Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 42
✝ Halldór Guð-brandsson, Hlíf 1, Ísafirði, fæddist 30. nóvember 1937. Hann lést 10. apríl 2009. Foreldrar hans voru Anna Petrína Halldórsdóttir, f. 28. desember 1899, d. 30. nóvember 1983, og Guðbrandur Krist- insson, f. 1897, d. 3. júní 1981. Systkini Geirs: Erna Guð- brandsdóttir, f. 1929, d. 1941; Ásta Guð- brandsdóttir, f. 1931, hún á þrjú börn; Karl Guðbrandsson, f. 1932, d. 1975, maki Alice Bundgaard Nielsen, látin. Þau áttu tvær kjör- dætur; Geir Guðbrandsson, f. 1 maí 1933, d. 2000, kvæntur Helgu Guð- rúnu Sigurðardóttur, d. 1991. Þau eiga þrjú börn; Gígja, f. 1933, d. 1933. Erna Sigríður Guðbrands- dóttir, f. 1941, d. 1986; Anna Lára Guðbrandsdóttir, f. 1944, d. 1963, maki John Steve Sacik. Þau eign- uðust eina dóttur. Halldór kvæntist 1965 Sigríði Sverrisdóttur, f. 1940 og eignaðist með henni 3 syni, þau slitu samvistir. Synirnir eru 1) Sverrir, sjómaður, f. 1958, kvæntur Björk Birkisdóttur, f. 1962, og eiga þau 2 börn, Helgu, f. 1984, og Birki Halldór, f. 1987, unnusta hans er Linda Rut Svav- arsdóttir, f. 1988 og eiga þau eina dóttur Katrínu Lilju, f. 2009. 2) Unnsteinn Hall- dórsson, véliðnfræð- ingur, f. 1960, kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1960, þau eiga eina dóttur saman, Unnd- ísi Ýri, f. 2000, en fyrir á Guðrún, 1) Örnu Vigdísi, gift Guðna Þór Sig- urjónssyni, þau eiga 2 börn, Areyju Rakel og Darra Þór, 2) Jón Elías, unnusta hans er Kristjana Páls- dóttir og 3) Egil Má, unnusta hans er Syrirat Singpha. 3) Kristinn Halldórsson sjómaður, f. 1961, kvæntur Sveinbjörgu Sveinsdóttur, f. 1964, þau eiga saman Anítu, f. 1993, og Jóel Ýrar, f. 2003, fyrir átti Kristinn soninn Andra og Svein- björg átti fyrir börnin 1) Hauk og 2) Halldóru Þuríði og á hún tvær dæt- ur, Ardísi Marelu og Svövu Lind. Það verður skrítið að koma á Hlíf og byrja ekki í heimsókn á fyrstu hæðinni en þar bjó tengdafaðir minn hann Dóri á Grund. Mig langar til að minnast þessa manns í nokkrum orðum. Fyrstu kynni mín af Dóra voru þegar ég er 18 ára gömul og vann í Íshúsfélaginu en þar var hann lið- tækur stálari. Eftir þetta ár í Íshús- inu sá ég þennan mann sjaldan en þegar við hittumst þá heilsaði hann með virktum eins og honum einum var lagið. Þegar ég flyt ein með 3 börn í Hlíðarvegsblokkina þá var Dóri að flytja á neðri hæðina, datt mér ekki í hug þá að ég ætti eftir að umgangast þennan mann jafnmikið og verið hefur. Hann var mikið í golfi á þessum tíma er hann bjó á Hlíð- arveginum, en ekki ílengdist hann lengi þar og flutti burt svo leiðir skildust. En þær lágu saman aftur er ég hóf sambúð með syni hans og hann var ánægður með nýju tengda- dótturina, það yljar mér enn um hjartarætur og þegar dóttir okkar fæddist, hún Unndís Ýr, þá sagði hann strax „Þetta verður heilladísin mín“. Og vil ég meina að hún hafi verið það, þau spjölluðu mikið um allt milli himins og jarðar og sagði Dóri oft „Hún verður spekingur eins og pabbi sinn“. Hann var gamansamur og oftar en ekki með gálgahúmor og þegar ég vann í smátíma sem liðveisla fannst honum það mjög fyndið, nú yrði ég að heimsækja hann tvisvar sama daginn því ég fengi borgað fyrir ann- að skiptið. Það er erfitt að ganga í gegnum veikindi sem svipta mann heilsunni og ekki bara einu sinni heldur tvisvar og getur það lagst þungt á fólk og fór hann tengdafaðir minn ekki varhluta af því. Dóri átti ekki marga að en þeir sem hann átti voru honum mikils virði eins og þau Lóa (Ólöf Högnadóttir) og Biggi (Birkir Þorsteinsson), þar var hann alltaf á aðfangadag og eiga þau hjón heiður skilið fyrir hve góð þau voru við hann. Og naut hann þess að vera hjá þeim ásamt syni sínum Sverri, eiginkonu hans Björk og börnum þeirra, þeim Helgu og Birki. Hann tengdapabbi var ekkert ánægður með flutning okkar úr bænum en sættist á að við kæmum oft í heimsókn og heilladísin fengi að koma oft til hans í heimsókn. Og það var okkur erfitt að vera í burtu með- an hann var svona veikur en við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum og viljum við sér- staklega þakka henni Björk kærlega fyrir því hún hringdi tvisvar á dag eftir hverja heimsókn til að segja okkur frá líðan hans. Þegar ég tjáði Dóra fyrir tæpum 2 árum að nú væri ég að fara í skóla og læra um fatlanir og öldrun var hann hissa og sagði „Hvað, er ég ekki með báða titlana, hefur þú ekkert lært af mér?“ Verð ég að svara því að það hef ég sann- arlega gert og það er gott fyrir hvern og einn að læra að taka fólki eins og það er, því allir eiga virðingu skilið. Guð blessi minningu tengdaföður míns. Guðrún Jónsdóttir Elsku afi Dóri, ég er svo glöð að ég gat komið á Ísafjörð og sagt bless við þig áður en þú fórst til Guðs. Þú varst alltaf svo góður við mig. Áttir alltaf til margar gerðir af svala í ís- skápnum ef ég, heilladísin þín, kæmi í heimsókn og varst svo góður að spjalla við mig og segja mér frá gömlu dögunum þegar pabbi minn var lítill spekingur. Þú fórst alltaf að hlæja þegar ég sagði „aumingja þú afi Dóri, bara með eina löpp“, að það væri sko ekkert mál að vera með eina löpp. Þú leyfðir mér alltaf að leika með smápeningana þína sem þú safnaðir í dollu og oft fór ég út frá þér ríkari en þegar ég kom. Mér finnst svo leiðinlegt að þú sért dáinn en ég veit að hann afi Jón er líka á himnum og mamma og pabbi segja að nú sért þú kominn með báða fæt- ur og sért sennilega að spila golf. Ég setti selinn sem ég gaf þér í kistuna þína, þá leiðist þér ekki og getur hugsað um mig. Guð geymi þig, elsku afi, þín heilladís, Unndís Ýr Unnsteinsdóttir Halldór Guðbrandsson er fallinn frá eftir margvíslega og erfiða bar- áttu til fjölda ára. Það er komið á 3ja áratug síðan leiðir lágu saman og urðum við vinir upp frá því, svo aldrei bar skugga á. Þegar Dóri á Grund, eins og hann var kallaður, fékkst til að tala um og segja frá uppeldisárum sínum á Ísa- firði var unun að hlusta. Hann var hafsjór af fróðleik ýmsum um gamla tímann, Skutulsfjörð, Djúpið og Vestfirði alla og kæmist hann á skrið var frásögn hans svo lifandi, að oft var eins og ég væri staddur í miðri atburðarásinni sjálfur. Dóri var íþróttamaður á yngri ár- um og fylgdist með viðburðum á sviði íþróttanna af lífi og sál alla tíð og var það okkur sameiginlegt áhugamál. Hann lærði rafvirkjun sem ungur maður. En hann var líka sjómaður og mér fannst hugur hans oft dvelja við togaraárin. Dóri fór aldrei fram með neinum asa, enda komst hann ekki beinlínis mjög hratt áfram, bundinn hjólastól um árabil. Hann var hlýr og einlæg- ur og alltaf tilbúinn að gefa ráð. Síðustu árin var hugur hans mjög bundinn við að koma sér upp báti svo hann gæti siglt á mið. Þetta var svo langt komið að hann hafði komist yf- ir lítið far. Báturinn þarfnaðist nokk- urrar lagfæringar og þegar þeim yrði lokið hafði ég lofað honum að mála bátinn fyrir hann. Til þess kemur ekki úr þessu, en mikið hefði ég viljað að þessi draumur hans rættist og sú var einlæg von hans sjálfs. En úr því sem komið er mun hann sigla annan sjó í framtíðinni. Ég kom oft á heimili Dóra á Hlíf I og var alltaf vel fagnað. Og mig heim- sótti hann líka nokkrum sinnum á Suðureyri þó það væri erfiðleikum bundið því ég bý á efstu hæð í blokk. Við Dóri vorum alltaf í góðu síma- sambandi og hringdum hvor í annan þegar okkur lá eitthvað á hjarta. En reyndar þurfti engin sérstök tilefni til. Það aðeins að heyrast var næg ástæða. Nú verða símtölin ekki fleiri. Seinna – vonandi getum við talast við að nýju um okkar hjartans mál. Þakka þér fyrir samfylgdina og vináttuna. Þakka þér hversu einlæg- ur þú varst og falslaus alla tíð. Þakka þér hjartahlýjuna og drengskap all- an. Þú varst vinur í raun í stóru sem smáu. Þú varst djarfur í hugsun og anda og lést ekki alvarlega fötlun þína standa í vegi fyrir því sem þig langaði að gera. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Í faðmi Guðs mun líf þitt breytast og batna á ný og líkams- meinin læknast. Ég mun sakna þín mikið. Úr fámennum vinahópi mínum hef ég um stund misst af einum þeim mikilvægasta. Ég er glaður að hafa hitt þig á beði þínum nokkrum dög- um fyrir andlát þitt. Hafðu þökk, kæri vin. Vertu sæll að sinni. Þeim sem sakna sendi ég samúð- arkveðju. Ævar Harðarson Halldór Guðbrandsson 42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ✝ Jórunn NorðmannFrímannsdóttir fæddist á Steinhóli í Haganeshreppi, Skagafirði, þann 12. júlí 1915. Hún lést á Heilsugæslu Siglu- fjarðar laugardaginn 11. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Frímann Viktor Guðbrandsson, bóndi á Steinhóli og Aust- ara-Hóli, f. 12 jan. 1892, d. 5. maí 1972 og Jósefína Jósefsdóttir, f. 18. jan. 1893 á Stóru-Reykjum í Haganeshreppi, d. 6. okt. 1957. Jór- unn var þriðja í röð 16 systkina, en systkini Jórunnar eru: Jón Frímann, f. 12.3. 1913, d. 1994, Katrín Sigríð- ur, f. 12.7. 1914, d. 1992, Sigurbjörn, f. 26.4. 1917, d. 2005, Ásmundur, f. 31.7. 1919, d. 2008, Stefanía Anna, f. 23.11.1920, d. 1993, Guðbrandur, f. 26.5. 1922, d. 2000, Gestur, f. 28.2. 1924, d. 2007, Þórhallur, f. 9.8. 1925, d. 1949, Hafliði, f. 7.6. 1927, Guð- mundur, f. 25.4. 1929, Benedikt, f. 27.7. 1930, Sveinsína, f. 17.10. 1931, Zophanías, f. 18.7. 1933, Pálína, f. 10.1. 1935, Regína, f. 23.7. 1936. Eiginmaður Jórunnar var Gústaf Guðnason, bifreiðarstjóri á Siglu- f. 1964, Benedikt, f. 1971 og Marvin, f. 1973. 7) Eggertína Ásgerður, f. 1944, maki Númi Jóhannsson, börn þeirra eru Ingibjörg, f. 1960, Agnes, f. 1962, Sædís, f. 1963 og Einar, f. 1965. 8) Guðbrandur Sveinn, f. 1946, maki Gunnjóna Jónsdóttir, börn þeirra eru Rut, f. 1972, Valdís, f. 1977 og Gústaf, f. 1981. 9) Marín, f. 1951, maki Leonardo Passaro, börn þeirra eru Leno Hreiðar, f. 1972, Renzo Gústaf, f. 1976, Kolbrún Marvía, f. 1980 og Fabio, f. 1983. Einnig átti Gústaf þrjú börn, þau eru: Valur Hólm, Theódóra og Sigþóra. Jórunn réði sig ung í vist til Siglufjarðar og vann sem vinnukona þar í nokkur ár eða þar til hún giftist Gústaf árið 1936. Þau hófu sinn búskap að Tún- götu 18 á Siglufirði og eignuðust átta af níu börnum sínum þar. Þau keyptu svo húsið að Fossvegi 20 árið 1951 og eignuðust yngsta barn sitt þar. Jór- unn bjó allt til hins síðasta í húsinu að Fossvegi 20. Hún vann við hin ýmsu störf þegar börnin fóru að stálpast, þar á meðal við síldarsöltun, í bakaríi og seinna meir við fiskvinnslu. Þegar mikið lá við á síldarárunum þurftu allir sem vettlingi gátu valdið að leggja hönd á plóginn og lá Jórunn svo sannarlega ekki á liði sínu þau gullaldarár. Síðustu starfsár sín vann Jórunn við ýmis störf á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Jórunn átti miklu barnaláni að fagna sem og öll hennar börn enda afkomendur hennar orðn- ir 150 samkvæmt þjóðskrá, þegar þetta er skrifað. Útför Jórunnar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag kl. 14. firði, f. 1. 8. 1915, d. 3.11. 1969. Þau hjónin eignuðust níu börn. Þau eru: 1) Guðni Leifur, f. 1935, maki Jensína Guðmunds- dóttir, börn þeirra eru Anna María, f. 1960, Guðni, f. 1962, Brynja, f. 1964 og Eyrún, f. 1968. 2) Pálína, f. 1938, d. 1938. 3) Pál- ína, f. 1939, maki Sig- tryggur Kristjánsson, börn þeirra eru Krist- ján, f. 1957, Aðalbjörg, f. 1959, Jórunn Norðmann, f. 1960, Guðni, f. 1962, Hulda Margrét, f. 1964 og Hugljúf, f. 1967. 4) Frímann Jósef, f. 1940, fyrri maki Þórunn Jensen, börn þeirra eru Frímann Ægir, f. 1963 og Jórunn Ósk, f. 1968. Seinni maki Halldóra Ragnarsdóttir, sonur þeirra Sigþór, f. 1978. Dætur hans utan hjónabands eru Margrét, f. 1958 og Hrefna, f. 1972. 5) Kjart- an, f. 1942, fyrri maki Sirrý Aradótt- ir, börn þeirra eru Jóhanna, f. 1964, Margrét, f. 1965 og Ari, f. 1970. Seinni maki Ólöf Þorvaldsdóttir, sonur þeirra Sveinn Þór. f. 1992. 6) Jóhanna Steinþóra. f. 1943. d. 16. júní 2008, maki Ívar Árnason, synir þeirra eru Gústaf, f. 1961, Árni Ívar, Elsku, elsku amma mín er nú farin til Hönnu frænku. Ég veit í hjarta mínu að henni líður vel. Mikið er sárt að þurfa að sætta sig við það að fá ekki að hitta hana aftur. Ég átti eftir að spjalla svo mikið við hana og við ætluðum svo sannarlega að eiga fleiri stundir saman yfir kaffibolla. En svona er þetta líf, ömmu var ekki ætlað að vera lengur á meðal okkar hér. Við sem eftir lif- um þökkum fyrir margar góðar stundir sem við áttum með henni. Ég vona að ég hafi erft eitthvað af henn- ar ljúfu lund og af því endalausa æðruleysi sem henni var gefið og einstaklega afslappaðri afstöðu til lífsins. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu jafn vel og ég gerði. Það var mín heppni að koma til Siglufjarðar og vinna eitt sumar og það var mín heppni að fá að búa hjá ömmu. Þá kynntist ég henni vel og hennar einstöku lund. Við ætluð- um að fara með ömmu inn að Stein- hól í sumar og kíkja á lautina hennar þar, en því miður náðum við því ekki. Við verðum að ímynda okkur hvar lautin hennar var. Við spjölluðum margt þessi síð- ustu ár og er yndislegt að hafa fengið tækifæri til að hitta ömmu jafn oft og raunin varð á. Við njótum þess öll í fjölskyldunni að dvelja á Siglufirði hvort heldur er í skemmri eða lengri tíma, en það er skrítið að geta ekki komið við hjá ömmu aftur og fengið kaffi. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Börnin mín og eiginmaður eru rík- ari að hafa fengið tækifæri til að kynnast ömmu og fyrir það viljum við þakka. Það er engin leið að lýsa því með orðum hvað það var alltaf notalegt að koma við á Fossvegi. Það vita allir þeir sem vöndu komur sínar þangað. Megi elskuleg amma mín hvíla í friði, minning hennar lifir. Jórunn Ósk Frímannsdóttir. Elsku Jórunn amma, það er ekk- ert lýsingarorð það sterkt að það geti lýst því hversu heitt við elskum þig. Það var alltaf svo gott að koma til þín í litla sæta húsið þitt á Foss- veginum og þú sýndir okkur alltaf mikla umhyggju og hlýju. Við áttum ótal margar skemmtilegar stundir með þér og húmorinn var á sínum stað. Það var yndislegt að ræða við þig um lífið og tilveruna og við mun- um geyma í hjörtum okkar öll þau heilræði sem þú gafst okkur. Elsku amma, okkur langar að þakka fyrir það hvað þú varst góð við okkur og börnin okkar. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og það er erfið tilhugsun að geta aldrei farið aftur í heimsókn til þín. Þú munt ávallt vera í huga okkar en við trúum því að þú sért komin á góðan stað til Gústa afa og Hönnu frænku. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Guð geymi þig, elsku amma. Rut, Valdís og Gústaf Ó, amma góð, nú get ég ekki leng- ur komið í kaffi til þín. Það var skemmtilegt meðan þú varst á lífi, þú varst mjög hress miðað við hvað þú varst gömul. Mér leið alltaf vel með þér og alltaf þegar ég kom í heim- sókn. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og ég sakna þín mjög mikið. Þín langömmustelpa, Þórunn Sigurrós Sigurbjörnsdóttir. Elsku Jórunn mín, mig langar í ör- fáum orðum að þakka þér fyrir sam- verustundir okkar alveg frá því ég kynntist þér fyrst, þegar við unnum saman á sjúkrahúsinu. Þú varst mér sem besta móðir og vinkona, bauðst mér heim á hlýlega heimilið þitt og kynntir mig fyrir fjölskyldunni, enda varð ég tengdadóttir þín og þú amma barnanna okkar. Hlý varstu, glettin og góð. Maturinn sem þú eldaðir var sér- staklega góður og alltaf var nóg með kaffinu. Heimilið snyrtilegt og fal- legt, umhverfið í kringum þig var þægilegt og alltaf var nóg um að spjalla þegar komið var í kaffi. Það voru allir velkomnir til þín. Barnabörnin og langömmubörnin elskuðu þig og fundu hvað var gott að koma til þín og að vera í návist þinni. Aldrei kvartaðir þú þó heilsan væri ekki alltaf góð, þú sagðir bara „Ég er miklu betri en í gær“. Við átt- um yndislegar stundir þegar ég handleggsbrotnaði, þá varst þú hjá okkur og hugsaðir um matinn og við lásum Dalalíf og lifðum okkur inn í söguna og persónuna. Það var svo góð tilfinning að hafa átt þig sem svona góða vinkonu. Þú varst búin að reyna margt, misstir tvö börnin þín, Pálínu þriggja mánaða og svo Hönnu sem var þér svo góð, enda fannst þér síð- ustu jól skrítin þegar ekkert kort kom frá Hönnu. Síðustu vikurnar fannst þú fyrir návist hennar. Þó við öll hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur þá voru kraftarnir búnir og þú kvaddir með þínum eiginleikum, hljóðlát og góð. Við Gaui þökkum þér fyrir allt og Guð geymi þig, elsku Jórunn. Gunnjóna Jónsdóttir Jórunn Norðmann Frímannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.