Morgunblaðið - 18.04.2009, Side 22

Morgunblaðið - 18.04.2009, Side 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FASTEIGNAVERÐ hefur lækkað hratt að undanförnu. Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 3,8 prósent í mars miðað við mánuðinn á und- an. Það er mesta lækkun milli mánaða sem orðið hefur á fast- eignamarkaði hér á landi síðan 1994 eða í 15 ár, samkvæmt Fast- eignamati ríkisins. Undanfarna átta mánuði hefur verð lækkað um 8,1 prósent og sér ekki fyrir endann á lækkuninni. Seðlabanki Íslands spáir því að verð muni lækka um 47 prósent að raunvirði fram til ársins 2011, miðað við stöðuna sem var á markaðnum í haust. Það þýðir að vísitala íbúðaverðs getur farið nið- ur fyrir 200 en hún er nú 322. Mikil lækkun raunverðs Frá því húsnæðisverð náði toppi, á sumarmánuðum 2007 og í byrjun árs 2008, hefur verðið lækkað um 28 prósent að raun- virði. Það þýðir um 10 prósent nafnverðslækkun og því gæti nafnverð íbúða lækkað mikið á næstu mánuðum, gangi spá Seðla- banka Íslands eftir. Miklar hremmingar hafa ein- kennt fasteignamarkaðinn allt frá því í lok árs 2007 þegar bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbank- inn, hættu að lána til fasteigna- kaupa vegna erfiðs aðgengis að lánsfé. Við það féll velta á fast- eignamarkaði nánast alveg saman. Þau litlu viðskipti sem voru á markaðnum voru fjármögnuð með lánum frá Íbúðalánasjóði þar sem bankar og sparisjóðir héldu að sér höndum. Staðan versnaði síðan smám saman þegar líða tók á árið í fyrra eftir því sem erfiðara var fyrir bankana að nálgast fjármagn. Við hrun bankanna í október fór síðan botninn alveg úr markaðnum. Á sama tíma var framboð af nýju húsnæði mikið, bæði íbúðar- húsnæði, einkum fjölbýlisíbúðum, og atvinnuhúsnæði. Eftirspurnin hefur því hrunið á meðan framboð af húsnæði er um- talsvert. Í versta falli getur hús- næðisverðið gengið alveg til baka frá því sem það var fyrir árið 2004, þegar bankarnir hófu að bjóða upp á lán til fasteignakaupa í samkeppni við Íbúðalánasjóð. Á árunum 2004 til 2007 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu að nafnvirði um 70 prósent. Samhliða þessum miklu verð- hækkunum margfaldaðist hluta- bréfamarkaður hér á landi. Flestir sérfræðingar, þar á meðal hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðla- banka Íslands, eru á því að mikil eignabóla hafi myndast á þessu tímabili og erfitt sé að spá fyrir um að hver miklu leyti hún geng- ur til baka. Verð fasteigna lækkar hratt  Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 3,8% í mars miðað við mánuðinn á undan  Útlit fyrir að verð lækki hratt á næstu misserum  10% nafnverðslækkun  Botninn datt úr markaðnum eftir hrun bankanna Hvernig er vísitala íbúðaverðs reiknuð? Byrjað var að reikna út vísitölu íbúðaverðs árið 1994. Hún sýnir breytingu á vegnu meðaltali fer- metraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er með- alfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðar- húsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heild- arverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Hvers vegna er vísitalan reiknuð og til hvers er hún notuð? Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fasteignaskrá Íslands áskilur sér rétt til að endur- skoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri að- ferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar. Greinendur á markaði reiða sig mikið á vísitöluna og fylgjast grannt með gangi á fasteignamarkaði með henni. Ekki síst er það mikilvægt þar sem fasteignaviðskipti eru drifkraftur í lánaviðskiptum banka og almennt allra þeirra sem lána til fasteigna- kaupa. S&S „Á SAMDRÁTTARSKEIÐI er góð- ur tími til að mennta sig og vera tilbúinn þegar aftur fer að birta til,“ segir Hjálmar Árnason, fram- kvæmdastjóri Flugakademíu Keilis. Hann útskrifaði í gær hóp nemenda með full réttindi sem flugfreyjur. Verðandi flugfreyjur settust á skólabekk hjá Keili í september sl. og í gær útskrifuðust 33 flugfreyjur. Auk grunnnáms fengu þær verklega þjálfun og þjálfun til að vinna á til- teknum flugvélategundum. Sam- kvæmt upplýsingum Hjálmars var námið skipulagt í samráði við íslensk flugfélög og hefur meðal annars ver- ið viðurkennt af Icelandair. Hjálmar segir góðar líkur á því að nokkrar úr hópnum muni fá vinnu sem flugfreyjur í sumar. Þá segir hann að flugfreyjurnar verði tilbúnar þegar ferðabransinn fari að rétta úr kútnum aftur. Flug- freyjunámið verður einnig í boði næsta vetur og verður auglýst eftir umsóknum á næstunni. helgi@mbl.is Fyrst Agnes Kristín Einarsdóttir tekur við flugfreyjuskírteini úr hendi Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Flugskóla Keilis. Flugfreyjur útskrif- ast með full réttindi 45 ( 6 *   8 * 8 6 ( 9 #* 8 (8 6 '  89 #* 8 (8 6'7   !" #!$%& ' !())'  *())+   ' '(#:' 1  ;&( 94( ;  ;&( 94( 2 ;&( 94(  * + ;&( 94( )  ;&( 94( 6'*'<- =  ;&( 94( # '<  ;&( 94( >  ) 9  2   '    * * 6    ;&( 94( 2 #  2  3  '  +- )8 )   9* ? ) 9  3  * *   <- # (  2# 4  ;&( 94(   <- ;&( 94( 2#    <- 3   * *  ;&( 94( (    <- 2  ) 9    ;&( 94(    ;&( 94( ! !   <   ;9(8 2 #  ) 9  >  ;&( 94( @* '(  * * , % ! ! !% ! !! / !/ $ % !% !$ !/ $ !% / ! , % $, ! /  ,, % ! / !!, %% ! ! !! %$ % ! ! / !!! !  ! % ,$ !!, %% ! !% %% %! ,, , % ,! / $%& '(' $)* '%+ $(* ,$* $$+ &%+ $(% *$& $)- ',( $*( ,$% $+( -+- $)& -&' $*) -+- $$+ '*$ $+' &)* $,- )(, $*, )'( $,+ -,- $%* +%& $%- +%' $,) )$( $+% )&$ $,( &() $*& -(& $)( $-% $*& %*+ $,' )-$ $)) '*$ $-- +)' $*+ &+- $+% (%+ $+% %$, $$+ '(& $,, '-- (-+ )$' $(( (,- $&, &&, $*) %') $$- (-, $)' *+$ $,' +(, $,* (,' $(% -(& $%) )$) $$- $&+ $,* *,' $$- $%' $)% &*( $%( (), $$' &(& $%' *&% $$) &') $,) &,* $*) $)* $,* '-& $,, ,-) $)& *%$ $-, *%' $*$ ((% $+, &%, $+% $,) .! / .,  ./ , ./  .  .$  .$  .$  . % . , . , . $ .  . , .  .  .  .  . % .  .  .  .  .  . ! . ! .  .! ! . ! Morgunblaðið/Golli Grafarvogshverfi Mesta lækkunin er í Borgarhverfi í Grafarvogi en þar á eftir koma Rimarnir í sama hverfi. Selin í Breiðholti eru í þriðja sæti. GUÐS ORÐ Á GEISLADISKI NÝJA TESTAMENTIÐ komið út á hljóðbók í fyrsta sinn! Lesarar: Guðrún Ásmundsdóttir Sr. Hjörtur Pálsson Hr. Karl Sigurbjörnsson Hr. Sigurbjörn Einarsson Þórunn Hjartardóttir Ævar Kjartansson Sr. Örn Bárður Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.