Morgunblaðið - 04.04.2009, Side 43

Morgunblaðið - 04.04.2009, Side 43
Það er þungbært að kveðja þennan góða og fallega dreng og óskilj- anlegt að hann skuli vera kvaddur í burt svona fljótt. Kiddi er búinn að vera hluti af okkar fjöl- skyldu í tæp 7 ár. Við vorum nú kannski ekkert alltof hrifin í fyrstu því okkur fannst hann heldur gamall fyrir dóttur okkar en hún var 16 ára en hann 20. En það breyttist strax og við fengum að kynnast honum því Kiddi reyndist vera besti tengdason- ur sem hægt er að hugsa sér. Það var ekki bara ástin sem einkenndi sam- band þeirra heldur ekki síður gagn- kvæmt traust og djúp vinátta. Kiddi Kristinn Guðbjartsson ✝ Kristinn Guð-bjartsson fæddist í Reykjavík 25. sept- ember 1982. Hann lést á heimili sínu laug- ardaginn 21. mars 2009 og var útför hennar gerð frá Graf- arvogskirkju 2. apríl. gerði allt fyrir Írisi sína, t.d. munum við eftir skemmtilegri uppá- komu á björtum vordegi þegar Íris var heima að lesa fyrir próf og hun- angsfluga á stærð við rúnnstykki að hennar sögn flögraði inn um gluggann. Íris flúði inn í herbergi og læsti og þökk sé gsm-tækninni gat hún hringt í Kidda sem var í vinnunni. Hann kom heim í hend- ingskasti á miðjum degi til að bjarga henni frá ferlíkinu. Á heimili þeirra gilti sú regla að skordýr sem villtust inn í íbúðina voru borin út í frelsið á nýjan leik, það mátti ekki deyða dýrin. Svona var Kiddi, mátti ekkert aumt sjá og bar virðingu fyrir öllum, hvort sem um var að ræða menn eða dýr. Hann var alltaf einstaklega bóngóður og alltaf í góðu skapi. Silja yngri systir Írisar og Kiddi voru góðir vinir. Þau gátu alltaf hlegið saman í sameiginlegum húmor og fíflagangi. Það var líka fallegt að sjá hve duglegur og natinn hann var að hjálpa mömmu sinni og vitum við að hann var henni mikil stoð og stytta í hennar veikindum. Við eigum bara ljúfar minningar um Kidda og kveðj- um hann með trega í hjarta. Við send- um fjölskyldu Kidda samúðarkveðj- ur. Árni og Bára. Kiddi, þessi yndislegi ungi maður, hefur skilið eftir sig meira en orð fá lýst, meira en hundruð gera eftir langa ævi. Hann var hófsamur, æðru- laus, miklaðist ekki yfir neinu en lét verkin tala, verk sem oftar en ekki snerust um alla í kringum hann, menn og málleysingja. Allir áttu skjól hjá honum, hann var eins og sterkur klettur sem allt steytti á, sem öllum fannst gott að leita til og finna elsku hans og traust. Orðstír sá sem Kiddi skildi eftir, fjársjóðurinn sem hann var svo ósínk- ur að deila með öllum, deyr aldrei þó að maðurinn deyi og mölur og ryð fái grandað auri og auðæfum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Gestaþætti Hávamála.) Að vera vinur og kunna að rækta vináttuna, án þess að hafa gífuryrði eða hreykja sér af, er líka einn eig- inleiki sem Kiddi hafði svo sannar- lega. Hann gaf af auðlegð sinni án skilyrða, hann vildi veg vina sinna sem allra bestan. Það voru sönn forréttindi að fá að vera vinur þinn, Skorri Rafn og Magnús. Elskulegur vinur okkar, Kiddi. Það er erfitt að sætta sig við að þú ert far- inn en við trúum því að þér hafi verið ætlað annað hlutverk hjá Guði. Þú elskaðir Írisi okkar svo mikið og varst alltaf til staðar fyrir hana eins og alla aðra. Okkur þótti vænt um samband ykkar og hversu einstakt það var. Við minnumst þín brosandi og í kringum þig var alltaf stutt í hláturinn hvort sem það var með þér eða að þér. Við erum þakklátar fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og öll ferðalögin sem við fórum í, sem hefðu ekki verið eins án þín og þinna skemmtilegu uppátækja. Það var allt- af jafn gaman að koma til ykkar Ír- isar upp í Flétturima og nóg um að vera. Ekki nóg með það að sykurp- úðarnir komu sér ósjaldan vel fyrir í stofunni heldur voru líka öll dýr hverfisins velkomin í heimsókn og fóru allir saddir og sælir heim. Alveg sama hversu upptekinn þú varst, þá var aldrei neitt tiltökumál að fá þig til að skutla eða sækja okkur hvenær sem var sólarhrings og oft með ótal viðkomustöðum. Fáir hefðu gert það með jafn glöðu geði og þú. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Við munum alltaf minnast þín með bros í hjarta og megir þú hvíla í friði, kæri vinur. Elsku Íris og aðrir ástvinir, megi góður Guð og hans englar veita ykkur styrk í sorginni. Þínir sykurpúðar, Auður, Halla, Kristjana, Valgerður (Vala) og Þóra. Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Auðun Hlíðar Einarsson ✝ Auðun Hlíðar Einarsson fædd- ist á Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð 4. júlí 1941. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 19. mars sl. og var út- för hans gerð frá Neskirkju 26. mars. Meira: mbl.is/minningar ✝ Valdimar Þórð-arson fæddist á Ásmundarstöðum í Holtum, Rang- árvallasýslu 19. mars 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi 17. mars sl. Foreldrar hans voru Guðbjörg Pálsdóttir frá Ártúna- koti, f. 1884, d. 1964, og Þórður Brandsson frá Markhóli, f. 1873, d. 1971. Systkini Valdimars voru: 1) Páll, f. 1915, d. 1997, 2) Steinn, f. 1916, d. 1999, 3) Sigurjón, f. 1920, d. 1924, og 4) tvíburarnir Kristgerður, f. 1922, d. 2005, og Geir, f. 1922. Valdimar kvæntist 15. ágúst 1953 Helgu Jóhannesdóttur, f. 25. júní 1926. Þau eignuðust fimm börn sam- an, en fyrir átti Helga dóttur sem Marta, f. 2008. c) Guðbjörg Þóra, f. 1979, í sambúð með Oddgeiri Þor- geirssyni, f. 1978. Synir þeirra eru Margeir Sigurberg, f. 2001, og Þor- geir Guðmundur, f. 2003. d) Finnur Torfi, f. 1990. 3) Björgvin Þór, f. 1956, kvæntur Sigríði Magneu Njáls- dóttur, f. 1955. Dætur þeirra eru a) Sigrún Ósk, f. 1980, og b) Helga Þóra, f. 1984. 4) Guðrún, f. 1957, gift Sigurði Bragasyni, f. 1954. Sonur þeirra er Valdimar, f. 1978, kvæntur Höllu Hjördísi Eyjólfsdóttur, f. 1980. Synir þeirra eru Alexander, f. 2002, og Viktor, f. 2006. 5) Magnea Kristín, f. 1964, í sambúð með Sigurði Rúnari Sigurðssyni, f. 1962. Börn þeirra eru a) Kristrún Ásta, f. 1988, b) Helga Valdís, f. 1995, og c) Jón Rúnar, f. 1996. 6) Björk, f. 1968. Valdimar var húsasmíðameistari og starfaði alla sína starfsævi við tré- smíðar. Helga og Valdimar bjuggu lengst af á Eyrarvegi 12 á Selfossi. Síðustu árin var heimili þeirra á Heiðarvegi 4 á Selfossi. Útför Valdimars verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 4. apríl, kl. 13.30. Valdimar gekk í föð- urstað. Þau eru 1) Oddný Magnúsdóttir, f. 1947, gift Emil Guð- jónssyni, f. 1947. Synir þeirra eru a) Guðjón, f. 1979, í sambúð með Kristínu Theodóru Þórarinsdóttur, f. 1980. Dóttir þeirra er Emilía Ólöf, f. 2007. b) Magnús, f. 1986. 2) Jónína, f. 1954, gift Guðmundi Bjarnasyni Baldurssyni, f. 1952. Börn þeirra eru a) Dagbjört Helga, f. 1974, gift Jóhanni Gunnlaugssyni, f. 1969. Dætur þeirra eru Linda Björk, f. 1995, og Margrét Ágústa, f. 2002. b) Baldur, f. 1975, kvæntur Sigríði Sigfúsdótt- ur, f. 1974. Dætur þeirra eru Vigdís Þóra, f. 2000, Jónína, f. 2002, Helga Guðrún, f. 2006, og Sigurbjörg Tengdafaðir minn Valdimar Þórð- arson er látinn. Hann varð 90 ára gamall, en aðeins munaði tveimur dögum að hann næði 91 ári. Valdimar var mjög lífsglaður mað- ur og smitaði umhverfi sitt af glað- værð og jákvæðni. Hann hafði mjög gaman af að segja sögur og ekki síst skemmtisögur í góðra manna hópi. Valdimar var með afbrigðum vinnu- samur maður og sat aldrei auðum höndum. Hann var menntaður húsa- smiður og starfaði við trésmíði alla sína starfsævi og lengst af á Tré- smíðaverkstæði Kaupfélags Árnes- inga á Selfossi. Þrátt fyrir langan vinnudag gaf hann sér alltaf tíma til að sinna börnunum á heimilinu, sem voru sex talsins, einn sonur og fimm dætur. Kynni mín af Valdimari, Helgu og fjölskyldu hófust fyrir um 33 árum þegar ég og Björgvin Þór fórum að vera saman. Frá fyrstu fundum var mér mjög vel tekið og tel ég það hafa verið forréttindi fyrir mig að eignast þau hjón fyrir tengdaforeldra. Í raun- inni er ekki hægt að tala um Valdimar án þess að minnast á Helgu. Helga, tengdamóðir mín, sá um heimilið af miklum myndarbrag og gerir enn. Þau hjón voru alla tíð mjög samstiga varðandi heimilið og uppeldi barnanna. Mjög gestkvæmt var á heimilinu, bæði á Eyrarveginum og síðar á Heiðarveginum, og segir það sína sögu. Valdimar var með eindæmum ósér- hlífinn og greiðvikinn. Hann hjálpaði börnum sínum mikið við hvers konar smíðar, húsbyggingar, innréttinga- smíði og var einnig óspar á góð ráð. Hann hjálpaði okkur Björgvini þegar við byggðum sumarhús okkar fyrir tæplega tuttugu árum og þar áttu feðgarnir Valdimar og Björgvin eð- alstundir saman án afskipta kven- þjóðarinnar. Samskipti þeirra styrkt- ust á þessum tíma og voru þeir mjög nánir alla tíð. Hin síðari ár ræddu þeir nær daglega saman í síma. Valdimar var góður og skemmti- legur afi og hafði lag á að laða yngri kynslóðina til sín. Hann sýndi dætr- um okkar Björgvins mikinn áhuga og fylgdist vel með námi þeirra og starfi. Hann treysti sér ekki til að mæta á tónleika hjá yngri dóttur okkar í lok janúar sl., en hann hlustaði á flutning- inn í útvarpinu, þar sem tónleikunum var útvarpað beint. Síðustu þrjár vikur lífs síns dvaldi Valdimar á hjúkrunarheimilinu Foss- heimum á Selfossi, en þar var hann í hvíldarinnlögn. Fyrir hönd fjölskyld- unnar langar mig að þakka af heilum hug öllu því góða fólki, hjúkrunarfólki og læknum, sem hlúðu að Valdimari heima á Heiðarvegi og á hjúkrunar- heimilinu Fossheimum. Að kvöldi 17. mars sl. kvaddi Valdi- mar þennan heim og var Helga, öll börnin og stór hópur fjölskyldunnar hjá honum. Við Björgvin og dætur okkar erum þakklát fyrir að hafa geta dvalið hjá honum síðustu augnablikin. Það verður okkar styrkur. Að leiðarlokum langar mig sérstak- lega til að þakka tengdaföður mínum fyrir hlýjuna, einlægnina, hreinskiln- ina og fyrir það hve fallega hann tal- aði alltaf til mín. Ég gleymi því aldrei! Þín tengdadóttir, Sigríður Magnea Njálsdóttir. Okkur systkinin langar til þess að minnast hans afa okkar með örfáum orðum. Við eigum margar skemmti- legar minningar um hann. Það sem fyrst kemur upp í hugann er afi að smíða í kjallaranum. Afi að laga, gera og græja. Og finna upp hina ýmsu hluti, t.d. bjó hann til sög úr gamalli þvottavél. En þótt það væri alltaf nóg að gera hjá honum gat hann alltaf gefið sér tíma fyrir okkur, t.d. farið með okkur í göngutúra, og þá var oftast farinn „litli eða stóri hringurinn“. Það var líka ómissandi að fara með afa í skrúðgöngu 17. júní. Fyrsta ferðalagið sem við fórum í var með afa og ömmu norður í land. Það er mjög eftirminnilegt því við sváfum átta í pínulitlu tjaldi. Oft þurfti að smíða mikið í sveitinni og þá var afi manna fyrstur á staðinn. Það var alltaf allt í röð og reglu hjá honum og mikið skipulag á verkfærakistunni hans. Allir hlutir áttu sinn stað hjá afa. Hann hafði alveg sérstaklega gaman af því að segja sögur og var góð eft- irherma. Hann hefur alla tíð fylgst vel með okkur og sýnt því mikinn áhuga sem við vorum að gera, sama hversu gáfulegt það var. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Elsku amma, megi Guð vera með þér og veita þér styrk. Systkinin Kirkjuferju, Dagbjört, Baldur, Guðbjörg og Finnur. Valdimar Þórðarson ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR, Sæunnargötu 12, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Svandís Anna Jónsdóttir, Birgir Vigfússon, Björn Rúnar Jónsson, Anna Ólafsdóttir, Árni Rafn Jónsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHILDAR ÓLAFAR EGGERTSDÓTTUR, Skálarhlíð, Siglufirði. Elsa Guðmundsdóttir, Þórsteinn Ragnarsson, Guðný Guðmundsdóttir, Sveinn Björnsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hjartkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS ÞORBJÖRNS GÍSLASONAR frá Frostastöðum, Víðigrund 28, Sauðárkróki. Sveinn Sveinsson, Anna Dóra Antonsdóttir, Pálmi Sveinsson, Lilja Ruth Berg, Sigurður Sveinsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulega systir, mágkona og frænka, SVALA KALMANSDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Bólstaðarhlíð 40, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 29. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Anna Kalmansdóttir, Kristín Kalmansdóttir, Hólmar B. Pálsson, Dröfn Kalmansdóttir, Leif Nielsen, systrabörn og þeirra fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.