Morgunblaðið - 04.04.2009, Page 35

Morgunblaðið - 04.04.2009, Page 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 www.damask.dk N Ý T T 2 0 % k y n n i n g a r a f s l á t t u r Nú kynnum við frábært úrval af GEORG JENSEN DAMASK sængurfatnaði, sloppum og handklæðum. Sængurfatnaðurinn frá GEORG JENSEN DAMASK er úr fínofinni egypskri bómull í hæsta gæðaflokki. Lífgaðu uppá svefnherbergið fyrir vorið með sængurfatnaði frá GEORG JENSEN DAMASK. Ármúla 10 | sími: 5689950 ÞAÐ STYTTIST í kosningar. Prófkjörin kláruðust með allri sinni endurnýjun eða ekki endurnýjun, fer allt eftir því hvaða merkingu menn leggja í hugtakið. Flokkarnir hópast nú saman hver í sínu lagi til þess að brýna spjótin áður en gleypa skal kjósendur landsins einn af öðrum. Eitt af því sem þessu fylgir eru loforðin og álykt- anirnar sem samþykktar eru á landsfundum flokkanna, en þær gefa ákveðna hugmynd af því hvernig flokkarnir hyggjast haga málum að loknum kosningum. Ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum, fyrst á laugardag og svo aftur á sunnudag í seinustu viku, þegar ég sá Vinstri græna minnka all- verulega möguleika þess að kosn- ingabandalag yrði myndað milli vinstri flokkanna fyrir kosningar. Olía á eld Mikið hefur verið rætt um svo- kallað kosningabandalag vinstri flokkanna og hafa ríkisstjórn- arflokkarnir báðir lýst miklum áhuga sínum á áframhaldandi samstarfi eftir kosningar. Það skítur því skökku við að Vinstri grænir skuli samþykkja ályktun á laugardeginum sem kveður á um að Íslandi sé best borgið utan ESB og samþykkja svo daginn eftir aðra ályktun þess efnis að aðildarumsókn Íslands að ESB skuli leidd til lykta í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Eins mikið og Vinstri grænir leggja áherslu á áframhaldandi samstarf rík- isstjórnarflokkanna jafnvel í formi kosningabandalags fyrir kosningar er ótrúlega skrítið að sjá flokkinn samþykkja ályktun sem gengur þvert gegn einu af aðalstefnu- málum Samfylkingarinnar í þess- um kosningum. Ennþá hjákátlegra var það að sjá þau draga Guttorm gamla (Hjörleif Guttormsson) fram fyrir sjónvarpsvélarnar til að segja það opinberlega að þeir láti ekki aðra flokka segja sér fyrir verkum! Þessi vinnubrögð eru frekar sérstök í ljósi þeirrar áherslu sem flokkurinn leggur á að mynda ríkisstjórn með Evr- ópuflokki Íslands eftir kosningar. Það sem manni finnst hvað verst er hve auðveldlega flokkurinn af- greiðir jafn stórt hagsmunamál með einu pennastriki. Ástæða þess verða að teljast klárir for- dómar á hlutum sem flokkurinn hefur bersýnilega ekki skoðað til hlítar. Hver verður fyrstur til að opna augun? Annað sem vakti athygli þessa landsfundarhelgi þeirra var álykt- un þess efnis að hvíla Sjálfstæð- isflokkinn frá völdum og mynda alls ekki ríkisstjórn með þeim að loknum kosningum. Ef Vinstri grænum er alvara með þessari ályktun hlýtur að liggja í augum uppi að þeir verði að mynda stjórn með Samfylkingu ellegar lenda þeir enn einu sinni áhrifalausir í stjórn- arandstöðu. Í ljósi þess er það algjört glapræði af Vinstri grænum að nálgast ekki Evrópuumræð- una af minni for- dómum nú þegar heimili landsins vega salt. Jafnvel íhaldið sjálft virðist við það að sjá ljósið og hefur opnað fyrir umræðuna í endurreisnarnefnd sem sett var á lagg- irnar innan þess ágæta flokks auk þess sem formannskandídatinn Bjarni Benediktsson hefur gefið umræðunni byr undir báða vængi. Eftir standa Vinstri grænir ein- angraðir með Bjarna Harðarsyni, og slíkt samstarf mun varla hafa marga þingmenn að baki sér eftir kosningar. Það er einnig fárán- legur misskilningur innan Vinstri grænna að ekki sé hægt að sinna mikilvægum verkefnum innan- lands þótt sótt sé um aðild að Evrópusambandinu. Þeir segja oft að brýnni verkefni séu fyrir hendi. Slíkt er svona svipað og að hafa ekki tíma til að spenna beltið í bílnum þar sem það sé svo gott lag í útvarpinu. Það er einfaldlega rangt og einungis ætlað til að slá ryki í augu kjósenda. Gefum íhaldinu frí Það er mín staðfasta trú að hér verði Sjálfstæðisflokknum gefið frí eftir kosningar og Samfylkingu og Vinstri grænum verði gefið tæki- færi til að sanna sig í þeirri upp- byggingu sem nú fer í hönd. Ekki síst þess vegna gremst mér mjög að sjá VG ekki opnari fyrir jafn stóru hagsmunamáli og aðild að Evrópusambandinu er fyrir okkur fólkið í landinu. Hugmyndir þeirra um tvöfalda kosningu bjóða upp á þá hættu að kannski munum við aldrei fá að sjá kosti þess og galla að ganga í sambandið. Þess vegna vona ég að VG sjái ljósið til þess að hægt sé að mynda starfshæfa ríkisstjórn eftir kosningar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur sem setji það í forgang að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Að öðrum kosti munum við aldrei sjá svart á hvítu hvað slíkt sam- starf bíður upp á. Evrópufordómar Vinstri grænna Tryggvi Haralds- son fjallar um Vinstri græna og væntanlegar al- þingiskosningar Tryggvi Haraldsson » Í ljósi þess er það al- gjört glapræði af Vinstri grænum að nálgast ekki Evrópu- umræðuna af minni for- dómum nú þegar heimili landsins vega salt. Höfundur er stjórnmálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.