Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ✝ Pálína GuðrúnGísladóttir Skála- felli, Suðursveit, fæddist á Smyrla- björgum í sömu sveit 30. júlí 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands að morgni 10. apríl sl. Foreldrar hennar voru Gísli Friðrik Jónsson, f. 21.11. 1879, d. 5.5. 1937, og Sigurrós Bjarnadótt- ir, f. 7.10. 1886, d. 29. des. 1968. Pálína átti tvo bræður, eldri var Bjarni, hann bjó á, Höfn og var f. 1911, d. 2000, yngri var Sigurjón f. 1918, d. 1965, hann bjó einnig á Höfn. Pálína gift- ist hinn 17. maí 1942 Jóni Gíslasyni frá Uppsölum í Suðursveit, f. 19. júní 1915, d. 28. janúar 2006. Hann var sonur hjónanna Gísla Bjarna- sonar, f. 22 janúar 1874, d. 5. des- ember 1940, og Ingunnar Jóns- dóttur, f. 10. mars 1882, d. 26. mars börnin eru 20 og barnabarnabarnið er eitt. Pálína ólst upp á Smyrlabjörgum og fékk þá skólagöngu sem í boði var til sveita á þeim tíma. Þegar hún hleypti heimdraganum stund- aði hún m.a. vinnu á Höfn, síðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hún dvaldi í 5 ár hjá presthjón- unum Sigurjóni Þ. Árnasyni og Þórunni Kolbeins. Að þeim tíma liðnum eða veturinn 1936-37, stundaði hún nám á Húsmæðra- skólanum á Blönduósi. Sumarið eftir dvaldi hún á Þingeyrum. Eftir þessa dvöl á Norðurlandi var aftur snúið til heimahaganna, og þau Jón hófu búskap á Uppsölum. Þau fluttu að Skálafelli 1942 og keyptu þá jörð skömmu síðar, byggðu allt upp og ræktuðu. Þar var hennar lífsstarf í rúm 60 ár. Hún var heilsuhraust, en þegar heilsu fór að hraka fóru þau hjón á hjúkr- unarheimilið á Höfn eða í janúar 2005 og nutu þar frábærrar umönnunar starfsfólks þeirrar stofnunar. Pálína var södd lífdaga eftir langa ævi og að morgni föstu- dagsins langa sofnaði hún vært svefninum langa. Útför Pálínu verður gerð frá Kálfafellsstaðarkirkju í dag 18. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. 1980. Pálína og Jón eignuðust 5 börn, þau eru: 1) Ingunn f. 24. apríl 1940, gift Egg- erti Bergssyni. Þau búa í Kópavogi og eiga fjögur börn, fyr- ir átti Ingunn son sem nú er látinn. 2) Róshildur, f. 23. júní 1941, gift Eyþóri Ing- ólfssyni. Þau búa í Kópavogi og eiga eina dóttur, áður átti Róshildur tvö börn. 3) Þorvaldur Þór, f. 27. nóvember 1942, kvæntur Stellu Kristinsdóttur, þau búa í Reykjavík og Stella á tvo syni. 4) Sigurgeir, f. 7. maí 1945, kvæntur Elísabetu Jensdóttur, þau búa í Sandgerði, Sigurgeir á einn son. 5) Þóra Vil- borg, f. 27. júní 1953, gift Þorsteini Sigfússyni, þau búa á Skálafelli og eiga fimm syni. Barnabörn Pálinu og Jóns voru 14 talsins en einn úr hópnum er látinn. Barnabarna- Elsku góða mamma mín, mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera við dánarbeð þinn. Þetta ljóð segir svo margt: Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þú sagðir mér margt frá því þú varst ung, hvað þig langaði að sjá þig um og fara í skóla. Þú fórst ung í vinnumennsku, fyrst út á Höfn og síðan til presthjónanna á Ofanleiti í Vestmannaeyjum, þar sem þú varst í mörg ár. Með ykkur tókst svo mikil vinátta að annar bróðir minn heitir í höfuðið á þeim hjón- um. Veturinn 1936 varstu í Kvennaskólanum á Blönduósi og sumarið eftir fórstu sem vinnukona að Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Húsmóðirin á bænum var skóla- stýran frá kvennaskólanum og bað hún þig að kenna vefnað í skól- anum næsta vetur. En um haustið fórstu heim að Smyrlabjörgum og á næsta bæ, Uppsölum, beið æsku- vinurinn eftir þér og þú fluttist til hans. Elsku mamma mín, þú varst allt- af í þjónustuhlutverkinu. Ingunn amma mín var á ykkar heimili þar til yfir lauk er hún var 98 ára göm- ul. Þú áttir ekki alltaf heiman- gengt, enda sagðist þú hugsa um pabba minn á meðan þú gætir. Þú varst orðin 92 ára þegar þið fóruð á hjúkrunarheimilið, þá fannst þér þínu hlutverki vera lokið, þú hefðir ekkert að gera. Eftir að pabbi lést varst þú aldrei söm á eftir og það tók mikið á hversu langt var á milli okkar. Líka var mjög erfitt að geta ekki talað um að Nonni, drengur- inn minn, væri látinn. Þú kynntist ljóðunum hans Dav- íðs Stefánssonar þegar þú varst á Þingeyrum, ég man hvað þú varst ánægð þegar þú eignaðist allt safn- ið hans. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. ( Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ég þakka fyrir að hafa átt líf með þér, ég veit að nú líður þér vel að vera komin til pabba og drengsins míns og allra annarra ástvina. Þín dóttir, Ingunn (Inga). Með hlýju og þökk ætlum við hjónin að minnast móður og tengda- móður. Svo samofin var hún lífi okk- ar enda heimilin nánast sem eitt, með fáum skrefum á milli. Á fyrstu búskaparárum okkar var amman líka á heimilinu, þannig að elstu drengirnir höfðu bæði ömmu og langömmu að vefja sig örmum. Sú kynslóð sem óx úr grasi á fyrri hluta 20 aldar lifði mikla umbrota- og framfaratíma. Það var ekki auðvelt fyrir unga stúlku þeirra tíma að afla sér menntunar, þurfti til þess kjark og þor. Þannig var mamma, endalaus vinnusemi og dugnaður ruddi henni brautina. Eftir 5 ára vinnukon- ustúss fjarri heimahögum hafði henni tekist að afla nóg til að kom- ast í húsmæðraskóla. Að þeim lær- dómi bjó hún alla tíð. Þegar hún ól upp sín börn voru öll föt heima- saumuð og prjónuð, allt var þvegið í höndum, allt brauð bakað og matur allur heimagerður. Hún kunni hand- tökin á öllu slíku og kom því áfram til næstu kynslóðar. Rafmagn kom að Skálafelli 1963, upp frá því léttust heimilisstörfin og eitt og eitt rafknúið heimilistæki bættist í búið. Mamma/tengda- mamma var árrisul, og henni féll aldrei verk úr hendi, ef tími gafst greip hún prjóna eða aðrar hann- yrðir. Fram á áttræðisaldur lið- sinnti hún okkur við bústörfin, gaf kálfum og þreif mjaltatækin. Hún var fljót að tileinka sér nýjungar, eitt sinn færðum við henni örbylgju- ofn, sem henni fannst mikið til þæg- inda. Hún bar mikla virðingu fyrir náttúruöflunum, og veðurglögg með afbrigðum, oft hnippti hún í okkur ef henni fannst tími til komin að taka saman hey eða að taka inn þvottinn, þegar hún sá úrkomu í grenndinni. Hún ræktaði garðinn sinn meðan kraftar leyfðu, hafði yndi af blómum. Mamma var frekar dul persóna, flíkaði ekki tilfinning- um sínum. Hún var trúuð og trúði á æðri máttarvöld, bað fyrir sínum ef þannig bar við, Strandarkirkja naut áheita hennar. Hennar vilji og hlutskipti var að sinna öðrum frekar en að láta snú- ast um sig. Hún helgaði sig heim- ilinu af alhug og fór ekki oft af bæ að nauðsynjalausu. Við verðum æv- inlega þakklát fyrir allt sem mamma gerði fyrir okkur og okkar drengi, hún var ætíð til staðar þegar á þurfti að halda en reyndi ekki að hafa áhrif á einkalíf fólks. Þegar heilsunni hrakaði og þau foreldrarnir þurftu meiri aðhlynn- ingar við og fóru á Hjúkrunarheim- ilið á Höfn var það vegna hvors um sig, að þeirra mati, bæði orðin há- öldruð. En þau fluttu ekki, vildu helst ekkert taka meðferðis, heimili þeirra var hér á Skálafelli. Mamma/ tengdamamma var orðin þreytt, heilsunni hrakaði mjög eftir andlát Jóns, pabba, enda helmingurinn af henni farinn. Hún naut góðrar umönnunnar starfsfólks hjúkrunar- deildar til hinstu stundar, við viljum þakka það og einnig heimsóknir Þorbjargar frá Skálafelli, sem voru henni mjög kærar. Megi Guð geyma ástkæra móður og tengdamóður með þökk fyrir samfylgdina. Þóra Vilborg og Þorsteinn. Bestu æskuminningar mínar tengjast margar hverjar Skálafelli í Suðursveit. Þar bjuggu afi og amma og þangað þráðum við krakkarnir að komast eins snemma á vorin og kostur var. Afi sá um búfénaðinn en amma sýslaði meira inni við. Hún var hin dæmigerða húsmóðir; oftast nær með svuntu og í minningunni ýmist að elda, baka eða þrífa. Við krakkarnir hjálpuðum til með því að brytja rabarbara fyrir sultugerð og tína ber austur í hjöllum. Svo feng- um við lummur og ástarpunga með kaffinu og furðuðum okkur á því hvenær amma borðaði eiginlega því hún settist sárasjaldan til borðs. Hún var alltaf að uppvarta alla hina. Eitt árið var amma samferða mér í rútunni suður til Reykjavíkur og notaði hún þá tækifærið til að kenna mér heiti og sögu staðanna á leið- inni. Lómagnúpur, Orustuhóll, Núpsstaður þar sem póstberinn bjó, saga systkinanna á Kvískerjum o.fl., o.fl. Þetta greyptist í huga mér og lifir áfram hjá dóttur minni sem heyrði sömu sögurnar á okkar ár- legu ferðum austur til ömmu og afa. Fyrir allar sögurnar verðum við Lena ævinlega þakklátar. Amma kenndi mér líka að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þó að það væri gaman að klifra í klettunum fyrir ofan bæinn gátu leynst þar hættur. Og Kolgríma var oft á tíð- um ansi viðsjárverð. Við krakkarnir töldum hræðslu hennar oftast vera tilhæfulausa en þegar litið er um öxl skil ég vel áhyggjur hennar. Hún bar ábyrgð á stórum hópi krakka að sunnan og auðvitað þurfti að kenna okkur borgarbörnunum að varast hætturnar. Samband þeirra afa held ég að hafi verið alveg einstakt. Það varði í rúm 70 ár og aldrei urðum við krakkarnir vör við að skugga bæri þar á. Amma gat tuðað svolítið ef við krakkarnir vorum of hávær en þá klappaði afi henni iðulega á mjöðmina og sagði: „Hættu nú að tuða, Palla mín,“ og þá var það búið. Hún brosti út í annað og hélt áfram sínum verkum. Eftir að afi dó var amma svolítið týnd. Hún saknaði hans gífurlega og var fyllilega tilbúin að fylgja honum eftir. Síðustu árin var hún að miklu leyti að bíða þess að hitta hann aft- ur. Núna trúi ég því að þau séu aft- ur saman og að afi sé virkilega glað- ur að hafa fengið Pöllu sína aftur til sín. Bergdís I. Eggertsdóttir (Beddý). Pálína var langamma mín og mér þótti mjög vænt um hana. Hún átti sama afmælisdag og ég. Ég á mjög góðar minningar um hana í sveit- inni. Það var alltaf svo gaman að hitta hana. Hún var alltaf góð og skemmtileg við mig. Guð blessi hana, megi hún eiga gott líf á himn- inum hjá langafa. Kveðja, Hanna Stefanía. Hún Palla amma er dáin. Þessar fréttir fékk ég að morgni föstudags- ins langa. Þegar ég hugsa til hennar ömmu minnar fara um mig góðar tilfinningar, mikill hlýhugur og þakklæti. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég kom fyrst að Skálafelli til ykkar afa, og hjá ykkur átti ég eftir að dveljast öll sumur, páska og stundum um jól alla barnæskuna og fram á unglingsár. Alltaf var ég jafn spenntur að komast austur á vorin því hjá ykkur leið mér alltaf svo vel. Frá Skálafelli á ég flestar mínar bernskuminningar og hvergi ber þar skugga á. Hún amma var mér alltaf svo góð og þolinmóð. Upp í hugann kemur þegar ég mjög ungur raðaði upp stólunum í eldhúsinu, sat svo með pottlok og keyrði, þá gafst þú þér alltaf tíma til að vera farþegi hjá mér. Hún amma mín var hörku- dugleg og var alltaf að gera eitt- hvað, fyrst á fætur á morgnana og að langt fram á kvöld. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp með annan fótinn í sveit- inni hjá ömmu og afa með Nonna heitnum, Þóru, Steina og þeirra strákum. Núna þegar hún amma mín er dáin líður mér eins og ákveð- in kaflaskil séu í lífi mínu. Ég veit hún á aldrei eftir að taka brosandi á móti mér við hornið á garðinum þegar ég kem að Skála- felli eins og hún var vön að gera al- veg fram á síðustu ár sem hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu á Höfn. En eins og ég sagði áður eru minn- ingarnar góðar og mér líður ekki ólíkt og mér leið þegar ég fór suður á haustin í rútunni með nýbakað lazy-daisy í boxi frá ömmu og kökk í hálsi. Mínar rætur munu alltaf vera á Skálafelli, þessari jörð sem þið byggðuð upp af svo miklum mynd- arbrag og er mér svo kær. Takk fyrir allt, amma mín. Guð blessi þig og varðveiti. Björn G. Sæbjörnsson. Af þér á ég einungis góðar minn- ingar, amma mín, og minningarnar eru margar. Sú er þó ein sem stend- ur upp úr og ávallt mun gera, enda gerði hún mig ríkari og beindi mér inn á þá braut lífsins er ég fylgi í dag. Þú kenndir mér að lesa. Ef til vill er það ekki alveg rétt hjá mér, kannski lærði ég það í skóla eins og flestir aðrir, en í minningunni varst það þú. Það varst þú sem sast með mér og last fyrir mig, áfram og áfram, þangað til að ég lærði sög- urnar utan að og fór að leiðrétta þig ef þú dottaðir og misstir þráðinn. Og lestur er lærdómur, og þú vildir að ég lærði. Það er ekki á neinn hallað er ég segi að enginn stóð þéttar á bak við mig alla mína skóla- göngu heldur en þú gerðir, með ráð- um, dáð og stöku sveitarstyrk. Þú gast ekki fylgst eins vel með mér síðustu árin og ég veit að þú hefðir viljað en samt varstu alltaf nálægt. Líka daginn sem þig eina vantaði til að hann yrði fullkominn. En það var bara eitt sem þér sást yfir, elsku amma mín. Þú og afi kennduð mér svo miklu meira en nokkur maður gæti lært af öllum heimsins bókum, og ef ykkar hefði ekki notið við hefði mér öll heimsins viska virst sem fánýtur fróðleikur. Án ykkar hefði ég orðið annar mað- ur. Þið eruð nú sameinuð aftur eftir dálítinn aðskilnað og ég veit þið haldið áfram að fylgjast með mér þó þið séuð horfin mér sjónum. Ég gleðst yfir því af öllu mínu hjarta að þið búið nú betri stað, aftur saman – eins og vera ber. En mér finnst samt sárt að þið séuð bæði farinn. Ég bið að heilsa afa. Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson. Þegar skörð eru höggvin í hjörtu manna virðist ógjörningur að fylla upp í þau á nýjan leik. Þegar hún amma mín lést um daginn var stórt skarð höggvið í mitt eigið hjarta. Þetta skarð verður hins vegar fyllt af minningum. Minningum sem munu lifa. Á æskunnar dýru dögum er drukkið af lífsins brunni Vonirnar björtu brosa borgirnar rísa af grunni Fyrirheit fögur bíða á framtíðar nægtarborðum en skuggi sem lá í leyni líf okkar færði úr skorðum (Hákon Aðalsteinsson.) Ég og hún amma mín áttum margar yndislegar stundir saman. Alla tíð, frá því ég var lítill peyi, sóttist ég eftir því að vera í kringum ömmu og afa. Gamla húsið var hulið ævintýrablæ þar sem afi var kóngur og amma var drottningin. Sjálfur var ég prins, enda var farið með mig þar sem slíkan. Það var einfaldlega svo yndislegt að dunda sér með henni ömmu, sem og skemmtilegt. Á heimili ömmu og afa var svo óskaplega gott að vera, svo hlýtt og notalegt andrúmsloft. Ég man eftir ömmu standandi í eldhúsinu með svuntuna, alltaf að passa að allir fengju nóg að borða. Ég man eftir ilmandi lyktinni af kjötsúpunni góðu, sem amma kenndi mér svo síðar að gera, og prjónunum. Amma var húsmóðir af guðs náð og hugs- aði vel um alla. Amma var svona ekta mjúk amma sem var alltaf ynd- islegt að koma til. Umhyggjan og góðvildin var alltaf í fyrirrúmi og falleg orð heyrðust alltaf úr hennar munni. Þú komst eins og kærleiksandi, þú komst til að gleðja og hugga. Skuggarnir flúðu í skyndi, skin var í hverjum glugga Þú baðaðir líf okkar ljósi sem leiftur í hjörtun sendi. Og vonin sem virtist svo fjarri var nú í okkar hendi (Hákon Aðalsteinsson.) Þegar ég fór að heiman úr sveit- inni breyttist ævintýraheimurinn í gamla húsinu talsvert, en amma og afi breyttust ekki, samrýnd hjón þar sem ástin var einlæg. Þarna fór ég að skilja að það var ekki bara æv- intýrablær gamla hússins sem fékk mig til að líða svona vel, heldur var það að stórum hluta félagsskapur- inn sem yljaði mér. Ég gat setið tímunum saman með henni ömmu og notið samverunnar. Við einfald- lega nutum þess að brosa saman og gleðja hvort annað. Fjölmargar ferðaleiðir fyrnast kannski og gleymast lífið og tíminn líður en ljúfar minningar geymast seint gleymist sagan góða er sorgin og gleðin mættust minning um daginn dýra er draumarnir okkar rættust. (Hákon Aðalsteinsson.) Núna þegar hún amma er ekki lengur með mér á ég eftir að sakna þessa félagsskapar. Ég á eftir að sakna ömmu minnar, en ég veit að ég á minningar til að hugsa um og varðveita. Í hjarta mér er núna skarð sem er fullt af dýrmætum minningum sem mér þykir afskap- lega vænt um. Minningum um hana ömmu. Sigfús Már. Pálína Guðrún Gísladóttir  Fleiri minningargreinar um Pál- ínu Guðrúnu Gísladóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.