Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is STEFÁN Ásmundsson hefur fengið leyfi frá störfum í sjávarútvegsráðuneytinu og hefur byrjað störf sem sérfræðingur hjá Evrópu- sambandinu í Brussel. Hann hefur um árabil verið fulltrúi Íslands gagnvart Alþjóðahval- veiðiráðinu og farið fyrir sendinefnd Íslands í Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndinni (NEAFC) svo dæmi séu tekin. Oft hefur hann verið formaður samn- inganefnda á vegum ís- lenskra stjórnvalda í við- ræðum við ESB, en nú sest þjóðréttarfræðing- urinn niður hinum megin við borðið og miðlar af reynslu sinni og þekk- ingu við endurskoðun á fiskveiðistefnu Evr- ópusambandsins. „Það er stór hópur sem kemur að þessari endurskoðun með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Stefán í samtali við Morgun- blaðið. „Þegar rætt er um endurskoðun á sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusam- bandsins erum við að tala um flókið ferli. Margir þættir koma þar við sögu og eðlilega þarf fólk með sérfræðiþekkingu á mörgum ólíkum sviðum að koma að þeirri vinnu. Í mínu tilviki reikna ég með að Evrópu- sambandið vilji fá einhvern til þessara starfa sem hefur aðra nálgun en innanbúðarmenn hjá sambandinu. Ég geri líka ráð fyrir að þeir hafi viljað fá einhvern til starfa sem hef- ur íslenskt sjónarhorn; einhvern utanaðkom- andi en samt með þekkingu á stjórnun fisk- veiða í Norður-Atlantshafinu,“ segir Stefán. Hann hefur haft í nógu að snúast síðustu daga og hefur ásamt Margréti Stefánsdóttur, sambýliskonu sinni, verið að koma sér fyrir í Brussel. Með þeim í för er dóttirin Guðrún Sif, sem er fjögurra mánaða gömul. Sonur Margrétar, Natan Freyr Guðmundsson, nítján ára kvennaskólanemi, varð hins vegar eftir heima á Íslandi. Endurskoðun ljúki árið 2012 Stefán segir að árið 2002 hafi verið ákveðið að ljúka endurskoðun á fiskveiðistefnu ESB eigi síðar en árið 2012 og verið sé að setja fullan kraft í þá vinnu. Ljóst sé að breyt- ingar verði skoðaðar á ýmsum þáttum stefn- unnar, nákvæmlega hverju verði breytt liggi ekki fyrir. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins dragi vagninn en aðildarríkin ráði á endanum niðurstöðum. Það er ekki nýtt fyrir Stefán að velta fyrir sér framþróun Evrópusambandsins, því hann var meðal fulltrúa í starfshópi á vegum ís- lenskra stjórnvalda, sem hafði það á sinni könnu að fylgjast með þróun sjávarútvegs- stefnu ESB og endurskoðun hennar fyrir ár- ið 2012. Stefán reiknar með að vinnan við endur- skoðunina geti tekið tvö ár, en hann hefur titilinn „Seconded National Expert“. Hlut- verk „SNE“ er tvíþætt: Annars vegar eru þeir framkvæmdastjórninni til ráðgjafar og miðla henni af reynslu sinni og hins vegar upplýsa þeir eigin stjórnvöld um þá þekk- ingu, sem þeir hafa öðlast vegna þessa starfs, á viðkomandi málaflokkum innan ESB. Ekki samningamaður „Ég er alls ekki að gerast samningamaður fyrir ESB gagnvart öðrum ríkjum,“ segir Stefán. „Ég kem eingöngu að störfum sem snerta innri málefni Evrópusambandsins. Ég sest ekki við samningaborð gagnvart Íslandi eða neinu öðru ríki. Hins vegar gætu störf mín nýst íslenskum stjórnvöldum samkvæmt því sem felst í starfslýsingu minni sem „Se- conded National Expert“,“ segir Stefán. Úr ráðuneyti til ráðgjafar í Brussel  Stefán Ásmundsson miðlar af reynslu sinni við endurskoðun á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins  „Ég geri líka ráð fyrir að þeir hafi viljað fá einhvern til starfa sem hefur íslenskt sjónarhorn“ Í HNOTSKURN »Stefán Ásmundsson er þjóðréttar-fræðingur að mennt og hefur verið skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins. » Í sjávarútvegsráðuneytinu hefurHrefna Karlsdóttir verið sett til tveggja ára í stöðu skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu. »Tómas Heiðar hefur verið skipaðuraðalfulltrúi Íslands gagnvart Alþjóðahvalveiðiráðinu. Stefán Ásmundsson. EC/Georges Boulougouris Vinna Stór hópur kemur að endurskoðun á fiskveiðistefnu ESB, sem ráðgert er að ljúki 2012. Við vinnum með þér að lausnum fyrir heimilið L A U S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.