Morgunblaðið - 18.04.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 18.04.2009, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Í frétt Morgunblaðsins í gær komfram að heildarfjárhæð útistand- andi skuldabréfa fyrirtækja næmi 348 milljörðum króna.     Þegar frá erutekin þau fyrirtæki sem annaðhvort eru farin í þrot eða eiga í alvarlegum greiðsluvanda standa um 173 milljarðar eftir.     Þetta eru ekki allt tapaðir pen-ingar en gefur vísbendingar um upphæðina sem óvissa er um að fáist endurgreidd að fullu. Samkvæmt þessari nálgun má halda því fram að útistandandi skuldabréf fyrirtækja séu allt að 50% verðminni í dag en fyrir hrun.     Lífeyrissjóðir áttu 52% af öllumútgefnum fyrirtækjabréfum. Í febrúar minnkaði verðmæti fyr- irtækjabréfa í þeirra eigu um 3,8% samkvæmt tölum Seðlabankans. Morgunblaðið hefur áður bent á að lífeyrissjóðakerfið í heild hafi að öllum líkindum vanmetið niður- færslu skuldabréfa fyrirtækja í eignasöfnum sínum á síðasta ári. Með niðurfærslunni í febrúar hækkar sú tala þó í 16% frá banka- hruni.     Hvers vegna fylgdu margir sjóðirfjárfestingastefnu sem lýsa má sem óvarkárni? Hvers vegna voru fyrirtækjabréf svo stór hluti eigna- safna á meðan hlutfall ríkis- tryggðra bréfa var óviðunandi?     Er skýringanna kannski að leita ímiklum áhrifum atvinnurek- enda á stjórnun lífeyrissjóðanna?     Er ekki kominn tími til að sjóðs-félagar, sem hafa einungis þá hagsmuni að verja réttindi sín, velji í stjórnirnar? Hagsmunir lífeyrisfélaga Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 skýjað Lúxemborg 9 skúrir Algarve 16 skúrir Bolungarvík 6 alskýjað Brussel 9 skýjað Madríd 13 léttskýjað Akureyri 8 skýjað Dublin 9 alskýjað Barcelona 16 léttskýjað Egilsstaðir 7 skýjað Glasgow 10 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað London 11 skúrir Róm 19 léttskýjað Nuuk -2 léttskýjað París 16 skýjað Aþena 19 léttskýjað Þórshöfn 6 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Winnipeg 4 alskýjað Ósló 13 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Montreal 15 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt New York 16 heiðskírt Stokkhólmur 13 heiðskírt Vín 16 skýjað Chicago 16 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Moskva 7 alskýjað Orlando 23 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 18. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.23 2,8 6.59 1,5 13.06 2,5 19.15 1,6 5:44 21:11 ÍSAFJÖRÐUR 2.01 1,5 8.43 0,7 15.05 1,2 21.13 0,8 5:39 21:26 SIGLUFJÖRÐUR 4.23 1,0 11.04 0,5 17.41 0,9 23.41 0,6 5:22 21:09 DJÚPIVOGUR 3.50 0,9 9.35 1,4 15.50 0,9 22.32 1,5 5:11 20:43 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Suðaustan 10-18 m/s með suð- urströndinni og rigning eða súld, en 8-13 annars staðar og úrkomulítið. Hiti 6 til 12 stig. Á mánudag Allhvöss eða hvöss sunnanátt og rigning, en suðvestan 8-15 með skúrum síðdegis. Hægari vindur og þurrt að mestu norð- austan til. Hiti 4 til 10 stig. Á þriðjudag Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en þurrt og bjart austanlands. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag Lítur út fyrir nokkuð hvassa suðaustanátt með rigningu víða um land. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12 Í DAG Skýjað og súld eða dálítil rign- ing af og til sunnan- og vest- anlands. Hæg suðaustlæg eða breytileg átt norðaustan og austan til, skýjað með köflum en þurrt. 8-13 m/s vestanlands síðdegis. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnan og vestan til. Skagafjörður | SKÁKMEISTARINN Þröstur Þórhallsson heimsótti Grunnskólann austan Vatna í Skagafirði nú á dögunum. Tilgangurinn var að kenna nemendunum ým- is undirstöðuatriði varðandi skáklistina. Hann sýndi m.a. nokkrar algengustu skákbyrj- anir, það sem sérstaklega bæri að varast í byrjun og mikilvægi þess að ná frumkvæði í liðskipan og nýta sér það. Eins og vænta má er kunnátta krakka á aldrinum 6 til 15 ára mjög misjöfn. Flest kunnu mannganginn og sum höfðu notið einhverrar tilsagnar. Eftir kennsluna var síðan fjöltefli þar sem krökkunum gafst tækifæri til að spreyta sig gegn stórmeistaranum. Á Hofsósi, þar sem krakkar úr Fljótum og Hofsósskóla voru, tefldu liðlega 40 en í skólanum á Hólum í Hjaltadal daginn eftir tefldi 21. Er skemmst frá því að segja að Þröstur vann allar skákirnar. Ekki er þó vafi á að krakk- arnir höfðu bæði gagn og ánægju af þessari heimsókn og vonandi glæðir hún áhuga hjá einhverjum á skáklistinni. Stórmeistarinn vann allar skákirnar í fjölteflinu Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Stórmeistari Þröstur Þórhallsson tefldi við yfir 60 krakka í grunn- skólum austanvatna í Skagafirði að lokinni skákkennslunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.