Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 24
24 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 HAGRÆÐA þarf í ríkisrekstrinum, að sögn Ástþórs Magnússonar, formanns Lýðræð- ishreyfingarinnar. Hann hafnar öllum nið- urskurði í heilbrigðis- og velferðarmálum og kveðst enga áætlun hafa um hvernig hag- ræðingunni skuli náð. Að halda því fram væri „kosningakaramella“ sem hefði enga þýðingu. Hann taki ekki þátt í slíkum skrípa- leik. Hann heitir því hins vegar að komist hann til valda muni hann fá færustu erlenda hagfræðinga til að útfæra þá hagræðingu, enda þurfi utanaðkomandi aðila til verksins. Hann hafnar öllum skattahækkunum á almenning og segir ómögulegt að sækja meiri pening þaðan. Frekar vill hann brúa bilið með því að færa heim peninga sem útrásarvíkingar hafi farið með úr landi og ráða 200 manns til stórátaks í markaðs- setningu Íslands erlendis og hvetja til fjárfestinga og atvinnu- uppbyggingar hér á landi. Vill ekki niðurskurð Ástþór Magnússon SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, viðurkennir að hann sé ekki með áætlun um hvað skera eigi niður. „Það eru hlutir einhvers staðar í rekstri ríkisins sem ég þekki ekki til, því það þarf að fara í gegnum alla útgjaldaliði hjá öllum stofnunum ríkisins. Líklega getur enginn þingmaður bent á hvað eigi að skera niður, enda hefur enginn gert það,“ segir hann. Þess í stað kveðst hann viss um aðferðina, öfuga nálgun sem gengur út á útilokun á þeim þáttum sem ekki megi skera niður. Hann fæst því ekki til að nefna málefnasvið eða stofnanir sem hann vill sjá minnka stórkostlega. Sigmundur Davíð óttast mjög að mikill niðurskurður hjá ríkinu minnki eftirspurn í hagkerfinu enn meira og leiði af sér enn dýpri kreppu. „Heildarlokanir eru ekki rétta leiðin af þeirri ástæðu,“ segir hann, en vísar að öðru leyti í efnahags- tillögur Framsóknarflokksins, sem hann segir að geti minnk- að endanlega þörf fyrir niðurskurð. Engar heildarlokanir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir ekki hægt að skera niður um meira en 35 milljarða án þess að skaða verulega mennta-, velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Semja þurfi við AGS ef þess þurfi, um að fara ekki lengra en svo í niðurskurðinum. Hann telur hægt að skera niður um 5-6 milljarða í þeim málaflokkum. Guðjón Arnar vill helst skera niður í utanríkisþjónustu og selja fasteignir hennar. Jafnvel þurfi að draga þar stór- kostlega saman um tíma. Þá segir hann óhjákvæmilegt að skera niður framkvæmdir, en ekki þær mannaflsfrekustu. Til að koma til móts við þetta vill hann stórauka aflaheimildir í tvö til þrjú ár, meðan kreppan varir. Hann vill að 260.000 tonn af þorski verði veidd árlega þann tíma. Af þeim veiðum vill hann auðlindagjald. Að hámarki 35 milljarðar Guðjón Arnar Kristjánsson BOÐAÐUR niðurskurður er í boði AGS, að sögn Herberts Sveinbjörnssonar, formanns Borgarahreyfingarinnar. Að hans mati kemur svona mikill niðurskurður ekki til greina, það verði að endursemja við sjóð- inn. „Við erum ekki reiðubúin að afsala okkur heilbrigðis- og menntakerfinu til að uppfylla skilyrði sem er óvíst að við ráðum við,“ segir Herbert. Niðurskurðurinn yrði þó einhver og seg- ir Herbert að í forgangi yrði niðurskurður hjá utanríkis- og dómsmálaráðuneytum, til dæmis með niðurlagningu Varnarmálastofnunar. Spilling, bitlingar, vinargreiðar og ógagnsæi innan stjórnsýslunar séu stórir kostnaðarliðir sem taka þurfi á. Íslensk stjórnsýsla þurfi alls ekki að kosta 220 milljarða á ári, eins og nú er. Semjum aftur við AGS Herbert Sveinbjörnsson „ÞAÐ er niðurskurður, hagræðing og það eru skattahækkanir. Að mínu viti eru skattahækkanir ekki fyrsti kosturinn í stöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún vill blandaða leið af niðurskurði og tekju- öflun, en getur ekki sagt núna hversu stór hluti þar af verði á formi niðurskurðar. Hún segir mikilvægast að forgangsraða til að vernda velferðina. Þetta sé vel hægt að gera, líka í velferðarráðuneytunum. „Velferðarmálin eru svo stór hluti af rík- isútgjöldum að það verður að fara ofan í þau líka. Ég get ekki sagt hér og nú hvernig það verður gert,“ segir hún. Jóhanna vill sameina ráðuneyti og vill sameiningu Trygg- ingastofnunar ríkisins og Vinnumálastofnunar. Hún nefnir ekki einstakar stofnanir sem megi alfarið leggja niður, en segir mögulegt að einhverjum verklegum framkvæmdum gæti þurft að fresta. Hún efast um að sparnaður fáist með því að segja upp láglaunafólki í umönnunarstörfum og ófag- lærðum, sem þá taki atvinnuleysisbætur í staðinn. Hvað aukna tekjuöflun ríkisins varðar boðar Jóhanna átak gegn undandrætti frá sköttum. „Samkvæmt skýrslu frá 2005, sem legið hefur í skúffu í fjármálaráðuneytinu, er áætlað að undandráttur frá sköttum á árinu 2005 hafi verið á bilinu 30-40 milljarðar.“ Hún vill því stórefla skattaeftirlit og segist viss um að það margborgi sig. Jóhanna vill halda sig við samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en ekki semja aftur við hann um minni niðurskurð, að öllu óbreyttu. Hins vegar sé enn margt á huldu um ríkisfjármálin, svo sem um fjármögnun nýju bankanna og útkomuna úr Ice- save-málinu. Átak í skattaeftirliti Jóhanna Sigurðardóttir „VIÐ teljum þetta ekki hægt nema með blandaðri leið. Það beri að skera niður og leita leiða til tekjuöflunar með sanngjörnum og réttlátum hætti,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Einhvern hluta þessa tugmilljarða bils þarf að brúa með skatta- hækkunum að sögn Steingríms, svo niður- skurður verði ekki of tilfinnanlegur. Vísar hann í hugmyndir flokks síns um skatta- hækkanir, svo sem hátekjuskatt og meiri skattlagningu fjármagnstekna, til dæmis að þeir sem hafi miklar fjármagnstekjur en ekki launatekjur þurfi að reikna sér eitthvert endurgjald sem myndi skattstofn. Hann segir ekki forsendur nú til að meta hversu stórt bil má brúa með skattahækkunum, enda verði að fara varlega í þær í ríkjandi kreppuástandi. Um niðurskurðinn segir hann að almennt aðhald sé nauðsyn- legt í öllum málaflokkum. Draga eigi úr fríðindum og dagpen- ingum, auk þess sem jafna þurfi kjör fólks með því að lækka laun einhverra hópa, gagngert til að fleiri geti haldið vinnunni. Steingrímur vill fækka ráðuneytum og sameina stofnanir. Hann vill sameina heilbrigðis- og menntastofnanir. Skera um- talsvert niður hjá utanríkisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti. Sérstaklega segir hann að Varnarmálastofnun eigi að leggja niður og hagræða eigi hjá Landhelgisgæslunni. Ekki megi úti- loka að fleiri stofnanir verði lagðar niður. Mikir möguleikar séu á sviði samgangna og vill hann sjá Siglingamálastofnun og Vegagerðina í einni samgöngustofnun. „Markmiðið er að ná að reka hér velferðarþjónustuna á eins hagkvæman hátt og mögulegt er, þannig að hún geti þó sinnt sínum verkefnum og haldið utan um samfélagið.“ Heildarlokun í myndinni Steingrímur J. Sigfússon FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EF kjósendur ætla að láta val sitt í kjör- klefanum ráðast af því, hvaða flokkur muni taka með mestu öryggi á hinni erf- iðu stöðu ríkisfjármála, eiga þeir erfitt val fyrir höndum. Ekki er hægt að segja að neitt framboð hafi mjög mótaðar hug- myndir um hvar skurðarhnífurinn eigi að koma niður á endanum. Engu að síður stendur svo mikill nið- urskurður fyrir dyrum að hætt er við að hnífurinn verði bitlaus þegar allt er yf- irstaðið. 35 til 55 milljarða króna þarf að skera niður á fjárlögum ársins 2010, til að fullnægja skilyrðum samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), að mati fjármálaráðuneytisins. Gerð fjár- laga hefst fljótlega eftir kosningar. Nokkrar hugmyndir eru uppi um þetta meðal formanna flokkanna, einhverjir þeirra hafa mótaðar hugmyndir um hvernig hefði átt að koma í veg fyrir að þetta ástand skapaðist, eða mótaðar hug- myndir um hvernig megi ekki taka á rík- isfjármálunum. Að mestu er þó á huldu um hvar hnífurinn sker á endanum, enda upphæðirnar stórar og dæmin sem nefnd eru sjaldnast nóg til að brúa bilið. Varn- armálastofnun, með sinn einn og hálfa milljarð á fjárlögum, virðist til dæmis vera í bráðri lífshættu, en einn og hálfur milljarður dugir skammt upp í fimmtíu og fimm. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin Formönnum flokkanna er samt nokk- ur vorkunn. Fjárlagagerð tekur að öllu jöfnu marga mánuði og óraunhæft er að blaðamaður hringi í þá snemma vors til að krefja þá um fullklárað frumvarp. En hver eru svörin? Allir vilja vernda vel- ferðina. Formaður Sjálfstæðisflokksins hafnar skattahækkunum og vill nýta einkaframtakið, formaður Samfylkingar tortryggir skattahækkanir en útilokar þær ekki og formaður Vinstri-grænna talar fyrir þeim. Formaður Framsókn- arflokksins vill komast í stjórn til að koma efnahagstillögum sínum í fram- kvæmd. Formaður frjálslyndra vill rétta kúrsinn úti á miðunum með risaaukningu á þorskkvótanum. Líklega er fátt í þessu sem kemur lesendum mjög á óvart. En vitanlega er munur á framboðum. Formaður Framsóknar vill sníða jafnt og þétt af fjárlögunum og vill ekki loka heil- um stofnunum. Aðrir nefna dæmi um stofnanir sem megi loka. Sumir flokkar vilja halda sig við áætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og skera niður í samræmi við hana, aðrir vilja semja við sjóðinn upp á nýtt og telja ómögulegt að skera svona mikið niður. Einhverjir þrýsta á meiri nýtingu náttúruauðlinda en aðrir ekki. Svo leynast inn á milli góðar hugmyndir, sumar raunhæfar, en aðrar langsóttari. Velferðin er vernduð í öllum niðurskurðinum Barátta Það stefnir í að miklar hræringar verði á fylgi flokka í kosningunum um næstu helgi. Tvö ný framboð taka þátt núna.  Hugmyndir um hvar eigi að skera niður eru að mestu ómótaðar  Utanríkisþjónusta og varnarmál eru líkast til á höggstokknum „LEITA þarf niðurskurðar í öllum mála- flokkum. En við hljótum að forgangsraða í þágu velferðarmálanna,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að stjórnvöld haldi sig við sam- komulagið við AGS að óbreyttu og skeri nið- ur í samræmi við það. Bjarni nefnir sérstaklega menntamála-, utanríkis- og heilbrigðisráðuneytin, en nefn- ir ekki einstakar stofnanir sem megi leggja niður í heild, en sameina eigi stofnanir á heilbrigðissviði og t.d. Varnarmálastofnun og Landhelgisgæslu. Um niðurskurð í velferðarmálum segir hann að með auknum tekjutengingum, sameiningu stofnana og einföldun rekstrar megi ná árangri. Einnig vill hann halda áfram að innleiða kosti einkarekstrar. Bjarni hafnar skattahækkunum. Vissulega þurfi að auka tekjur ríkisins, en þá sé mikilvægast að reyna áfram að lífga við tekjustofnana, verja og skapa störf. „Þvert á móti geta tekj- urnar aukist með því að við hækkum skattana ekki.“ Þá segir hann að stjórnmálamenn verði að geta rætt um skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda. Hækkar ekki skatta Bjarni Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.