Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 46
46 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ✝ Sesselja Ólöf Guð-mundsdóttir fæddist í Lambhaga í Skilmannahreppi 24. apríl 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásta Jónsdóttir, f. 06.04. 1901, d. 15.09. 1975 og Guð- mundur Björnsson, f. 02.09. 1896, d. 27.01. 1989. Systkini Sesselju eru: Guðmundur Ósk- ar, f. 1928 (samfeðra), Guðjón, f. 1929, Björn, f. 1931, Björnfríður, f. 1936, Valdimar, f. 1937, Ásmund- ur, f. 1939. Sesselja giftist 12.11.1955 Gísla Búasyni, f. 04.03.1928, foreldrar hans voru Margrét X. Jónsdóttir, f. 04.07. 1893, d. 07.04. 1993 og Búi Jónsson, f. 09.02. 1897, d. 30.08. 1973. Börn Sesselju og Gísla eru: 1)Ásta Björg, f. 27.11. 1953, maki Örlygur Stefánsson, f. 10.01. 1953, synir þeirra eru: a) Stefán Gísli, f. 1974, í sambúð með Lindu Dagmar Hallfreðsdóttur, dóttir þeirra er Gígja Kristný, f. 2006. b) Búi, f. 1976, kvæntur Rakel Ósk- f. 2006. 4)Vilhjálmur, f. 23.08.1959, maki Bára Valdís Ármannsdóttir, f. 30.09. 1960. Börn þeirra: a) Ár- mann Rúnar, f. 1980, kvæntur Sig- urást Árnadóttur, börn þeirra eru Sara María, f. 2006 og Óskar Sindri, f. 2007. Dóttir Ármanns Rúnars með Örnu Magnúsdóttur er Bára Valdís, f. 2002. b) Heimir Berg, f. 1982, í sambúð með Rut Ragnarsdóttur. c) Birkir Hrafn, f. 1993. d) Adda Malín, f. 1995. 5)Guðmundur, f. 05.04. 1965, maki Sigurlaug Gísladóttir, f. 25.03. 1965, börn þeirra: a) Guð- mundur Þór, f. 1986. b) Erla, f. 1990. c) Sesselja Rós, f. 1999. Fyrir hjónaband átti Gísli Búa- son tvíburasysturnar a) Helgu, f. 18.06. 1948, maki Ketill Bjarnason, f. 1945, b) Margréti, f. 19.06. 1948, maki Axel Jónsson f. 1945. Sesselja eða Sísí eins og hún var oftast kölluð ólst upp að Arkarlæk í Skilmannahreppi frá sjö ára aldri. Framtíðarheimili hennar var á Ferstiklu frá árinu 1953. Sesselja stundaði almenna skólagöngu í heimasveit sinni en fór síðar til náms í Reykholtsskóla og Hús- mæðraskólann á Varmalandi. Sesselja og Gísli stunduðu bú- skap á Ferstiklu alla sína tíð, fyrst í blönduðu félagsbúi við foreldra Gísla og bróður hans, Vífil Búason og konu hans Dúfu Stefánsdóttur, en árið 1967 var búrekstri þeirra skipt upp. Sesselja og Gísli ráku saman sauðfjárbú fram til ársins 2001. arsdóttur, börn þeirra eru: Ásta María, f. 2001 og Óskar Gísli, f. 2005. 2)Búi, f. 10.04. 1955, maki Harpa Hrönn Davíðsdóttir, f. 11.10. 1961, synir þeirra eru: a) Ágúst Gísli, f. 1990, b) Búi Hrannar, f. 1991, c) Kolbeinn Hróar, f. 1997. Sonur Búa með Sigrúnu Gunn- arsdóttur er Davíð, f. 1976, unnusta hans er Ragnheiður Þórðardóttir. Dóttir Búa með Magnýju Þórarinsdóttur er Kristín Edda, f. 1981, maki Ell- ert Jón Björnsson, börn þeirra eru Anna Magný, f. 2002, Hulda Þór- unn, f. 2007 og Styrmir Jóhann, f. 2008. Dóttir Hörpu er Birna Dröfn Birgisdóttir, f. 1982. Sonur Birnu er Hrannar Birgir Einarsson, f. 2006. 3)Erla, f. 25.09. 1956, maki Bald- ur Gíslason, f. 31.08. 1954 börn þeirra: a) Gísli Arnar, f. 1975, b) Jón Sævar, f. 1978, dætur hans eru Ólöf Erla, f. 2000 og Melkorka Líf, f. 2008. c) Guðrún Sesselja, f. 1982, í sambúð með Sveinbirni Ásgeirs- syni, sonur þeirra er Baldur Frosti, Gæt þessa dags Því að hann er lífið Lífið sjálft Og í honum býr allur veruleikinn og sannleikur tilverunnar unaður vaxtar og grósku dýrð hinna skapandi verka ljómi máttarins. Því að gærdagurinn er draumur og morgundagurinn hugboð en þessi dagur í dag sé honum vel varið umbreytir hverjum gærdegi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonarbjarma. Gæt þú því vel Þessa dags. (Úr sanskrít) Það var um páskaleytið fyrir 20 árum að ég kom með Búa í fyrsta skipti að Ferstiklu. Feimin og hálf- kvíðin eins og vera ber þegar mað- ur hittir tilvonandi tengdaforeldra í fyrsta skipti. Sá kvíði varð fljótt að engu þar sem mér var tekið með al- úð og umhyggju, sem ávallt hefur verið síðan. Sísí tengdamóðir mín var dugleg kona og mikil húsmóðir sem unni fjölskyldu sinni og hafði okkur öll í fyrsta sæti. Blíð og umhyggjusöm móðir og amma sem hvatti þau í hverju sem þau tóku sér fyrir hendur. Margar og góðar eru minning- arnar hvort sem setið var í eldhús- króknum, farið í fjöruferðir eða gönguferðir um æðarvarpið sem hún og Dúfa svilkona hennar gættu og sinntu vel og vandlega og þá oft með barnabörnin með í för, svo ég tali nú ekki um allar ferðirnar í berjamó. Á stundum sem þessari verður oft fátt um orð og ekki hægt að setja allt sem fer um hugann á blað, en eitt er víst að minningin um elsku Sísí mun lifa með okkur öllum alla tíð og vil ég þakka fyrir öll þau elskulegheit sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Elsku Gísli og fjölskylda, megi Guð styðja ykkur og styrkja á þess- ari stundu. Megi minningin um yndislega konu, móður og ömmu ylja ykkur um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Harpa Hrönn Davíðsdóttir Ég var bara 6 ára stelpukjáni þegar ég kynntist ykkur afa. Þið tókuð mér strax sem einu af barna- börnunum og voruð alltaf góð við mig. Það gerðuð þið einnig þegar ég eignaðist Hrannar Birgi og fyrir það verð ég ykkur ævinlega þakk- lát. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til baka er hversu glaðlynd og góð þú varst, alltaf svo hlý og ávallt stutt í hlát- urinn. Þannig varstu alveg fram á síðasta dag og þannig muntu lifa áfram í minningunni. Við sem eftir lifum munum sakna þín mikið en vitneskjan um það að þú ert nú komin á betri stað, og að þér líður vel mun veita okkur hugg- un á þessum erfiðu tímum. Megi Guð vera með þér, elsku amma. Birna Dröfn Birgisdóttir Elsku amma Sísí, nú þegar þú ert farin frá okkur viljum við bræð- ur minnast þín með nokkrum fá- tæklegum orðum. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um lengri og skemmri heimsóknir í sveitina hjá ömmu og afa. Við nutum þess sann- arlega að eiga þess kost að geta skroppið í sveitina þegar okkur langaði til. Það var alltaf opið hús fyrir okkur og alltaf eitthvað við að vera. Aðalsmerki ömmu var takmarka- laus umhyggja, glaðlyndi og hlýja. Við sjáum ömmu fyrir okkur í eld- húskróknum að bera fram allar þær kræsingar sem til voru í hús- inu, til dæmis pönnukökur með sykri og hveitibrauð með kæfu. Þegar við stóðum á blístri hvatti hún okkur til þess að fá okkur að- eins meira, þannig var amma. Þegar amma spurði frétta hafði hún skoðanir á öllum málum, hún var þó nánast alltaf sammála okk- ur. Hún vildi veg okkar sem mest- an í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, skipti engu hvað það var, ekki stóð á stuðningi frá ömmu. Einn fjölfarnasti vegur landsins lá um hlaðið á Ferstiklu allt þar til Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun í lok síðustu aldar. Afa og flestum öðrum sveitungum var létt þegar göngin voru tilbúin og um- ferðin um sveitina minnkaði. Þetta þótti ömmu hins vegar ekki gott, hún saknaði umferðarinnar í veit- ingaskálann, sem áður hafði verið vinnustaður hennar í yfir þrjá ára- tugi. Ekki er hægt að sleppa því að nefna mikinn áhuga ömmu á nátt- úrunni og þá sérstaklega æðarvarp- inu, sem þær svilkonur á Ferstiklu sinntu af einstökum áhuga. Við bræðurnir höfðum gaman af því að ganga í varpið með ömmu, merkja hreiður, taka dún og tína öll þau veiðibjölluegg sem við gátum. Amma var alla tíð áhugasöm um ber, berjasprettu og berjatínslu. Oft fórum við bræðurnir með í slík- ar ferðir. Það brást ekki að amma hafði alltaf með í för vel útilátið nesti, sem var dregið fram þegar úthald okkar á berjamónum minnk- aði. Á síðustu árum hefur verið ánægjulegt að sjá börnin okkar upplifa góðar stundir með ömmu Sísí sem minna okkur á gamla góða tíma úr sveitinni. Sá tími sem við áttum með ömmu Sísí er okkur ómetanlegur og fyrir það erum við þakklátir. Hvíl þú í friði, elsku amma. Stefán Gísli og Búi Örlygssynir. Elsku amma mín, nú ertu farin og ég sakna þín sárt. Þú sem elsk- aðir mig, kenndir mér svo ótal margt, hlóst með mér og annaðist mig á þinn einstaka hátt. Það er erfitt að ímynda sér að aldrei aftur á ég eftir að sjá þig brosa, hlæja, borða þitt einstaka heimabakaða brauð né eiga við þig samtal. Þær stundir sem við áttum saman eru liðnar, en í þeim finn ég huggun því í hvert sinn sem ég sakna þín fer ég þangað, í allar fjöru-, æðarvarps- og berjatínslu- ferðirnar eða bara sitjandi við eld- húsborðið því nálægðin ein við þig veitti mér ró. Nú er ég geng áfram inn í lífið, geri ég það óhræddur því þú ert ein af þeim sem áttu stóran hlut í að móta mig. Ég er hluti af arfleifð þinni til heimsins og af öðru hef ég aldrei verið stoltari. Svo þegar ég hugsa um eða tala við þig mun ég ekki horfa til himins, ég mun horfa inn í sjálfan mig því þar muntu lifa. Elsku amma Sísí, þú býrð í hjarta mér að eilífu og ég hlakka til að hitta þig á ný. Guðmundur Þór Guðmundsson. Sísí hét fullu nafni Sesselja Ólöf Guðmundsdóttir. Hún kunni betur við að vera Sísí og við notum það nafn hér. Fyrst man ég eftir henni í glöð- um krakkahópi á Arkarlæk. Hún vakti eftirtekt með glaðværum, smitandi hlátri og gamansemi. Allt varð að gríni og gaman var að lifa! Síðan áttum við margar ánægju- stundir saman og ekki þurfti mikið tilefni til smitandi hláturgusanna. Hláturinn lengir lífið og bætir það! Svo varð hún mágkona mín og við áttum svo margt saman: Til dæmis þurfti að bólusetja börnin á sama tíma og læknirinn spurði undrandi „Eigið þið öll þessi börn?“ og Sísí var fljót að svara því játandi. Tók ekki fram að við ættum þau ekki saman, en þau voru 8 þá og nokkuð jafnaldra! Þar sem við bjuggum saman félagsbúi, voru mörg verk sem völdust til okkar, t.d. kart- öfluræktin! Ég var víst hyskinn að vinna garðinn, svo síðustu kartöfl- urnar þann daginn fengu ekki nægjanlega djúpt unnið en Sísí gerði gott úr því: „Þær verða þá fljótar að koma upp“ sagði hún og það reyndist rétt! Það er aldrei erf- itt að vinna störfin ef lundin er létt! Á langri ævi eru svo margar ánægjustundirnar, þegar glaðlegur hlátur og gamansemi eru í fyr- irrúmi. Mikið eigið þið gott, krakk- arnir hennar Sísíar, þið erfið góð- vildina hennar og manndóminn, komið hvoru tveggja áfram til af- komendanna. Þetta erfist, – allt erfist, en látum okkur þykja vænt um gullmolana mörgu sem hún gaf okkur á vegferðinni. Guð og góðar vættir blessi minningu hennar. Vífill Búason, Ferstiklu Hugurinn leitaði til bernskuslóð- anna í Hvalfirði þegar við fréttum af andláti Sísíar á Ferstiklu, sem lést að morgni páskadags. Hún var góður nágranni fjölskyldu okkar í 30 ár og kær vinkona. Það var okk- ar gæfa og gleði að fá að alast upp í skjóli bræðranna á Ferstiklu og þeirra fjölskyldna. Á heimilum Sísí- ar og Gísla og Vífils og Dúfu var okkur alltaf vel tekið. Við fengum að umgangast skepnurnar, gefa á garðann, fylgjast með sauðburðin- um, reka kýrnar áleiðis heim til mjalta og taka þátt í heyskapnum. Aldrei fundum við fyrir því að við værum fyrir, heldur var okkur út- hlutað verkefnum sem hæfðu aldri. Það var okkur prestsbörnunum í Saurbæ ómetanlegt að fá að kynn- ast hefðbundnum sveitastörfum og það þroskaði okkur á margvíslegan hátt. Oft fengum við að vera heima hjá Sísí, sem sýndi öllum sömu hjarta- hlýjuna. Hún mettaði svanga munna, gjarnan með kleinum og nýbökuðu brauði, spjallaði og hug- hreysti ungar og viðkvæmar sálir. Sísí var lífleg og skemmtileg kona, sem gott var að vera í návist við. Hún var hláturmild og glettin og það var þroskandi og gefandi að njóta lífsgleði hennar og skopskyns. Hún var spurul og ræðin og eftir að fjölskyldan flutti frá Saurbæ árið 1996 vildi hún fylgjast með hvernig okkur systkinunum vegnaði. Síð- ustu árin var það ómissandi hluti ferðar í Hvalfjörðinn að koma við á Ferstiklu, setjast við eldhúsborð, ræða málin, hlæja og drekka gott kaffi. „Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.“ Þetta er eitt fallegasta loforð Jesú. Á upprisudaginn lauk Sísí sinni lífsgöngu hér í heimi og gekk á fund skapara síns og frels- ara. Þar hefur hún átt góða heim- komu. Öllum sem elskuðu Sísí sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Sísíar Guðmundsdóttur. Systkinin frá Saurbæ: Sigríður Munda, Guðjón Ólafur, Jóney og Einar Kristján. Dauðinn er eitt af lögmálum lífs- ins þótt hann beri að með mis- jöfnum hætti. Dauða Sesselju Guð- mundsdóttur bar að með tiltölulega skjótum hætti en samt má ætla að hann hafi verið henni líknsamur eftir það áfall sem hún hlaut. Við hjónin hittum Sesselju og hennar ágæta mann, Gísla Búason, úti í Þýskalandi árið 1988. Þar tók- ust kynni með okkur og fernum öðrum hjónum. Þessi hjón hafa haldið hópinn æ síðan og ferðast mikið saman, bæði utanlands og innan auk þess sem heimsóknir hafa verið stundaðar innan hópsins. Minningarnar frá samverustund- um þessa fólks eru bæði ljúfar og góðar enda bar aldrei skugga á gestrisni þeirra Sísíar (en svo var hún ætíð kölluð) og Gísla. Þessi gestrisni var ósvikin og kom beint frá hjartanu þar sem þau skópu saman hinn góða anda heimilisins. Fráfall Sísíar er ekki fyrsta skarðið sem höggvið er í hópinn, en minn- ingin lifir þótt maðurinn falli. Aðalsmerki Sísíar var dugnaður, glaðværð og góðvild. Okkur fannst framkoma hennar og viðmót bera þess vott að hún væri kona ham- ingjusöm enda átti hún góðan mann, fimm mannvænleg börn og mörg barnabörn sem hún hugsaði mikið um. Þá skal því ekki gleymt að Guð var henni örlátur og gaf henni fagurt útlit, góða greind og mikinn dugnað. Hún hafði því and- ans gjöf jafnt sem handa. Við hjónin söknum hennar mjög. Um leið og við þökkum henni kær- ar stundir og kynni góð þá sendum við öllum hennar aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Kæra Sísí Nú er til þín lokast leiðir og lífs þíns hljómur burtu dvín. Minningin bjarta breiðir birtu í sporin þín. Ljóss við brunninn Lífsins faðir líknar og græðir enn í dag. Hann þér áfram lýsi leiðir lífs þíns við sólarlag. (V.B.J.) Sigríður og Vigfús, Laxamýri. Sesselja Ólöf Guðmundsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sess- elju Ólöfu Guðmundsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Mig langar að þakka þér, Salla mín, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina, minn- ingarnar ylja mér um hjartarætur. Einnig langar mig til að þakka þér fyrir að vera Sigurjóni og Hafdísi góð amma, það eru góðar minningar Salvör Sumarliðadóttir ✝ Salvör Sum-arliðadóttir, hús- móðir í Hafnarfirði, fæddist í Stykk- ishólmi 6. nóv. 1923. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði hinn 31. mars sl. Jarðarför Salvarar var gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 15. apríl sl. sem þau geyma í hjörtum sínum. Elsku Salla mín, núna ertu farin til betri heims, komin til Óla og stelpnanna þinna og ég er sannfærð um að nú líður þér vel. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Með þessu sálmi kveð ég þig, Salla mín. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Eygló. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.