Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FASTEIGNAVERÐ hefur lækkað hratt að undanförnu. Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 3,8 prósent í mars miðað við mánuðinn á und- an. Það er mesta lækkun milli mánaða sem orðið hefur á fast- eignamarkaði hér á landi síðan 1994 eða í 15 ár, samkvæmt Fast- eignamati ríkisins. Undanfarna átta mánuði hefur verð lækkað um 8,1 prósent og sér ekki fyrir endann á lækkuninni. Seðlabanki Íslands spáir því að verð muni lækka um 47 prósent að raunvirði fram til ársins 2011, miðað við stöðuna sem var á markaðnum í haust. Það þýðir að vísitala íbúðaverðs getur farið nið- ur fyrir 200 en hún er nú 322. Mikil lækkun raunverðs Frá því húsnæðisverð náði toppi, á sumarmánuðum 2007 og í byrjun árs 2008, hefur verðið lækkað um 28 prósent að raun- virði. Það þýðir um 10 prósent nafnverðslækkun og því gæti nafnverð íbúða lækkað mikið á næstu mánuðum, gangi spá Seðla- banka Íslands eftir. Miklar hremmingar hafa ein- kennt fasteignamarkaðinn allt frá því í lok árs 2007 þegar bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbank- inn, hættu að lána til fasteigna- kaupa vegna erfiðs aðgengis að lánsfé. Við það féll velta á fast- eignamarkaði nánast alveg saman. Þau litlu viðskipti sem voru á markaðnum voru fjármögnuð með lánum frá Íbúðalánasjóði þar sem bankar og sparisjóðir héldu að sér höndum. Staðan versnaði síðan smám saman þegar líða tók á árið í fyrra eftir því sem erfiðara var fyrir bankana að nálgast fjármagn. Við hrun bankanna í október fór síðan botninn alveg úr markaðnum. Á sama tíma var framboð af nýju húsnæði mikið, bæði íbúðar- húsnæði, einkum fjölbýlisíbúðum, og atvinnuhúsnæði. Eftirspurnin hefur því hrunið á meðan framboð af húsnæði er um- talsvert. Í versta falli getur hús- næðisverðið gengið alveg til baka frá því sem það var fyrir árið 2004, þegar bankarnir hófu að bjóða upp á lán til fasteignakaupa í samkeppni við Íbúðalánasjóð. Á árunum 2004 til 2007 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu að nafnvirði um 70 prósent. Samhliða þessum miklu verð- hækkunum margfaldaðist hluta- bréfamarkaður hér á landi. Flestir sérfræðingar, þar á meðal hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðla- banka Íslands, eru á því að mikil eignabóla hafi myndast á þessu tímabili og erfitt sé að spá fyrir um að hver miklu leyti hún geng- ur til baka. Verð fasteigna lækkar hratt  Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 3,8% í mars miðað við mánuðinn á undan  Útlit fyrir að verð lækki hratt á næstu misserum  10% nafnverðslækkun  Botninn datt úr markaðnum eftir hrun bankanna Hvernig er vísitala íbúðaverðs reiknuð? Byrjað var að reikna út vísitölu íbúðaverðs árið 1994. Hún sýnir breytingu á vegnu meðaltali fer- metraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er með- alfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðar- húsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heild- arverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Hvers vegna er vísitalan reiknuð og til hvers er hún notuð? Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fasteignaskrá Íslands áskilur sér rétt til að endur- skoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri að- ferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Greinendur á markaði reiða sig mikið á vísitöluna og fylgjast grannt með gangi á fasteignamarkaði með henni. Ekki síst er það mikilvægt þar sem fasteignaviðskipti eru drifkraftur í lánaviðskiptum banka og almennt allra þeirra sem lána til fasteigna- kaupa. S&S „Á SAMDRÁTTARSKEIÐI er góð- ur tími til að mennta sig og vera tilbúinn þegar aftur fer að birta til,“ segir Hjálmar Árnason, fram- kvæmdastjóri Flugakademíu Keilis. Hann útskrifaði í gær hóp nemenda með full réttindi sem flugfreyjur. Verðandi flugfreyjur settust á skólabekk hjá Keili í september sl. og í gær útskrifuðust 33 flugfreyjur. Auk grunnnáms fengu þær verklega þjálfun og þjálfun til að vinna á til- teknum flugvélategundum. Sam- kvæmt upplýsingum Hjálmars var námið skipulagt í samráði við íslensk flugfélög og hefur meðal annars ver- ið viðurkennt af Icelandair. Hjálmar segir góðar líkur á því að nokkrar úr hópnum muni fá vinnu sem flugfreyjur í sumar. Þá segir hann að flugfreyjurnar verði tilbúnar þegar ferðabransinn fari að rétta úr kútnum aftur. Flug- freyjunámið verður einnig í boði næsta vetur og verður auglýst eftir umsóknum á næstunni. helgi@mbl.is Fyrst Agnes Kristín Einarsdóttir tekur við flugfreyjuskírteini úr hendi Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Flugskóla Keilis. Flugfreyjur útskrif- ast með full réttindi 45 ( 6 *   8 * 8 6 ( 9 #* 8 (8 6 '  89 #* 8 (8 6'7   !" #!$%& ' !())'  *())+   ' '(#:' 1  ;&( 94( ;  ;&( 94( 2 ;&( 94(  * + ;&( 94( )  ;&( 94( 6'*'<- =  ;&( 94( # '<  ;&( 94( >  ) 9  2   '    * * 6    ;&( 94( 2 #  2  3  '  +- )8 )   9* ? ) 9  3  * *   <- # (  2# 4  ;&( 94(   <- ;&( 94( 2#    <- 3   * *  ;&( 94( (    <- 2  ) 9    ;&( 94(    ;&( 94( ! !   <   ;9(8 2 #  ) 9  >  ;&( 94( @* '(  * * , % ! ! !% ! !! / !/ $ % !% !$ !/ $ !% / ! , % $, ! /  ,, % ! / !!, %% ! ! !! %$ % ! ! / !!! !  ! % ,$ !!, %% ! !% %% %! ,, , % ,! / $%& '(' $)* '%+ $(* ,$* $$+ &%+ $(% *$& $)- ',( $*( ,$% $+( -+- $)& -&' $*) -+- $$+ '*$ $+' &)* $,- )(, $*, )'( $,+ -,- $%* +%& $%- +%' $,) )$( $+% )&$ $,( &() $*& -(& $)( $-% $*& %*+ $,' )-$ $)) '*$ $-- +)' $*+ &+- $+% (%+ $+% %$, $$+ '(& $,, '-- (-+ )$' $(( (,- $&, &&, $*) %') $$- (-, $)' *+$ $,' +(, $,* (,' $(% -(& $%) )$) $$- $&+ $,* *,' $$- $%' $)% &*( $%( (), $$' &(& $%' *&% $$) &') $,) &,* $*) $)* $,* '-& $,, ,-) $)& *%$ $-, *%' $*$ ((% $+, &%, $+% $,) .! / .,  ./ , ./  .  .$  .$  .$  . % . , . , . $ .  . , .  .  .  .  . % .  .  .  .  .  . ! . ! .  .! ! . ! Morgunblaðið/Golli Grafarvogshverfi Mesta lækkunin er í Borgarhverfi í Grafarvogi en þar á eftir koma Rimarnir í sama hverfi. Selin í Breiðholti eru í þriðja sæti. GUÐS ORÐ Á GEISLADISKI NÝJA TESTAMENTIÐ komið út á hljóðbók í fyrsta sinn! Lesarar: Guðrún Ásmundsdóttir Sr. Hjörtur Pálsson Hr. Karl Sigurbjörnsson Hr. Sigurbjörn Einarsson Þórunn Hjartardóttir Ævar Kjartansson Sr. Örn Bárður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.