Morgunblaðið - 04.04.2009, Síða 60
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 94. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Hryðjuverkalög ósanngjörn
Fjárlaganefnd breska þingsins
gagnrýnir Alistair Darling fyrir
beitingu á hryðjuverkalögum gegn
íslenskum bönkum. Nefndin segir
viðbrögðin of harkaleg og orð Árna
M. Mathiesens, í samtalinu sem Dar-
ling vísar til, hafi ekki gefið ástæðu
til beitingar þeirra. Þess er krafist
að breska þingið yfirfari nú hryðju-
verkalögin vegna þessa. »Forsíða
Páskalambið 102% dýrara
Verðmunur á frosnu lambalæri
getur verið allt að þúsund krónur
eftir því hvort það er keypt í Kaskó,
þar sem það er ódýrast, eða í Nóa-
túni þar sem það er dýrast, skv.
nýrri könnun ASÍ. Verðmunurinn er
þannig 102% milli verslana. »30
Samræmd úrræði
Þeir sem lenda í erfiðleikum með
að greiða af húsnæðislánum eiga að
geta gengið að samræmdum úr-
lausnum í viðskiptabönkum, spari-
sjóðum, lífeyrissjóðum og öðrum
fjármálafyrirtækjum. Sam-
komulagið tekur þó ekki til íbúða-
lána í erlendri mynt. »Miðopna
SKOÐANIR»
Staksteinar: Erum við á réttri
braut?
Forystugreinar: NATO í sextíu ár |
Rangar forsendur laga
Ljósvakinn: Prýðileg skemmtun
Pistill: Listin að tapa
UMRÆÐAN»
Íslandsstofa í augsýn
Lyfjagjöf eftir pótsnúmerum?
Einstök náttúruperla eyðilögð?
Um ávöxtun lífeyrissjóða
Taktfastur töffari á trommunum
Verðlaunaleikur vikunnar
Ævintýraleg krakkaljóð
Föst í eigin neti
BÖRN»
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
**+,--
*-.,/0
1.,+2
3*,0*4
*+,2.4
*0,-/0
*20,4*
*,*++.
*-+,*2
*.1,.3
5 675 /# 869 3221
**1,2.
*-.,--
14,2+
3*,0-1
*+,*21
*0,---
*20,12
*,*132
*-+,4/
*.1,1-
324,43/.
&:8
**1,//
*-4,32
14,/4
3*,.03
*+,*43
*0,+32
*2.,*1
*,*1..
*-1,*4
*42,03
Heitast 5° C | Kaldast 0° C
Sunnan 5-10 m/s og
skúrir en hægari og
bjart veður á NA- og
A-landi. Hiti yfirleitt 5
til 10 stig. » 10
Frægir Frónverjar
í amerísku drauma-
verksmiðjunni
verða eltir á
röndum í nýjum
sjónvarpsþætti. »54
SJÓNVARP»
Íslendingar
í Hollywood
KLASSÍK»
Var Händel blindfullur
í tíma og ótíma? »53
Íslenski söngvarinn
Seth Sharp treður
upp með Eddie
Vedder, Donovan,
Cartney og Ringo.
Takk fyrir. »54
TÓNLIST»
Fimmti
Bítillinn?
KVIKMYNDIR»
Mynd um Baader
Meinhof frumsýnd. »56
MYNDLIST»
Ingólfur Arnarsson sýnir
í Reykjanesbæ. » 52
Menning
VEÐUR»
1. Gunnar Andersen forstjóri FME
2. Lokað og læst á langveika stúlku
3. Grunaður um íkveikju
4. Margir látnir í New York
Íslenska krónan veiktist um 0.72%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
HK varð Íslandsmeistari í blaki kvenna í gær-
kvöldi þegar liðið lagði Þrótt frá Neskaupstað
örugglega 3:0 en leikið var fyrir austan. Sigur
HK var sannfærandi eins og tölurnar gefa til
kynna en Austfirðingar veittu mesta mót-
spyrnu í fyrstu lotu sem fór 25:21. Önnur lotan
fór 25:12 og sú þriðja 25:14. HK-konur luku þar
með frábæru tímabili með viðeigandi hætti en
þær sigruðu þrefalt í vetur. | Íþróttir
HK fagnaði eftir sannfærandi sigur í Neskaupstað
HK Íslandsmeistari eftir sigur á Þrótti
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
HÚN er uppörvandi tilkynningin
frá Tannlæknafélaginu og tann-
læknadeild Háskóla Íslands um
ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir
börn og unglinga þeirra fjölskyldna
sem eiga við fjárhagserfiðleika að
stríða.
Stjórnvöld drógu mjög úr þátt-
töku í tannlæknaþjónustu við börn
og unglinga fyrir nokkrum árum.
Og þó Sjúkratryggingar segist
greiða 75% kostnaðar fyrir börn og
unglinga 17 ára og yngri, þá er það
samkvæmt einhverju sem kallað er
gildandi gjaldskrá ráðherra. Ekki
hefur frést af mörgum tannlæknum
sem nota þessa gjaldskrá. Útkoman
er sú að þátttaka Sjúkratrygginga
er líklega í flestum tilvikum jafnvel
undir helmingi kostnaðarins. Fram-
tak Tannlæknafélagsins og tann-
læknadeildar er því fagnaðarefni á
þeim tímum sem við lifum nú. gret-
ar@mbl.is
Auratal
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
VIÐRÆÐUR eru hafnar um að
starfsemi Íslensku óperunnar og Ís-
lenska dansflokksins tengist betur
tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við
Austurhöfn í Reykjavík og flytjist
jafnvel þar inn, ásamt Sinfóníu-
hljómsveitinni. Er þetta hluti af hug-
myndum um breytta nýtingu hússins
eftir að verkið hefur verið endurfjár-
magnað af ríki og borg.
Stefán Baldursson óperustjóri
tekur vel í þessar hugmyndir en
stjórn Íslensku óperunnar fór í vett-
vangsferð í tónlistarhúsið í gær.
Óperan hefur til þessa haft uppi
áform um að flytjast inn í fyrirhugað
tónlistarhús í Kópavogi en fjármála-
kreppan hefur tafið þau áform.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, segir enn fyrirhugað að
reisa tónlistarhúsið, áformin hafi
verið lögð til hliðar á meðan kreppan
gengur yfir.
„Húsið er upphaflega ekki hannað
fyrir óperuflutning en ég hef alltaf
haldið því fram að þarna sé hægt að
flytja óperur í aðalsalnum. Það er vel
þess virði að skoða þetta og alls ekki
útilokað að við getum farið þarna
inn,“ segir Stefán. Katrín Hall hjá
Íslenska dansflokknum segir málið á
frumstigi en þetta verði skoðað með
jákvæðum huga. Breytinga sé þörf
eigi dansinn að eiga þarna aðstöðu.
Þá hafa aðstandendur hins svo-
nefnda Íslenska tónlistarsumars lýst
yfir eindregnum áhuga á því að nýta
húsið undir tónleikahald strax þetta
sumar, en þær þreifingar eru enn
sem komið er á frumstigi.
Tónlistarhúsið | 8, 54
Líka ópera og dans
Til skoðunar að Íslenska óperan og Íslenski dansflokkurinn
fari inn í tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn
Ljósmynd/Stefán Baldursson
Skoðunarferð Stjórn Íslensku óperunnar skoðaði tónlistarhúsið í gær í
fylgd Stefáns Hermannssonar frá Austurhöfn og fulltrúa ÍAV.