Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 ✝ Hreinn ÞórirJónsson var fæddur að Stað í Að- alvík í N-Ísafjarð- arsýslu 3. október 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Dóróthea Margrét Magn- úsdóttir frá Sæbóli í Aðalvík, f. 30. júlí 1906, d. 28. maí 1969, og Jón Magnússon frá Stað, f. 22. júlí, 1904, d. 14. mars 1995. Systkini Hreins eru Baldur Trausti, f. 14. júní 1932, d. 6. janúar 1996, og Guðný Hrefna, f. 27. júlí 1935. Þann 10. mars 1955 kvæntist Hreinn eftirlifandi eiginkonu sinni Amalíu Kristínu Einarsdóttur (Kiddý) frá Ísafirði, f. 19. júní 1931. Foreldrar hennar voru hjón- in Elísabet Samúelsdóttir, f. 18. ágúst 1913, d. 25. maí 1974, og Einar Gunnlaugsson f. 10. mars 1905, d. 19. október 1977. Börn Hreins og Kiddýar eru: 1) Einar, f. 4. nóvember 1954, maki Anna Karen Kristjánsdóttir. Þeirra börn eru: a) Kristín Dröfn, maki m.a. við netagerð á Ísafirði, Siglu- firði og í Keflavík. Árið 1953 hóf hann nám í rafvirkjun hjá Þórólfi Egilssyni á Ísafirði og starfaði við iðn sína í áratug þar til hann ræðst sem vélgæslumaður hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga árið 1964 og starfaði þar í 35 ár. Hreinn og Kiddý reistu sér hús að Engjavegi 16 á Ísafirði og hafa búið þar síðan árið 1957. Hreinn stundaði skíðagöngu á sín- um yngri árum og lagði hönd á plóg við að efla skíðaíþróttina í bænum. Hann hafði yndi af söng og var félagi í Karlakór Ísafjarðar og formaður hans um tíma. Hann átti sæti í stjórn Vestfirskra nátt- úruverndarsamtaka á áttunda ára- tugnum og var ákafur stuðnings- maður stofnunar Hornstrandafriðlands. Einnig sat hann í sóknarnefnd Ísafjarð- arkirkju í mörg ár. Hreinn hafði sterkar taugar til æskustöðvanna og var um árabil formaður Átt- hagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði og nágrenni. Árið 1980 byggðu þau hjónin lítið sumarhús í Aðalvík og var þar þeirra sælureitur alla tíð. Útför Hreins fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 18. apríl 2009, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Þórarinn Örn Andr- ésson og eiga þau tvö börn. b) Benedikt Hreinn, sambýliskona Þuríður Pétursdóttir. c) Dóróthea Margrét, sambýlismaður Magni Hreinn Jóns- son, d) Kristján Sig- mundur, e) Sunna Karen. 2) Margrét Kristín, f. 1. sept- ember 1958, maki Þorsteinn Jóhann- esson. Þeirra börn eru a) Magnús Þórir b) Þuríður Kristín. 3) Jón Heimir, f. 18. júní 1963, maki Inga Bára Þórðardóttir. Þeirra synir eru a) Hreinn Þórir b) Hjalti Heimir. 4) Baldur Trausti, f. 15. mars 1967, maki Harpa Magnadóttir. Þeirra börn eru a) Tómas Helgi b) Eva. Hreinn ólst upp í Aðalvík, fyrst að Stað og í Þverdal en árið 1936 reisa foreldrar hans nýbýlið Sæ- borg í landi Garða og búa þar í 12 ár þar til þau flytja að Seljalandi í Skutulsfirði. Hreinn gekk í barnaskólann á Sæbóli, Héraðsskólann að Núpi og lýkur síðan gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði vor- ið 1948. Eftir það starfaði hann Hreinn Þórir Jónsson var stór- brotinn persónuleiki og í samræmi við það kvaddi hann þetta líf á dán- ardægri frelsarans. Fyrstu kynni okkar voru 1961, ég 10 ára púki sem lagðist inn á sjúkrahús vegna botnlangabólgu, hann 31 árs raf- virki sem hafði slasast á hendi. Þarna fékk ég að deila stofu með þremur fullorðnum köllum, kynn- ast kímni þeirra, stríðni og nær- gætni. Ekki held ég að Hreini hafi boðið í grun að þessi drengstauli sem var stofufélagi hans ætti eftir að verða tengdasonur hans, en frá þessari stundu var okkur ætíð vel til vina. Hreinn fæddist og ólst upp í Að- alvík og segja má að það umhverfi hafi ávallt fylgt honum og sett svip á gerðir hans og framkomu. Hann var hafsjór fróðleiks, um menn, málefni og búskaparhætti, og sagði frá á hnyttinn og gamansaman hátt. Það var gaman að ganga með Hreini um æskuslóðir hans Aðal- víkina, hlusta á hann segja sögu sveitarinnar og þylja upp örnefni hennar. Mér segir svo hugur að fá- ir hafi haft þau á hraðbergi sem hann. Hann merkti þessi örnefni inn á mynd af „Víkinni“ þannig að þau falla ekki í gleymskunnar dá og verða komandi kynslóðum upp- spretta þekkingar. Hreinn hafði yndi af hverskyns útiveru og náttúruskoðun, hann kunni deili á fuglum og dýrum í ís- lenskri náttúru betur en flestir og var óþreytandi við að fræða afa- börnin sem höfðu gaman af og nutu samvista við hann. Ákafamað- ur um skíði og skíðagöngu meðan heilsan leyfði og naut þeirra stunda með fjölskyldu sinni og vin- um. Hreinn var félagslyndur mað- ur og tók hann þátt í söng og öðru menningarlífi Ísafjarðar, hann var formaður Karlakórs Ísafjarðar um árabil og heiðursfélagi karlakórs- ins Ernis. Oft minntist hann þess- ara ára með hamingjubliki í augum og sagði frá skemmtilegum uppá- komum í kórstarfinu og kórferðum og dró ekki undan eigin flumbru- skap. Hreinn var starfsmaður Íshús- félags Ísfirðinga lungann af starfs- ævi sinni og bar hann hag Íshúss- ins ávallt fyrir brjósti sér. Honum þótti vænt um fyrirtækið og sam- starfsmenn, en var ósáttur við starfslokin. Hamingjumaður í einkalífi, lagði sig í framkróka við að koma sínum til manns, eignaðist fjögur börn með konunni sinni Kiddý sem ávallt stóð sem klettur við hlið hans. Á skírdag heimsótt- um við afa Hrein á sjúkrahúsið ásamt börnum okkar þeim Magn- úsi Þóri og Þuríði Kristínu. Þá var ljóst hvert stefndi. Þegar afi skynj- aði nærveru barnanna lifnaði hann allur við og spjallaði örlítið, vatt sér síðan að Magnúsi og sagði með glettni í augum: „Jæja Magnús minn, heldur þú að við eigum eftir að fara aftur saman upp á Hjall- hól?“ „Nei, það held ég nú ekki, afi minn,“ svaraði afastrákurinn. Á leiðinni heim frá afa segir Magnús stundarhátt. „Ég veit að afi Hreinn deyr á sama degi og Jesús.“ Nú er skarð fyrir skildi, eftir sitja ástvinir og afkomendur og sakna góðs eiginmanns, föður, afa, langafa og tengdaföður, sem aldrei þoldi vol né víl. Það verður tóm- legra á Engjavegi16 en það tóma- rúm verður fyllt með góðum minn- ingum sem aldrei deyja. Ég kveð kæran tengdaföður með virðingu og þakklæti. Þorsteinn Jóhannesson. Elskulegur tengdafaðir minn, Hreinn Þórir Jónsson, er látinn. Með honum er genginn mætur maður. Mig langar að minnast hans. Vegir okkar Hreins lágu saman eftir að ég kynnist Einari eiginmanni mínum, elsta syni hans og Kiddýjar. Hreinn var hár, myndarlegur og dökkur yfirlitum á sinum yngri ár- um. Hreinn var elskulegur og góð- ur tengdafaðir. Hann var mikil barnagæla og var barnabörnum sínum einstakur afi. „Afi er skrýt- inn kall“ var viðkvæðið hjá honum er hann var að gantast við afabörn- in sín. Barnabörnin veittu honum mikla gleði. Hann var ljúfur og heiðarlegur. Hreinn gat verið ákveðinn og fastur fyrir, en alltaf léttur og kátur. Það var ávallt stutt í húmorinn hjá honum. Hann sá alltaf það spaugilega í tilverunni og gat verið stríðinn. Í góðra vina hópi átti hann það til að kasta fram spaugilegri athugasemd eða fara með vísukorn um málefni líðandi stundar, sneri sér svo gjarnan snöggt í hálfhring og hló hátt að öllu saman. Það var mikil gæfa fyrir Hrein að hitta hana Kiddý, þau giftu sig í mars 1955. Hún hefur staðið við hlið hans í gegnum lífið. Fyrstu bú- skaparár sín bjuggu þau í sambýli við foreldra Hreins að Seljalandi við Skutulsfjörð. Þau byggðu sér svo hús að Engjavegi 16 á Ísafirði og fluttu inn í það á jólum 1957. Þar hafa þau svo búið í ástríku hjónabandi allan sinn búskap. For- eldrar Hreins fluttu síðar á neðri hæðina. Í húsinu ríkti hamingja og þar var gott að koma og alltaf tek- ið á móti manni opnum örmum. Hreinn hafði ávallt sterkar taugar til æskuslóðanna, þar sem lagðist byggð af á fimmta áratugn- um. Hann var formaður Átthaga- félags Sléttuhrepps um árabil og sveitungar hans kölluðu hann „hreppstjórann“. Hreinn og Kiddý byggðu sér árið 1980 sumarbústað í Aðalvík eða „kofa“ eins og Hreinn kallaði hann. Þangað fóru þau á sumrin, þar hitti hann gamla sveit- unga og rifjaði upp bernskuárin. Þar þótti þeim gott að dvelja. Ég minnist ógleymanlegra ánægju- og gleðistunda í „kofanum“ á Borg. Hreinn var mikill áhugamaður um skíðaíþróttina, hann stundaði hana og var þátttakandi í uppbygg- ingu skíðamannvirkja á Ísafirði á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann hafði yndi af söng, var for- maður Karlakórs Ísafjarðar og heiðursfélagi. Hreinn var duglegur og vinnu- samur maður, rafvirki að mennt, en mestan hluta starfsævi sinnar vann hann sem vélstjóri hjá Íshús- félagi Ísfirðinga. Fyrir nokkrum árum veiktist Hreinn alvarlega og náði sér aldrei fullkomlega upp úr þeim veikindum. Þrátt fyrir að hann héldi húmornum, dofnaði lífs- gleðin sem alltaf einkenndi Hrein og hann varð aldrei samur aftur, lífsneistinn hvarf. Hreinn Jónsson tengdafaðir minn kvaddi svo þenn- an heim á föstudaginn langa. Ég votta elskulegri tengdamóður minni innilega samúð, missir henn- ar er mikill. Stórt skarð er nú höggvið í fjölskylduna. Hreins er sárt saknað en minning hans mun lifa. Rótt við blíða blæinn blóm hvert sofnað er, kveð ég dáinn daginn draumljúf nóttin heilsar mér. (Úr ljóðinu Aðalvík e. Jón Pét- ursson) Anna Karen Kristjánsdóttir. Núna er hann afi Hreinn dáinn. Afi á Engjó, „stríðinn, ljótur og leiðinlegur“ eins og hann sagði allt- af og rak upp svo mikinn rokna- hlátur að undir tók á Engjaveg- inum. Einhvern tíma þegar ég var lítil tókst honum að fá mig til að samþykkja þessa lýsingu á honum og það þótti honum óskaplega fyndið. „Er afi ekki stríðinn, ljótur og leiðinlegur?“ spurði hann mig langt fram á fullorðinsár og fannst alltaf jafn sniðugt þegar ég jánkaði því. Hann var nefnilega mjög stríð- inn, en hvorki ljótur né leiðinlegur. Þvert á móti var afi bæði stór- myndarlegur og stórskemmtilegur karl. Hann hafði mikla ánægju af barnabörnunum sínum og lék ávallt á als oddi þegar þau voru ná- lægt. Þau voru ófá skiptin sem amma lánaði snyrtidótið sitt svo hægt væri að snurfusa afa, setja varalit, augnskugga, teikna á hann, og setja teygjur í hárið. Það var nú skrautlegt útlitið á honum eftir þær aðfarir. Einu sinni um fimm ára aldur, ofbauð mér svo stríðnin í afa því hann hafði ítrekað kallaði mig Skjónu, sem ég var ægilega ósátt við. Ég varð á endanum svo reið að ég sló hann í hnéð, en ekki vildi betur til en svo að ég hand- leggsbraut mig við höggið. Þessu hefur mikið verið hlegið að síðan í fjölskyldunni, þær eru nú örugg- lega ekki margar 5 ára stelpurnar sem hafa beinbrotnað við að lemja afa sinn. En þetta fannst afa Hreini alveg svakalega fyndið og sagði oft söguna af þessu afdrífa- ríka höggi. Undanfarin ár hafði dregið mjög af afa, en þegar hann var innan um afabörnin sín, og svo síðan langafa- börnin, lifnaði yfir honum og hann naut þess að grínast og auðvitað stríða svoldið. Hann var aldrei of þreyttur fyrir krakkana. Það er gott að hugsa til þess að við gátum öll kvatt hann afa, öll fjölskyldan var samankomin um páskana þeg- ar hann kvaddi þennan heim. Svo- leiðis hefði hann viljað hafa það. Þegar við systkinin hugsum um afa Hrein sjáum við hann fyrir okkur sólbrúnan og sællegan norð- ur í Aðalvík. Hvítt hárið úfið, prakkarasvipur og bros sem breytti öllu í gott grín. Þannig ætl- um við að muna hann afa okkar. Við sjáum hann fyrir okkur sigla á skektunni inn í sólarlag sem aðeins sést í Aðalvík.Takk fyrir allt elsku afi, alla skemmtunina og fjörið. Þú lifir í okkur. Fyrir hönd systkinanna á Urðarveginum, Kristín Dröfn Einarsdóttir (Kiddý litla) Hreinn kom snemma inn í líf okkar bræðra, þegar hann gerði hosur sínar grænar fyrir elstu systur okkar og hefur æ síðan ver- ið órjúfanlegur hluti af lífi okkar. Hann var mikill barnakall og nut- um við þess í ríkum mæli. Ekkert veitti honum eins mikla gleði og börnin og hefur hann verið óþreyt- andi að segja sögur af þeim. Hann hefur allt fram á þennan dag sagt sögur úr bernsku okkar og rifjað upp spaugileg atvik og þannig varðveitt dýrmæt augnablik frá æskuárunum sem eru okkur mikils virði. Ungur að árum þurfti hann að yfirgefa Aðalvíkina sína þegar byggð lagðist þar af og fluttist með foreldrum sínum að Seljalandi í Skutulsfirði en þar hófu þau Hreinn og Kiddy sinn búskap. Margs er að minnast frá langri samfylgd með mági okkar. Ferð- irnar á mótorhjólinu inn að Selja- landi, þegar við stóðum varla útúr hnefa, annar á afturhnakknum og hinn á bensíntanknum. Öll jólin þegar stórfjölskyldan kom saman, fyrst hjá mömmu og pabba og svo til skiptis hjá okkur systkinunum. Sumrin í sumarhúsi fjölskyldunnar í Aðalvíkinni böðuð af miðnætur- sólinni við silungsveiðar, söng og harmonikkuspil, glaðværðin og hinn smitandi hlátur „hreppstjór- ans“, allt er þetta geymt í minn- ingabankanum í góðri ávöxtun. Mágur okkar fór ekki varhluta af erfiðleikum lífsins, síðustu árin hafa verið honum erfið vegna heilsubrests. Þótt ekki væri alltaf bjart framundan var ávallt stutt í húmorinn og frásagnarhæfileikann, barna- og barnabarnabörnin héldu áfram að koma og veittu honum ómælda gleði. Hvíl í frið, kæri mágur, takk fyr- ir samfylgdina. Þín verður sárt saknað. Samúel Einarsson (Sammi) og Gunnlaugur Einarsson (Gulli) Um árabil var Hreinn vélstjóri í Íshúsfélagi Ísfirðinga ásamt Gunn- ari Kristjánssyni. Pabbi minn, Sig- urleifur Jóhannsson, sá um að setja þar upp nýjar vélar eða gera við bilaðar eftir því sem þurfti. Þeir þrír unnu því mikið saman lengi og tengdust sterkum vináttu- böndum. Sú mynd sem greyptist í huga mér í gegnum tíðina af Hreini Jónssyni var að hann var stór á allan hátt. Stórvaxinn, stór í sér og hreinn og beinn. Eftir að hafa séð hvað hann var stór í vin- áttu sinni bar ég og ber enn ómælda virðingu fyrir honum. Það var hluti af vinskap þessara manna að orða það sem þurfti með- al annars í bundnu máli. Einn skildi eftir fyrripart vísu á blaði á vinnuborði og næsti samdi seinni- partinn og skrifaði á blaðið sem var áfram á borðinu fyrir þá sem vildu lesa. Það er einhver sjarmi yfir svona leik sem var leikinn í áratugi með miklum húmor. Bæði Hreinn og Baldur bróðir hans voru viðkvæmir í lund, svona stórir og sterklegir. Einhvern veg- inn tengdi ég þetta Hornströnd- unum, landslagi og veðurfari þar. Þar lifði ekki annað fólk af en það sem hafði mikla líkamlega burði. En svo þurfti það líka að þekkja sjálft sig og geta búið með fáum öðrum náið lengi án þess að allir fengju nóg. Ég var bara svona 7 ára þegar Baldur sat við kaffi- borðið heima hjá okkur í Aðal- strætinu og lýsti því með tilþrifum að forynjur hefðu sótt að sér um nóttina og hann hefði ekki haft önnur ráð til varnar en að fara innst í rúmið svo eiginkon- an væri fyrir framan þegar draug- arnir sóttu að. Mér fannst þetta al- veg einstaklega fyndið að maður sem hefði sómt sér leikandi Tarzan í kvikmynd hræddist drauga og segði það hverjum sem heyra vildi. Pabbi og mamma gerðu samstund- is ferskeytlu um atburðinn: Við drauga og allskyns óhreint lið oft á Baldur harða brýnu. Það er helst hann fái frið fyrir ofan Vigfúsínu. En lífið er ekki bara húllumhæ og Hreinn var ekki bara skemmti- legur á góðum stundum. Þegar veikindi voru var hann alltaf fyrsti maður að koma í heimsókn með hlýju og uppörvun. Það var ljóst að pabba fannst mun bærilegra að liggja með blæðandi magasár þeg- ar Hreinn sat á næsta stól segjandi honum á hverju gekk í bænum. Og hann kom ekki bara einu sinni í viku. Hreinn kom dag eftir dag. Ég heyrði líka af Hreini hjá afa- systur minni, Kristínu kennara. Eitt sinn kom hún heim til okkar og var mikið niðri fyrir. Hún hafði verið í heimsókn hjá góðri vinkonu sinni, mömmu Hreins og þær höfðu rifist, sem næstum aldrei gerðist. Kristín rauk á dyr í fússi. Strunsaði út með látum. En hún komst ekki langt. Hreinn kom á eftir henni og tók hana í bónda- beygju og bar hana inn í eldhús til mömmu sinnar. Sagði þeim að þær skildu ekki svona. Dyrnar yrðu ekki opnaðar fyrr en þær væru sáttar, annars yrðu þær báðar leið- ar vikum saman. Margir menn hefðu látið sem þeim kæmi svona ekki við. Hreinn átti góða fjölskyldu sem mun harma hann endalaust og minnast mannkosta hans. Ég votta þeim samúð. Svala Sigurleifsdóttir. Sól að hafi hnígur hamra gyllir tind, með söngvum svanur flýgur, sunnan móti þýðum vind. Króna hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík. Kvölds þá yfir friður færist, fegurst er í Aðalvík. (Jón Pétursson.) Kær vinur er nú kvaddur, þakk- aðar góðar stundir á bernskuslóð- um,samvinna og samvera á fullorð- ins árum. Aldrei verður farið svo í Aðalvíkina að ekki verði með þökk minnzt hreppstjórans á Borg og glaðra, góðra stunda á Sæbóli. Ein- lægar samúðarkveðjur til eigin- konu og fjölskyldu Hreins Þóris Jónssonar. Snorri Hermannsson. Hreinn Þórir Jónsson  Fleiri minningargreinar um Hrein Þóri Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.