Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 49
Minningar 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ✝ Erlendur Sigurðs-son fæddist á Urr- iðaá í Álftaneshreppi 19.2. 1938, hann lést á Heilbrigðisstofnun Akraness 13. apríl sl. Foreldrar hans voru voru Hólmfríður Þórdís Guðmunds- dóttir, f. 28.11. 1909, d. 15.2. 2000 og Sig- urður Guðjónsson bóndi, f. 31.3. 1899, d. 16.7. 1990. Systur hans eru Jóna, f. 1935, maki Kjartan Magn- ússon og Guðrún, f. 1951, maki Sig- urbjörn Garðarsson. Árið 1966 gift- ist Erlendur Guðmundu Ólafsdóttur, f. 8.3. 1948, d. 16.11. 1998, eiga þau eina dóttur, Sólveigu Róshildi, f. 25.8. 1964, maki Ólafur Júlíusson, f. 1964. Börn þeirra: Guðrún Hólm- fríður, f. 1986, maki Hrannar Mark- ússon, f. 1984, Elín Rós, f. 1991, Thelma Lind, f. 1995 og Guðjón Óli, f. 1997. Guðmunda og Erlendur skildu. Sonur Erlendar og Rögnu Jó- hannesd. er Þórir, f. 13.8. 1971. Með fyrri konu sinni Hörpu Júlíusdóttur á Þórir börnin Jóhönnu Steinunni, f. 1993, og Björn Bjarka, f. 1995, maki Þóris er Berglind Ólafsdóttir og aftur. Árið 1972 réði hann sig sem ráðsmann að Árnesi í Aðaldal og tveimur árum síðar fluttist hann í Nes, þar var hann bóndi næstu 15 árin. Í Nesi var kúabú en fljótlega fór Erlendur að leggja stund á hestarækt enda mikill hestamaður, seinustu árin í Nesi byggði hann minkabú. Erlendur var mikill hand- verksmaður og byrjaði að hanna og smíða reiðtygi. Allt handverk hans bar vott um nákvæmni og vönduð vinnubrögð og urðu reiðtygi frá honum eftirsótt um allt land. Hann var barngóður og átti auðvelt með að liðsinna ungdómnum, og eru þeir ófáir drengirnir sem nutu leiðsagn- ar hans í Nesi. Árið 1989 flutti Er- lendur frá Nesi og næstu árin vann hann ýmis störf. Árið 1998 kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í Keflavík árið 2000. Það var honum hugleikið að allir gætu notið návistar við hestinn og að undirlagi Guðrúnar Fjeldsted hóf hann hönnun og smíði á hnakkn- um Seif sem er ætlaður fyrir fatlaða. Árið 2003 fluttust Erlendur og Gunnfríður að Galtarholti í Borg- arfirði. Árið 2004 stofnuðu þau verslunina Knapann í Borgarnesi og starfaði hann þar ásamt því að smíða fyrir verslunina fram á síðasta dag. Erlendur verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag, 18. apríl, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar eiga þau Ragnheiði Ýri, f. 2006. Árið 1974 giftist Erlendur Arn- dísi Steingrímsdóttur frá Nesi í Aðaldal, f. 21.9. 1931 d. 11.1. 2004. Börn Arndísar eru Sigríður Margrét, f. 1956, Hálfdán, f. 1957 og Steingerður, f. 4.10. 1971. Erlendur gekk Steingerði í föð- urstað, dóttir hennar og Stefáns H. Björg- vinssonar, f. 1969, er Svandís Dögg, f. 1994. Erlendur og Arndís skildu. Þann 12.7. 2003 giftist Erlendur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Gunnfríði Sig- urharðardóttur, f. 8.7. 1953. Hennar foreldrar eru Sigurhörður Frí- mannsson, f. 1929 og Ásta Krist- insdóttir, f. 1925. Erlendur ólst upp á Urriðaá í Álftaneshreppi. Þar undi hann sér við bústörfin. Ungur fór hann að sýna handlagni við hverskyns smíð- ar. Um tvítugt hélt hann suður og fór á sjóinn. Hann réð sig sem ráðs- mann að Korpúlfsstöðum. Hann vann ýmis störf í landi, var bílstjóri hjá Daníel Ólafssyni og á verkstæði Strætós. Á árunum 67-71 sigldi hann Kveðja frá eiginkonu Nú er komið að kveðjustund, elsku Elli minn. Mér finnst sú stund koma alltof fljótt, en það ber að þakka hversu vel allt gekk hjá okkur þann stutta tíma sem við áttum saman. Og sá tími var yndislegur, þú varst bak- hjarlinn minn og ég var prinsessan þín. Þú vildir allt fyrir mig gera, nú sit ég eftir og hugsa um öll þau verk sem þig langaði til að klára áður en kallið kæmi og ég veit að börnin þín og afabörnin munu hjálpa mér að ljúka einhverju af þeim verkum sem þér vannst ekki tími til. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Minning þín lifir í hjörtum okkar, elsku Elli. Far þú í friði, Guð geymi þig. Þín, Gunnfríður. Ein fyrsta minningin mín er frá því ég var þriggja ára gömul þegar þú komst í Nes og gekkst mér í föður- stað. Þú varst mér góður, vildir allt fyrir mig gera og ég fékk að skottast með þér í búverkunum. Hestar voru þitt líf og yndi og ekki var ég há í loft- inu þegar ég fór fyrst á hestbak. Þú hvattir mig áfram, fórst með mig og vinkonur mínar á reiðnámskeið, lést mig hafa krefjandi hesta að kljást við og leiðbeindir og fylgdir mér eftir þegar ég fór að keppa. Þú hafðir gaman af að ferðast og þá sérstak- lega af hestaferðum. Ég og vinkon- urnar fengum að fara í styttri ferðir og fyrir okkur var það toppurinn á til- verunni. Þú hafðir unun af að temja og kenna dýrum ýmsar kúnstir, t.d. smíðaðirðu aktygi á tíkina Pollý svo hún gæti dregið mig á snjóþotu og kenndir hestinum Skotta að rísa upp á afturfæturna og tylla framfótunum á axlirnar á þér. Hugsi maður aftur til áranna í Nesi, koma upp ýmis minningabrot: Þú að leggja þig eftir hádegismatinn og ég kúri hjá þér í stofusófanum. Heyskapur og ég fæ að sitja á drátt- arvélinni eða á baggavagninum. Á vetrarkvöldum gripum við oft í spil mér til mikillar ánægju. Gestkvæmt var í Nesi og oft glatt á hjalla, þú kynntist fjölda fólks gegnum smíð- arnar og hestamennskuna, á sumrin voru vinnumenn og oft komu ættingj- ar í heimsókn. Ég man eftir hljóðinu í rafsuðuvélinni og slípirokknum þeg- ar þú varst að smíða ístöð eða stangir, einnig leðurlyktinni þegar þú varst að skera leður í reiðtygi. Þú varst fjölhæfur og allt lék í höndunum á þér hvort sem þú varst að vinna með leður eða járn, viðgerðir sem og hönnun. Eftir skilnað ykkar mömmu, flutt- ist þú suður og sambandið varð stop- ulla, en eftir að þið Guffý kynntust, hittumst við oftar, sérstaklega eftir að þið fluttuð í Borgarfjörðinn. Það var gott að geta kíkt í kaffi á leið suð- ur eða norður og oftar en ekki fékk ég gistingu. Alltaf var vel tekið á móti manni með mat, kaffi og notalegheit- um. Mér fannst þú blómstra þessi síðustu ár á heimaslóðunum þar til heilsan fór að gefa sig. Sumarið 2007 var ég í Borgarfirð- inum í nokkra daga, mig langaði að skoða Snæfellsnesið og bað ykkur Guffý að koma með. Við fórum hring- inn á Nesinu í fallegu veðri og skoð- uðum það helsta. Ég vildi keyra en það var engu tauti við þig komið, þú keyrðir með súrefniskútinn aftur í, ferðin gekk að óskum og allir voru ánægðir. Þrátt fyrir að vera heilsutæpur síð- ustu árin, lagðirðu alltaf þitt af mörk- um, fannst nýjar leiðir til að láta hlut- ina ganga og komst upp aðstöðu til að gera ýmislegt sem annars var ill- mögulegt. Ég veit þú hefðir viljað eiga fleiri stundir með Guffý en það verður ekki á allt kosið og í raun var ótrúlegt hvað þið náðuð að byggja upp á ekki lengri tíma. Elsku pabbi, ég er svo þakklát fyr- ir að þú skyldir hringja í mig á páska- dagskvöld og að ég hafi náð að kveðja þig þá, þó ekki grunaði mig að þetta yrði okkar síðasta samtal. Eftir situr söknuður en jafnframt þakklæti fyrir þann góða tíma sem við áttum saman. Elsku Guffý, Rósa, Þórir og fjöl- skyldur, guð veri með ykkur. Steingerður Örnólfsdóttir. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku afi Elli. Mér fannst svo gaman að fá að koma til þín og ömmu Guffý og fá að gista hjá ykkur yfir heila helgi, í febr- úar sl. Ég er alltaf segja mömmu og pabba hvað það var gaman að vera með ykkur og honum Tinna mínum. Og eins þegar hann Björn Bjarki var fermdur á skírdag, þá fannst mér svo gaman að stinga af úr veislunni og koma til þín út í bíl og „passa“ þig. Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég mun ávallt sakna þín. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Elsku amma Guffý, ég bið góðan Guð að vaka yfir þér. Þín sonardóttir, Ragnheiður Ýr. Elsku afi Elli minn. Þetta bjóst ég ekki við að fara að gera, skrifa minningargreinina þína. Þú varst ekki á leiðinni að fara að kveðja þegar ég sá þig síðast, þann 9. apríl síðastliðinn, þar sem þú sast í fína jeppanum þínum sem þú loksins eignaðist. Ég kyssti þig og knúsaði og síðustu orð mín til þín voru: „Komdu hérna og kysstu mig sæti….“ Þú fórst að hlæja og kvaddir. Ef ég bara hefði vitað að þetta væri síðasta skipti sem ég myndi sjá þig, elsku afi. Núna verður allt svo skrýtið, eng- inn afi Elli….enginn til að laga allt sem bilar, brotnar og slitnar. Elsku afi, þú varst svo mikill snill- ingur, mér fannst þú kunna allt. Ég er svo glöð hvað ég var mikið með þér seinustu átta árin, þegar þú fluttir upp í Keflavík og svo í Galt- arholt í Borgarnesi með henni Guffý. Elsku afi, það sást langar leiðir hvað þú varst ástfanginn. Ég á margar yndislegar minningar frá því þegar ég var með ykkur Guffý, eins og til dæmis þegar við fór- um hringinn í kringum landið þegar ég var 10 ára, ohh, það var svo gam- an, við vorum bara þrjú, ég þú og Guffý á gamla Chevrolet Malibuinum ykkar. Mér fannst þú vera aðaltöff- arinn og á þessari glæsikerru með tjaldvagninn í eftirdragi þeyttumst við um landið og skoðuðum okkur um og heimsóttum ættingja víðsvegar um landið. Svo gleymi ég aldrei þegar ég kom til ykkar í Galtarholt í hálfan mánuð eitt sumarið og fór á reiðnámskeið Guðrúnar Fjeldsted. Þú keyrðir mig og sóttir alla dagana og stundum horfðir þú á. Mér fannst ég gera þig svo stoltan. Sveitakall varstu. Þú varst nú ekki sáttur þegar þú sást afastelpuna leifa öllu sem var hollt og gott fyrir mann. Ég átti að klára matinn og ekki taka meira en ég þurfti á diskinn og hana- nú! Elsku afi minn, þú munt alltaf lifa í hjarta mér og nú veit ég að þér líður alltaf vel. Elska þig, afi minn. Við sjáumst á bláu eyjunni. Þín, Elín Rós Ólafsdóttir. Erlendur Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Er- lend Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær stjúpfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ELÍ STEFÁNSSON, fyrrverandi skrifstofustjóri, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 11. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í Reykjavík mánudaginn 20. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarkort Hringsins til styrktar veikum börnum á Íslandi Grétar H. Óskarsson, Ingibjörg G. Haraldsdóttir, Eiríkur Á. Grétarsson, Lisa Grétarsson, Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, Guðbrandur Magnússon, Haraldur E. Grétarsson, Mjöll Þórarinsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR STEINDÓRSDÓTTUR, Vatnskoti 2, Þykkvabæ, sem lést miðvikudaginn 25. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Guði blessi ykkur öll. Gunnar Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐFINNA P. HINRIKSDÓTTIR frá Flateyri, Litlu Grund, Reykjavík, sem andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 8. apríl, verður jarðsungin í Grafar- vogskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 15.00. Guðrún Greipsdóttir, Sigurður Lárusson, Hinrik Greipsson, Ásta Edda Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðlaug Auðunsdóttir, Guðbjartur Kristján Greipsson, Svanhildur Bára Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, dóttur, ömmu og systur, HELGU SIFJAR JÓNSDÓTTUR, Skagabraut 28, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut og starfsfólks D-deildar og heimahjúkrunar Heilbrigðistofnunar Suðurnesja. Guðmundur Örn Ólafsson, Halldór Kr. Guðmundsson, Magni Freyr Guðmundsson, Kristjana Vilborg Þorvaldsdóttir, Linda Guðmundsdóttir, Martin King, Ólafur Örn Guðmundsson, Íris Birgitta Hilmarsdóttir, Guðmundur Jökull Guðmundsson, Jón H. Jónsson, Soffía Karlsdóttir, barnabörn og systkini. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR ÞORLÁKSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. apríl kl. 15.00. Guðríður I. Einarsdóttir, Örn Þórhallsson, Þórunn Þórhallsdóttir, Sigríður Þórhallsdóttir, Einar Þ. Þórhallsson, Hörn Harðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.