Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 25
Fréttir 25INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 NÍU af hverjum tíu gróðureldum eru af manna- völdum. Einu náttúrulegu orsakir gróðurelda eru eldingar sem slær niður. Flestir gróðureldar verða á vorin og snemma sumars og það þarf enga langvarandi þurrka til þess að hætta á gróðureldum skapist, segir á heimasíðu Bruna- málastofnunar. Leyfi sýslumanns nauðsynlegt Fólk sem er á ferð í skóglendi eða utan alfara- leiða getur gert margt til að koma í veg fyrir að gróðureldur kvikni og við upphaf gróðurelds er hægt að ráða niðurlögum hans með tiltölulega einföldum aðgerðum. Á Íslandi þarf að sækja um leyfi til sýslumanns til þess að kveikja bál og einungis ábúendur á jörðum geta fengið leyfi til að brenna sinu á jörð- um sínum. Ávallt á að tilkynna gróðureld í síma 112 eins fljótt og auðið er. Það er mikilvægt að bíða ekki of lengi með að tilkynna slíkan eld svo að eld- urinn sé ekki orðinn óviðráðanlegur þegar slökkviliðið kemur á vettvang, segir á heimasíð- unni. aij@mbl.is Eldur í gróðri verður oftast af mannavöldum Morgunblaðið/Árni Sæberg Öskjuhlíð Sviðin jörð eftir sinubruna. MIKILL hávaði á keppnisbraut- inni olli mörgum hrossum óþæg- indum, segir m.a. í skýrslu um heilbrigðisskoð- un keppnishesta á landsmóti síð- asta sumar. Áríðandi er að huga betur að staðsetningu há- talara fyrir næsta stórmót, segir í skýrsl- unni. Einnig kemur þar fram að mikið reyndi á þrek einstakra hesta á mótinu og litlu hafi mátt muna að hross yrðu uppgefin. Nauðsynlegt sé að fara betur yfir hversu langt hrossum er ætlað að fara á yf- irferðargangi. Í lokaorðum skýrslunnar segir að almennt hafi verið gerður góður rómur að ástandi keppnishestanna og engin alvarleg slys hafi orðið í keppnisbrautinni. „Aðeins þurfti að vísa þremur hestum frá keppni en ætla má að eftirlitið hafi hvatt knapa til að huga betur að heilbrigði hesta sinna og meta sjálfir hvort þeir væru klárir í keppni,“ segir í skýrslunni sem birt er á mast.is. aij@mbl.is Hávaði olli hrossum óþægindum Huga þarf betur að staðsetningu hátalara TVEIR reyndir blaðamenn, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Krist- inn Hrafnsson, eru í framboði til for- mennsku í Blaðamannafélagi Ís- lands. Kosið verður á aðalfundi félagsins í næstu viku og verður það í fyrsta sinn sem kosið er á milli manna frá því árið 2003. Arna Schram, formaður Blaða- mannafélagsins, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Arna hefur verið formaður í tæp fjögur ár, varaformaður í tæp tvö ár og hefur setið í stjórn félagsins í nærri tíu ár. Í tilkynningu frá Örnu segir að henni þyki kominn tími til að söðla um og að nýtt fólk taki við. Keppa um formennsku Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Kristinn Hrafnsson LÖGREGLUSTJÓRINN á Vest- fjörðum sendi í gær frá sér tilkynn- ingu þar sem hann kom því á fram- færi við ökumenn sem hyggjast ferðast um hálendið að þeir taki tillit til þess að snjó er farið að leysa og frost að fara úr jörðu. Lögreglustjóri vekur athygli á að bannað er að aka vélknúnum öku- tækjum utan vega í náttúru Íslands, þó er heimilt að aka þeim á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð, svo fremi sem það skapist ekki hætta á náttúruspjöllum. Viðvörun til hálendisfara Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.