Morgunblaðið - 04.04.2009, Page 38

Morgunblaðið - 04.04.2009, Page 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 EIN fallegasta náttúruperla höf- uðborgarsvæðisins eru hraunin á Álfta- nesi, Gálgahraun, Klettahraun og Garðahraun. Mjög sjaldgæft er að finna svo svipmikið og lítt raskað hraun í þétt- býli. Hraunmyndanirnar eru svo hrikalegar og stórbrotnar að meistari Kjarval leitaði þangað margsinnis að mála myndir. Hraunin á Álftanesi eru vinsælt útivistarsvæði og þangað ganga margir sér til heilsubótar eða til berja á haustin. Í hrauninu vaxa á þriðja hundrað plöntutegundir og fuglalíf er fjölbreytt. Svæðið er vinsælt til fræðslu nemenda á öll- um skólastigum, allt frá leikskóla upp í háskóla. Einstakar sjáv- arfitjar eru meðfram ströndinni auk þess sem í hrauninu felast merkar menningarminjar á borð við fornar gönguleiðir sem minna á glæsta sögu Bessastaða. Vegagerðin hefur boðið út lagn- ingu nýs Álftanesvegar. Honum er stefnt þvert yfir hraunið með til- heyrandi slaufum og undirgöngum. Vegurinn á að þjóna 24.000 bílum á sólar- hring. Nú aka þar um innan við 4.000 bílar. Forsenda vegarins er að 8.000 manna byggð rísi í Garðaholti. Sam- hliða færslu Álftanes- vegar er ætlunin að lengja Vífilsstaðaveg og tengja hann Álfta- nesvegi í miðju hraun- inu. Þannig breytist óspillt hraunið í fjórar spildur, þverklofið af plássfreku umferðarmannvirki. Og Vegagerðin veit upp á sig skömmina. Í mati hennar segir að framkvæmdirnar muni rýra vernd- argildi hraunsins sem svæðis á náttúruminjaskrá auk þess sem eldhraun njóti sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Framkvæmdirnar raski búsvæðum fugla, mest við Lambhúsatjörn, en hún er á náttúruminjaskrá og hef- ur alþjóðlegt verndargildi. Nýjum vegi muni fylgja hljóðmengun sem fari yfir viðmiðunarmörk gagnvart nýrri byggð í Garðaholti en því megi mæta með hljóðmönum. Loft- mengun er hins vegar ekki sögð „vera vandamál“ eins og það er orðað án frekari skýringa. Þrátt fyrir að rýra augljóslega lífsgæði tilvonandi íbúa er nýr Álftanesveg- ur talinn þörf framkvæmd. Í úrskurði skipulagsstofnunar frá 18. febrúar 2009 er ítarlega fjallað um fyrirhugaða framkvæmd og fallist á hana. Þar gleymist þó eitt grundvallaratriði. Hvergi er sagt af hverju nýr Álftanesvegur skuli lagður. Hafa menn gleymt upphaflegu ástæðunni fyrir lagn- ingu vegarins? Eða eru einfaldlega ekki fyrir því nein rök lengur? Ber framkvæmdagleðin alla skynsemi ofurliði? Á höfuðborgarsvæðinu stendur íbúðarhúsnæði víða autt. Engar líkur eru á að Garðabær reisi 8.000 manna byggð í Garðaholti næsta áratuginn. Þvert á móti eru uppi hugmyndir um að vernda ásýnd núverandi byggðar þar og byggja annars staðar í sveitarfélaginu. Íbúum á Álftanesi á ekki eftir að fjölga að neinu marki miðað við áætlun bæjaryfirvalda. Þar með eru forsendur fyrir nýjum Álfta- nesvegi brostnar. Meðfram núver- andi vegi standa holar tóttir ný- grafinna húsgrunna og hálfbyggðra húsa sem enginn lítur við. Þar var óspilltu hrauni fórnað að ástæðulausu fyrir steypu og malbik. Látum okkur þau mistök að kenningu verða. Endurbætum gamla Álftanesveginn og hlífum hrauninu. Allt annað er óskyn- samlegt og lýtur haldlausum rök- um. Einstök náttúruperla eyðilögð? Gunnsteinn Ólafs- son skrifar um lagn- ingu nýs Álftanes- vegar »Hafa menn gleymt upphaflegu ástæð- unni fyrir lagningu veg- arins? Eða eru einfald- lega ekki fyrir því nein rök lengur? Gunnsteinn Ólafsson Höfundur er tónlistarmaður, bú- settur á Álftanesi. Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 108 Reykjavík www.eignamidl- un.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Melhagi 13 - neðri sérhæð Stórglæsileg og mikið endurnýjuð 99,2 fm neðri sérhæð ásamt 28 fm bílskúr á besta stað í vesturbæ. Íbúðin var nýlega standsett, þar með talið eldhús, baðherbergi, gólfefni, fataskápar, pípulagnir, rafmagn að hluta o.fl. Lýsing í íbúðinni var hönnuð af Lumex. Innréttingar og gólf- efni hafa verið smekklega valin og setja fallegan heildarsvip á eignina. V. 38,0 m. 4636 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (LAUGARDAG) FRÁ KL. 13-16. OPIÐ HÚS MÁLEFNI lífeyr- issjóða hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Fjöl- miðlar hafa fjallað mikið um sjóðina m.a. vegna lágrar ávöxtunar á síðasta ári. Því miður hefur umfjöllunin ekki alltaf verið vönduð og mætti halda að tilgangurinn sé frekar að skapa tortryggni gagnvart sjóðunum og stjórn- endum þeirra en að leita faglegra skýringa. Erlendir lífeyr- issjóðir tapa líka Fjármálakreppan er ekki bara á Íslandi og hefur haft áhrif á ávöxtun lífeyrissjóða um allan heim. Með- fylgjandi tafla sýnir ávöxtun nokkurra er- lendra lífeyrissjóða á síðasta ári. Eins og sjá má var ávöxtun erlendra líf- eyrissjóða einnig óhagstæð á síðasta ári og í flest- um tilvikum lægri en hjá íslensk- um lífeyrissjóðum. Hér á landi hrundi allt fjármálakerfið og hafði það afgerandi áhrif á af- komu innlendra lífeyrissjóða. Ef litið er hlutlaust á málið má hins vegar segja að íslensku lífeyr- issjóðirnir hafi staðist prófið, a.m.k. í alþjóðlegum samanburði. Óhagstæð ávöxtun Skoðum hvað veldur óhag- stæðri ávöxtun blandaðra verð- bréfasafna síðustu misseri. Byrj- um á síðasta ári.  Úrvalsvísitala hlutabréfa lækkaði um 94% á síðasta ári, mest við fall bankanna í októ- ber.  Skuldabréf banka og íslenskra fyrirtækja lækkuðu verulega í verði vegna falls viðskipta- bankanna.  Erlend hlutabréf féllu að jafn- aði um 40%-50% og heims- vísitala hlutabréfa lækkaði um 43%. Til að bæta gráu ofan á svart hefur núverandi ár byrjað afar illa.  Ávöxtunarkrafa ríkisskulda- bréfa hefur hækkað og því hafa bréfin fallið í verði um nálægt 4% það sem af er árinu. Frá því í október á síð- asta ári hafa ríkisskuldabréf lækkað í verði um 30%.  Erlend hlutabréf hafa lækkað að jafnaði um 20%-25%. Ávöxtun lífeyrissjóða fer eftir fjárfestingarstefnu þeirra. Þegar markaðir lækka hefur það bein áhrif á afkomu sjóðanna og er eðlilegt að ávöxtun þeirra fylgi með og lækki. Ef ávöxtun verð- bréfasafna er skoðuð yfir langt tímabil segir sagan að alltaf megi búast við óhagstæðum tímabilum en núverandi sveifla er óvenju djúp. Sagan segir líka að öllum kreppum ljúki og við taki tímabil með betri ávöxtun. Spyrjum að leikslokum Þegar söguleg ávöxtun er skoðuð er oft horft til Bandaríkj- anna því þar er til löng saga og mikið af upplýsingum. Ef litið er á sögu fjármálamarkaðar í USA má sjá að blönduð verðbréfasöfn hafa á löngum tíma skilað bestu ávöxtuninni. Á árunum 1926 til 2005 skilaði safn sem fjárfestir að jöfnu í skuldabréfum og hlutabréfum 5,3% árlegri raun- ávöxtun að meðaltali. Á þessum áttatíu árum skiptust á skin og skúrir. Þrátt fyrir góða með- alávöxtun þá voru 16 ár sem ávöxtun safnsins var neikvæð. Versta árið lækkaði safnið um 22,5 %. Þessi saga nær til 2005 en því má bæta við að sambæri- leg verðbréfasöfn í USA lækk- uðu um 22,5% í fyrra og hafa lækkað um 5,2% frá upphafi þessa árs til 31. mars. Neikvæðir fjölmiðlar Þrátt fyrir að hægt sé að skýra hvað valdi óhagstæðri ávöxtun á síðasta ári má spyrja hvort fjárfestingarstefna lífeyr- issjóðanna hafi verið röng eða of áhættusöm. Sú umræða þarf að fara fram en hún verður að vera á faglegum nótum. Almenni líf- eyrissjóðurinn hefur þegar efnt til þriggja sjóðfélagafunda þar sem málin hafa verið rædd á hreinskilnislegan hátt. Við hyggjumst halda því áfram og munum í framtíðinni bjóða sjóð- félögum reglulega á upplýsinga- og rabbfundi um eignir og ávöxtun. Þegar kreppunni lýkur þarf að gera upp þátt fjölmiðla sem hafa leitað að og keppst við að birta vondar fréttir. Með því hefur bölmóður og svartsýni magnast. Ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða í fyrra er áfall en á hinn bóginn má segja að sjóðirnir hafi staðið af sér efnahagslegt fárviðri sem verður að teljast varnarsigur. Um ávöxtun lífeyrissjóða Gunnar Baldvins- son skrifar um málefni lífeyr- issjóða »… ávöxtun erlendra lífeyrissjóða einnig óhagstæð á síðasta ári og í flestum tilvikum lægri en hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Gunnar Baldvinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Al- menna lífeyrissjóðsins. Sjóður Land Ávöxtun í% Fjárfestingarstefna ATP Stærsti lífeyrissjóður í Danmörku -3,2 69% skuldabréf 31% hlutabréf ABP Stærsti lífeyrissjóður í Hollandi -20,2 45% skuldabréf 49% hlutabréf 6% annað AP3 Opinber lífeyrissjóður í Svíþjóð með um 13% af eignum lífeyriskerfisins -19,8 39% skuldabréf 52% hlutabréf 9% fasteignir Calpers Lífeyrissjóður starfs- mannaKaliforníufylkis, stærsti lífeyrissjóður í USA -27,1 34% skuldabréf 54% hlutabréf 12% fasteignir TheGovernment Pension Fund Norski olíusjóðurinn -23,3 50% skuldabréf 50% hlutabréf British railways pension scheme Einn stærsti lífeyrissjóður í Bretlandi -21,5* 30% skuldabréf 70% hlutabréf Meðaltal verðbréfasafna USA -22,5 50% skuldabréf 50% hlutabréf Ávöxtunartölur eru nafnávöxtun eða ávöxtun fyrir verðbólgu. * Ávöxtun sept.07-sept.08. , ,ímorgungjöf?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.