Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 36
36 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ÖSE stendur fyrir Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu og hefur starfað frá 1975. Markmið ÖSE er í sjálfu sér fjölþætt. Hins vegar hefur eitt helsta markmið ÖSE- þingsins verið kosningaeftirlit þess. Starf- semi þess hefur aukist umtalsvert í samstarfi við hinar ýmsu fjölþjóðastofnanir á síðustu árum. Þetta árið hafa þeir ákveðið að koma hingað. En af hverju ? Hér má nefna tvær ástæður. Annars vegar hefur 5% reglan svo- kallaða verið þyrnir í augum nýrra framboða. Þessi regla beinlínis hamlar nýjum fram- boðum og tryggir stöðu þeirra flokka sem nú eru á þingi. Í öðrum löndum í kringum okkar er þessi prósenta ekki nærri jafnhá fyrir utan Þýskaland (5%) og ef til vill Svíþjóð (4%). Þess má geta að í aðdraganda al- þingiskosninga 2007 lýsti formaður VG yfir mikilli sam- úð með leiðtoga nýrrar hreyfingar út af 5% reglunni. Þó heldur hann sem fastast í hana þessa dagana enda verð- ur að gera allt til þess að hans flokkur fái sína ráðherra- stóla. Ég hef heyrt að það sé nokkuð þægilegt að sitja í þeim. Hins vegar juku stjórnmálaflokkar í sameiningu styrki frá ríkinu til sín í samræmi við þá pró- sentutölu sem þú fékkst. Til að fá styrkinn þurfti samt ekki að hafa fengið yfir 5% heldur þurfti aðeins að hafa náð 2,5% í síðastliðnum kosningum. Til gamans má geta að sam- kvæmt samstæðureikningum flokkanna námu fjárframlög ríkisins til þeirra árið 2007 alls kr. 424.767.466. Í fyrsta lagi er ég alls ekki sam- mála því að eftir því sem flokkurinn er stærri því meiri pening fáirðu. Til að virkja lýðræðið sem best þarf þetta fjármagn að vera til- tölulega jafnt á alla flokka. Í öðru lagi fær nýtt framboð enga fjármuni frá ríkinu, ekki einu sinni þó það safni öllum meðmælendum mögulegum. Þetta er lýðræðið sem við búum við hér á landi. Til að lýðræði virki þarf að bera virðingu fyrir því. Hér hef ég nefnt tvö dæmi um ástæður fyrir því að ÖSE fylg- ist með þessum kosningum og þó er ónefnt ábyrgð- arhlutverk fjölmiðla sem þeir hafa alls ekki staðið sig í. Meira um það í næstu grein. Af hverju fylgist ÖSE með kosn- ingunum á Íslandi árið 2009? Eftir Jóhann Gunnar Þórarinsson Jóhann Gunnar Þórarinsson Höfundur er á framboðslista Borgarahreyfingarinnar. Þegar minnihlutastjórnin tók við í byrj- un febrúar var það yfirlýst markmið henn- ar að vinna í þágu atvinnulífs og heimila, meðal annars með markvissum aðgerðum til að sporna við atvinnuleysi. Nú er ljóst að þessi loforð voru fagurgali og hjóm eitt. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að atvinnuleysi hefur þvert á mark- mið vinstristjórnarinnar aukist um meira en þriðjung á þeim stutta tíma sem hún hefur setið við völd. Verst af öllu er þó að hvergi eygir í að- gerðir til að rétta þessa þróun við og það virðist frekar vera þannig að ríkisstjórnin berjist gegn atvinnuskapandi uppbyggingu. Skynsamleg nýting orkuauðlinda landsins í þágu hagsældar ís- lensku þjóðarinnar hefur ávallt verið stefna stjórn- valda. Nú ríður á að staðinn verði vörður um þessa stefnu, til dæmis í orkufrekum iðnaði. Það hlýtur því að teljast áhyggjuefni ef ráðherrar Vinstri grænna ætla sér að berjast gegn slíkri uppbygg- ingu með kjafti og klóm. Við Íslendingar höfum alltaf borið gæfu til þess að nýta okkar orkuauðlindir og taka þeim tækifær- um sem fyrir hendi eru. Ljóst er að slík uppbygg- ing myndi færa okkur mörg þúsund störf núna á ögurstundu í íslensku samfélagi. Eins og áður sagði lýsti ríkisstjórnin því yfir þegar hún tók við fyrir um tíu vikum að atvinnulíf og heimili væru aðalviðfangs- efni þeirra. Sárafá mál sem einhverju skipta fyrir þessar tvær meginstoðir okk- ar þjóðar hafa þó litið dagsins ljós og lítið er gert til að bregðast við síversnandi stöðu. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur hvað mesta áherslu lagt á er frum- varp um svokallaða greiðsluaðlögun og eftir því máli biðu margir. Þegar á reyndi kom í ljós að ferlið er of flókið og svifa- seint og gengur út á að senda þá sem eru illa staddir fyrir héraðsdóm þar sem þeir fá tilsjónarmann. Þetta útspil leysir ekki vanda þeirra fjölmörgu fjölskyldna sem nú standa höllum fæti. Að sama skapi vantar upp á að stjórnin sé að tala fyrir nýjum lausnum og tækifærum í atvinnulíf- inu. Á meðan atvinnuleysisskráin telur nær 18 þús- und manns verður að gera betur og bjóða upp á lausnir og uppbyggingu. Staðreyndin er nefnilega sú að atvinnuuppbygging sem tryggir störf er varanleg lausn við greiðsluerfiðleikum og atvinnuleysi. At- vinnuuppbygging er ekki tímabundinn verkjastillir heldur sú breyting sem fólk í vanda statt þarf á að halda. Hvar er atvinnustefna ríkisstjórnarinnar? Eftir Kristján Þór Júlíusson Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður. ÞVÍ miður hafa kjör launafólks rýrnað. Verð- bólga og okurvextir hafa séð um það. Hvað er til ráða? Verðbólgan er orðin að verðhjöðnun. Vaxtaokrið er enn við lýði. Peninganefnd Seðlabankans hefur ekki getað skýrt þá ákvörðun sína að við- halda 15,5% stýrivöxt- um. Vaxtaokrið hefur verið nefnt „tilvonandi fortíð- arvandi“. Þetta er umhugsunarverð áminning. Ábyrgð gagnvart skuldurum Okrinu verður að linna. Þeir sem stýra vöxtum verða að axla ábyrgð gagnvart lántakendum. Þá þarf að finna með hvaða hætti á að létta byrðar þeirra sem eru að kikna undan þeim. Hér þurfum við að vanda okkur því svigrúmið er tak- markað. Þegar hafa verið samþykkt lög um greiðsluaðlögun. Þau gefa andrými. Sama á við um lög sem styrkja réttarstöðu skuldara – erf- iðara er nú að ganga að heimilum þeirra við gjaldþrot. Aukið andrými dugar þó ekki til. Frekari aðgerða er þörf. Ástæðan fyrir því að við þurfum að vanda okkur er sú að við höfum úr takmörkuðum fjármunum að spila – vitum reyndar ekki enn hverjir þeir eru – og þurfum að finna markvissustu formúlurnar. Yfirvegun í stað óðagots Talað hefur verið um að færa höf- uðstól skuldara niður um tiltekið hlutfall, einnig um tiltekna krónu- tölu. Að mínu mati þarf að þróa þessa hugsun áfram þannig að hún taki til þeirra sérstaklega sem keyptu íbúð þegar húsnæðisverð – og í kjölfarið einnig verðbólgan – var í hámarki. Með öðrum orðum, tímasetning lántökunnar skiptir höfðumáli. Markmiðið er að jafna kjör og aðstöðu þeirra sem urðu óðaverð- bólgu og sprengingu á húsnæðismarkaði að bráð og okkar hinna sem sluppum að þessu leyti. En ég ítreka: Verst af öllu er óðagotið. Flumbrugangur síðustu ríkisstjórnar, í þeim ráð- stöfunum sem hún á ann- að borð greip til, er ekki til eftirbreytni. Sumir lækka – aðrir hækka Síðan eru það launakjörin. Verð- bólgan hefur sargað í þau, auk nið- urskurðar. Hvað launin áhrærir er krafan afdráttarlaus. Stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum verða að hlífa þeim sem eru á lágum launum og með meðaltekjur. Kjör þessara hópa verður að bæta. Hinir sem bera mikið úr býtum verða hins vegar að lækka. Kjarajöfnun þýðir að sumir lækka en aðrir hækka. Sá sem tekur 24 milljónir inn á ári fyr- ir hlutavinnu á að lækka. Sá sem er með 2 milljónir fyrir fulla vinnu á að hækka. Það er verkefni komandi kjarasamninga. Það á að vera leið- arljós stjórnenda. Þeir eiga að vernda störfin og bæta kjör lág- tekjuhópa. Kjarajöfnun á nefnilega að þýða kjarabót fyrir þá sem raunverulega þurfa á henni að halda. Áformin eru skýr Um þær aðferðir þarf að mynda þjóðarsátt. Í þessu sambandi eru áform ríkisstjórnarinnar tvíþætt: a) að stöðva uppboð og árásir á skuld- ara og b) nota andrúmið til að þróa aðferðir til að létta byrðarnar með sanngjörnum hætti. Þannig getum við komist út úr þeim tímabundnu vandræðum sem okkur voru sköp- uð. Kjarajöfnun er kjarabót Eftir Ögmund Jón- asson Ögmundur Jónasson Höfundur er heilbrigðsráðherra. * * @ – meira fyrir áskrifendur Sólskinsvika á Madeira fyrir heppinn áskrifanda Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Mogga- klúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Í hverjum mánuði er t.d. dregið út nafn heppins áskrifanda sem hlýtur veglegan ferðavinning. Aprílvinningur í Moggaklúbbnum Vikuferð fyrir tvo fullorðna og eitt barn til Madeira með Sumarferðum að andvirði 300.000 kr. Dvalið á 5 stjörnu útsýnishótelinu CS Madeira. APRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.