Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is NAUÐSYNLEGT er að halda áfram umræðum um kosti og galla Evrópusambandsaðildar fyrir ís- lenskt samfélag á opinn og lýðræð- islegan hátt. Það er samhljóma nið- urstaða nefndar um þróun Evrópumála sem ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks setti á laggirnar. Nefndin var stofnuð í mars í fyrra og í henni sátu fulltrúar þingflokkanna og helstu hagsmuna- samtaka landsins. Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni og annar formanna hennar, segir að þrátt fyrir fimm sérálit í skýrslu nefndarinnar sé um tímamótanið- urstöðu að ræða. Það sé þar sem hagsmunasamtökin ASÍ, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónust- unnar og Verslunarráð Íslands taki öll undir með flokknum og segi að forgangsverkefni nýrrar rík- isstjórnar sé að skilgreina samn- ingsmarkmið og sækja þegar um að- ild að Evrópusambandinu. Í sameiginlegu séráliti þeirra stendur að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið innan ESB og með upptöku evrunnar: „Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóð- ina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagðist ekki sjá ástæðu fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu um hvort fara ætti í aðildarviðræður. Vilja evruna en ekki sambandið Niðurstaða sjálfstæðismanna er að leitað verði eftir samstarfi við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn um að sjóð- urinn styðji Íslendinga í að taka upp evru í gegnum ERM II án aðildar að Evrópusambandinu við lok samsam- starfsins við sjóðinn. Illugi Gunn- arsson, hinn formaður nefndarinnar, segir að nú virðist sem áður einörð afstaða sambandsins gegn því að ríki taki upp evru án aðildar sé að breyt- ast. Hann segir ljóst að langt geti verið í ESB-aðild og því þurfi að kanna þennan möguleika og vísar í skýrslu á vegum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins þar sem hvatt er til að Evrópusambandið slaki verulega á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir evruaðild ríkja í Mið- og Austur- Evrópu. Sæunn Stefánsdóttir, fyrir fram- sóknarmenn, hamraði á landsfund- aráliti flokksins í sérálitinu í skýrsl- unni: Ísland eigi að hefja aðildarviðræður á grundvelli samn- ingsumboðs frá Alþingi, sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Fæðuöryggi þjóð- arinnar yrði tryggt, landbúnaðurinn yrði skilgreindur sem heimskauta- landbúnaður og landsmenn gætu sagt sig úr sambandinu ef svo bæri undir, svo eitthvað sé nefnt. Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ítrekaði skoðun flokksins á að hagsmunum Íslands væri best borgið utan Evrópusambandsins. „Sjálfsagt er þó og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Vinstri græn leggja áherslu á að að- ild Íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ BSRB hefur ekki tekið afstöðu með eða á móti inngöngu í ESB. Afrakstur Brusselferðar Eins og þekkt er setja margir sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins fyrir sig þegar kemur að umræðum um aðild að Evrópusam- bandinu. Í ferð nefndarinnar til Brussel 22.-24. september á síðasta ári hitti hún framkvæmdastjórann Richard Priebe. Hann tjáði þeim að hann teldi að sjávarútvegsstefna sambandsins myndi færast nær þeirri íslensku við gagngerar end- urbætur á henni, sem lægju nú fyrir. Hann óskaði eftir því að Íslendingar tilnefndu fulltrúa sem aðstoðaði við endurskoðunina. „Hann hefur ekki verið skipaður,“ segir í skýrslunni. Ræddur var möguleikinn á upp- töku evru án aðildar og möguleikinn sleginn út af borðinu þá, sem sjálf- stæðismenn telja nú að gæti hafa breyst vegna aðstæðna. Í ferðinni kom einnig fram að Olle Rehn, fram- kvæmdastjóri stækkunarmála sam- bandsins, segðist telja að hægt væri að ljúka aðildarviðræðum á innan við ári. Vildu álit en fengu fá Nefndin óskaði eftir viðhorfum hagsmunaaðila til Evrópusambands- ins og sendi spurningar til 175 aðila og bárust svör frá 63. Illugi Gunn- arsson sagðist vonsvikinn að Seðla- banki Íslands hefði ekki skilað um- beðnu áliti. Nefndin hefði viljað vita um samstarf bankans við Seðla- banka Evrópu og ekki fengið svar. Til bóta hefði verið fyrir umræðuna um aðild að Evrópusambandinu að fá þessi svör fram. Fimm sérálit um Evrópumál Morgunblaðið/Ómar Ósamstiga en sögð nauðsynleg nefnd Nefndarmenn voru allir sammála um nauðsyn þess að ræða áfram kosti og galla Evrópusambandsaðildar fyrir íslenskt samfélag á opinn og lýðræðislegan hátt.  Sjálfstæðismenn vilja evruna með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og telja það hægt vegna ástandsins  Stór hagsmunasamtök styðja Samfylkinguna í að nú þegar eigi að hefja aðildarviðræður að ESB ARNGRÍMUR Ingimund- arson, kaupmaður í Vörðunni, andaðist 16. apríl síðastliðinn á nítugasta og sjöunda ald- ursári. Arn- grímur fædd- ist 23. nóv- ember 1912 á Höfn í Austur- Fljótum og ólst upp í Fljótunum hjá móðurbróður sínum og föður- systur. Hann kom til Siglu- fjarðar tólf ára að aldri og var þar næstu fimmtán árin. Arn- grímur stundaði ýmis störf þessi árin og var þá meðal ann- ars á síld og á vertíð í Vest- mannaeyjum. Hann fluttist síðan til Reykjavíkur og var verkstjóri í málningarverksmiðjunni Hörpu í sautján ár. Arngrímur keypti verslunina Vörðuna við Laugaveg árið 1958. Árið 1968 flutti hann verslunina upp á Grettisgötu þar sem hann bjó og starfaði til dánardags. Eig- inkona Arngríms var Bergþóra Jóelsdóttir, f. 29. október 1913, d. 25. mars 1995. Andlát Arngrímur Ingimund- arson Ísland fullnægir aðeins einu af sjö skilyrðum Maastricht-sáttmálans til að hægt sé að taka upp evru. „Það kreppuástand sem hér ríkir [...] mun leiða til þess að verð- bólga mun lækka mjög snöggt.“ Verðbólgan hafi lækkað ört og því ekkert því til fyrirstöðu að ná Ma- astricht-skilyrðum vegna hennar á mjög skömmum tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar fyrir nefnd fyrri ríkisstjórnar um þróun Evrópumála. „Það sem helst myndi hamla því að ná vaxta- ákvæði Maastricht-samningsins er áhættuálag á Íslandi og því mik- ilvægt að endurskipulagning fjár- málakerfisins gangi sem hraðast.“ Veikleikinn felist í ríkisfjármálum, en svo fremi sem fjárlagahallinn verði ekki meiri, skattar hækkaðir eða kostnaður við rekstur ríkisins minnkaður, ætti að fást und- anþága. Fullnægir einu af sjö skilyrðum Maastricht
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.