Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 27
Fréttir 27VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ÚTISTANDANDI skuldabréf á Ís- landi nema alls rúmum 1.600 millj- örðum króna. Þar af eru bréf ríkis og sveitarfélaga fyrir um 280 millj- arða og Íbúðalánasjóðs fyrir um 540 milljarða. Því standa eftir um 790 milljarðar króna. Þar af eru bréf banka og fjármálafyrirtækja fyrir um 445 milljarða og bréf ann- arra fyrirtækja fyrir um 345 millj- arða króna. Þegar þau fjármálafyrirtæki eru tekin frá, sem óumdeilanlega eiga í verulegum erfiðleikum eða eru þegar komin í þrot, standa eftir að- eins um 10% af bréfum fjármálafyr- irtækja. Hvað varðar önnur fyr- irtækjabréf þá standa eftir tæp 50% þegar illa stödd fyrirtæki eru tekin frá. Vissulega mun eitthvað nást upp í kröfur í þessi illa stöddu fyr- irtæki. Ef gert er ráð fyrir að kröfuhafar þessara illa stöddu fyr- irtækja fái um 30% í sinn hlut – og að engin afföll verði hjá öðrum fyr- irtækjum – fást um 65% allra fyr- irtækjabréfa greidd. Með öðrum orðum verði 35% afföll af skulda- bréfum fyrirtækja annarra en lána- stofnana miðað við þessar for- sendur. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar aðeins fært niður eign sína í fyrirtækjabréfum sem nemur tæp- um 16% frá því sem var í ágúst 2008. bjarni@mbl.is Búast má við afföllum Morgunblaðið/Jim Smart Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is LANDIC Property, sem fékk greiðslustöðvun samþykkta í gær, gaf út skuldabréf fyrir um 30 millj- arða króna. Skuldabréf frá Landic voru meðal annars keypt inn í verð- bréfasjóði bankana og af lífeyrissjóð- um. Heimildir Morgunblaðsins herma að eigendur þeirra reikni ekki með miklum endurheimtum. Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic, segir að ekki sé hægt á þessari stundu að segja til um hvað eigendur skulda- bréfa frá félaginu muni bera úr být- um. „Við munum vinna þetta í sam- ráði við helstu eigendur skuldabréfa og síðan mun þetta koma í ljós þegar við leggjum fram okkar tillögur að endurskipulagningu.“ Stoðum/FL Group, sem var stærsti einstaki eigandi Landic, var veitt heimild til að leita nauðasamn- inga í byrjun apríl. Félagið er einnig einn af stærstu kröfuhöfum Landic. Að sögn Júlíusar Þorfinnssonar, talsmanns Stoða/FL Group, var fullt tillit tekið til stöðu Landic í mati á eignum félagsins. „Í matinu sem við kynntum fyrir kröfuhöfum Stoða/FL Group, og við byggðum okkar nauða- samningsumleitanir á, var búið að meta allt hlutafé okkar í Landic og lánveitingar okkar til félagsins af mikilli varkárni.“ Óvissa ríkir um skuldabréf  Landic Property gaf út skuldabréf fyrir um 30 milljarða  Ekki liggur fyrir hversu mikið eigendur þeirra fá til baka ÚTBOÐI í þrjá flokka ríkisskulda- bréfa, sem hófst síðdegis í gær, lauk með því að seld voru bréf fyrir 15 milljarða króna að nafnvirði og var ávöxtunarkrafan á bilinu 8,82-9,98%. Kjörin eru því aðeins verri en á al- mennum skuldabréfamarkaði, þar sem ávöxtunarkrafan var síðast á bilinu 8,69-9,91% á sömu flokkum. Arnar Jónsson, sérfræðingur hjá IFS Ráðgjöf, segir að fara verði varlega í að draga ályktanir af þessum verð- mun. „Markaðurinn hefur verið á töluverðri hreyfingu undanfarna mánuði og eru kjörin, sem ríkið fær í útboðinu, því innan skekkjumarka.“ Um var að ræða flokka sem koma á gjalddaga á árunum 2010, 2017 og 2026. Alls bárust tilboð að fjárhæð 24,6 milljarðar króna í bréfin og var samkeppnin öllu meiri um þau bréf, sem fyrr koma á gjalddaga. T.d. bár- ust tilboð í alls 4.748 milljónir í stysta flokkinn, en tekið var tilboðum fyrir 1.541 milljón. bjarni@mbl.is Skuldabréf seld fyrir 15 milljarða Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Meðeigandi / framkvæmdastjóri Bókhaldsfyrirtæki með góða verkefnastöðu óskar eftir meðeiganda/framkvæmdastjóra. Þarf að hafa góða reynslu og verkefni með sér. Áhugasamir hafi samband í síma 862 5028 Farðu á 1X2.is eða á næsta sölustað og tippaðu á enska boltann fyrir klukkan 13.00 í dag. Aðeins 12 krónur röðin. www.1X2.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.