveru-
lega áhrif.
Endurreisn efnahagslífsins
Ríkisstjórnin hefur einsett sér að
endurreisa íslenskt efnahagslíf og fá
hjólin til að snúast að nýju eftir
margra mánaða kyrrstöðu og ákvarð-
anafælni undir stjórn Sjálfstæð-
isflokksins sem stýrði ráðuneytum
fjármála og efnhagsmála. Rík-
isstjórnin hefur sýnt kjark og dug til
þess að taka nauðsynlegar ákvaðanir.
Hún skipaði sérstaka fram-
kvæmdanefnd um efnahagsstefnuna
sem sér um að fylgja eftir hug-
myndum og áformum, þannig að
efndir fylgi orðum. Ríkisstjórnin er á
réttri leið í þessum efnum, verðbólg-
an fer hríðlækkandi, vaxtalækk-
unarferlið er hafið og tiltrú erlendis á
aðgerðir ríkisstjórnarinnar fer vax-
andi. Í þeim efnum er þó enn gríð-
arlegt verk að vinna.
Endurskipulagning stjórnsýsl-
unnar
Ríkisstjórnin hefur þegar hafist
handa við þessa vinnu á kröftugan
hátt. Skipt hefur verið um yfirstjórn í
Seðlabanka Íslands og ráðið verður í
stöður seðlabankastjóra og aðstoð-
arseðlabankastjóra eftir kosningar.
Margir hæfir einstaklingar eru meðal
umsækjenda. Skipt
hefur verið um yf-
irstjórn í Fjármálaeft-
irlitinu. Peninga-
stefnunefnd
Seðlabanka Íslands
hefur þegar tekið til
starfa og unnið er að
endurmati á reglum
um skipan dómara. All-
ir ráðherrar hafa þegar
gert grein fyrir fjár-
hagslegum hags-
munum sínum op-
inberlega og
ríkisstjórnin hefur hrundið af stað
vinnu við að móta siðareglur fyrir
stjórnsýsluna.
Velferðin og heimilin varin
Ríkisstjórn Íslands er fé-
lagshyggjustjórn og treystir velferð-
arkerfið í sessi, þrátt fyrir þá erf-
iðleika sem við er að etja. Um það
þarf enginn að efast. Ríkisstjórnin
hefur afnumið dagdeildargjöld, af-
numið innritunargjöld á sjúkrahús og
heilbrigðisstofnanir, sett á fót sér-
staka öfluga velferðarvakt, lagt til
hækkun á vaxtabótum um 25%, hafið
útgreiðslu séreignarsparnaðar, frest-
að nauðungaruppboðum, innleitt
greiðsluaðlögun sem tryggir aðlögun
skulda að greiðslugetu einstaklinga,
m.a. með niðurfellingu skulda, og inn-
leitt greiðsluvandaúrræði Íbúðalána-
sjóðs hjá öllum fjármálafyrirtækjum
á Íslandi. Öll heimili í vanda ættu nú
að geta fundið úrræði við hæfi til að
komast klakklaust yfir þær þreng-
ingar sem þjóðin gengur nú í gegn-
um. Velferðarbrúin hefur verið
byggð. Ríkisstjórnin hefur látið vinna
fyrir sig sérstaka úttekt á vanda
heimilanna í þeim tilgangi að hægt sé
að miða aðgerðir til bjargar að þeim
sem á aðstoð þurfa að halda.
Barist gegn atvinnuleysi
Menntamálin, sem eru tvímæla-
laust einn mikilsverðasti hluti velferð-
arkerfisins, hafa verið tekin föstum
tökum, aðstoð við námsmenn hefur
verið aukin og vinna er hafin við
stefnumótun háskólamála og vísinda
til að bregðast við breyttum að-
stæðum. Gripið hefur verið til ýmissa
aðgerða til að berjast gegn atvinnu-
leysi, greiddar bætur á móti hluta-
starfi eða ýmsum verkefnum öðrum,
atvinnuleysisbætur hafa verið hækk-
aðar og nú getur fólk stundað nám án
þess að bætur skerðist. Allt er þetta
gert til að styrkja fólk og efla sem
misst hefur vinnu, þannig að það eigi
auðvelt með að komast aftur á vinnu-
markaðinn um leið og færi gefst.
Endurreisn atvinnu-
lífsins
Ríkisstjórnin gerir
sér fulla grein fyrir
mikilvægi þess að fyr-
irtækin í landinu geti
haldið áfram starfsemi
sinni og áfram skapað
störf fyrir allan al-
menning. Það er for-
gangsmál. Rík-
isstjórnin vinnur nú
eftir ítarlegri áætlun
um að hér verði til á
næstu mánuðum a.m.k. 6000 ný störf.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á til-
lögur sem bæta samkeppnisskilyrði
nýsköpunarfyrirtækja og nú geta
sprotafyrirtæki ráðið starfsmenn af
atvinnleysisskrá án þess að þeir missi
bætur. Fjármagn til þróunar og ný-
sköpunar hefur verið tryggt og at-
hygli lánastofnana vakin á því hversu
verðmætur stuðningur við nýsköp-
unarfyrirtæki er. Skrifað hefur verið
undir fjárfestingarsamning vegna ál-
vers í Helguvík sem áætlað er að
skapi 2.500 störf á byggingartíma.
Ríkisstjórnin hefur einnig gripið til
aðgerða sem styðja beint við fyr-
irtæki í fullum rekstri, til að mynda
með lögum um greiðsluaðlögun sem
mjög hafa verið lofuð af hálfu sam-
taka í atvinnulífi.
Endurreisn banka- og fjár-
málakerfisins
Ríkisstjórnin hefur látið hendur
standa fram úr ermum í bankamál-
unum eftir kyrrstöðu undir stjórn
sjálfstæðismanna. Sérstök end-
urreisnarnefnd hefur verið starfrækt
um nokkra hríð undir stjórn erlends
bankasérfræðings. Starfsáætlun
hennar var kynnt opinberlega eftir að
hún var samþykkt af ríkisstjórn. Al-
þjóðlegir ráðgjafar vinna nú að því að
meta eignir bankanna, breskir sér-
fræðingar hafa verið kallaðir til, til að
verja hagsmuni almennings við upp-
gjör milli nýju og gömlu bankanna og
lagt hefur verið fram frumvarp um
stofnun sérstaks eignarhaldsfélags á
vegum ríkisins sem leyst getur til sín
illa stödd fyrirtæki sem gegna lyk-
ilhlutverki í samfélaginu. Unnið er að
því að ljúka þeim verkum sem þarf
svo hægt verði að endurfjármagna
bankana þannig að þeir styðji við at-
vinnulífið eins og þarf.
Endurheimt trausts á al-
þjóðavettvangi
Ríkisstjórnin telur að stór hluti
þess trausts sem Ísland hafði áður
áunnið sér á alþjóðavettvangi, hafi því
miður glatast á síðustu mánuðum.
Með stöðugri og vandaðri vinnu er
hægt að endurheimta þetta traust á
ný. Ríkisstjórnin hefur sett sér skýr
markmið í þessum efnum. Hún fylgir
aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum,
hún fylgir náið eftir stefnumótun
stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, hún hefur skipað nýja
samninganefnd með skýrt umboð í
Icesave-málinu og aðra til að semja
við Norðurlöndin og fleiri um lán sem
veitt verða í tengslum við efnahags-
áætlun stjórnvalda og Aþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Síðast en ekki síst hef-
ur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu á
gott samráð við erlenda kröfuhafa í
bönkunum og einnig að hafnar verði
viðræður við eigendur svokallaðra
krónubréfa, en verðmæti þeirra getur
haft mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins.
Endurreisn trausts á Íslandi
Ríkisstjórnin gerir sér fulla grein
fyrir djúpstæðri óánægju almennings
vegna bankahrunsins og ákvarðana
sem teknar voru í aðdraganda þess.
Ríkisstjórnin leggur því þunga
áherslu á víðtæka rannsókn þessa
máls eins og til hefur verið stofnað.
Til að hraða rannsókn og gera hana
öflugri hefur ríkisstjórnin fengið Evu
Joly til liðs við sig, einn helsta sér-
fræðing Evrópu á sviði rannsókna á
fjármálamisferli og endurheimt fjár-
muna úr skattaskjólum. Ríkisstjórnin
hefur lagt fram frumvarp sem mun
styrkja stöðu sérstaks saksóknara og
eflt embættið umtalsvert. Kröftug
rannsókn á vegum sérstaks saksókn-
ara, rannsóknarnefndar Alþingis og
annarra þeirra sem að málum koma
er forsenda þess að hægt sé að
byggja upp traust í íslensku sam-
félagi á ný. Almenningur á rétt á því
að á þessum málum sé tekið af alvöru
og festu.
Framangreint yfirlit yfir mál rík-
isstjórnar sem veittir voru 83 dagar
til að hrinda málum í framkvæmd
sýnir að enginn þarf að velkjast í vafa
um að ríkisstjórnin lætur verkin tala.
Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur »Ríkisstjórnin hefur
látið vinna fyrir sig
sérstaka úttekt á vanda
heimilanna í þeim til-
gangi að hægt sé að
miða aðgerðir til bjarg-
ar að þeim sem á aðstoð
þurfa að halda.
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Verkin drifin áfram BLOG.IS
Reinhard Reynisson | 3. apríl 2009
Hvaða bull er þetta
Hvaða bull er þetta þegar
sæmilega greint fólk talar
um þá fjóra stjórn-
málaflokka sem lengst af
hafa verið á hinu pólitíska
sviði og spannað það,
eins og um einhvern einn
„fjórflokk“ sé að ræða. Að mínu mati
endurspeglar þessi sterka staða fjór-
flokksins þá einföldu staðreynd að þeir
endurspegla hugmyndafræðilegt litróf
þjóðfélagsmálanna með ágætum. […]
Meira: reinhardr.blog.is