Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ✝ Rannveig ÁgústaGuðjónsdóttir fæddist á Tryggva- götu 4 á Selfossi þann 6. desember 1952. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi sunnudaginn 5. apríl 2009. Hún var dóttir Guð- jóns Sigurðssonar frá Seljatungu í Gaul- verjabæjarhreppi, f. 26.11. 1922, og Mar- grétar Valdimars- dóttur frá Teigi í Vopnafirði, f. 26.4. 1921, d. 13.10. 1982. Systkini Rannveigar Ágústu eru Haukur, f. 27.12. 1947, Erla Sig- ríður, f. 27.5. 1958, og Pétur Valdi- mar, f. 21.1. 1961. Rannveig Ágústa giftist þann 15. febrúar 1975 Ólafi Árnasyni vélfræðingi og rafvirkja frá Akureyri, f. 15.10. 1951. Hann er son- ur Árna Stefáns Helga Her- mannssonar frá Látrum í Aðalvík, f. 28.7. 1929, og Önnu Aðalheiðar Ólafs- dóttur, f. á Bægisá í Öxnadal 4.2. 1920, d. 17.9. 1993. Rannveig og Ólaf- ur áttu þrjú börn, þau eru: 1) Guðjón Helgi, f. 30.11. 1971, kvæntur Birnu verjaskóla, en eftir barnaskólann var hún einn vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Að því loknu fór hún í Gagnfræðaskólann á Selfossi, og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Rann- veig útskrifaðist sem leikskólakenn- ari úr Fósturskóla Íslands vorið 1992. Einnig lauk hún diplómanámi í uppeldis- og menntunarfræðum, með grunnskólakennararéttindum árið 2006. Hún starfaði sem tal- símavörður á símstöðinni í Gaul- verjabæ, við fiskvinnslu, í sláturhúsi, á saumastofu, við afgreiðslustörf og fleira að loknu gagnfræðaprófi. Eftir störf á gæsluvellinum við Stekkholt á Selfossi urðu leikskólar hennar starfsvettvangur ef frá eru talin árin 1981 til 1987 þegar fjölskyldan bjó við Búrfellsvirkjun þar sem Ólafur starfaði sem vélfræðingur. Rannveig starfaði á leikskólanum Glaðheimum á Selfossi eftir Búrfellsdvölina, en ár- ið 1997 var hún ráðin leikskólastjóri á leikskólanum Árbæ og gegndi hún því starfi til dauðadags. Í apríl 2008 greindist hún með krabbamein sem varð hennar banamein þann 5. apríl síðastliðinn. Rannveig hafði alla tíð yndi af úti- veru og fór sinna ferða helst á reið- hjóli eða gangandi. Tónlist var henni áhugamál, hún söng lengi með kirkjukór Gaulverjabæjarkirkju og Jórukórnum á Selfossi. Útför hennar fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, 18. apríl 2009, kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar Sif Atladóttur, f. 21.12. 1973. Fyrri kona hans er Sigurbjörg Vil- mundardóttir, f. 3.5. 1971, dóttir þeirra er Rannveig Ágústa, f. 11.7. 1991. Börn Guð- jóns og Birnu eru: a) Egill Helgi, f. 17.7. 1999, b) Sólveig Lilja, f. 4.11. 2004, c) Að- alheiður Sif, f. 6.8. 2008. 2) Ari Már, f. 16.10. 1974, hans kona er Guðbjörg Hulda Sig- urðardóttir, f. 30.8. 1976, þeirra börn eru: a) Sigurður Hrafn, f. 7.5. 2001, b) Örn, f. 5.11. 2007. 3) Anna Margrét, f. 30.12. 1981, hennar maður er Ingi Þór Ingibergs- son, f. 5.10. 1981. Anna Margrét gengur með barn þeirra, en á fyrir dótturina Bergrúnu Björk Önnudótt- ur, f. 6.11. 2007. Þegar Rannveig var á öðru ári fluttist fjölskyldan að Vegatungu í Biskupstungum, en árið 1955 fluttust þau að Gaulverjabæ í Gaulverjabæj- arhreppi, þar sem hún ólst upp. Skólagöngu sína hóf Rannveig hjá Þórði Gíslasyni, barnakennara í Gaul- „Lífið er mestmegnis fánýtt hjal, tvennt stendur þó óhaggað, gæska í raunum náungans, hugrekki í þínum eigin“. (Adam Lindsay Gordon). Þegar ég lít til baka, hálfdofinn og hugsa um veikindi og fráfall móður minnar eiga þessi orð afar vel við. Hennar bestu vinir stigu fram á erf- iðum tímum og gerðu allt sem þeir gátu til að lina raunir hennar. Ekki verður hjá því komist að dást að þess- um fallega vinskap. En það eru fleiri sem slegnir eru ljósum bjarma, aðrir en vinir hennar þegar litið er til baka á þessum myrku og erfiðu tímum. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suð- urlands var og er algjörlega frábært. Með fagmennsku og alúð að vopni, gerðu þau það sem hægt var til að lina raunir og þjáningar móður minnar. Ekki er hægt að horfa fram hjá hugrekki móður minnar, þegar ljóst varð að þessi sjúkdómur myndi á end- anum þýða aðeins eitt. Dauðinn myndi á endanum sigra. Hennar nálgun á þeirri staðreynd var hreint ótrúleg og snerti hvaða efasemdar- mann sem vitni varð að. Ekki var hægt að sjá kvíða sækja að henni og fyrir mér fór hún í gegnum þessi erf- iðu veikindi með reisn og virðuleika. Elsku mamma, um leið og ég kveð þig vil ég þakka fyrir mig. Ég vona að Jóhannes úr Kötlum hafi rétt fyrir sér í ljóðinu hér á eftir. Takk fyrir samveruna! Brot úr kveðju Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Ari Már Ólafsson og fjölskylda. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdamóður minnar, hennar Rannveigar Ágústu Guðjónsdóttur sem lést langt fyrir aldur fram eftir harða baráttu við krabbamein. Ranna var frábær manneskja og betri tengdamóður var ekki hægt að hugsa sér. Ég kynntist Rönnu fyrst fyrir tæpum 14 árum og höfum við alla tíð verið góðar vinkonur. Við gátum setið og rætt um allt milli himins og jarðar og áttum oft góðar stundir saman á síðasta ári þó svo að oft hafi verið erf- itt til þess að hugsa að hún myndi yf- irgefa okkur. Ranna var frábær amma og börnin mín missa mikið núna. Hún var alltaf yndislega þolinmóð við þau og aldrei fann maður að hún tæki eitt fram yfir annað. Í huga barnanna var amma best og þau sakna hennar mikið. Minning hennar mun þó lifa með þeim og þó svo að sú yngsta eigi kannski ekki eftir að muna eftir ömmu sinni þá veit ég að hún á eftir að kynnast henni í gegnum minning- ar hinna barnanna. Mig langar til að enda þetta með línum sem hann Egill Helgi samdi til ömmu sinnar og lýsir svo vel hver amma var í huga barnanna. Fyrir ömmu bestu: „Sorgin nær tökum á mér. Enginn snýr baki við þér. Himnaríkis besta þú ferð, leiðina góðu. Yfir hina miklu móðu. Góður engill þú varst gerður. Í uppáhaldi Guðs þú verður.“ – Egill Helgi. Elsku Ranna, takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og gefið okkur, við gleymum þér aldrei. Birna Sif Atladóttir. „Pabbi, af hverju þarf sumt fólk sem er gott að deyja of fljótt, en svo lifir sumt vont fólk mjög lengi?“ Þetta vildi Egill fá að vita um daginn, nýbú- inn að frétta að krabbameinið í ömmu Rönnu væri ólæknandi. Hún hefði vit- að hvað ætti að segja við hann, en pabba hans datt ekkert í hug. Auðvit- að erum við þakklátir fyrir allar góðu stundirnar með henni, en við ætluð- um að hafa þær miklu fleiri, enda amma bara 56 ára, „það er nú ekki mikið“, eins og drengurinn benti á. Amma, sem borðaði eiginlega bara „heilsuógeð“ og labbaði og hjólaði alltaf þegar hún gat. Og vildi helst sitja úti með tebollann sinn ef mögu- legt var, til að njóta blíðunnar. Þó að hún væri ofur góð og ætti alltaf ís í frystikistunni og væri aldrei neitt að skammast í manni, sem er frábær kostur hjá ömmum, gat hún fengið krabbamein og dáið. Okkur dettur helst í hug, að amma hafi verið svo mikið góð við okkur þennan tíma sem við áttum með henni, til þess að það myndi duga okkur mjög lengi, jafnvel þótt hún sé farin. Já, sennilega dugar það okkur bara alla ævi. Og öllum hinum líka: Afa Óla, Gauja langafa, Ara og Guggu, Sigurði og Erni, Önnu Mar- gréti og Inga, Bergrúnu og litla barninu, mömmu, Rönnu litlu, Sól- veigu og Heiðu og öllum hinum sem voru vinir ömmu og áttu hana að. Far þú í friði, elsku amma Ranna, við gleymum þér aldrei. Guðjón Helgi Ólafsson, Egill Helgi Guðjónsson. Hvernig kveður maður einhvern sem hefur alltaf verið til staðar, alltaf gert allt fyrir mann og svo miklu miklu meira en það? Amma, við erum búnar að gera allt og vera allsstaðar. Hvert sem ég fer sé ég minningar, sé okkur, sé þig. Samt eigum við eftir að gera svo margt og eftir að fara svo margt. Við höfum alltaf verið ótrú- lega góðar vinkonur og fyrir það er ég þér ævinlega þakklát. Ég veit vel að það er ekki sjálfgefið að eiga svona frábæra vinkonu í ömmu sinni. Það er ekkert sem getur komið fram hér sem við vitum ekki báðar nú þegar. Þú veist að ég elska þig, svo ótrúlega, ótrúlega mikið, hef alltaf gert og mun alltaf gera. Og ég veit líka vel að þú elskar mig. Manstu þegar við táruð- umst einu sinni bara af því að okkur þótti svo vænt um hvor aðra. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allar ynd- islegu stundirnar, öll skiptin sem þú huggaðir mig og stóðst með mér í gegnum eitthvað erfitt. En það gerir sorgina líka helmingi verri því að venjulega myndi ég leita til þín til að fá knús og huggun. Ég viðurkenni það alveg að síðasta árið hefur oft verið erfitt og við töl- uðum um það hvað það væri oft leið- inlegt, þó það væri gaman hjá okkur, að hafa krabbameinið alltaf hangandi yfir okkur. Ég sakna þín meira en orð fá lýst og vildi óska þess af öllu hjarta að þú kæmir aftur, og mér líður eins og fordekraðri frekjudós því að þetta er það eina sem þú hefur ekki látið eftir mér. Takk fyrir að hafa alltaf endalausa trú á mér, takk fyrir allt Reyrhagapoppið og fyrir að hafa kennt mér að gera það. Takk fyrir alla yndislegu göngu- og hjólatúrana. Takk fyrir að hafa leyft mér að vera svona mikið hjá þér bæði í sumar og vetur. Takk fyrir að hafa alltaf hlust- að og talað við mig, fyrir að hafa sungið svona mikið fyrir mig og fyrir að hafa gefið mér meira te og Johns- brauð en á að vera hollt fyrir eina manneskju. Takk fyrir að hafa verið til! Elsku afi minn, Anna og Ingi, pabbi og Birna, Ari og Gugga, takk fyrir að hafa leyft mér að vera svona mikið með og fyrir allan þann skilning og góðvild sem þið hafið sýnt mér, þið eruð yndisleg. Alltaf þín, alnafna, barnabarn og vinkona, Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir. Elsku besta Ranna mín, sem mág- kona þín langar mig að þakka þér fyr- ir alla þína gæsku við mig í gegnum árin. Það var auðvelt og gott að kynn- ast þér er ég kom inn í fjölskylduna. Þú varst alltaf svo blátt áfram og aldrei neitt vesen í kringum hlutina og endalaust væn við alla. – Alltaf fal- leg, alltaf blíð, alltaf glaðleg, alltaf góð, alltaf glæsileg, alltaf hlý, alltaf tignarleg, alltaf best, alltaf glettin, alltaf ljúf, alltaf gjafmild, alltaf ráða- góð, – já einfaldlega frábær í alla staði. Ég veit ekki hvað telst réttlæti í þessari veröld en þetta að sjá á bak þér finnst mér ekki komast nálægt því. En við ráðum víst engu um þetta og verðum að fljóta einhvern veginn í gegnum sorgina og reynum að hjálp- ast að við það, við sem fáum að vera hérna megin eitthvað lengur. Takk fyrir að sýna áhuga á því sem Viðar, Gréta og Dagný hafa tekið sér fyrir hendur, þú varst alltaf með á nótunum og fylgdist vel með þeim og varst í miklu uppáhaldi hjá þeim öll- um – alltaf besta frænkan. Elsku Gaui, Óli og fjölskylda, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Kristín Ólafsdóttir. Ranna, það sannast of oft að þeir sem guðirnir elska fara frá okkur of fljótt. Þannig var því varið með elsku systur mína. Það er örugglega ekki hægt að eiga betri systur. Minningin um hana er svo falleg og góð. Að alast upp í sveit með frábærum foreldrum, systkinum, ættingjum og nágrönnum er ómetanlegt. Ég man þegar Ranna sagði mér að hún ætti von á barni. Þá sátum við á þúfu á austurtúninu með smáraangan og töðuilm í vitum. Þetta fannst mér sem unglingi ekki lítið spennandi. Hún fór ung að búa og ala upp sín börn. Ég átti alltaf skjól hjá þeim ef þannig stóð á og ekki var slæmt að leita til hennar í allskonar málum. Ég var ung þegar mamma okkar féll fyrir sama sjúkdómi. Þegar ég var að kynnast mínum manni og ganga með mín börn var hún mín stoð og stytta sem og í öllu. Ég man þegar ég var komin upp á fæðingardeild að eiga frumburðinn. Þá hringdi hún og sagði „Hvar ertu?“ Við töluðum sam- an oft í viku og ræddum okkar dag- lega amstur, hvort sem var gleði eða vandamál. Alltaf var jafn gott að koma í Reyrhagann bæði fyrir sál og líkama. Ranna systir hafði svo mikið góða nærveru. Á merkisafmæli mínu í vor fórum við saman í síðustu utan- landsferðina. Mikið gladdi það okkur systur að komast saman í þá ferð með okkar mönnum, bróður og vinafólki. Elsku Óli, systkinabörn. Reynum að hugsa um allt það fallega og góða og þakka fyrir að þjáningum er lokið. Guð gefi okkur öllum styrk. Erla Sigríður Guðjónsdóttir (Sigga) Hvar eru hetjurnar? Hættið að leita. Þær geta í mínum augum ekki verið annars staðar en í hjörtum þeirra sem í blóma lífs síns mæta ör- lagadómi sínum af stillingu, æðru- leysi og fágætum sálarstyrk. Hún Ranna systir var okkur systkinunum alltaf góð fyrirmynd. Þessi mildi sem henni fylgdi, snilld í mannlegum sam- skiptum. Hinn óborganlegi húmor og hlátur. Kímnigáfa sem var oftast tengd hennar eigin persónu og alveg gjörsneydd viðkvæmni fyrir henni sjálfri. Þessi óviðjafnanlegi húmor sem jafnvel var til staðar þegar hún sagði mér frá sínum síðasta alvarlega sjúkdómi. Það hafa örugglega fáir leikið eftir á þeim tímapunkti. Jafnvel þá var sjálfsvorkunn víðsfjarri. Hún var líka góð fyrirmynd í heilsusam- legu líferni og reglusemi alla tíð. Það heilbrigða líf gaf henni örugglega við- bótartíma þó sorglega stuttur væri. Guði sé lof fyrir að Ranna og Óli hófu snemma barneignir. Það er dýrmætt þegar örlögin reynast jafn grimm og raunin er. Ómetanlegur tími gafst fyrir þau og síðan falleg barnabörnin. Þegar fuglar hljóðna um hæstan dag, en golan bælir sig í gras niður og sólmók er sigið á dali gakktu þá leiðar þinnar á ljómann tæra, sem bregður fyrir milli bjarkanna framundan. (Þorsteinn Valdimarsson). Hlýleiki, tryggð og gefandi líf mun gera Rönnu okkar snertanlega áfram í hugum okkar sem þekktum hana. Valdimar Guðjónsson. Ég er frjáls, ég er frjáls eins og fuglinn, söng hún frænka okkar á góðri stund þegar við vorum bara unglingar. Nú trúum við því að hún sé frjáls, frjáls frá veikindum þeim sem nú hafa lagt hana að velli. Hún var í okkar augum mikil hetja, sem tókst að lifa með reisn þá mánuði sem hún vissi að hún ætti ólifaða. Það var aldr- ei neitt annað á henni að heyra en að hún ætlaði að njóta daganna sem henni voru settir. Af ótrúlegu æðru- leysi tókst hún á við það sem koma skyldi. Alltaf svo falleg og vel til höfð, hvernig sem henni leið. Ranna var frænka okkar og mikil vinkona. Líf okkar hefur tvinnast saman allt frá því við vorum litlar stelpur. Feður okkar bræður og mæður okkar góðar vinkonur. Í æsku var samgangur mikill bæði í leik og í skóla. Við mjög nánar allar þrjár og margt brallað. Ranna var mjög hug- myndarík og við lékum okkur með að búa okkur til nýjar persónur. Við vor- um miklu oftar einhver leikari eða leikkona en við sjálfar. Hún átti líka gott með að vera vinur allra krakk- anna í Seljatungu. Við eigum margar og góðar minningar um samveru okk- ar. Ein minning frá þessum tíma er jólaferðin sem farin var á Selfoss fyr- ir hver jól. Þá fengum við þrjár að fara alveg eftirlitslausar að kaupa jólagjafir. Þessar ferðir hafa alltaf staðið öllum minningum fremstar og þær oft og iðulega rifjaðar upp. Það er hægt að telja svo margt upp sem auðvitað verður ekki gert hér. Þetta eru minningar sem gott er að eiga. Núna í nokkuð mörg ár höfum við frænkur búið okkur til samverustund á kaffihúsi eða heima hver hjá ann- arri eða í sveitinni okkar sem er okk- ur öllum svo kær. Þar eru rætur okk- ar allra, sveitin í Flóanum með sinn fallega fjallahring. Við vitum að hún elskaði þetta allt með okkur ásamt svo mörgu öðru. Nú ráðum við ekki ferðinni og verðum að reyna að sætta okkur við orðinn hlut. Við heiðrum minningu hennar best með því að trúa á það góða, þannig var hún, húm- oristi sem gerði létt grín, kunni svo vel að segja frá og leyfa okkur að hlæja með sér. Ótal frásagnir af barnabörnunum sínum sem henni þótti svo innilega vænt um. Hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur systur, elsku frænka. Við endum þessa litlu grein með ljóði eftir ömmu hennar skáldkonuna Erlu. Eimpípan blístrar í síðasta sinn; sé ég, að komin er skilnaðarstund. Hugstola sleppi ég hendinni þinni. Handtakið slitnar, sem þakkaði kynni, samvistir allar og síðasta fund. Sálirnar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustundunum frá. (Erla) Kæra fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að vaka yfir ykkur. Minning hennar lifir. Guðný og Sigrún Gunnarsdætur. Elsku nafna mín er látin. Ég kynntist Rönnu lítillega á ung- lingsárum mínum þegar ég gekk í skóla með Ara Má syni hennar. Svo lágu leiðir okkar aftur saman þegar ég hóf störf hjá henni í litla Árbæ 2001. Ranna tók mér strax vel og við náðum vel saman. Við höfðum svip- aðan húmor og tókum oft góð hlát- ursköst saman. Þegar ég átti í erf- iðleikum vegna veikinda 2005 fann ég strax fyrir miklum stuðningi frá Rönnu. Hún fylgdist vel með og lét oft í sér heyra. Ég hóf síðar störf á öðrum leik- skóla en hélt alltaf smá sambandi við gamla staðinn og kíkti reglulega á skrifstofuna til Rönnu. Alltaf var hún glöð að sjá mig og tók á móti mér með kossi og faðmlagi. Það var því mikið áfall þegar hún greindist með krabbamein vorið 2008. Ég heimsótti hana en hún tók veikindum sínum af ótrúlegu æðruleysi og leit á hvern dag sem guðsgjöf. Kraftur og já- kvæðni einkenndi hana bæði í starfi og veikindum. En nú er kallið komið og þín verður sárt saknað. Elsku Óli, Gaui, Ari Már, Anna Margrét og fjölskyldur. Guð styrki ykkur í sorginni. Hvíl í friði, elsku nafna. Rannveig Bjarnfinnsdóttir. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Rann- veigu Ágústu Guðjónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.