Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ÞRIÐJUDAGINN 31.3. birtist pistill eftir Ragnhildi Sverr- isdóttur í Morg- unblaðinu undir fyr- irsögninni „Skóflustungur og ráð- deild“. Fjallar Ragn- hildur um byggingu nýrra Stúdentagarða, talar um hegð- un „eins og enn sé 2007“ og líkir við of stóran lyfjaskammt sem hún þurfti að kaupa handa dóttur sinni. Segir hún að hálfbyggð hús á höfuðborgarsvæð- inu ætti að nýta fyrir stúdenta líkt og restina af hinum rándýru töflum hefði mátt nýta fyrir annað barn. Ragnhildur spyr nokkurra spurn- inga sem ég tel mér skylt að svara. Þær eru: „… er virkilega ástæða til að reisa ný fjölbýlishús?“ „Væri ekki hægt að ljúka við einhver þeirra fjöl- mörgu, sem standa hálfkláruð um all- ar trissur, eða breyta lítillega þeim sem þegar eru risin?“ „… en af hverju í ósköpunum þurfa stúdentar að byggja frá grunni? Er eitthvert vit í því?“. Félagsstofnun stúd- enta (FS) er sjálfseign- arstofnun í eigu stúd- enta við Háskóla Íslands sem hefur í 40 ár unnið að uppbygg- ingu stúdentagarða. Húsnæðisþörf stúdenta er metin af eftirspurn. Frá árinu 1996 hefur takmark FS verið að veita 15% stúdenta við HÍ kost á garðvist, en það er samanlagður fjöldi þeirra sem búa á görðum og þeirra sem allajafna eru á biðlista. Er hlut- fallið í takt við það sem sambærileg félög á Norðurlöndum bjóða. Fyrir nokkrum árum, þegar upp- bygging stúdentagarða gekk sem hraðast, gat FS boðið 7% stúdenta við HÍ húsnæði. Vegna fjölgunar há- skólanema, og skorts á úthlutun á byggingarlandi, er hlutfallið nú ein- ungis 5,4%. Tekið skal fram að stúd- entum fjölgar ekki bara í kreppu en samkv. tölum Hagstofunnar fjölgaði nýnemum á háskólastigi um 70% á árunum 1997-2007. Við uppbyggingu stúdentagarða horfir FS til nokkurra meginþátta: hagkvæmni, staðsetn- ingar og endingar. Hagkvæmi við byggingu Stúdentagarða næst helst með því að byggja fjölbýli með mörg- um smáum einingum og lítilli sam- eign. Eru þeir frábrugðnir flestum fjölbýlum sem hér hafa verið byggð síðustu ár þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á stærð. Flestir Stúd- entagarðar FS eru á háskólalóðinni en þegar fullbyggt var á lóðinni var sóst eftir úthlutun annars staðar í borginni. FS hefur lagt áherslu á að fá lóðir miðsvæðis, í nágrenni við HÍ, ná- lægt strætisvagnaleiðum og hjólastíg- um, þannig að þeir sem ekki vilja reka bíl eigi raunverulegt val. FS hefur af- þakkað fjölda tilboða um bygging- arland sem uppfyllir ekki þessi skil- yrði. Þau byggingafélög sem byggt hafa fyrir námsmenn í úthverfum og á landsbyggðinni hafa að undanförnu gripið til aðgerða vegna skorts á eft- irspurn. FS hefur ekki staðið frammi fyrir sama vanda. Má það líklega þakka stefnu um staðsetningu. FS leggur áherslu á endingargott efnisval til að lágmarka viðhaldskostnað. Einnig er lögð áhersla á að lágmarka bygging- arkostnað. Áherslur í byggingarstíl og efnisvali síðustu ár hafa verið gerólíkar áherslum FS. Þrátt fyrir mikinn þrýst- ing, þörf á húsnæði, vilja og getu til að byggja hefur uppbygging Stúd- entagarða FS gengið hægt síðustu ár. Var hinu svokallaða góðæri þar helst um að kenna. Ýmsar lóðir voru í boði en stofnunin féll aldrei í þá gryfju að kaupa þær dýru verði. Slík kaup hefðu kallað á lántökur sem hefðu orðið fjárhagsleg byrði á stúdentum framtíðarinnar. Lóð- ir voru einnig nefndar, og jafnvel taldar til á undirrituðum viljayfirlýsingum Reykjavíkurborgar, en breytingar í borgarstjórn og tilboð fjársterkra aðila urðu til þess að aðrir eignuðust þær. Á meðan lengdust biðlistar, stúdentum fjölgaði og húsaleiga á almennum markaði hækkaði. Á síðustu mánuðum hefur ástandið hins vegar gjörbreyst eins og allir vita. Skyndilega stendur húsnæði autt og ekki er ljóst hvernig ljúka á við verkefni sem komin eru af stað. FS hefur, eins og aðrir, fundið fyrir þessari breytingu og stofnuninni borist tilboð úr ýmsum áttum, frá verktökum og eigendum fasteigna, um íbúðarhúsnæði og lóðir til kaups. Tökum við á móti öllum sem telja sig hafa lausn á húsnæðisvanda stúdenta og kynnum okkur hugmyndir þeirra. Tilboðin eru margvísleg en eiga það sameiginlegt að FS á að greiða fyrir og ganga inn í verkefni sem ekki gekk upp samkvæmt upp- haflegu plani. Enn sem komið er hef- ur enginn boðið hagkvæmari kost en að stofnunin byggi áfram sjálf. Ég tek undir með Ragnhildi, það er slæmt að þurfa að kaupa 96 töflur fyrir barn sem þarf aðeins að nota 28. Eins tel ég óhagkvæmt að kaupa 96 fermetra fyrir stúdent sem kemst vel af í 28. FS mun nú, sem fyrr, fyrst og fremst hafa hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Það er kannski hagur ein- hverra að FS kaupi hálfbyggðar blokkir í úthverfum borgarinnar en það er ekki hagur stúdenta. Það er dapurt að sjá ónotað húsnæði, en al- veg skýrt að FS mun ekki ljúka við verkefni sem aðrir lögðu af stað með, nema það sé hagkæmt fyrir stúdenta. Ég hef samúð með þeim sem hafa tapað á húsnæði sem nú stendur autt en það er hlutverk mitt að sýna ráð- deild og gæta hagsmuna stúdenta bæði í góðæri og kreppu. Ég vona að ljóst sé af ofangreindu að til að FS geti komið að fasteigna- málum verður leiga að vera á stúd- entaverði, hvort sem árið er 2007 eða 2009. Guðrún Björns- dóttir svarar pistli Ragnhildar Sverr- isdóttur um bygg- ingu stúdentagarða »Eins tel ég óhag- kvæmt að kaupa 96 fermetra fyrir stúdent sem kemst vel af í 28. Guðrún Björnsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Uppbygging stúdentagarða í góðæri og kreppu KOSNINGABARÁTTA sú sem nú stendur yfir hefur illu heilli hvorki snúist um menn né málefni. Engin gaumur er nú gefinn að þeirri stað- reynd að vinstriflokkarnir hyggjast nú hrinda öllum þeim málum, sem þjóðin hefur ítrekað hafnað í fram- kvæmd. Þannig fá Vinstri grænir og Samfylkingin fullkominn frið til að boða að atvinnuuppbygging í tengslum við orkufrekan iðnað skuli stöðvuð, lagður skuli auka tekjuskatt- ur á launþega, laun skuli lækkuð, lagður skuli á sérstakur eignaskattur sem helst bitnar á eldri borgurum og áfram mætti telja. Ekki einu sinni kosningaloforð þessara flokka um að setja þær atvinnugreinar sem enn standa styrkum stoðum á hausinn fá gagnrýna umfjöllun fjölmiðlanna. Landsbyggðin lifir á veiðum og vinnslu Sú staðreynd kann að koma vinstriflokkunum á óvart að í sjáv- arbyggðum landsins býr enn drjúgur hluti þjóðarinnar. Íbúar í heima- byggðum höfunda þessarar greinar, Vestfjörðum, Vestmannaeyjum og Snæfellsnesi, eru um 5% þjóðarinnar. Með elju, útsjónarsemi og óþrjótandi trú á sjávarútveginn hefur íbúum þessara svæða tekist að eignast um 30% af aflaheimildum Íslendinga. Megnið af þessum verðmætum hafa fyrirtæki og einstaklingar á þessum atvinnusvæðum keypt, því andstætt því sem vinstrimenn halda fram hafa á milli 80 og 90% af aflaheimildum skipt um eigendur frá því að afla- markskerfinu var komið á. Að gefnu tilefni og með tilliti til orðræðu vinstri flokkanna skal það tekið fram að eng- inn af höfundum þessarar greinar á gramm af kvóta né hefur átt slík verðmæti. Allir búum við hinsvegar í bæjum þar sem allt stendur og fellur með sjávarútvegi og hagsmunir okk- ar, sjómanna, fiskverkafólks og út- gerðarmanna fara því saman. Íbúar þessara svæða hafa frá því að byggð hófst haft metnað fyrir sjávarútvegi og lifað á veiðum og vinnslu. Jafnvel þegar útrásin stóð sem hæst blind- uðust þeir ekki af skjótfengnum gróða bankanna heldur héldu sínu striki. Á þeim tíma fengum við í sjáv- arbyggðum nokkuð góðan frið fyrir löngum ríkisvæðingarfingrum Sam- fylkingarinnar enda voru fingurnir þá notaðir til að klappa fyrir Baugi sem styrkti þá jú um þriðjung hverrar krónu sem kom í kassa þeirra. Sjáv- arútvegurinn var ekkert annað en slorvinna sem við á landsbyggðinni gátum dundað okkur við á meðan elíta Samfylkingarinnar var að sinna alvöru atvinnugreinum á borð við list- sköpun, bókaskrifum, og vinnu á fjöl- miðlunum. Á að taka aflaheimildirnar af afkomendunum? Nú horfir öðruvísi við. Á ný hefur höfuðborgarelíta Samfylkingarinnar með varaformanninn og fyrrverandi borgarstjóra í broddi fylkingar áttað sig á að íslenskt hagkerfi stendur og fellur með sjávarútvegi. Þar hefur hin raunverulega verðmætasköpun átt sér stað og enn eru þar verðmæti. Í landsfundarályktun Samfylking- arinnar segir „Allar aflaheimildir í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er“. Þetta merkir að loforð Samfylk- ingarinnar er að taka aflaheimild- irnar af íbúum sjávarbyggðanna og deila þeim út á „sanngjarnari máta“. Getur verið að íbúar þessara byggða vilji stuðla að því að kosningaloforð þetta nái fram að ganga? Feigðarleiðin Stjórnendur og starfsmenn sjávar- útvegsfyrirtækja hafa lýst yfir mikl- um áhyggjum af kosningarloforði Samfylkingarinnar því þrátt fyrir að ganga fram undir merkjum vinnu og velferðar lofa þeir íbúum sjáv- arbyggða gjaldþroti og atvinnuleysi. Vönduð úttekt Deloitte á fyrning- arleiðinni sýndi að það tekur stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins einungis sex ár með fimm prósenta fyrningu að fara á hausinn. Leiðina mætti því allt eins kalla feigð- arleiðina. Verði hraðar farið tekur það skemmri tíma. Slíkt hefði í för með sér hörmungar fyrir sjáv- arbyggðirnar því er hægt að lofa. Með loforð sem þetta í handraðanum þarf ekki að undrast að vinstri flokk- arnir vilji ekki ræða málefni. Stað- reyndin er sú að þegar horft er bak við sykurhúðun vinstriflokka á „sann- gjarnri“ fyrningarleið blasir eftirfar- andi við:  Fyrningarleiðin er í eðli sínu þjóðnýting. Aflahlutdeildir sem út- gerðin hefur keypt verða gerðar upp- tækar og boðnar upp á almennum markaði.  Fyrningarleiðin vegur að rótum sjávarútvegsins; eykur óstöðugleika, kemur í veg fyrir markmiðssetningu og langtímahugsun og stórskaðar af- komumöguleika fyrirtækjanna.  Fyrningarleið leiðir til óhag- kvæmni og sóunar. Fyrirtækin geta ekki gert langtímaáætlanir vegna óvissu um aflaheimildir og verð þeirra.  Fyrningarleiðin kemur til með að valda fjöldagjaldþroti sjávar- útvegsfyrirtækja og annarra fyr- irtækja í sjávarbyggðum. Vinstriflokkarnir lofa að reka sjávarútveginn í gjaldþrot Elliði Vignisson, Halldór Hall- dórsson og Kristinn Jónasson skrifa um sjávarútvegsmál »Úttekt Deloitte á fyrningarleiðinni sýndi að það tekur öflug sjávarútvegsfyrirtæki einungis sex ár með fimm prósenta fyrningu að fara á hausinn. Elliði Vignisson Elliði er bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, Halldór er bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, Kristin er bæjarstjóri í Snæfellsbæ Kristinn Jónasson Halldór Halldórsson Verslunin hættir 20. apríl kl. 18 Opið frá kl. 12-18 alla daga Frábært verð Langholtsvegi 42 RÝMINGARSALA Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins GÖNGUM HREINT TIL VERKS Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 25. apríl nk. er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00. Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðis- mönnum. Upplýsingar um kjörstaði erlendis má finna á xd.is. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Sími: 515 1735 - Fax: 515 1717 - GSM: 898-1720 Netfang: utankjorstada@xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.