Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 60
60 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009  Ásdís Rán Gunnarsdóttir, slær ekki slöku við frekar en fyrri dag- inn og hefur nú tekið upp á því að opna á svokallað Live-Chat-samtal á vefsvæði sínu með hjálp vef- myndavélar sem gerir aðdáendum hennar kleift að rekja úr henni garnirnar í beinni um allt það er viðkemur fegurðardísinni sem hef- ur lagt Búlgaríu að fótum sér síðan hún flutti þangað með barnsföður sínum Garðari Gunnlaugssyni. Ásdís orðar það að vísu þannig að aðdáendur hennar geti spurt hana „spjörunum úr“ og vel má vera að einhverjir ókunnir stúlkunni gætu misskilið spaugið, sérstaklega í ljósi þess að vefsvæði hennar er undirlagt af ljósmyndum af Ásdísi Rán í efnislitlum klæðnaði við texta sem er stundum skemmtilega tví- ræður. Í beinni með Ásdísi Rán Fólk Í KVÖLD fer fram alþjóðlega hljómsveita- keppnin Wacken Metal Battle. Sjö hljómsveitir keppa um sæti á Wacken-hátíðinni í Þýska- landi, stærstu þungarokkshátíð heims, sem haldin er í sumar. Keppnin fer fram á Dillon Sportbar, Hafnarfirði en hljómsveitirnar sem munu keppa eru alls sjö, Beneath, Celestine, Diabolus, Gone Postal, Perla, Severed Crotch og Wistaria Sveitirnar eru velflestar sjóaðar mjög í hinni íslensku öfgarokkssenu og því kjörið tækifæri fyrir áhugasama að berja fremstu sveitir lands- ins af þeim toganum augum. Sérstök dómnefnd sker úr um hvaða sveit fer út. Hún er skipuð sex valinkunnum íslenskum þungarokksfræðingum; Frosta á X-inu, Kidda Rokk, Atla Jarli Martin, Andreu Jónsdóttur, Valla Dordingli og Arnari Eggert Thoroddsen. Glöggt er gests augað Þá er þar líka eitt stykki Hollendingur, Rom- an Hödl, en hann er blaðamaður frá einu stærsta þungarokksriti Evrópu, hinu hollenska Aardschok Magazine. Kauði rekur aukinheldur bókunar- og umboðsskrifstofu og sér um að bóka tónleika í Beneluxlöndunum fyrir hljóm- sveitir af þyngra taginu. Þá sér hann og um skipulagningu á stærstu þungarokkshátíð Hol- lands, Arnhem Metal Meeting. Þetta landsvæði er bárujárnsglatt með afbrigðum og ekki hand- ónýtt að geta kynnt vel tengdum manni þaðan tónlist sína með afgerandi hætti. Bárujárnsbaráttan mikla fer fram í kvöld Morgunblaðið/Brynjar Gauti Severed Crotch Er á meðal keppenda í kvöld.  Seinni hluti kosningar um 100 bestu plötur Íslandssögunnar hefst þann 1. maí næstkomandi. Í fyrri hlutanum voru landsmenn beðnir að skera forvalinn 485 platna lista niður í 100 plötur með því að velja 50 bestu plöturnar af listanum langa. Þátttakan fór langt fram úr væntingum og er skemmst frá því að segja að 1.990 einstaklingar sendu inn sín atkvæði en einungis var heimilt að kjósa einu sinni úr hverri tölvu (IP tölu). Einnig kaus sérvalin 100 manna dómnefnd tón- listarspekúlanta. Á Tónlist.is er nú að finna 70 plötur sem komnar eru á lokalist- ann en enn er eftir að raða þeim eftir atkvæðafjölda þó að glöggir menn gætu ábyggilega ráðið í úr- slitin. Hins vegar hafa menn komist að því nú, sér til mikillar hrellingar, að eitthvað af þeim plötum sem val- ist hafa á lokalistann eru ófáan- legar með öllu á Íslandi. Má þar t.d. nefna plötur Todmobile, Quarashi, Jet Black Joe og Spilverksins. Bestu plöturnar jafnvel ófáanlegar Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VETUR verður kvaddur með virktum í Bláa lóninu þegar Ís- lenski dansflokkurinn sýnir þar verkið Transaquania - Out of the blue síðasta vetrardag. Allir dansarar dansflokksins taka þátt í uppsetningunni en höfundar verksins eru dans- ararnir Erna Ómarsdóttir og Da- mien Jalet ásamt listakonunni Gabríelu Friðriksdóttur. Frum- samin tónlist við verkið er eftir reykvísk-ástralska tónskáldið Ben Frost og gítar- og bassaleikarann Valdimar Jóhannsson. „Þegar mér bauðst þetta verk- efni fannst mér strax mjög heillandi hugmynd að gera eitt- hvað fyrir utan leikhúsveggina. Svo er þetta svæði auðvitað mjög sérstakt og það blés mér strax í brjóst,“ segir Erna. Hún fékk síð- an Jalet og Gabríelu til liðs við sig en þau hafa öll unnið saman áður og skapa þetta verk í sam- einingu. „Við köllum þetta viðburð í lón- inu frekar en danssýningu því verkið er í vinnslu og verður þró- að frekar. Hugmyndin er að fara á fleiri svona staði, sem sameina náttúru og iðnað, og þróa verkið. Lokaútkoman yrði svo sýnd á sviði á næsta ári. Þessi sýning er aðeins fyrsta skrefið í þessu ferli.“ Leyndardómur lónsins Sýningin í Bláa lóninu skiptist í tvo hluta, fyrsti hlutinn fer fram ofan í vatninu en sá síðari í Lava- sal Bláa lónsins þar sem einnig verður slegið upp gleði til að kveðja vetur og fagna sumri. Spurð út í verkið segir Erna að þau hafi ímyndað sér hverskonar líf gæti kviknað í lóninu í sköp- unarferlinu. „Það verða allskonar verur og furðudýr sem lifna við í lóninu,“ segir hún leyndardóms- full en hugmyndin að baki verk- inu er að í hinum silkikennda bláma lónsins kviknar líf. Á töfrandi hátt birtast áhorfand- anum afkvæmi hinnar dulúðlegu alkemíu lónsins og í ljósaskipt- unum tekur þróunarsaga þessa nýja og óræða lífheims á sig ægi- fagrar en um leið ógnvekjandi myndir … spennandi. Transaquania - Out of the blue verður sýnt í Bláa lóninu að kvöldi síðasta vetrardags, mið- vikudaginn 22. apríl, og verður aðeins þessi eina sýning. Furðudýr fljóta í lóninu  Íslenski dansflokkurinn sýnir Transaquania - Out of the blue í Bláa lóninu síðasta vetrardag  Innblástur verksins sóttur í uppruna lónsins Kísilverur Þróunarsaga þessa nýja og óræða lífheims tekur á sig ægifagrar en um leið ógnvekjandi myndir í Bláa lóninu á miðvikudaginn kemur. Vistkerfi Bláa lónsins er dæmi um einstakt samspil náttúru og tækni. Háhitasvæðin á Ís- landi liggja í gliðnunarbelti Ameríku og Evrópu-Asíu- flekanna og tengjast virku eldfjallabelti landsins. Á Reykjanesi kemst kaldur vökvi sem er blanda af sjó og grunnvatni í snertingu við heitt innskotsberg á miklu dýpi, vökvinn snögghitnar og stígur upp í átt að yfirborði jarðar. Á u.þ.b. kílómetra dýpi er hitastig vökvans um eða yfir 200°C. Vistkerfið í Bláa lóninu hreinsar sig sjálft og algengar bakteríur þrífast ekki í lóninu. Einstök virk hráefni lónsins eru steinefni, kísill og þör- ungur. Einstakan bláan lit jarðsjávarins má rekja til þessara virku hráefna. Bláa lónið Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FORSVARSMENN sænsku torrent- síðunnar Pirate Bay voru sakfelldir í gær fyrir sænskum dómstóli vegna starfsemi vefsetursins. Fjór- menningar sem stofnuðu vefinn og reka hann voru dæmdir til að greiða um 460 milljónir ísl. króna í bætur og til árs fangelsis hver. Dómurinn sænski er áþekkur og dómur héraðsdóms í máli STEFs gegn Istorrent og Svavari Lúth- erssyni, forstöðumanni torrentsíð- unnar, enda viðfangsefnið það sama, þ.e. rekstur torrent-síðu sem nýtt var til að miðla höfundarrét- arvörðu efni á ólögmætan hátt. Sakborningarnir, Fredrik Neij, Gottfrid Swartholm Warg, Peter Sunde Kolmisoppi og Carl Lund- ström, aðstandendur Pirate Bay, héldu uppi áþekkum vörnum og Istorrent og Svavar, en líkt og í dómi héraðsdóms á Íslandi komst dómari málsins að þeirri niðurstöðu að starfsemin hefði beinlínis byggst á ólögmætri dreifingu á höfund- arréttarvörðu efni, aukinheldur sem eigendur vefsetursins hefðu hagnast á að reka vefsetrið. Sakborningar hafa lýst því yfir að málinu verði áfrýjað til hæsta- réttar, en einnig að ekki skipti í raun máli hverjar lyktir þess verði þar, þeir ætli ekki að hætta starf- seminni og eru reyndar búnir að koma sér upp vefþjónum utan Sví- þjóðar. Að sama skapi segjast þeir ekki munu greiða sektina. Dómurinn virðist hafa styrkt í sessi stjórnmálaflokkinn „Sjóræn- ingjaflokkurinn“, Piratpartiet, sem berst fyrir því að koma mönnum á Evrópuþingið til að berjast gegn því sem flokkurinn telur gamaldags sýn á höfundarétt. Torrent-bændur dæmdir til févítis og fangelsis Forsvarsmenn Pirate Bay sakfelldir fyrir reksturinn Reuters Tímamótadómur? Fjölmiðlamenn sækja sér afrit af dómnum. Hann er líka aðgengilegur sem torrent-skrá á vefsetri Pirate Bay. Ljósmynd/Páll Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.