Morgunblaðið - 18.04.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 18.04.2009, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama, forseti Banda- ríkjanna, hefur fullvissað starfs- menn bandarísku leyniþjónustunnar CIA um að þeir verði ekki sóttir til saka fyrir að beita harkalegum yf- irheyrsluaðferðum sem embættis- menn í forsetatíð George W. Bush höfðu heimilað. Obama hafði áður bannað yfirheyrsluaðferðirnar og sagt að þær jafngiltu pyntingum. Obama birti í gær minnisblöð þar sem lögfræðilegir ráðgjafar Bush lýstu aðferðum, sem leyniþjónustu- mönnum væri heimilt að beita þegar þeir yfirheyrðu fanga sem grunaðir væru um aðild að hryðjuverkastarf- semi. Lögfræðingarnir sögðu að að- ferðirnar jafngiltu ekki pyntingum þar sem þær yllu ekki miklum and- legum eða líkamlegum þjáningum. Embættismennirnir heimiluðu t.a.m. þá aðferð að föngum væri haldið niðri á meðan vatni væri hellt yfir andlit þeirra, þannig að þeim fyndist þeir vera að drukkna. Meðal annars var leyft að slá fanga í andlit- ið og kviðinn og neyða þá til að vera í stellingum sem valda miklu álagi á líkamann. Í einu minnisblaðanna kom fram að CIA hafði óskað eftir úrskurði stjórnvalda um hvort það jafngilti pyntingum að nota meinlaus skordýr til að hræða meintan hryðjuverka- mann al-Qaeda, Abu Zubaydah, sem mun vera sjúklega hræddur við pöddur. Embættismennirnir komust að þeirri niðurstöðu að þar sem þessi aðferð ylli ekki líkamlegum sársauka teldist hún ekki jafngilda pyntingum og væri því heimil. Embættismönnum refsað? Stjórn Obama sagði ekkert um hvort hún hygðist vernda leyniþjón- ustumenn, sem beittu harkalegri að- ferðum en þeim sem lýst er í minn- isblöðunum, eða embættismenn sem heimiluðu yfirheyrsluaðferðirnar. Hugsanlegt er því að lögfræðing- arnir, sem skrifuðu minnisblöðin, verði sóttir til saka en yfirlýsingar Obama bentu til þess að hann vildi ekki neinar saksóknir í málinu. „Þetta er tími ígrundunar, ekki réttlátrar refsingar,“ sagði Obama. „Við höfum gengið í gegnum dimm- an og erfiðan kafla í sögu okkar. En nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum og skað- legri óeiningu er enginn ávinningur af því að eyða tíma og orku í að bera sakir á menn fyrir fortíðina.“ Reuters Í prísund Fangar í Guantanamo- fangabúðum Bandaríkjahers. CIA-mönnum ekki refsað fyrir pyntingar Obama verndar leyniþjónustumennina og birtir skjöl um yfirheyrsluaðferðir sem embættismenn Bush heimiluðu Í HNOTSKURN » Mannréttindasamtökgagnrýndu þá ákvörðun Obama að vernda leyniþjón- ustumennina. » Framkvæmdastjóri Am-nesty International í Bandaríkjunum sagði það undarlegt að dómsmálaráðu- neytið skyldi vilja vernda menn sem dómsmálaráðherr- ann Eric Holder teldi að hefðu gerst sekir um pyntingar. HILLARY Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur gert stuðningsmönnum sínum til- boð sem vandséð er að þeir geti hafnað: tækifæri til að eyða degi með eiginmanni hennar, Bill, gegn því að þeir hjálpi henni að greiða skuldir sínar vegna framboðs henn- ar í forkosningum demókrata. Tilboðið er kunngert í tölvupósti frá James Carville, sem stjórnaði kosningabaráttu Hillary Clinton. Þar kemur fram að þeir sem leggja henni til fimm dollara, sem svarar tæpum 650 krónum, eigi möguleika á nokkrum glæsilegum vinningum, meðal annars miðum í úrslitaþátt American Idol, kvöldverði í Wash- ington með James Carville og degi með sjálfum Bill Clinton í New York-borg. Hillary Clinton skuldar nú 2,3 milljónir dollara, sem svarar tæp- um 300 milljónum króna, vegna framboðsins. Hún má ekki annast slíka fjársöfnun sjálf á meðan hún gegnir ráðherraembættinu. bogi@mbl.is Clinton býður Bill sinn í vinning fyrir fjárframlagið Reuters Vinningur Bill Clinton með banka- stjóra á ráðstefnu í Washington. ÞETTA fyrirbrigði, svokallaður „dreyrafoss“, litar sporð Taylors-jökuls á Suðurskautslandinu rauðan en um er að ræða járnoxíð, öðru nafni ryð. Er það komið úr fornum, afar söltum sjó undir jöklinum en stundum nær hann upp úr ísskildinum. Vegna saltsins frýs hann ekki þótt meðalhitinn sé mínus 10°C. Í þessum pækli þrífst mjög sérstakt örverulíf, sem nýtir járn, brenni- stein og kolefni sér til vaxtar. AP „Dreyrafoss“ á Suðurskauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.