Morgunblaðið - 04.04.2009, Side 51
Velvakandi 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MANSTU EFTIR GRÉTU,
GÖMLU KÆRUSTUNNI MINNI?
ÞESSARI MEÐ STERKU
KJÁLKAVÖÐVANA?
MIKIÐ ROSALEGA GAT
HÚN BORÐAÐ HRATT
ÉG SKIL EKKI
AF HVERJU ÞÚ
LEYFÐIR HENNI
AÐ SLEPPA
VIÐ
ELSKUM
HVORT
ANNAÐ
UNGT
FÓLK Í
DAG
ÞIÐ ERUÐ HRÆSNARAR!
EKKERT ANNAÐ! HALDIÐ
ÞIÐ AÐ ÞIÐ GETIÐ PLATAÐ
JÓLASVEININN?
AF HVERJU EKKI? VIÐ ERUM
KLÁRIR KRAKKAR OG HANN
ER BARA GAMALL KARL
MAMMA, Í
HÁDEGINU,
ÞEGAR ÉG TÓK
UPP SAMLOKUNA
SEM ÞÚ GERÐIR
HANDA MÉR,
VAR SULTAN
BYRJUÐ AÐ
SOGAST INN
Í BRAUÐIÐ
Á MORGUN VIL ÉG AÐ ÞÚ
SETJIR SULTUNA Í SÉRSTAKT
ÍLÁT SVO ÉG GETI SMURT
HENNI Á BRAUÐIÐ MITT RÉTT
ÁÐUR EN ÉG BORÐA ÞAÐ,
SVO ÞAÐ VERÐI EKKI
KLÍSTRAÐ OG ÓGEÐSLEGT
ÉG HEF LÍKA
TEKIÐ EFTIR ÞVÍ
AÐ ÞÚ NOTAR
ALLTAF SNEIÐAR
ÚR MIÐJU
BRAUÐINU. ÉG
VIL BARA FÁ
ENDANA, ÞVÍ
ÞEIR DRAGA EKKI
Í SIG SULTU
ÓTRÚLEGT! HÚN
GERÐI ÞAÐ AFTUR!
HÚN VILL AÐ VIÐ SKRIFUM UNDIR ÞETTA
ÁÐUR EN VIÐ RÁÐUMST INN Í KASTALANN
HVAÐ
ER
ÞETTA?
HÉR STENDUR AÐ
VIÐ LOFUM AÐ GERA
VIÐ ALLAR RISPUR Á
HÚSGÖGNUM SEM VIÐ
KOMUM TIL MEÐ AÐ
VALDA Í ÞESSARI
INNRÁS
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞÚ
HAFIR HLEYPT HENNI INN,
ÞRÁTT FYRIR AÐ ÞÚ VISSIR
AÐ LEONA HELMSLEY ÆTTI
HANA! HÚN LÆTUR EINS
OG HÚN EIGI HÚSIÐ!
HÚN ER
EKKI SVO
SLÆM...
HVAÐA
HÁVAÐI ER
ÞETTA?
ÉG ER AÐ
LÁTA ENDUR-
INNRÉTTA
ELDHÚSIÐ
HVAÐ
ER ÞETTA?
ÞETTA ER ROTTA
SEM VINKONA MÍN Á.
ÉG ER AÐ PASSA HANA
Á MEÐAN HÚN ER
Á SPÁNI
HÚN HEITIR
„NARTA“
ÆÐI!
MEGUM
VIÐ FÁ
SVONA
ROTTU?
KANNSKI
ÞEGAR
ÉG DEY
ÆTLAR ÞÚ AÐ
SEGJA MÉR
LEYNDARMÁLIÐ?
LEYNDAR-
MÁLIÐ?
HVAÐA
LEYNDAR-
MÁL?
MIG LANGAR
BARA AÐ TAKA
MYNDIR AF
KÓNGULÓAR-
MANNINUM
ÉG FRÉTTI
AÐ HANN
VÆRI
KOMINN
AUSTUR
ÞESS VEGNA
KOM ÉG
AFTUR TIL
NEW YORK
HELDUR ÞÚ ENNÞÁ
AÐ HANN SÉ KÓNGU-
LÓARMAÐURINN?
HANN sýndi frambærilega takta, drengurinn sem æfði þrumuskot á leik-
vellinum við Fossvogsskóla á dögunum.
Morgunblaðið/Heiddi
Flottir taktar
Morgunblaðið/Heddi
Traust er
víðtækt hugtak
TRAUST er víðtækt
hugtak, samt gera
flestir sér grein fyrir
merkingu þess orðs.
Mikið er fjallað um
traust almennt þessa
daga enda þjóð í vanda
stödd. Brostið traust,
kemur oft fyrir í hinni
almennu umræðu nú til
dags. Fólk treystir
ekki alþingismönnum
mörgum hverjum, né
viðskiptabönkunum og
hluta starfsfólks
þeirra. Og kannske
varla hvert öðru og er þá illa farið.
Mér hefur fundist að sumir al-
þingismenn hafi ekki þorað að segja
sannleikann, heldur séu í algjörum
blekkingarleik við fólk sem það von-
ast svo til að kjósi sig að mánuði liðn-
um. Tveir landsfundir stjórnmála-
flokka voru haldnir fyrir skömmu.
Eitt af aðalatriðum beggja, sem kom
fram í framsögu formanna þessara
flokka, var að biðjast fyrirgefningar
og afsökunar á þeirra gjörðum, eða
ekki gjörðum. Eins og þjóðfélagið er
statt nú um stundir, hljóta einhverjir
að bera meiri ábyrgð en aðrir og eru
því varla traustsins verðir. Alþing-
ismaður, ef ekki fleiri framámenn,
hafa sagt að besta leiðin til að koma
þjóðinni út úr ógöngum sé að spara.
Ef hver viðkomandi heldur og
beinir slíku til eldri borgara veit sá
sem hér skrifar að um hreinan
blekkingarleik er að ræða. Hefur
viðkomandi alþingismaður vitneskju
um hvað mikið af 12-15 milljörðum,
sem fólk fór með sér heim (eftir
bankahrunið) og er jafnvel búið að
tapa 15-33% ofan á allt annað, hefur
skilað sér til baka? Skyldi nú ekki
vera að allnokkrir milljarðir væru
enn í vörslu fólks?
Nú eftir stendur stór hluti fólks
sem ekki treystir bönkum fyrir sínu
lausafé og geymir á ýmsan máta. Nú
hefur lögum verið breytt á þann hátt
að hver einasta króna sem eldra fólk
öðlast, sem vextir, arður eða hvað
sem það nefnist, fer beint til Trygg-
ingastofnunar ríkisins til frádráttar
á bótum sem viðkomandi nýtur frá
þeirri stofnun.
Glæsilegt, ekki satt? Dettur ein-
hverjum í hug að arðvænt sé að
liggja með fé á vöxtum
til þess eins að fóðra
Tryggingastofnun rík-
isins? Hverju á eldra
fólk að treysta þegar
uppi er staðið, nema á
sjálft sig? Virðing-
arfyllst,
Svanur Jóhannsson.
Framsæknu konur
ÞIÐ framsæknu fyr-
irmyndarkonur, sem
sækist eftir jafnræði
við karlmenn á frama-
brautinni í þeirri her-
ferð að komast á Al-
þingi og í
sveitastjórnargeirann ásamt öðrum
mikilsmetnum störfum í lífinu, vil ég
spyrja: Af hverju viljið þið ekki fara
á togara og önnur veiðiskip til jafns
við karlmenn eða í vinnu hjá borg-
inni að hreinsa ruslið sem líklega
einungis karlmenn stunda? Mér
finnst að þið konur sem viljið vinna
alþingis- og sveitastörf eigið að fara
fram á að vinna þessi þrifa- og kalsa-
störf sem þessi bæði störf bjóða upp
á. Það samræmist ekki að sækjast
eftir völdum en hundsa kalsasöm
störf sem ekki skjóta manni upp á
stjörnuhimininn. Ég skora á alþing-
iskonur að vinna að jafnrétti bæði á
sjó og landi og á götum úti í rusla-
hreinsun. Lifið heil.
Kristjana Vagnsdóttir.
Penninn – húsgögn
ÉG vil taka undir grein sem „ánægð-
ur viðskiptavinur“ Pennans sendi
inn og birtist í Velvakanda 27. mars
sl. Ég hef margsinnis verið í við-
skiptum við starfsmenn húsgagna-
deildar Pennans í Hallarmúla og hef
fengið þar alveg afbragðs þjónustu,
bæði faglega og ekki síst glaðlegt og
skemmtilegt viðmót.
Penninn má vera stoltur af þessu
góða starfsfólki sem í felst mikill
mannauður og vona ég innilega að
Penninn geti haldið áfram að vera til
staðar fyrir okkur sem viljum góða
þjónustu.
Annar ánægður viðskiptavinur.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu-
og skemmtifundur í Stangarhyl 4, hefst
kl. 13.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi
kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergi | Alla virka
daga kl. 9-16.30 er dagskrá fyrir fólk á
öllum aldri. Miðvikud. kl. 11.30 er leikfimi
(frítt). Þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er
stafganga. Á mánud. kl. 9 og föstud. kl.
13 er leikfimi (frítt) í ÍR-heimilinu v/
Skógarsel. Vatnsleikfimi í Breiðholtslaug
kl. 10.50. S. 575-7720.
Hraunsel | Bókmenntaklúbbur föstu-
daga kl. 10-12. Sjá febh.is
Hæðargarður 31 | Lokadagskrá í vor-
ferðina í Borgarnes og flutningur Tungu-
brjóta og Soffíuhóps á ljóðadagskránni
„Og þá rigndi blómum …“ liggur frammi.
Enn eru nokkur sæti laus. Fundur í bók-
menntahópi á þriðjudag kl. 20. Lestr-
arefni m.a. Óvinafagnaður og Ofsi eftir
Einar Kárason.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands-
skóla v/Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í síma
564-1490, 554-5330 og 554-2780.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Sunnudagsfundur
deildarinnar er á morgun kl. 10 á Grett-
isgötu 89. Síðasti fundur vetrarins.