Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 31
Fréttir 31ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 NICOLAS Sarkozy, forseti Frakklands, fékk það óþvegið í ýmsum evrópskum fjölmiðlum í gær en hann er sagður hafa talað niður til ýmissa þjóðarleiðtoga. „Asnar og ugluspeglar – dómur Sarkozys um aðra þjóðarleiðtoga“ var fyrirsögnin í The Guardian en The Times kallaði hann „rætna, litla prinsessu“. ABC á Spáni sagði, að stórmennskubrjálæði Sarkozys ætti sér engin takmörk. Ástæðan er sú, að á hádeg- isverðarfundi með þingmönnum þar sem rætt var um fjár- málakreppuna sagði Sarkozy, að Barack Obama Bandaríkjaforseti „næði ekki máli“. Hann væri að vísu vel gefinn og geðugur en reynslulaus þeg- ar kæmi að því að taka ákvörð- un. Um Jose Luis Rodriguez Zapa- tero, forsætis- ráðherra Spán- ar, sagði Sarkozy, að lík- lega væri hann ekki mjög vel gefinn og um Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði hann, að hún hefði þó haft vit á að fylgja fordæmi hans í kreppumálum. Sarkozy hafði hins vegar allt gott að segja um Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu. svs@mbl.is Sarkozy niðrar þjóðarleiðtogum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. STJÓRNVÖLD í Lettlandi eiga í mesta basli með að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem sett voru í tengslum við 1.260 milljarða króna lán sjóðsins og ann- arra lánveitenda, þar með talið ESB, til stjórnarinnar um síðustu áramót. Í skýrslu sjóðsins um stöðu lettn- eska þjóðarbúsins, sem samin var í febrúar en birt opinberlega í gær, segir að það hafi reynst mun meiri áskorun að mæta þessum kröfum en ráðgert var þegar lánið gekk í gegn. Stjórnin hefur þegar fengið 269 milljarða króna af láninu en fékk hins vegar ekki 33,5 milljarða króna lán afgreitt frá sjóðnum nýverið með þeim rökum að hún hefði ekki fylgt áætlun hans nægjanlega vel eftir. Þá gæti pólitískur óstöðugleiki sett frekara strik í reikninginn, að mati skýrsluhöfunda sjóðsins. Meginkröfur sjóðsins er að skorið verði verulega niður í ríkisútgjöldum og greindi Einars Repse, fjármála- ráðherra landsins, frá því í fyrradag að flest benti til að stjórninni myndi ekki takast að uppfylla skilyrði fyrir 285 milljarða króna væntanlegu láni frá sjóðnum, nema henni tækist að draga úr útgjöldum um 40 prósent til viðbótar frá fyrri niðurskurði. Lánið forsenda viðreisnarinnar Valdis Dombrovskis, forsætisráð- herra Lettlands, hefur dregið upp dökka mynd af stöðu þjóðarbúsins og varað við því að Letta kunni að bíða þjóðargjaldþrot fáist næsta lán hjá AGS ekki afgreitt í júní nk. Umskiptin eru mikil fyrir Letta sem litu framtíðina björtum augum árin 2006 og 2007 þegar hagvöxtur var 11,9 prósent annars vegar og 10,2 prósent hins vegar. Nú er hins vegar reiknað með að þjóðarfram- leiðslan dragist að óbreyttu saman um 13 prósent í ár. baldura@mbl.is Gjaldþrot vofir yfir Lettlandi Hefur ekki uppfyllt kröfur AGS RIGNINGIN, hið dæmigerða sumarveður Íslendinga, og haustlægðirnar sem tæma göturnar eru í raun himnasending, ef marka má nýja rannsókn. Ástralskir sálfræðingar telja sig þannig hafa sýnt fram á að fólk standi sig betur á minnisprófum þegar illa viðrar og góða skapið gufar upp. Sálfræðingarnir, sem starfa við sálfræðideild University of New South Wales, byggja rannsóknina á spurningalistum og minnisþrautum sem lagð- ar voru fyrir viðskiptavini verslunar einnar í Sydney. Niðurstöðurnar koma á óvart, en samkvæmt þeim tókst þátttakendum að leggja þrefalt meira magn upplýsinga á minnið þegar veðrið var slæmt á ástralskan mælikvarða og er orsakasamhengið talið það að skapið verði þyngra í vondu veðri sem aftur skerpi á þessum andlegu hæfileikum. Gáfaðri þegar illa viðrar E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 4 4 5192 / HÚSAVÍK • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér bjóðast og svörum spurningum þínum. • Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin. Elín rennir fyrir fisk við Kinnarfjöllin. Hún og 5 aðrir taka vel á móti þér á Húsavík. Komdu við í útibúinu að Garðarsbraut 19 á Húsavík eða hringdu í okkur í síma 410 4000. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HILLARY Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að stefna stjórnvalda í Wash- ington gagnvart kommúnistastjórn- inni á Kúbu hefði ekki borið árangur, en 47 ár eru liðin frá því Bandaríkja- menn settu viðskiptabann á eyjuna. „Við höldum áfram að leita að upp- byggilegum leiðum, því við lítum svo á að núverandi stefna hafi mistek- ist,“ sagði Clinton á blaðamanna- fundi í Dóminíska lýðveldinu, áður en fundur 34 leiðtoga Ameríkuríkja á Trínidad og Tóbagó hófst í gær. Hyggst skoða tilboð Castros Kvaðst Clinton jafnframt reiðubú- in að skoða alvarlega tilboð Rauls Castro Kúbuforseta um viðræður, en hann kveðst tilbúinn til að ræða mannréttindi, stöðu pólitískra fanga, frelsi fjölmiðla og önnur mál. Á sama tíma kvaðst Jose Miguel Insulza, framkvæmdastjóri Samtaka Ameríkuríkja, OAS, myndu fara þess á leit við meðlimi þeirra að Kúbu yrði leyft ganga í þau á ný, 47 árum eftir að henni var vikið úr þeim. Yfirlýsing Clinton kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn samþykkti fyrir helgi lög sem greiða fyrir heim- sóknum Kúbverja sem eru búsettir í Bandaríkjunum til ættingja sinna á Kúbu og peningasendingum þangað. Áður hafði Barack Obama Banda- ríkjaforseti sagt það undir Kúbu- stjórn komið hver næstu skref yrðu, ásamt því sem hann ítrekaði að stefnunni gagnvart henni yrði ekki breytt á „einni nóttu“. Aukin áhrif Kínverja Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því viðskiptabannið var sett á ár- ið 1962 í kjölfar byltingar Fidels Castro, bróðurs núverandi forseta. Kalda stríðinu er lokið og heims- myndin mikið breytt frá því sem var þegar Bandaríkjastjórn og Sovétrík- in tókust á um kjarnavopn á eyjunni. Nefna má að áhrif Kínverja á Kúbu hafa farið vaxandi sem og víðar í Mið- og Suður-Ameríku og kín- verskar neysluvörur, s.s. örbylgju- ofnar, vegið á móti viðskiptabanninu. Kúbustefnan mistekist Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, boðar endurskoðun stefnunnar gegn kommúnistastjórninni á Kúbu Reuters Ný stefna Clinton á blaðamanna- fundinum í Dóminíska lýðveldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.