Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 LEIÐARAHÖF- UNDUR Morg- unblaðsins dró á fimmtudaginn heldur sérkennilegar og yf- irborðslegar ályktanir um rekstur Rík- isútvarpsins – af þeirri ákvörðun stjórnvalda að breyta hluta af skuldum RÚV við ríkissjóð í hlutafé. Hann telur þetta sýna, að áætlanir um breytt- an og bættan rekstur í tengslum við rekstrarformsbreytingu RÚV fyrir tveimur árum, hafi ekki gengið eftir. Þessi ályktun er röng. Þvert á móti hafa allar áætlanir um þá þætti í rekstri RÚV, sem stjórn- endur og starfsmenn hafa tök á, gengið eftir, – og jafnvel heldur betur en vonir stóðu til. Stjórnun RÚV hefur verið gerð einfaldari og skilvirkari og stjórnendum fækkað til muna. Reksturinn hefur verið endurskipulagður frá grunni og framleiðni aukin í öllum þáttum starfseminnar. Með þessu hefur svo það ætlunarverk tekist að stækka þann hluta af heildartekjum RÚV sem fer í dag- skrána sjálfa – þjón- ustuna við almenning – en ekki í rekstr- arþætti sem hvorki heyrast né sjást. Rekstrarkostnaður RÚV þessi tvö ár sem liðin eru frá form- breytingunni hefur verið nákvæmlega samkvæmt áætlun – og afkoman hefði orðið jákvæð á yfirstandandi rekstrarári ef ekki kæmu til tveir „utanaðkomandi“ þættir, sem ekki hafa staðist, og stjórnendur RÚV gátu engu ráðið um: Í fyrsta lagi voru tekjur 370 milljónum króna lægri vegna þess að ekki var staðið við þær for- sendur í stofnefnahagsreikningi og þjónustusamningi RÚV, að tekjur af almannaþjónustunni skyldu ekki minnka að raungildi miðað við árið 2006. Í öðru lagi varð fjár- magnskostnaður RÚV um 400 milljónum meiri en ráð var fyrir gert vegna fjármálakreppunnar – með tilheyrandi gengishruni og verðbólgu. Við þessum for- sendubresti í rekstrinum var brugðist strax í lok síðasta árs og rekstrarkostnaður skorinn niður um 16%. Sú aðgerð náði tilætl- uðum árangri og ég get glatt leið- arahöfund Morgunblaðsins – sem einn af eigendum RÚV – með því að rekstur félagsins hefur verið réttum megin við strikið síðustu mánuðina – þrátt fyrir kreppuna. Það breytir ekki því að „eig- andi“, stjórn og stjórnendur RÚV voru sammála um að það væri óviðunandi staða að félagið væri með með neikvæða eiginfjárstöðu. Til að rétta hana af voru nokkrar leiðir: enn frekari niðurskurður í rekstri með tilheyrandi samdrætti í þjónustu og uppsögnum starfs- fólks, sala eigna og loks sú leið sem ákveðið var að fara – sem sé að breyta skuld RÚV við ríkissjóð í hlutafé. Þetta þykir einfaldlega besta leiðin að settu marki við nú- verandi aðstæður. Föðurlegar umvandanir Morg- unblaðsins um rekstur fjölmiðla meðtek ég af auðmýkt – og örugg- lega getum við hjá RÚV enn lært margt í þeim efnum. Ég vona þó að mér verði virt til vorkunnar að þann lærdóm treysti ég mér ekki til að sækja í smiðju þeirra sem hafa stjórnað Morgunblaðinu og Árvakri síðustu árin. Rekstur RÚV Páll Magnússon » Föðurlegar umvand- anir Morgunblaðs- ins um rekstur fjölmiðla meðtek ég af auð- mýkt... Páll Magnússon Höfundur er útvarpsstjóri. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gef- in er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina EIN RÖDD SKIPTIR MÁLI MÁLÞING UM SAMFÉLAGSLEGT HLUTVERK LEIKHÚSSINS SUNNUDAGINN 19. APRÍL FRÁ KL. 15.00 TIL 17.00 Í BORGARLEIKHÚSINU. DAGSKRÁ: SAMTAL LEIKHÚSSINS OG ÁHORFENDA Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri opnar dagskrána. EIN RÖDD SKIPTIR MÁLI Craig og Cindy Corrie, foreldrar Rachel Corrie, segja frá dóttur sinni og nýlegri ferð þeirra sjálfra inn á Gaza svæðið. LEITIN AÐ RAUNVERULEIKANUM Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri og leikhúsfræðingur fjallar um gildi heimildaleikhúss. AÐ BRJÓTAST INN Í STÆRSTA FANGELSI Í HEIMI Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, segir frá áskorunum í hjálparstarfi. SJÖ GYÐINGABÖRN LEIKRIT FYRIR GAZA Málþinginu lýkur með sýningu á tíu mínútna leikverki eftir Caryl Churchill í leikstjórn Graeme Maley. Fundarstjóri er María Ellingsen leikari og leikstjóri. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Málþingið er haldið í tengslum við leiksýningarnar „Ég heiti Rachel Corrie” og „Sjö gyðingabörn leikrit fyrir Gaza”. Síðustu sýningar á „Ég heiti Rachel Corrie” eru kl. 22.00 laugardaginn 18. apríl og kl. 20.00 sunnudaginn 19. apríl. Foreldrar Rachel Corrie verða viðstaddir báðar sýningarnar og svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.