Morgunblaðið - 04.04.2009, Side 34

Morgunblaðið - 04.04.2009, Side 34
34 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Í BYRJUN janúar áttu sér stað merkilegir tímar í sögu Framsóknarflokksins. Þá héld- um við framsóknarmenn glæsilegt flokks- þing. Þetta þing var merkilegt fyrir þær sak- ir að þá gerðu framsóknarmenn endanlega upp fortíðina og horfðu til framtíðar. Það varð algjör endurnýjun á forystuliði flokks- ins og fram á sjónarsviðið steig ungur maður sem ekki hafði látið til sín taka á hinum póli- tíska vettvangi áður. Segja má að framsókn- armenn hafi valið þessa leið til að sýna þjóð- inni að okkur er alvara í endurreisninni. Nú upp á síðkastið hafa stjórnmálaflokkarnir verið að ganga í gegnum prófkjör og uppstillingar fyrir kom- andi kosningar. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þeg- ar ég sá hvernig aðrir stjórnmálaflokkar röðuðu sínum gömlu þingmönnum í örugg sæti og þá sérstaklega hér í Reykjavík. Það er eins og menn skynji ekki háværa kröfu í þjóðfélagsins um endurnýjun. Það á ekki bara við á hinum pólitíska vettvangi heldur vill þjóðin algjörlega hreint borð á öllum svið- um þjóðfélagsins þegar hafist verður handa við að byggja upp samfélag okkar að nýju. Í því endurreisnarstarfi sem fram undan er má ekki leika nokkur vafi á því að menn séu heiðarlegir og með hreinan skjöld gagn- vart guði og mönnum. Fólkið á heimtingu á því að stjórnmálamenn vinni heiðarlega og tali hreint út við þjóðina. Haldi henni upp- lýstri og meðvitaðri um stöðu þjóðmálanna. Að öðrum kosti munum við horfa áfram upp á þá ólgu og þá reiði sem einkennt hefur andrúmsloftið upp á síðkastið. En ljóst er að við framsóknarmenn höfum svarað kalli þjóðarinnar hvað varðar endurnýjun, hvort sem er í forystusveit okkar eða á framboðslistum fyrir komandi kosningar. Brýn nauðsyn á endurnýjun Eftir Þóri Ingþórsson Þórir Ingþórsson Höfundur skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. ÍSLENDINGAR völdu þá leið á árum áð- ur andstætt öðrum þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við að taka upp söfn- unarsjóðskerfi lífeyr- isréttinda. Öllum er skylt að tryggja sér líf- eyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði sbr. lög nr.129/1997 um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda. Lífeyrissjóðirnir gegna tvíþættu hlutverki, að vernda hagsmuni félaga sinna og um leið almannahagsmuni sem um leið er forsenda skylduaðildar að sjóð- unum. Að mestu leyti byggist líf- eyrissjóðskerfið hér á landi upp á söfnunarsjóðum sem grundvallaðir eru á skyldugreiðslu iðgjalda í sjóð sem ávaxtar inneignina til að standa undir lífeyrisskuldbindingum í framtíðinni. Lífeyrissjóðirnir eru mikið hreyfiafl á íslenskum fjár- málamarkaði og eru í leiðinni meg- inuppspretta sparnaðar í landinu. Lífeyrissjóðirnir búa yfir gríð- arlegum eignum og sú krafa sem kemur frá ríkisvaldinu að þeir fjár- festi í verkefnum innanlands er rík. Fjárfestingastefnunni eru þó settar eðlilegar skorður. Vonandi er al- menningur ekki búinn að gleyma hótunum stjórnenda FL Group og Baugsfyrirtækja frá árinu 2006 sem gengu út á að stofna sér lífeyr- issjóð fyrir starfsmenn sína því lífeyrissjóðirnir voru tregir til að fjárfesta í viðkomandi fyrirtækjum. Flestir starfsmenn fyr- irtækjanna voru í lífeyr- issjóði VR eða á fjórða þúsund. Auðvitað varð ekkert úr þessum hótunum frekar en öðrum sem þessi fyrirtæki beittu atvinnulífið er þau voru starfrækt. Það var verið að tryggja fjármagn í sukkið og það var ráðist á helgasta vé landsmanna – lífeyrissjóðina, í þessu tilfelli lífeyrissjóð VR. Eft- irleikurinn er kunnur en mjög tak- markaðar upplýsingar eru veittar um stöðu sjóðsins í dag. Þegar lög nr. 129/1997 tóku gildi voru ýmsar skyldur settar á lífeyrissjóðina sem krefjast öflugs innra eftirlits og áhættustýringar og ber þeim að tryggja skilvirka upplýsingagjöf til sjóðfélaga. Ég sem sjóðfélagi í líf- eyrissjóði VR krefst þess að lífeyr- issjóðurinn upplýsi sjóðfélaga um stöðu hans og spyr í leiðinni – er eyririnn eyddur eða geymdur? Geymdur eða eyddur eyrir? Eftir Vigdísi Hauksdóttur Vigdís Hauksdóttir Höfundur skipar 1. sætið á lista Framsóknarmanna í Reykjavík- urkjördæmi suður. SUMIR þegnar þessa lands eru duglegir við að tönnlast á því að við eigum að forðast að leita að sökudólgum eða reyna að finna skýringar á þessum mikla hrunadansi sem á undan er genginn. Þeir kalla það „norna- veiðar“ ef farið er fram á að þeir, sem ábyrgð bera axli hana. Já einmitt. Enginn á að axla ábyrgð. Menn fengu há laun og stóra bónusa vegna mikillar ábyrgðar. Hvað gerðist? Axl- aði þetta fólk ábyrgðina sem það fékk í raun greitt fyrir að gera? Nei og aftur nei. Stærsti hluti þessa fólks hvarf reyndar af yfirborði jarðar strax í byrjun þessara erfiðleika. Hver tekur þá ábyrgðina þegar upp er staðið. Stjórn- málamenn!? Nei. Þeir vilja bíða eftir því hvað sérstakur saksóknari (sem þeir réðu sjálfir til að rannsaka sig) segir. Fyrirtæki – axla þau ábyrgð? Já og nei. Allt er gert til að bjarga sumum fyrirtækjum en öðrum ekki. Bankarnir? Nei þeim skal bjargað – þeir fá afskrifað en rukka almenning að fullu. Fjölmiðlarnir, sem brugðust svo eftirminnilega? Nei, þeir axla ekki ábyrgð heldur fá afskrifaðar skuldir og nýtt eignarhald. Hverjir eiga þá að bera ábyrgð? Jú almenningur. Hinn venjulegi maður. Heimilin. Það má ekki fella niður neitt sem fellur undir skuldir heimila. Heimilin sem fengu þó ekki öll þessi háu laun og bónusa, heldur bara þau venju- leg laun og greiddu af þeim fulla skatta. Það telst víst of dýrt að fella niður skuldir eða leiðrétta virkilega óréttláta meðferð sem heimilin, almenningur, hefur orðið að þola á þessu braski banka og fyrirtækja Bankarnir og stórfyrirtækin, sem tóku stöðu gegn heimilunum með braski á okkar undarlega gjaldmiðli, fá að njóta vafans, en ekki alþýðan. Hún á að taka út raunverulega refsingu fyrir brot sem hún hafði ekkert með að gera. Alþýðan – hinn vinnandi maður og fjölskylda hans – skal blæða fyrir gjörðir nokkurra misviturra manna. Og fyrst þetta er svona þá vil ég, sem er einn af al- þýðuni sem axla skal þessa ábyrgð, bara fá að taka þessar ákvarðanir líka og býð mig þess vegna fram til Alþingis. Rödd Borgarahreyfingarinnar þjóðin á þing þarf að fá að hljóma í þingsölum – XO. Á bara alþýðan að axla ábyrgðina? Eftir Gunnar Sigurðsson Gunnar Sigurðsson Höfundur er í framboði fyrir Borgarahreyfinguna í Norðvesturkjördæmi. FJÓRFLOKKURINN flaut sofandi að feigðarósi hrunsins, allir nema einn, Vg. Það verður ekki frá þeim tekið að þeir sáu ásamt Frjálslyndum fyrir þá hættu sem varð síðan fjármálakerfi þjóðarinnar að falli. Enginn fjórflokkanna kemur þó með raunverulegar lausnir til að komast út úr kreppunni. Eins- máls-flokkurinn Samfylkingin er með eitt svar: Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru með hókus-pókus sem felst í afskriftum skulda upp á tugi prósenta. Vg vilja hækka skatta. Frjálslyndir hafa lagt til að verðtryggingin verði num- in úr gildi frá og með síðustu áramótum og síðan aukna framleiðslu. Við það að auka veiðiheimildir um 100.000 tonn er hægt að ná í marga tugi milljarða af beinhörðum gjaldeyri í þjóðarbúið. Frjálsar handfæraveiðar einar og sér munu skapa mörg hundruð störf vítt og breitt um landið sem hefði margfeldisáhrif um allt samfélag. Í öðru lagi þarf að tryggja að framleiðslan haldi áfram í landbúnaði – og aukist. Nærtækt er að lækka raf- orkuverð til garðyrkjubænda, auka kynningu á Íslandi sem ferðamannalandi og mér finnst vert að tryggja að áfengisverð hækki alls ekki því að hátt verð á bjór og víni hefur fælingarmátt, t.d. á vini okkar Breta. Síðast en ekki síst verður að lækka vexti. Þótt það sé núna ekki á okkar færi eingöngu hljóta stjórnvöld að geta fært AGS þau rök að ef vextir lækki ekki og framleiðslufyr- irtækjum verði ekki fært fjármagn sé hætta á því að fyrirtækin fari á hliðina og efnahags- lífið læsist. Það eru gríðarleg tækifæri í þeim atvinnu- vegum sem eru hvað stærstir nú. Til að ná skjótum árangri sem þjóðin þarf á að halda er helst að leita fanga þar sem við erum nú þegar öflug. Allt tal um að einhver óljós sprotafyrirtæki eigi að verða drifkraftur næstu mánaða við að koma okkur út úr kreppunni er óskhyggja. Með því eru kjósendum gefnar falsvonir. Auðvitað á samt áfram að styðja við bakið á sprotafyr- irtækjum. Þau verða þegar fram líða stundir tækifæri framtíðarinnar. Gerum betur í því sem við erum góð í. Framleiðsla eða hókus-pókus? Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson Höfundur er líffræðingur. HVAÐ ræður því hagsmunamati sjálf- stæðismanna að Ís- landi sé betur borgið utan við evru og Evr- ópusambandið? Ekki er hægt að skilja á milli evru og ESB. Fráfarandi og núver- andi formaður Sjálf- stæðisflokksins hafa báðir viðurkennt að einhliða upptaka sé ekki skyn- samleg. Slíkt myndi kosta amk 60 milljarða króna því kaupa þurfi upp allar krónur á markaði. Slíkt myndi einnig setja EES-samning- inn í uppnám. En hvað ræður þá þessu hags- munamati sjálfstæðismanna um að ekki eigi að sækja um ESB og evru? Ekki vega hagsmunir atvinnu- lífsins þungt í þessu hags- munamati. Þrátt fyrir að næstum öll lykilsamtök atvinnurekenda og verkalýðs hafa kallað eftir evru telja sjálfstæðismenn slíkt óskyn- samlegt. Þrátt fyrir að hátæknifyr- irtækin, ferðaþjónustan og aðrir lykilleikmenn í uppbyggingu at- vinnulífsins hafa óskað eftir evru, telja sjálfstæðismenn að hags- munir okkar séu betur komnir utan ESB og evru. Ekki vega hagsmunir heimilanna heldur þungt í hagsmunamati sjálf- stæðismanna. Með inn- göngu í ESB myndu vextir lækka, verðtrygg- ing hverfa og matarverð lækka um 25%. Nei, segja sjálfstæðismenn. Það virðist gleymast í hagsmunamati sjálfstæð- ismanna að heimilin í landinu greiddu 130 milljarða árið 2007 fyrir að hafa krónu (vaxta- munur á evru-svæðinu og Íslandi). Staðreyndin er sú að Sjálfstæð- isflokkurinn er ekki að hugsa til atvinnulífsins eða heimilanna í landinu, þegar hann framkvæmir hagsmunamat sitt. Það eru nefni- lega hagsmunir flokksins sem vega þyngst í þessu hags- munamati, enda lá við klofningi á landsfundi. Það er því alveg rétt hjá sjálfstæðismönnum þegar þeir segja afstöðu flokksins ráðast af hagsmunamati. Þeir gleyma bara að geta þess að fólkið og fyr- irtækin í landinu komu því hags- munamati ekkert við. Hagsmunir hverra? Eftir Magnús Orra Schram Magnús Orra Schram Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Á UNDANFÖRNUM árum hef ég margoft varað við „háeffun“ sparisjóðanna, braski og taumlausri markaðs- væðingu sumra þeirra. Ég hef einnig krafist þess að einungis þeir sjóðir sem starfa á grunni hugsjóna félagshyggju og samvinnu fái að bera heitið „spari- sjóður“ í nafni sínu. Enn fremur hef ég gagnrýnt Fjár- málaeftirlitið fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni almenn- ings þegar gírugir fjár- plógsmenn réðust á spari- sjóðina til að komast yfir stofnfé þeirra og sam- félagslegar eignir. Mik- ilvægt er að rannsaka ræki- lega framferði þeirra sem brutust inn í sparisjóðina og rétta aftur kúrsinn á sjóðunum. Ríkissjóður hefur heim- ild til að koma sparisjóða- kerfinu til hjálpar upp að ákveðnu marki. Þar með gæti opnast möguleiki á að ná t.d. Sparisjóði Skagafjarðar og Sparisjóði Mýra- sýslu til baka aftur í hendur heima- manna. Heiðarleika til vegs á n Það vekur ónot að heyra nú að sparisjóður, sem borgaði svoköll- uðum „eigendum“ sínum á annan tug milljarða í arð, verður svo að sækja sömu upphæð eða meira rúmu hálfu ári seinna til ríkisins til að bjarga sér frá hruni. Það er skoðun mín að þeir sem skammta sér arð af fé sem aðrir eiga skulu krafðir um að skila því til baka! Nú þegar SPRON er kominn í þrot og skipuð hefur verið skilanefnd yfir eigum sjóðsins eru flestir sam- mála um að hlutafélagavæðingin hafi verið alvarleg mistök. En þetta máttu menn sjá fyrir. Einlægir sam- vinnumenn og stofnfjárhafar í ýms- um héraðssparisjóðum vissu hvað var í húfi og börðust fyrir sparisjóðinn sinn. En sumir urðu því miður að lúta í lægra haldi, oft gegn sameinuðum kröftum græðgisaflanna og svokall- aðra eftirlitsstofnana. Ég og fleiri þingmenn Vinstri grænna fluttum ítrekað tillögur á Alþingi til varnar sparisjóðunum og heiðarleika í fjár- málaviðskiptum. Stjórnvöld skelltu við því skolleyrum. Hugsjónir og ábyrgð Þeir sparisjóðir og forsvarsmenn þeirra, sem ekki fóru út í braskið og fjárglæfrana, standa sem betur fer áfram með óskert orðspor. Sparisjóð- irnir munu nú gegna lykilhlutverki í endurreisn heiðarlegs fjármálakerfis í landinu. Mikilvægt er því að hefja aftur til vegs héraðssparisjóði sem geta þjónað minni fyrirtækjum og einstaklingum í nærumhverfi sínu. En til að svo megi verða þarf að tryggja hinn félagslega grunn spari- sjóðanna og standa vörð um þá sjóði sem stóðu hrunið af sér. Látum því þá sparisjóði sem vörð- ust árásum braskaranna ekki gjalda hinna. Það á því að vera forsenda fyr- ir aðkomu ríkisins að sparisjóðunum sem verða endurreistir, að þeim sé gert skylt að endurskipuleggja sig í samræmi við grunngildi sparisjóð- anna. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp frá mér og fleiri þingmönnum VG um að þeir einir mega bera heitið sparisjóð í nafni sínu sem sannanlega starfa á hugsjónagrunni þeirra. Stöndum vörð um sparisjóðina, stöðu þeirra og hlutverk í heiðarlegri og traustri fjármálaþjónustu hins nýja Íslands. Sparisjóður skal vera sparisjóður Jón Bjarnason fjallar um sparisjóðina, arð- greiðslur, nöfn og eigendur þeirra Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.