Morgunblaðið - 04.04.2009, Síða 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
✝ Guðrún Björns-dóttir fæddist í
Stykkishólmi 8. júlí
1934. Hún lést á St.
Franciskusspít-
alanum í Stykk-
ishólmi 26. mars
2009. Foreldrar
hennar voru Elísabet
Magnúsdóttir, f.
1912, d. 1984 og
Björn Hildimund-
arson, f. 1906, d.
1983. Systkini Guð-
rúnar eru Kristín, f.
1931, maki Benedikt
Lárusson, f. 1924, Elsa, f. 1935,
maki Jóhann Hannesson, f. 1933,
Hildimundur, f. 1938, maki Guðný
Erna Þórarinsdóttir, f. 1938 og Við-
ar, f. 1943, maki Kristín Ósk Sig-
urðardóttir, f. 1945.
Guðrún giftist 27.12. 1952 Sveini
Arnari Davíðssyni, f. 3.3. 1927. For-
eldrar hans voru Sesselja Guðrún
Sveinsdóttir, f. 25.9. 1892, d. 11.5.
dóttir, f. 1956. Sonur þeirra er
Kristján Emil, f. 1975. 4) Davíð, f.
1956, maki Anna María Rafnsdótt-
ir, f. 1959. Börn þeirra eru: a)
Unnur Edda, f. 1984, maki Hlynur,
f. 1982, dóttir þeirra er Heiðrún
Björg, f. 2007, b) Sveinn Arnar, f.
1986, og c) Silja Katrín, f. 1997. 5)
Vignir, f. 1960. Var giftur Heið-
rúnu Leifsdóttur. Börn þeirra eru
a) Ragnheiður Kristín, f. 1979, b)
Lýður, f. 1980 maki Ingibjörg, f.
1986, og c) Halla, f. 1987, maki
Domingos, f. 1971. 6) Hera, f.
1963, maki Haukur Lárus Hauks-
son, f. 1957. Börn þeirra eru Ar-
inbjörn, f. 1984 og Edda Þöll, f.
1989. Fyrir átti Sveinn soninn Örn
Snævar, f. 1948.
Guðrún ólst upp í Stykkishólmi
og bjó þar alla sína tíð. Auk heim-
ilis- og uppeldisstarfa vann Guð-
rún á St. Fransciskusspítalanum í
Stykkishólmi og hjá fyrirtæki Sig-
urðar Ágústssonar. Einnig var
hún virk í störfum kvenfélagsins
Hringsins í Stykkishólmi.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 4. apríl,
og hefst athöfnin kl. 14.
1985 og Davíð Frið-
laugsson, f. 20.8.
1885, d. 1934 Börn
Guðrúnar og Sveins
eru: 1) Birna Elísabet,
f. 1951, maki Árni
Árnason, f. 1953.
Börn þeirra eru: a)
Guðríður Sigurð-
ardóttir, f. 1970, maki
Grétar Þórarinn, f.
1973, börn þeirra eru
Vigdís Birna, f. 2002
og Andri Sveinn, f.
2004. b) Þórunn, f.
1982, maki Kristinn,
f. 1981, og c) Elísabet Aagot, f.
1988. 2) Sesselja Guðrún, f. 1954,
maki Sigurður Kristinsson, f. 1951.
Börn þeirra eru a) Finnur, f. 1976,
börn Kristinn, f. 1998 og Kári
Freyr, f. 2004, b) Guðrún Arna, f.
1980, maki Hreiðar, f. 1973, dóttir
þeirra er Silja Björg, f. 2004, og c)
Hildur, f. 1981. 3) Hilmar, f. 1955,
maki Pála Annalísa Vilhjálms-
Hjartkær tengdamóðir mín, Guð-
rún Björnsdóttir, er látin eftir langa
og erfiða sjúkdómslegu. Guðrún,
sem betur var þekkt sem Gunna
Björns eða bara Gunna, var á
margan hátt einstök kona. Þegar
sögur eru sagðar af Gunnu, sem var
Hólmari í húð og hár, er reyndar
um tvær nokkuð ólíkar persónur að
ræða. Rúmlega fertug varð hún fyr-
ir því að fá heilablóðfall og varð
ekki söm upp frá því. Margar sögur
hafa verið sagðar af „gömlu
Gunnu“, þeirri sem ól upp sex börn
og rak stórt heimili af umtöluðum
myndarskap þótt oft væri þröngt í
búi. Þegar ég kom inn í fjölskyld-
una hafði Gunna hins vegar verið
sjúklingur í ein sex ár og kunni hún
því illa að líkaminn vildi ekki allur
hlýða sem fyrr og hún gat þurft að
hafa töluvert fyrir einföldustu hlut-
um. Það breytti þó ekki þeirri stað-
reynd að hún var afskaplega gef-
andi persóna, full af umhyggju fyrir
sínum nánustu, hjartahlý, gaman-
söm og með þessa sérstöku glettni í
augum sem einkenndi hana alla tíð.
Með fráfalli Gunnu sé ég ekki ein-
ungis á eftir kærri tengdamóður
heldur var á milli okkar einstaklega
góð vinátta sem styrktist eftir því
sem árin liðu.
Það var gott að koma í heimsókn
í Lágholtið og dvelja um lengri eða
skemmri tíma í einu fallegasta hús-
inu í Stykkishólmi en það byggði
Sveinn tengdafaðir minn að mestu
sjálfur frá grunni. Þegar setið var í
eldhúsinu, hlustað á sögur, spjallað
um heima og geima og heimsins
besta sandkaka var innan seilingar
leið tíminn hratt. Var því oft ansi
áliðið þegar gengið var til náða.
Börnin mín hafa alltaf haft yndi af
heimsóknum í Hólminn og vildu
hvergi annars staðar vera en hjá
ömmu og afa enda bæði einstaklega
barngóð. Gunna amma hafði ein-
stakt lag á að halda uppi samræð-
um við unga fólkið og var mjög vin-
sæl meðal barnabarnanna. En hún
var líka vinsæl meðal margra bæj-
arbúa sem voru tíðir gestir í eldhús-
inu hjá henni.
Gunna var ákveðin kona og fylgin
sér. Hún notaði símann óspart til að
reka sín erindi, hvort sem hún
þurfti að fá sínu framgengt í kerf-
inu, gera innkaup eða panta nauð-
synjar til heimilisins. Byggingavör-
ur voru þar engin hindrun. Ef henni
þótti hægt ganga var hringt í bæinn
og maður munstraður í alls kyns
reddingar. Þegar Gunna gerði sér
ferð suður voru ófáar sendiferðirn-
ar farnar og ekki laust við að maður
hefði gaman af viðbrögðum af-
greiðslumanna verslana og verk-
stæða en þeir kinkuðu margir kolli
með góðlátlegu glotti þegar hún
kynnti sig.
Ekki verður minnst á Gunnu án
þess að geta Sveins tengdaföður
míns. Alla tíð hefur sá sómamaður
staðið eins og klettur við hlið
Gunnu sinnar og séð til þess að
hana vanhagaði ekki um neitt. Hef-
ur þolinmæði hans og umhyggja
verið einstök. Gunnu er sárt saknað
en ég orna mér við þá tilhugsun að
hún sé nú á góðum stað, frjáls og
laus meina sinna. Ég þakka sam-
fylgdina.
Haukur Lárus Hauksson.
Elsku Gunna amma, mig langar í
fáum orðum að kveðja þig og þakka
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman sem voru nokkuð
margar og skemmtilegar. Ég er
mjög heppin að hafa fengið tæki-
færi til að umgangast þig eins mikið
og ég gerði því ég lærði margt af
þér og hafði svo rosalega gaman af
þér. Ég var oft í viku mætt eftir
skóla inn í eldhús til þín að ræða
málin, fara í sendiferðir, skoða Ka-
ys og svo síðast en ekki síst að spá í
gardínum sem við skiptum þó nokk-
uð oft um í eldhúsinu. Ég lærði það
hjá þér að það er víst sumar-, vetr-
ar-, vor- og hausttíska í eldhúsgard-
ínum og ekki hægt að láta sömu
hanga lengi uppi.
Ég hef alltaf verið stolt af því að
eiga þig sem ömmu, það eru margir
sem þekkja Gunnu ömmu og léku
sér líka á Gunnu-róló úti í Lágholti.
Þú hefur alltaf verið dugleg að
styðja við bakið á okkur barnabörn-
unum og fylgdist vel með því sem
við tókum okkur fyrir hendur, oft
kveiktir þú á kertum fyrir okkur
þegar við vorum að keppa og
klipptir út blaðagreinar og safnaðir
í möppu. Það var notalegt að vita af
þessum stuðningi og kertunum fyr-
ir leiki.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið og kennt mér. Elsku
amma, ég á svo mikið af góðum
minningum um þig sem ég mun
geyma og hugsa um af hlýju.
Þín vinkona og barnabarn,
Hildur Sigurðardóttir.
Fimmtudaginn 27. mars kvaddi
kær vinkona mín og mágkona, Guð-
rún Björnsdóttir, södd lífdaga eftir
nokkra ára alvarlegan heilsubrest.
Gunna hafði að vísu verið sjúkling-
ur í yfir fjóra áratugi, fékk heila-
blæðingu sem lamaði hana vinstra
megin. En hún var svo jákvæð og
dugleg að hún sagði bara: Það þýðir
ekki að gefast upp, hver á að hugsa
um börnin og Svenna? Hann varð
að stunda vinnu til að sjá um barna-
hópinn stóra. Þau voru búin að
koma sér upp stóru húsi við hlið
Kristínar systur hennar og Bene-
dikts manns hennar, sem byggðu
þessi stórhýsi í sameiningu í orðsins
fyllstu merkingu, frá grunni með
samhjálp ættingja og vina. Þá var
annar tíðarandi en í dag.
Hún Guðrún var ekki á því að
gefast upp, strax og heilsan leyfði
fór hún að vinna, því margan munn-
inn var að metta og margt þurfti að
kaupa, því ekki nýttist nýja húsið
fatlaðri konu sem hvergi mátti sjá
rykörðu eða óhreininda blett. Hún
varð að búa á jarðhæð. Það var
þeim hjónum ekki nóg að eiga
mannvænlegan barnahóp. Þau urðu
líka að eiga fagran skrúðgarð utan-
dyra, ég hef sjaldan séð fegurra
heimili, utandyra sem innan, en hjá
þeim, enda einstaklega samhent
hjón í einu sem öllu. Hún Gunna
mín var mikil pjatt-rófa, alltaf svo
fín um hárið og fallega klædd, þar
studdu þær hana dæturnar og vin-
konurnar.
Gunna mín, ég er viss um að ef
ég hefði ekki kynnst þér svona
fljótt þá hefði ég varla flutt í Hólm-
inn. Ég þakka þér fyrir okkar góða
vinskap í gegn um árin sem aldrei
féll skuggi á.
Elsku Svenni, börn og tengda-
börn, okkar hjartans samúðarkveðj-
ur
Guðný Erna Þórarinsdóttir
og Hildimundur Björnsson.
Í dag verður amma mín, Guðrún
Björnsdóttir, jarðsungin eftir langa
vanheilsu. Hannes Hafstein mælti
eitt sinn, að það væri erfið þraut að
lifa sjálfan sig. Því hefur sjálfsagt
verið svo háttað með ömmu sem
alltaf vildi gera miklu meira en lík-
aminn leyfði henni. Ég ólst upp hjá
ömmu og afa þar til ég var sjö ára
en um það leyti fékk hún heilablóð-
fall. Áfallið var stórt þegar ég sá
ömmu veika og áttaði mig á því að
hún, þessi sterki persónuleiki sem
var miðpunktur í lífi mínu, gæti
jafnvel dáið. Fjölskyldan hefur
fengið fleiri tækifæri til að hræðast
það að missa hana en alltaf hefur
henni tekist að koma á óvart og rísa
upp á ný rétt eins og henni hafi ver-
ið gefin níu líf.
Amma var nokkuð stórbrotin,
hún var jafn erfið og hún var ynd-
isleg. Svellkaldur húmor einkenndi
hana og hreinskilni var hennar að-
alsmerki, það fór ekkert á milli
mála hvað henni fannst um menn
og málefni og oft höfum við grínast
með það að ef amma setti ekki eitt-
hvað út á okkur þá hlyti hún að
vera alvarlega veik. Um leið var
hún sérlega dugleg að hrósa okkur
kannski helst til mikið við aðra þó.
Hún átti það líka til að hagræða
sannleikanum en það var bara
kryddið sem gerði söguna skemmti-
legri.
Amma hafði þann eiginlega að
vera alltaf miðpunktur athyglinnar.
Þegar fjölskyldan kom saman voru
allir á hjólum í kringum hana og
hún naut þess að vera prinsessan
okkar, láta punta sig, dásama og
grínast í sér, með glott á vör og
tindrandi augu. Hún var líka dugleg
að láta okkur sendast fyrir sig og
var með mjög ákveðnar hugmyndir
um hvað hana vantaði. Ef amma
einsetti sér eitthvað þá var ekki
hætt fyrr en það var fengið.
Amma var mikil símakerling og
við töluðum mikið saman í síma,
stundum tvisvar á dag en oftar var
það tvisvar í viku. Símtölunum fór
þó fækkandi enda átti hún ekki gott
með að tala í síma undir lokin. Fyr-
ir þremur vikum hringdi afi í mig
og sagði að amma væri nokkuð
hress og vildi spjalla. Mikið er ég
þakklát fyrir það samtal, sem var
okkar síðasta, þar yfirheyrði hún
mig um stöðuna á öllum í fjölskyld-
unni, hún hafði endalausan áhuga á
að fylgjast með og hefði helst viljað
fá að vera með í öllu. En nú hefur
hún með sanni kvatt þetta líf, ég,
ásamt afa og nokkrum börnum
þeirra, sat hjá henni á meðan. Þetta
var erfið stund en um leið falleg og
friðsæl. Ég furðaði mig á því að það
væri ekki allt stopp, í bakgrunn-
inum heyrði ég konur tala saman
um kvöldmatinn og ég heyrði hlátur
og fréttaupplestur, ég sem hélt að
allt myndi þagna þegar amma færi.
En lífið heldur blessunarlega áfram
og við sem nutum samvista við hana
getum ekki verið annað en sátt, hún
hefur mótað okkur öll á einn eða
annan hátt með áðurnefndri hrein-
skilni, þrjósku, seiglu og einstökum
húmor.
Hetjunni minni honum afa votta
ég innilega samúð mína, hann hefur
verið ömmu ómetanleg stoð og
stytta þótt hún hafi ekki alltaf
kunnað að meta það og er hann í
raun meiri hetja fyrir vikið. Ömmu
kveð ég með meiri söknuði en orð
fá lýst en fyrst og fremst með þakk-
læti fyrir að hafa átt svona náið og
gott samband við ömmu.
Guðríður Sigurðardóttir
(Gurrý).
Elsku Gunna amma mín, þá er
komið að kveðjustund. Ég hef svo
sem lengi verið undirbúin fyrir að
þín stund færi að renna upp, en þú
byrjaðir fyrir u.þ.b. 20 árum að búa
mann undir þá stund. Þín einkenni
voru einmitt þau að þú sagðir hlut-
ina nákvæmlega eins og þeir voru,
og stundum í aðeins svartara ljósi
en raunin var.
Á mínum yngri árum fór ég nær
daglega til þín, annaðhvort heim til
þín í Lágholt 19A eða upp í skel-
vinnslu. Þú varst alltaf með einhver
verkefni handa okkur þegar við
komum. Gardínur er það fyrsta sem
kemur upp í hugann. Það sem er
samt minnisstæðast er þegar við
sátum við eldhúsborðið og flettum í
gegnum Quelle- og Kays-listana og
mátum hvað var „móðins“ og svo
þegar kominn var september, októ-
ber fékk maður að merkja við það
sem mann langaði í í jólagjöf. Þú
varst alltaf svo snemma á ferðinni í
jólagjafakaupunum, svo ekki sé tal-
að um jólakökubaksturinn.
Ég man líka eftir því þegar við
vorum alltaf að reyna að senda hvor
annarri kveðju í útvarpsþættinum
„Landið og miðin“. Við vorum svo
búnar að ákveða lag sem óskalag í
hvert skipti. Þetta tókst nú aldrei
hjá okkur, náðum aldrei inn, en
þetta var gaman og spennandi og
eitt af mörgu skemmtilegu sem við
brölluðum saman. Sendiferðirnar
voru oft alveg kostulegar hjá þér,
enda erfitt fyrir þig að fara sjálf út í
búð og því ekki amalegt að hafa
fríska og orkumikla krakka allt í
kringum þig. Royal mentól/Capris,
Prinspóló, Hraunbitar, hárlakk og
svo apótekið var svona það helsta
sem þú fékkst mig til að sækja fyrir
þig.
Þú fylgdist alltaf vel með öllu
sem við barnabörnin þín gerðum og
kveiktir alltaf á kerti fyrir okkur
stelpurnar í KR þegar við spiluðum.
Þú varst alltaf til í glens og grín og
það var alltaf mikið fjör í kringum
þig. Ég man alltaf eftir því þegar
þú varst einu sinni að hafa ofan af
fyrir okkur krökkunum í Lágholt-
inu, þú fórst með hópinn inn í eld-
hús, tókst úr þér fölsku tennurnar
og fórst að grínast í okkur. Það var
sko mikið hlegið og grínast í kring-
um þig.
Þú lagðir mikið upp úr því að
punta þig og síðustu árin þín mátti
alltaf finna þig inni í eldhúsi, vel til
hafða, og á 10 sekúndum varst þú
svo búin að mæla mann út; var ég
búin að fitna/grennast, hvernig
peysu ég var í, hvernig skóm og svo
spurðir þú: „Eru til svona skór í
mínu númeri?“ Þú varst alltaf að
spá í tískuna.
Það er ekki mjög langt síðan ég
hitti þig síðast, en þá varst þú
ákveðin í því að reyna að komast í
þjálfun aftur og fara að ganga og
komast heim. Þú hafðir sýnt það áð-
ur að þú ert hörkutól og dugleg að
rífa þig upp úr veikindum en nú var
bara búið að leggja nóg á einn lík-
ama og nú ert þú komin á þannig
stað að það er sjálfsagt lítið mál
fyrir þig að fá þér göngutúr og jafn-
vel einn smók án þess að það skaði
þig á nokkurn hátt. Við kvöddumst
síðast með knúsi og kossi eins og
alltaf og ég bað þig að fara vel með
þig og sagði þér að þú værir hörku-
tól, þú varst nú alveg sammála mér
í því. Hvíldu í friði elsku amma mín.
Þín nafna og barnabarn,
Guðrún Arna Sigurðardóttir.
Þegar ég nú skrifa nokkur
kveðjuorð til Guðrúnar, elskulegrar
systur minnar, þá koma margar
minningar fram í hugann.
Líf okkar hefur alla tíð verið
samofið, hún þremur árum yngri en
ég. Við giftum okkur sama dag og í
30 ár bjuggum við hlið við hlið í
húsunum okkar í Lágholtinu. Við
gátum hjálpað og leitað hvor til
annarrar og börnin okkar ólust upp
sem systkini.
Ég minnist Gunnu sem fyrirferð-
armikillar stelpu og síðar sem glað-
lyndrar og tápmikillar unglings-
stúlku. Glaðværð og dugnaður var
henni í blóð borinn enda kom hún
sér alls staðar vel, hvar sem hún
starfaði. Ung varð hún móðir og
stofnaði heimili með Sveini manni
sínum. Hún eignaðist fallegt heim-
ili. Allt varð að vera hreint og
myndarskapur hennar og dugnaður
kom þar vel fram. Börnin uxu úr
grasi og hún gat farið að vinna utan
heimilis til að létta undir fjárhags-
lega ásamt manni sínum. Þá kom
reiðarslagið. Gunna veiktist og varð
óvinnufær en sem betur fór náði
hún nokkrum bata aftur. Gat sinnt
heimilinu og farið að vinna úti á
nýjan leik.
Veikindin settu sitt mark á
Gunnu. Næstu 10 ár var hún við
sæmilega heilsu en þá kom annað
áfall, og þau urðu fleiri. Þetta
reyndi mikið á fjölskylduna, mest
börnin og Svenna sem hefur verið
afburðaduglegur að sinna konu
sinni og heimilinu. En Gunna átti
líka góða nágranna og vini sem
fylgdust vel með henni.
Síðastliðið eitt og hálft ár hefur
Gunna verið á sjúkrahúsi og notið
þar frábærrar umönnunar. Hún gat
farið heim á daginn því heima vildi
hún vera, á sínu fallega heimili og
hjá Svenna. Um síðustu jól veiktist
hún og var rúmliggjandi síðan.
Gunna var afskaplega bráðlynd
og sætti sig aldrei við að hlutirnir
gengju seint. Hún sætti sig því alls
ekki við rúmlegu og vildi komast á
fætur, en svo varð ekki. Dugnaður
hennar hefur verið ótrúlegur. Það
hefðu ekki margir staðið af sér
þessi 33 ár eins og hún gerði. Hún
gat alltaf brosað gegnum tárin.
Gunna var falleg og myndarleg
kona en veikindin settu sitt mark á
hana. Hún vildi alltaf vera vel til
höfð, hárið varð að vera í lagi, enda
hafði hún gott og fallegt hár. Henni
fannst gaman að punta sig og fara í
falleg föt og rauður var uppáhalds-
liturinn hennar.
Elsku Gunna mín, margar fleiri
minningar streyma fram, en þær
geymi ég með sjálfri mér.
Kæri Svenni, þú varst sem klett-
ur við hlið Gunnu ásamt þinni stóru
fjölskyldu. Guð styrki ykkur á þess-
um tímum. Innilegar samúðarkveðj-
ur frá okkur Benna til ykkar allra.
Gunna mín, nú ert þú komin í
faðm foreldra þinna og þrautum
þínum lokið.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Megi Guð geyma þig.
Þín systir
Kristín.
Guðrún Björnsdóttir