Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 TANNLÆKNAFÉLAG Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands munu bjóða barnafjölskyldum upp á ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn yngri en 18 ára. Þjónustan verður veitt í dag, laugardag, kl. 10-13 í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands að Vatnsmýravegi 16. Fyrst var boðið upp á þessa þjón- ustu þann 4. apríl sl., en þá komu yfir 30 börn og unglingar í skoðun. Ekki verður tekið við tímapönt- unum. Morgunblaðið/Jim Smart Ókeypis tannskoðun STOFNAÐ hefur verið nýtt ung- mennafélag ABC barnahjálpar fyr- ir ungt fólk sem vill láta gott af sér leiða með því að styðja við starf ABC barnahjálpar. Félagið er skráð á Facebook undir Ung- mennafélag ABC og er hægt að gerast meðlimur þar. Einnig er hægt að skrá sig með því að hringja á skrifstofu ABC barnahjálpar eða skrá sig á heimasíðu ABC, www.abc.is. Opinn kynningarfundur verður haldinn á þriðjudag nk. kl. 20 á skrifstofu ABC barnahjálpar að Síðumúla 29, 2. hæð. Léttar veit- ingar verða í boði. Ungmennafélag ABC barnahjálpar STARFSFÓLK stjórnstöðvar Ice- landair á Keflavíkurflugvelli hlaut í fyrradag viðurkenningu fyrir nýtt met í stundvísi félagsins. Á fyrstu þrem mánuðum ársins komu og fóru farþegaþotur Icelandair á réttum tíma í 92,6% tilvika. Fyrra metið var sett árið 2003, en þá var 84,7% stundvísi. Stundvísi flug- félaga innan Samtaka evrópska flugfélaga var að meðaltali 68,3- 80,4% á sama tíma í fyrra. Met í stundvísi Á MORGUN sunnudag, rennur út frestur til að leggja inn umsókn um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Þeir sem fæddir eru árið 1992 eða fyrr geta sótt um. Hægt er að sækja um á vef Reykjavíkurborgar eða í Hinu húsinu. Vinnuskóli Reykjavíkur, sem sér um sumarstörf fyrir unglinga 13-16 ára, er enn að taka við umsóknum og er frestur til 24. maí. Sumarstörf KOLBRÚN Halldórsdóttir um- hverfisráðherra tók í fyrradag fyrstu skóflustunguna að gesta- stofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri og undirritaði við það tækifæri reglugerð um stækk- un þjóðgarðsins til norðurs. Verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum. Stækkunin nemur 1.900 ferkílómetrum og verður þjóðgarðurinn þá alls orðinn 13.610 ferkílómetrar að stærð. Ný gestastofa STUTT Morgunblaðið/Kristinn Nám Korpuskóli myndi senda nemendur í safnskólann. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STARFSHÓPUR á vegum mennta- sviðs Reykjavíkurborgar skoðar nú kosti þess að setja á laggirnar safn- skóla í norðurhluta Grafarvogs. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkur, segir að ástæðan sé tvíþætt; annars vegar hafi börnum fækkað í hverfinu en hins vegar séu nú í grunnskólalögum gerðar auknar kröfur um val í efri bekkjum grunn- skóla sem auðveldara sé að uppfylla í stærri skólum. „Þegar um er að ræða skóla þar sem um 30 eru í árgangi þá eru minni möguleikar á skemmtilegu vali fyrir krakkana, en það er mjög mikilvægt fyrir þá að fá gott val. Það eykur bæði áhuga þeirra og árangur,“ sagði Ragnar. Helst þurfi um 100 að vera í árgangi til að hægt sé að bjóða upp á fjölbreyttar valgreinar. Ef af stofnun safnskóla verður yrði unglingum úr fjórum skólum; Korpuskóla, Engjaskóla,Víkurskóla og Borgarskóla, „safnað“ saman í einn skóla, líkt og m.a. er gert í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Ragnar sagði að málið væri flókið af ýmsum ástæðum, m.a. vegna sam- gangna, húsnæðis, starfsfólks og nemenda. Líklega myndi starfshóp- urinn benda á nokkra valkosti sem stjórnmálamenn myndu síðan taka tillit til. Skemmtilegra í safnskólum Ragnar tók fram að rannsóknir hefðu ekki sýnt neinn mun á því hvernig nemendur úr safnskólum og heildstæðum skólum (1.-10. bekkur) stæðu sig í framhaldsskólum. „Að- eins eru þó líkur á því að börnunum þyki safnskólinn skemmtilegri,“ sagði Ragnar. Í suðurhluta Grafarvogs eru þrír fremur litlir grunnskólar. Ragnar sagði að ekki væri verið að skoða breytingar á þeim skólum. Kanna kosti safnskóla fyrir ung- linga í norðurhluta Grafarvogs Minni möguleikar á valgreinum í efri bekkjum ef skólarnir eru fámennir Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosið Landsmenn ganga til kosninga eftir viku. Aldrei fyrr hefur kosningabarátta flokkanna verið jafnstutt á veg komin svo skömmu fyrir kosningar. FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „MÉR finnst ólíklegt að miklar breytingar verði á fylginu í kosning- unum miðað við hvernig það er að mælast núna,“ segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Vika er nú þangað til kosið verður til alþingis. Samkvæmt könnunum Capacent fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið hafa Vinstri græn og Samfylkingin öruggan meirihluta, eða samanlagt 58,9 prósent. Sam- fylkingin mældist með 30,7 prósent fylgi og Vinstri græn með 28,2 pró- sent, samkvæmt könnun sem gerð var dagana 8. til 14. febrúar. Einar segir landslag í íslenskum stjórnmálum að mörgu leyti einstakt um þessar mundir. Aldrei fyrr hafi kosningabarátta flokkanna verið jafn stutt á veg komin svo skömmu fyrir kosningar. „Þessi staða skýrist auðvitað öðru fremur af því að þingið hefur verið óvenju lengi starfandi, vegna aðstæðna sem rekja má til hruns bankakerfisins. Það er ekki hægt að útiloka að fylgi flokkanna muni taka einhverjum breytingum í síðustu vikunni fram að kosningum. Það hefur verið sérstaklega áber- andi hversu mikið fylgi Vinstri græn hafa verið með hjá fólki 30 ára og yngri. Það hefur ekkert minnkað eftir því sem nær hefur dregið kosn- ingum,“ segir Einar. Vinstri græn hafa á undanförnum vikum verið að mælast með á bilinu 35 til 40 prósent hjá þeim hópi, og halda þeirri stöðu í nýjustu könnun Capacent. Með rúmlega 35 prósent fylgi. Lítið breyst síðustu vikuna Þegar horft er til síðustu alþing- iskosninga, árið 2007, þá segir Einar að litlar breytingar hafi orðið á fylginu miðað við kannanir í síðustu vikunni fyrir kosningar. Svipað hafi verið upp á teningnum fyrir kosn- ingarnar 2003 og einnig í kosning- unum þar á undan. Þrátt fyrir þá staðreynd segir Einar að ekki sé hægt að útiloka breytingar. „Þó þróunin hafi verið með einhverjum ákveðnum hætti fyrir fyrri kosningar þá er ekki víst að það sama verði upp á teningnum nú. Aðstæðurnar eru þannig. Innra starf flokkanna fyrir kosningar, þar sem flokksmenn eru virkjaðir í að- draganda kosninga, getur skipt miklu máli. Flokkar geta náð vopn- um sínum með öflugu flokksstarfi á síðustu metrunum þó vitaskuld séu takmörk fyrir því hversu mikið flokkarnir geta bætt við sig, eða misst fylgi, miðað við kannanir,“ segir Einar. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 23,3 prósenta fylgi í síðustu könnun og má ljóst vera að umræða um styrki frá FL Group og Lands- bankanum til flokksins árið 2006, upp á samtals 60 milljónir króna, hefur áhrif á niðurstöður könnunar- innar þar sem umræða um þá stóð sem hæst þegar könnunin var gerð. 35% yngra fólks kýs VG Ólíklegt að fylgi breytist mikið fram að kosningum, segir Einar Mar Þórðarson                                                                            ! !                   "#   $ $%#  %#  %# &   # $ !   ! %                                         #'() )*  + ''() )*  '() )* ! %  $                           !   !"    # ,  +- $$ ./%% .$ % $ .%% -  $ ! ! $  /  ,                                     "#  #  0 1  2 3 ! ! $  /  ,                                  Í Grafarvogi eru átta grunn- skólar en enginn þeirra er safn- skóli. Rimaskóli er stærstur með um 700 nemendur. Aðspurður hvers vegna ekki var stofnaður safnskóli þegar hverfið byggðist, sagði Ragnar Þorsteinsson að á þessum ár- um, 1975-1980, hafi spár um íbúaþróun ekki gert ráð fyrir að þörf væri á slíku. Þegar skólahald var skipu- lagt í Úlfarsárdal, fyrir kreppu, hefði verið samþykkt að stofna þrjá skóla fyrir 1.-7. bekk og einn safnskóla fyrir 8.-10. bekk. Átta grunnskólar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.