Morgunblaðið - 18.04.2009, Page 6

Morgunblaðið - 18.04.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BYGGT verður upp alveg nýtt opinbert almanna- tryggingakerfi, verði farið að hugmyndum verkefn- isstjórnar um endurskoðun almannatrygginga. Nefndin mun einnig leggja til að frítekjumörk verði hækkuð og dregið úr skerðingum. Verkefnishópur félags- og tryggingamálaráðherra hefur frá árinu 2007 unnið að breytingum á almanna- tryggingakerfinu. Ýmsar breytingar hafa komið til framkvæmda á starfstímanum en hópurinn er að leggja lokahönd á tillögur sem lagðar verða fram til umræðu í næsta mánuði. Formaður verkefnishóps- ins, Stefán Ólafsson prófessor, kynnti hugmyndirnar í fyrsta skipti opinberlega í gær, á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Fram kom að stefnt er að því að frumvarp um ný almannatrygg- ingalög verði samið í sumar og lagt fyrir Alþingi í haust. haft 30 þúsund kr. tekjur frá lífeyrissjóði án þess að það skerði ellilaun frá hinu opinbera. Það sem um- fram er veldur áfram 50% skeðingu, eins og verið hefur. Þá mun skerðingin einnig ná til grunnlífeyris. Nái þessar hugmyndir fram að ganga munu tekjur þeirra sem hafa 275 þúsund eða minna á mánuði aukast um 17 þúsund en þeir sem hafa yfir 320 þús- und fá minna en áður. Þeir sem missa mest tapa öll- um grunnlífeyrinum. Lögð er fram önnur útfærsla á þessari hugmynd sem miðar við að enginn tapi á breytingunni. Hún kostar ríkið meira. Stefán sagði á fundinum að núverandi skerðingar vegna fjármagnstekna gangi allt of langt. Verkefn- ishópurinn muni leggja til að frítekjumörkin verði margfölduð, þannig að þau verði að minnsta kosti 30 til 40 þúsund á mánuði og að sú breyting taki strax gildi. Framtíðarsýn nefndarinnar er að síðar verði hægt að hækka verulega frítekjumörk á greiðslur frá líf- eyrissjóðum, fjármagnstekjur og atvinnutekjur. Gagnrýnt hefur verið að lífeyr- iskerfið sé of flókið og almennir borgarar eigi erfitt með að skilja það. Tillögurnar gera ráð fyrir að kerfið verði einfaldað. Lífeyrir eldri borgara er nú settur saman úr grunnlífeyri, tekjutengingu og heimilisuppbót auk tveggja teg- unda uppbótarlífeyris. Fram kom í máli Stefáns að flokkarnir verða sameinaðir í einn og að auki verður ein uppbót, lágmarksframfærslutrygg- ing. Jafnframt verður framkvæmdin einfölduð. Þannig er gert ráð fyrir að allar greiðslur fari í gegn um Tryggingastofnun ríkisins. Með því verður, að sögn Stefáns, minni hætta á of- og vangreiðslum sem fólk þarf að glíma við eftirá. Nefndin leggur til að dregið verði úr skerðingum lífeyrisgreiðslna með aukinni notkun frítekjumarks. Þannig er gert ráð fyrir að lífeyrisþegar eigi að geta Tryggingakerfið einfaldað  Verkefnishópur er að leggja lokahönd á tillögur að nýju opinberu almannatryggingakerfi  Lagt er til að lífeyrir þeirra sem minni tekjur hafa aukist en lífeyrir þeirra tekjuhærri skerðist meira Í HNOTSKURN »Útgjöld aukast ekki viðeinföldun kerfisins. »Þrjátíu þúsund króna frí-tekjumark á mánuði á greiðslur frá lífeyrissjóðum og á fjármagnstekjur mun auka útgjöld ríkisins um 850 millj- ónir króna á ári. »Kerfið mun kosta 1,5 millj-arða að auki ef ekki verð- ur skertur grunnlífeyrir þeirra tekjuhærri og 2,4 millj- arða ef 30 þúsund kr. frí- tekjumark á vexti bætist við. Stefán Ólafsson ÚTFÖR Ingólfs Guðbrandssonar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Lík- menn voru synir, tengdasynir og barnabarn Ingólfs, þeir Andri Már og Árni Heimir Ingólfssynir, Knut Ødegård, Björn Bjarnason, Leifur Bárðarson, Thomas Stankiewicz, Kristinn Sv. Helgason og Bjarni Benedikt Björnsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson jarðsöng en meðal fjölda tónlistarmanna við athöfnina voru félagar úr Pólýfónkórnum. Útför Ingólfs Guðbrandssonar Morgunblaðið/Heiddi Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TÓLF manns létu lífið í umferðinni í fyrra skv. slysa- skýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2008. Þetta er önnur lægsta dánartíðnin í umferðinni frá árinu 1970 en ein- ungis árið 1996 létust færri, eða tíu manns. Ísland var þannig í fyrra með lægstu dánartíðnina í umferðar- slysum á Norðurlöndum miðað við fólksfjölda, annað árið í röð. Raunar fækkar banaslysum milli ára á öllum Norð- urlöndunum nema í Noregi. Alvarlega slösuðum fjölgaði hins vegar um fimm í fyrra þegar 200 manns slösuðust alvarlega í umferðinni. Athygli vekur að hlutfall 60 ára og eldri eykst í alvar- legum slysum, en það fer úr 13% í 19% milli áranna 2007 og 2008. Sömuleiðis eykst hlutfall þessa sama aldurshóps í banaslysunum, en 7 af þeim tólf sem létust voru 60 ára eða eldri. Í fyrsta sinn frá árinu 1993 var enginn hinna látnu yngri en 17 ára. Fjórir af þeim 11 sem létust í bílslysum voru ekki í bíl- beltum en einn hinna látnu var á bifhjóli. Þá létu fimm líf- ið í þéttbýli en 7 í dreifbýli. Jákvætt er að heildarfjöldi slasaðra og látinna í um- ferðinni lækkar um 5,3% milli áranna 2007 og 2008. Sömuleiðis hefur umferðarslysum (með og án meiðsla) á hver 100 þúsund ökutæki snarfækkað á undanförnum ár- um. Þau voru 1869 talsins í fyrra miðað við 2579 árið á undan og hefur verið smám saman að fækka frá árinu 1999 þegar þau voru 3698 talsins. Hvað banaslysin varð- ar þá hefur þeim einnig fækkað miðað við ökutækjafjölda á sama tíma. Árið 1999 voru þau 10,5 á hver 100 þúsund ökutæki en einungis 4 í fyrra og hafa ekki verið færri á tímabilinu. Hæst fóru þau í 15,2 á hver 100 þúsund öku- tæki árið 2000. Segir í tilkynningu frá Umferðarstofu að þótt árið 2008 sé í flesta staði betra en árið 2007 hvað varðar fjölda slysa sé árangurinn ekki viðunandi sé miðað við þau markmið sem sett hafa verið í baráttunni gegn umferð- arslysum. Ekki sé útlit fyrir að markmið umferðarörygg- isáætlunar stjórnvalda til ársins 2016 um að saman- lagður fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári náist. Banaslys í umferðinni í sögulegu lágmarki Morgunblaðið/Árni Sæberg Akstur Þótt bílunum fjölgi fækkar slysunum en í fyrra var næstlægsta dánartíðni í umferðinni frá árinu 1970. Hlutfall 60 ára og eldri eykst í alvarlegum umferðarslysum ALLIR framboðslistar Lýðræðis- hreyfingarinnar hafa verið úrskurð- aðir gildir. P-listinn verður því á at- kvæðaseðlum í öllum kjördæmum landsins. Lýðræðishreyfingin skilaði inn framboðslistum á tilsettum tíma í öllum kjördæmum. Frambjóðendur staðfestu framboð fyrir hreyfinguna en tilgreindu ekki sérstaklega í hvaða kjördæmi þeir bjóða sig fram, eins og venjan hefur verið. Yfirkjör- stjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður töldu framboðslist- ana ógilda af þessum ástæðum en yf- irkjörstjórnir hinna kjördæmanna fjögurra túlkuðu kosningalögin þannig að þetta væri heimilt. Lýðræðishreyfingin skaut úr- skurðum yfirkjörstjórna Reykjavík- urkjördæma til landskjörstjórnar sem í gær úrskurðaði að listarnir væru gildir. Landskjörstjórn hafn- aði kröfu Lýðræðishreyfingarinnar um að oddviti kjörstjórnar Reykja- víkurkjördæmis norður víki sæti. P-listinn með gild framboðÁ VEGUM Náttúrufræðistofnunarhafa fiðrildi verið vöktuð með árleg-um sýnatökum síðan 1995 og hófst vertíð þessa árs á fimmtudag. Í ár eru sýnatökustaðir fimm á Suður- landi, en auk þess fer sambærileg sýnataka fram við Ásbyrgi á vegum Náttúrustofu Norðausturlands „Verkefnið hefur stóraukið þekk- ingu okkar á stofnum íslenskra fiðr- ilda og margt áhugavert hefur kom- ið í ljós. Það má merkja breytingar á háttum gamalgróinna tegunda og vísbendingar hafa komið fram um nýja landnema og að tegundir sem berast reglulega til landsins með vindum séu teknar að fjölga sér og jafnvel lifa íslenska veturinn af,“ segir á vef stofnunarinnar. Þar segir einnig að kálmölur hafi til langs tíma verið algengastur flækingsfiðrilda hérlendis en vetur hafi verið honum of harðir til að þrauka til næsta vors. Það virðist vera að breytast, því nokkuð hefur borið á kálmöl undanfarið. Tveir sáust við sumarbústað í Þingvalla- sveit, einn barst inn í hús í Reykja- vík og enn einn hafnaði í fiðrilda- gildru undir Eyjafjöllum. aij@mbl.is Ný fiðrildi nema land SAMFYLKING- IN hefur óskað eftir ítarlegum upplýsingum um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dótt- ur bæjarstjórans, Gunnars I. Birg- issonar. Guðríður Arnardóttir, bæj- arfulltrúi Sam- fylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi heimildir fyrir því að fyrirtæki dóttur hans hafa fengið óeðlilega fyr- irgreiðslu síðustu ár og fullyrðir að fyrirtækið hafi fengið milljónir greiddar. „Okkur vitanlega hefur fyrirtækið aðeins einu sinni á síðustu tíu árum fengið verk í gegnum út- boð.“ Gunnar segir Samfylkinguna fara frjálslega með sannleika máls- ins og vísar því á bug að fyrirtækið hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu. „Ég hef ekki milligöngu um viðskipti við hana.“ Það sé í höndum starfs- manna byggt á verðkönnunum og út- boðum. Þór Jónsson, upplýsinga- fulltrúi bæjarins, segir gögnunum nú safnað saman tíu ár aftur í tímann og þegar sé ljóst að önnur fyrirtæki hafi verið umsvifameiri í viðskiptum um upplýsingamál við Kópavogsbæ. gag@mbl.is Safna upplýsingum tíu ár aftur í tímann Guðríður Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.