Morgunblaðið - 04.04.2009, Page 52
52 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
NORSKI rithöfundurinn Per Pett-
erson hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 2009. Per Petter-
son er tæplega sextugur og sendi
frá sér fyrstu skáldsöguna, Aske i
munnen, sand i skoa, 1987. Þriðja
skáldsaga hans, Til Sibir, kom út
1996 og var tilnefnd til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs, en það
ár hlaut danski höfundurinn Dorrit
Willumsen viðurkenninguna.
Til Sibir og I kjølvannet, sem
kom út árið 2000, vöktu talsverða
athygli á Persson, en síðarnefnda
bókin fjallar um það er ferjan
Scandinavian Star, sem var á leið
frá Osló til Frederikshavn, brann í
apríl 1990 með þeim afleiðingum að
150 manns fórust, þar á meðal for-
eldrar Perssons og yngri bróðir
hans.
Ut og stjæle hester kom út 2003
og vakti mikla athygli víða um
heim, þar á meðal vestanhafs, þar
sem hún var gefin út á ensku á þar-
síðasta ári, en bókin var ofarlega á
árslistum margra bandarískra dag-
blaða og bókmenntatímarita. Hún
hefur verið þýdd á nærfellt fimmtíu
tungumál, þar á meðal íslensku,
kom út á síðasta ári undir nafninu
Út að stela hestum á vegum Bjarts.
Bókmenntaverðlaunin eru veitt
fyrir nýjustu skáldsögu Pettersons
sem heitir „Jeg forbanner tidens
elv“ og kom út á síðasta ári. Verð-
launin, sem nema hálfri áttundu
milljón króna, verða afhent í Stokk-
hólmi í lok október næstkomandi í
tengslum við Norðurlandaráðsþing.
Per Petterson
verðlaunaður
Rithöfundurinn Hlýtur bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs í ár.
MÁLÞING um trúarleg stef í
verkum Halldórs Laxness fer
fram í kapellu Aðalbyggingar
Háskóla Íslands í dag kl. 13.30-
16.30. Það er Trúarbragða-
fræðistofa Hugvísindasviðs
Háskólans sem efnir til mál-
þingsins. Fred E. Woods, pró-
fessor í guðfræði við Brigham
Young University í Utah, flyt-
ur erindi um Paradísarheimt
byggt á rannsóknum sínum á
dvöl Halldórs í Utah. Málþingsstjóri er Helga
Kress og aðrir sem koma fram eru dr. Gunnar
Kristjánsson, prófastur, Hjalti Hugason og Pétur
Pétursson, prófessorar í guðfræði.
Bókmenntir
Trúarleg stef
í verkum Laxness
Halldór
Laxness
SÝNINGIN Einu sinni er verð-
ur opnuð í Safnasafninu á Sval-
barðsströnd í dag kl. 15. Þar eru
til sýnis verk 24 listamanna.
Handverk og hönnun stendur
fyrir sýningunni og er hug-
myndin með henni að hvetja til
nýsköpunar og vöruþróunar.
Tólf einstaklingar voru valdir
og hver þeirra valdi sér sam-
starfsaðila. Pörin tólf unnu síð-
an nýja nytjahluti út frá þema
sýningarinnar sem er „gamalt og nýtt“.
Sýning verður opin alla daga frá kl. 13 til 17 og
stendur til 13. apríl en þá verður farið með hana á
ferð um landið. Ókeypis aðgangur.
Hönnun
Einu sinni er
í Safnasafninu
Kristín Sigfríður
tekur þátt.
HELGA Sigríður Valde-
marsdóttir opnar sýn-
inguna „Fagurfræðilegt
dundur“ á Café Karól-
ínu, Akureyri, í dag
klukkan 15. Á 19. öld var
myndlistarkennslu
stúlkna ætlað að auka
fegurðarskyn og smekk-
vísi ungmeyja. Arfleifð
þessarar sögu – útsaumurinn –
er viðfangsefni sýningarinnar.
Þar koma fyrir sjónir fimm olíumálverk á striga
og sækir Helga efnivið sinn í mynstur í púða sem
hún fann í fórum föðurömmu sinnar. Sama mynst-
ur er í verkunum en þau eru máluð í ólíkum litum.
Myndlist
Arfleifðin í útsaum-
inum
Eitt verka Helgu.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
INGÓLFUR Arnarsson myndlist-
armaður hefur lagt sýningarrými
Suðsuðvestur í Keflavík undir sig.
„Ég sýni sex teikningar og hef
einnig gert smábreytingar á salnum,
teikningarnar fá öðruvísi virkni við
það,“ segir Ingólfur. Í teikningunum
vinnur hann með blæbrigði grátó-
naskalans þar sem fínlegt net kross-
skyggingar myndar þétt net.
„Ég hef stundum verið með til-
færingu á rýmunum sem ég sýni í til
að kalla fram þann hugblæ í samspili
við teikningarnar sem ég sækist eft-
ir. Ég bý til nýtt rými þótt ég breyti
ekki miklu,“ segir hann.
Gengið milli bars og sýningar
Venjulega eru opnanir haldnar í
galleríinu, en Ingólfur breytir út af
því, með uppákomu á Ránni. „Fólk
getur gengið yfir götuna og skoðað
sýninguna. Með þessu aðskil ég fé-
lagslegu uppákomuna og sýninguna.
Sýningarrýmið er lítið og innsetn-
ingin fíngerð en ef margt fólk er inni
í einu er erfiðara að upplifa hana.
Það er eitthvað áhugavert við það að
ganga á milli mannlífsins á barnum
og sýningarinnar.“
Ben Frost leikur við opnunina en
Ingólfur segist hafa áhuga á ab-
strakt eigindum tónlistar. „Til dæm-
is í nýrri raftónlist, þar sem oft er
unnið með áferð og blæbrigði. Ég
finn skyldleika við þær hugmyndir.
Mér finnst ekkert síðra að spyrða
verkin við tónlist en til að mynda rit-
aðan texta í sýningarskrá.“
Hann segir að teikningin hafi ver-
ið sitt meginform í mörg ár. „Oft
hafa þær tengst samræðu við arki-
tektúrinn. Á sýningu í Safni árið
2005 voru margar teikningar,
tveggja þriggja ára vinna, í pínulitlu
rými, en stundum er mjög mikið
rými fyrir verkin. Margt kemur inn í
þetta, til dæmis er mikilvægt að lita-
tónninn á veggnum sé rétti hvíti lit-
urinn sem dregur teikningarnar
fram. Ég fer því stundum í arkitekt-
úrísk inngrip, eins og með því að
breyta veggjum eða lýsingu. Lítil at-
riði sem mér finnst nauðsynleg.
Eftir á stendur hver teikning sem
heild, úr samhengi við innsetningu.“
Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður opnar sýningu í Suðsuðvestur í dag
Teikningar í
breyttu rými
Ljósmynd/Inga Þórey
Myndlistarmaðurinn „Það má segja að teikningin hafi verið mitt meg-
inform í mörg ár,“ segir Ingólfur Arnarsson sem er hér í Suðsuðvestur.
Í HNOTSKURN
»Sýning Ingólfs Arnarssonarverður opnuð í Suðsuðvestur
í Reykjanesbæ í dag klukkan 16.
»Opnunarhófið verður á veit-ingastaðnum Ránni, gegnt
Suðsuðvestur við Hafnargötu.
»Ástralski tónlistarmaðurinnBen Frost leikur eigin tón-
smíðar í opnunarhófinu.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„MÉR hefur alltaf fundist þetta vera
mjög dramatísk saga,“ segir Þórunn
Guðmundsdóttir, höfundur og leik-
stjóri óperunnar Gilitrutt sem frum-
sýnd var í Íslensku óperunni í gær-
kvöldi. Um er að ræða uppfærslu
Tónlistarskólans í Reykjavík, en auk
Gilitrutt sýnir skólinn óperuna La
cambiale di matrimonio eftir Rossini
sem ekki hefur verið sett upp hér á
landi áður. Aðeins er um tvær sýn-
ingar að ræða, og verður sú síðari kl.
20 í kvöld.
Aðspurð segir Þórunn nemendur
á hinum ýmsu stigum taka þátt í
uppfærslunni. „Þetta var hugsað
þannig að bæði þeir sem eru lengra
komnir og styttra fengju smá sviðs-
reynslu. Gilitrutt var sérstaklega
samin með tilliti til þess að þetta
væri nemendaópera sem reyndi
kannski ekki mest á söngtækni,
heldur leyfði fólki að njóta sín á
sviði,“ útskýrir Þórunn.
Eins og nafnið bendir til er óperan
Gilitrutt byggð á samnefndri þjóð-
sögu, og er hún flutt á íslensku. Gili-
trutt er gamanópera í einum þætti,
og er hún rúmur hálftími að lengd.
„Mér hefur fundist að íslenskir höf-
undar sem eru að huga að leikritum,
söngleikjum eða óperum mættu leita
betur í þennan gamla arf okkar því
við eigum mjög margar mjög drama-
tískar og áhugaverðar sögur og æv-
intýri,“ segir Þórunn, en þetta er
önnur óperan sem hún semur fyrir
Tónlistarskólann – hin var Mærþöll
sem sett var upp árið 2006.
Miðasala á óperuna fer fram í Ís-
lensku óperunni frá kl. 14 í dag.
Ný íslensk ópera frumsýnd um helgina
Þjóðsagan um Gilitrutt
sett í óperubúning
Þjóðlegt Þrír af nemendum Tón-
listarskólans í fullum skrúða.
ÓBÓLEIKARINN Matthías Nard-
eau heldur sína fyrstu einleiks-
tónleika í Salnum í dag ásamt
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
píanóleikara.
Á efnisskrá eru Þrjár rómönsur
op. 94 eftir Robert Schumann,
Þrjár rómönsur op. 22 eftir Clöru
Schumann, Capriccio eftir Amilc-
are Ponchielli og Gran concerto
eftir Antonio Pasculli.
Verk Schumann-hjónanna eru
mjög rómantísk og hugblærinn í
þeim dálítið heimspekilegur og al-
vöruþrunginn. Í ítölsku verkunum
tveimur er meira brugðið á leik,
það er létt yfir þeim og eru þau í
ætt við söngtónlist.
Matthías hóf að leika á óbó tólf
ára gamall og lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 2003. Sama ár hóf hann
framhaldsnám
við Conserva-
toire National
de Region í Par-
ís og lauk fram-
haldsprófi það-
an tveimur
árum síðar og
hlaut Premier
Prix, eða fyrstu
verðlaun við
skólann. Veturinn 2005 til 2006
stundaði Matthías svo einkanám
hjá tveimur óbóleikurum í París,
þeim Héléne DeVilleneuve og
Stephane Souchanek, og hóf um
haustið störf í Sinfóníuhljómsveit
Íslands. Þar gegnir hann nú stöðu
uppfærslumanns og englahorns-
leikara.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 í
Salnum í Kópavogi í dag.
Einleikstónleikar
óbóleikara í Salnum
Matthías Nardeau leikur verk eftir
Schumann-hjónin, Ponchielli og Pasculli
Matthías Nardeau
Sumir segja að
þetta sé betl, en ég
er nú ekki alveg sammála
því. 54
»