Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 54
54 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 8 1 5 9 7 5 4 2 3 3 9 7 4 4 2 6 8 8 6 5 7 2 3 5 9 6 8 5 4 1 7 3 2 6 4 7 3 9 4 2 9 7 6 9 3 6 5 4 8 4 8 3 5 5 6 4 1 3 9 3 5 2 6 4 7 7 8 2 6 9 8 4 1 9 6 7 5 4 8 3 2 9 1 3 2 1 6 9 7 8 4 5 9 4 8 2 5 1 7 3 6 8 5 4 3 1 2 9 6 7 1 6 3 9 7 8 5 2 4 2 9 7 5 4 6 1 8 3 7 1 9 8 3 4 6 5 2 5 3 2 7 6 9 4 1 8 4 8 6 1 2 5 3 7 9 8 2 7 1 5 3 4 9 6 5 6 1 9 4 7 8 3 2 9 3 4 2 8 6 7 1 5 7 1 8 3 9 5 6 2 4 6 5 2 7 1 4 3 8 9 4 9 3 6 2 8 1 5 7 3 8 5 4 7 9 2 6 1 1 7 9 8 6 2 5 4 3 2 4 6 5 3 1 9 7 8 2 1 4 7 6 9 3 8 5 5 9 3 2 8 4 6 1 7 6 8 7 5 1 3 9 4 2 9 6 2 3 5 1 4 7 8 3 5 1 8 4 7 2 6 9 7 4 8 6 9 2 5 3 1 4 2 9 1 3 8 7 5 6 1 7 5 4 2 6 8 9 3 8 3 6 9 7 5 1 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 18. apríl, 108. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jh. 15, 12.) Hvernig getur það gerst aðtveggja barna móðir sem lifir ósköp venjulegu lífi í Þýskalandi taki ákvörðun um að gerast borg- arskæruliði og fari að drepa fólk í stórum stíl? Reynt er að svara þess- ari spurningu í bíómyndinni um Baader-Meinhof samtökin sem sýnd hefur verið í Kringlubíói síðustu vik- urnar. Myndin sýnir háskólastúd- enta sem hafa brennandi áhuga á stjórnmálum smátt og smátt fara út í æ róttækari aðgerðir. Á sínum tíma nutu aðgerðirnar ótrúlega mikillar samúðar í Þýskalandi þar sem Rauðu herdeildirnar störfuðu. x x x Það er hins vegar mikil einföldunað halda því fram að meðlimir Rauðu herdeildanna hafi verið hug- sjónafólk. Andreas Baader ber t.d. ekki mikla virðingu fyrir konum og hann tekur því afar illa þegar bíl hans er stolið, en sjálfur stelur hann öllu steini léttara. Kærasta hans, Gudrun Ensslin, sýnir Ulriku Mein- hof ótrúlega framkomu í fangelsinu, sem tæplega er hægt að flokka undir neitt annað en einelti. Þetta á sinn þátt í því að Meinhof fremur sjálfs- víg. Félagar reyna síðan að nota sjálfsmorðið sér til framdráttar í áróðursstríðinu við stjórnvöld. x x x Saga Baader-Meinhof samtak-anna er ekki eina dæmið um hóp fólks sem telur að leiðin til þess að bæta samfélagið sé að stunda skemmdarverk og myrða samborg- arana. Það er ekki ofsögum sagt að samtökin hafi haldið þýsku sam- félagi í heljargreipum á 8. áratug síðustu aldar. Talið er að þau hafi drepið um 30 manns, en hápunkti náðu morðin þegar þau rændu og drápu Hanns-Martin Schleyer, framkvæmdastjóri samtaka þýskra iðnrekenda. Í bíómyndinni eru með- limir Rauðu herdeildanna sýndir greiða atkvæði um hvort sýna eigi hörku við ránið á Schleyer. Tillagan var samþykkt. Þar með voru örlög bílstjóra og förunauta Schleyers ráðin. Morðið á þeim sýnir hvert „hugsjónir“ geta leitt fólk. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sérstakt spil, 4 hrista ryk úr, 7 loð- skinns, 8 hæglát, 9 bekk- ur, 11 vítt, 13 kaup, 14 slétta, 15 listi, 17 sam- sull, 20 bókstafur, 22 hittum, 23 endurtekið, 24 ernina, 25 haldast. Lóðrétt | 1 konungur, 2 hnöttum, 3 afturendi, 4 drumb, 5 sjór, 6 skyn- færin, 10 fljót, 12 greina frá, 13 tónverk, 15 yrkja, 16 nagdýr, 18 orðrómur, 19 sortna, 20 kveina, 21 blautt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sumardaga, 8 kutum, 9 púlar, 10 upp, 11 lær- ir, 13 ansar, 15 gruns, 18 smíða, 21 vit, 22 sadda, 23 ætt- in, 24 rassbagan. Lóðrétt: 2 urtur, 3 armur, 4 doppa, 5 gulls, 6 skel, 7 hrár, 12 inn, 14 nem, 15 gust, 16 undra, 17 svans, 18 stæla, 19 ístra, 20 anna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 h6 7. Be3 e5 8. d5 Ra6 9. Dc2 Rc5 10. b4 Rcxe4 11. Rxe4 Rxe4 12. Bxh6 Bxh6 13. Dxe4 Bf5 14. Df3 e4 15. Db3 Dg5 16. Kf1 Hae8 17. h4 Df6 18. Hd1 e3 19. f3 De5 20. g4 Dg3 21. Rh3 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsinu. Ingvar Þór Jóhannesson (2.345) hafði svart gegn Degi Andra Friðgeirssyni (1.787). 21. … Bxg4! 22. fxg4 He4 23. Dc2 Hf4+! 24. Bf3 Dxf3+ 25. Kg1 Hxg4+ og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. Svartur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Efinn. Norður ♠K ♥54 ♦9432 ♣ÁK6532 Vestur Austur ♠G1096 ♠D8732 ♥K87 ♥G109 ♦D865 ♦G10 ♣107 ♣G98 Suður ♠Á54 ♥ÁD632 ♦ÁK7 ♣D4 Suður spilar 6G. Hversu klókur er austur? Sú spurn- ing verður áleitin síðar. Útspilið er ♠G. Laufið þarf að falla, en eftir sem áður vantar tólfta slaginn. Svíning í hjarta getur beðið og fyrsta verk sagnhafa er að kanna tígulinn. Góð hugmynd er að spila tígli úr borði í öðrum slag með þeirri áætlun að láta sjöuna heima ef austur fylgir með smáu. Þannig má at- huga tígulleguna áður en afstaða er tek- in í hjartanu. En þegar ♦10 kemur úr austrinu verður að taka með ás. Tían vekur reyndar nýja von: að austur sé með ♦G10 eða ♦D10 tvíspil. Ef sú er legan má fría ♦9 með því að taka á ♦K og spila að níunni. Það gengur, eins og sést, en efi sagnhafa er þessi: Er austur að blekkja með ♦DG108? Það er vissulega möguleiki, en lík- urnar eru minni en meiri. Það er ekki fiskur undir öllum steinum. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hrúturinn er svo sannarlega virk- ur í dag. Hlutirnir taka óvænta stefnu og áætlanir fara út í veður og vind. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist. (20. apríl - 20. maí)  Naut Notaðu skemmtun til þess að rjúfa veggina milli fólks. Sýndu þolinmæði því viðkomandi er bara sendiboði. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert með frábært minni og rökhugsunin er meiriháttar. Hugur þinn flýgur hátt og sér frábær tækifæri. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú vilt gera öllum til geðs en þarft að muna að það er ekki alltaf mögulegt. Farðu vel með sannfæringarkraftinn sem þú býrð yfir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Einbeittu þér að því sem þú ert að fást við og leyfðu engum að trufla þig á meðan. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Einhver hefur flutt inn í hjartað þitt. Reyndu að leita skjóls frá ut- anaðkomandi kröfum og hvíla þig. Reyndu að temja þér ný vinnubrögð sem leiða til ferskra lausna. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er ekki nóg að hugsa um hlutina ef ekkert verður úr framkvæmdinni. Láttu því óvæntar fréttir ekki koma þér úr jafnvægi því þær eru hreint ekki eins slæmar og þær virðast vera. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Reyndu ekki að slá ryki í augu annarra ef mál taka óvænta stefnu. Til að auka líkurnar á ástalífi, vertu opinn fyrir nýjungum, og hættu öllu neikvæðn- ishjali. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það getur verið gaman að láta ýmislegt eftir sér en í upphafi skyldi end- inn skoða. Láttu réttlætiskennd þína leiða þig og þá muntu koma öllum málum farsællega í höfn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Farðu ákaflega varlega í sam- skiptum við ókunnuga, sérstaklega ef þau snúast um fjármál að einhverju leyti. Ekki láta þetta trufla þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ef þú segir hópi fólks brand- ara og aðeins einn hlær, skaltu einbeita þér að þessum eina. Skynsemi þín mun koma þér að góðum notum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fiskurinn eyðir tíma með fólki sem er mjög líkt honum sjálfum – það er engu líkara en að hann sé í slagtogi með spegli. Stjörnuspá 18. apríl 1872 Jarðskjálftar ollu stórtjóni á Húsavík. „Húsin léku til og frá, teygðust sundur og sam- an,“ segir í Annál nítjándu ald- ar, og „varla gátu staðið á ber- svæði nema styrkustu menn“. Meira en hundrað manns urðu húsnæðislausir. Stærstu skjálftarnir voru 6-7 stig. 18. apríl 1935 Efnt var til „skíðaviku“ á Ísa- firði í fyrsta sinn. Þátttak- endur voru níutíu, flestir frá Ísafirði. Skíðavikan hefur síð- an verið árlega, um páskana. 18. apríl 1958 Volkswagen-bifreið var flutt með flugvélinni Gljáfaxa frá Reykjavík til Akureyrar. „Þetta mun vera í fyrsta sinn sem bíll er fluttur loftleiðis hér innanlands,“ sagði Al- þýðublaðið. 18. apríl 2007 Milljónatjón varð í stórbruna á horni Lækjargötu og Austur- strætis í Reykjavík. Rúmlega 200 ára gamalt hús gjör- eyðilagðist og hús sem var reist fyrir meira en 150 árum stórskemmdist. „Mesti bruni í miðbænum í fjörutíu ár,“ sagði Morgunblaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Sigrún Sturlu- dóttir, Árskóg- um 6 í Reykjavík, er áttræð í dag, 18. apríl. Sigrún og eig- inmaður hennar, Þórhallur Hall- dórsson, eiga einnig 60 ára brúðkaupsafmæli. Af því tilefni bjóða þau hjónin ættingjum og vin- um að samgleðjast með sér og fjöl- skyldunni í safnaðarheimili Bú- staðakirkju kl. 14 í dag. 80 ára Nýirborgarar Reykjavík Mikael Lind- berg fæddist 12. febrúar kl. 19.34. Hann vó 3505 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Val- gerður Lindberg og Jónas Þór Þórisson. Selfoss Rúnar Christian fæddist 8. desember. Hann vó 3.875 g og var 54,5 cm langur. For- eldrar hans eru Katla Rúnarsdóttir og Michel Jones. „ÞESSI tímamót mæta mér vel. Ég hugsa að ég fari í sumarbústaðinn minn austur á Klaustri. Þangað er gott að fara og taka á móti vorinu,“ segir Haukur Valdimarsson læknir sem er 55 ára í dag. Hann seg- ist venjulega ekki halda mikið upp á afmæli sín. En oftast nær séu afmælisdagarnir þó með einhverjum hætti frábrugðnir öðrum dögum. „Ég hélt upp á fimmtugsafmælið með eftirminnilegum hætti, og það var skemmmtileg stund sem ég átti þar með fjölskyldu og vinum. Hugsa að það hafi verið yfir 50 gestir í afmælinu, og mikið fjör. Það verður nú ekk- ert sambærilegt upp á teningnum í þetta skiptið.“ Haukur ætlar sér að eiga góðan dag með konu sinni, Hrefnu Sigurð- ardóttur leikskólastjóra, og syni þeirra Fjalari Haukssyni. Afmælis- dagar séu oftar en ekki notalegur fjölskyldutími. „Sonarsonur minn og nafni, Haukur Bragi, er tveggja og hálfs árs og því á afar skemmti- legum aldri. Hann gefur af sér mikla gleði og á örugglega eftir að gleðja mann mikið á afmælisdaginn,“ segir Haukur. Hann segist vera á besta aldri. „Ég lít nú ekki svo á að ég sé orðinn gamall, eða að verða gamall. Held að ég sé bara á besta aldri.“ magnush@mbl.is Haukur Valdimarsson læknir 55 ára Með fjölskyldunni í bústað Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.