Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Sólrún Kjartansdóttir ✝ Sólrún Kjart-ansdóttir fæddist í Reykjavík 25. sept- ember 1932. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 31. mars 2009. Útför Sólrúnar var gerð í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Sveinn Snjólf- ur Þórðarson ✝ Sveinn SnjólfurÞórðarson fædd- ist í Steinholti í Stöðvarfirði 15. jan- úar 1918. Hann lést á hjúkrunardeild Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað 28. mars sl. Útför Sveins var gerð frá Norðfjarð- arkirkju 6. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar Kristinn Guðbjartsson ✝ Kristinn Guð-bjartsson fædd- ist í Reykjavík 25. september 1982. Hann lést á heimili sínu laugardaginn 21. mars 2009 og var út- för hennar gerð frá Grafarvogskirkju 2. apríl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Guðrún Álfgeirsdóttir ✝ Guðrún Álf-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1939. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 14. mars 2009. Foreldrar hennar voru Álfgeir Gíslason frá Gröf í Hrunamannahreppi, f. 20.12. 1897, d. 8.8. 1974 og Olga Vilhelmína Sveinsdóttir frá Læk í Önundarfirði f. 30.7. 1901, d. 30.8. 2000. Guð- rún átti 2 systkini : Gísla Álfgeirs- son f. 29.5. 1931, d. 25.2. 1997 og Kristin Álfgeirsson f. 8.1. 1937. Hinn 5. desember 1964 giftist Guðrún Guðmundi Jóhannssyni hús- gagnakaupmanni frá Patreksfirði f. 31.5. 1941, d. 7.6. 1998. Börn Guðrúnar og Guðmundar eru: 1) Olga Björk hjúkrunarfræð- ingur f. 5.4. 1963, maki: Snorri Hreggviðsson, þeirra börn eru Heið- dís, f. 28.10. 1987, og Harpa, f. 2.11. 1994. 2) Hólmfríður sjúkraliði, f. 16.7. 1968, maki: Sighvatur Bjarna- son, þeirra börn eru Fannar Freyr, f. 18.6. 1997 og Brynjar Dagur f. 11.7. 2003. 3) Jóhanna Hjördís þjónustu- fulltrúi, maki: Jóhannes R. Ólafsson. Þeirra börn eru Dagný Björk, f. 19.12. 1995 og Guðmundur Aron f. 19.7. 2004. Guðrún starfaði við verslunarstörf lengst af ævi sinnar og stunduðu þau hjónin saman verslunarrekstur. Síðustu árin vann Guðrún við sjálf- boðaliðastörf hjá Rauða krossi Ís- lands. Útför Guðrúnar fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. mars sl. Meira: mbl.is/minningar Stefán Halldórsson ✝ Stefán Hall-dórsson fæddist á Hlöðum í Hörgárdal 20. maí 1927. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri laugardaginn 4. apríl 2009. Útför Stefáns fór fram frá Gler- árkirkju 11. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, FJÓLU BJARNADÓTTUR, Kirkjuvegi 5, Keflavík. Þökkum veitta aðstoð. Stefán Haraldsson, Svanhildur Kjær, Guðrún Haraldsdóttir, John Bridger, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og langafa, RAGNARS HEIÐARS SIGTRYGGSSONAR, Gógó, Kjarnagötu 14, Akureyri, Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri fyrir kærleiksríka umönnun. Sonja Gunnarsdóttir, Guðrún Friðjónsdóttir, Aðalsteinn Árnason, Gunnar Jónsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Auðun Benediktsson, Sigtryggur Ragnarsson, Kamilla Ragnarsdóttir, Ragnar Björnsson, Hermann Lýður Ragnarsson, Elín Ragnarsdóttir, Borgar Ragnarsson, Sigurður R. Ragnarsson, Bjarney Jóný Bergsdóttir, Arna Ragnarsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Hermann Sigtryggsson, Rebekka Guðmann, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÞORLEIFSSONAR frá Karlsstöðum, Boðahlein 22, Garðabæ, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 5. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem sinntu honum í veikindum hans. Stefanía M. Sigurðardóttir, Sveinn Elísson, Sigríður A. Sigurðardóttir, Kári Húnfjörð Bessason, Sólveig Þ. Sigurðardóttir, Sigrún G. Sigurðardóttir, Ólafur Ásgeirsson, Siggerður Ó. Sigurðardóttir, Jóna K. Sigurðardóttir, Þór Jónsson og barnabörnin. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Þórshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Nausts fyrir hlýhug og góða umönnun á liðnum árum. Guðjón Davíðsson, Anna Eymundsdóttir, Þórdís Davíðsdóttir, Hafsteinn Steinsson, Oddný Suarez, William Suarez, Jón Davíðsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurjón G. Davíðsson, Erla Jóhannesdóttir, Steinunn B. Björnsdóttir, Halldór K. Jakobsson, Jónína M. Davíðsdóttir, Einar Ólafsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Seljahlíð, áður til heimilis í Grýtubakka 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 20. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Stefaníu G. Pétursdóttur, 0327-13-300571, kt. 570904-2990. Ásgeir Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Valgeir Sigurðsson, Sigríður Sæmundsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Árni Steingrímsson, Auður Sigurðardóttir, Þorgrímur Guðmundsson, Kristín Sigurðardóttir, Jón Steingrímsson, Sigríður Breiðfjörð Sigurðardóttir, Sverrir Sandholt, Sigrún Edda Sigurðardóttir, Pétur Emilsson, Rúnar Sigurðsson, Rósa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Við systkinin vorum svo heppin að fá að kynnast Óla í sveitinni hjá afa og ömmu. Einnig áttum við oft góðar stundir með honum á æskuheimili okkar á Akureyri. Óli var glaðvær og hvers manns hugljúfi. Óli frændi ólst upp í sveitinni hjá foreldrum sínum. Meðan hann bjó þar sinnti hann sínum fastaverkum Ólafur Snæbjörn Bjarnason ✝ Ólafur SnæbjörnBjarnason fæddist í Blöndudalshólum í Austur-Húnavatns- sýslu 29. febrúar 1944. Hann lést á Kristnesspítala 2. apríl síðastliðinn. Útför Ólafs var gerð frá Glerárkirkju 16. apríl sl. af mikilli samvisku- semi. Mjaltafólkið gat alltaf reitt sig á að kýrnar væru komnar í fjós nákvæmlega kl 18:00 til seinni mjalta. Áhugi Óla á tónlist var mikill. Þegar Lög unga fólksins eða Óskalög sjúklinga voru á dagskrá stóð hann oft á ákveðnum stað, úti á hlaði, þar sem mótökuskilyrðin voru best. Gamla Phil- ips-útvarpstækið hvíldi þá á öxlinni, upp við eyrað og þá var eins gott að trufla ekki, innlif- unin var slík. Síðar flutti Óli til Akureyrar þar sem hann var svo lánsamur að kynn- ast Hólmfríði. Óli og Hófa giftust og áttu mörg gleðirík ár saman. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Það voru eflaust misgóðir tímar í lífshlaupi Óla frænda en við teljum hann hafa verið heppinn hvað hann átti alls staðar góða að. Hann átti góða fjölskyldu sem studdi hann í uppvextinum, hann átti góða vini, hann átti góða konu og tengdafjöl- skyldu, hann átti góða stuðningsaðila sem gerðu honum kleift að lifa góðu lífi. Nú þegar hann er farinn frá okkur, kominn til Hófu og foreldra sinna, þá langar okkur að þakka honum fyrir að fá að hafa verið samferða þennan stutta spöl og fyrir þá liti sem hann bætti í regnboga lífs okkar. Sigurjón, Bjarni, Anna Ágústa og Árni Guðmundur. Í dag er mágur minn, Ólafur Snæ- björn Bjarnason, borinn til grafar eftir merkilega vegferð, sem stóð í rúmlega hálfan sjöunda tug ára. Hann var yngstur sex systkina, fæddur 1944, sonur Önnu Margrétar Sigurjónsdóttur og Bjarna Jónas- sonar í Blöndudalshólum í Austur- Húnavatnssýslu. Enginn velur sér foreldra og engir foreldrar eru að fullu undir það búnir að mæta barni sínu er það fyrst birt- ist. Sérstaða Ólafs fólst einkum í því að heyra til þeim hópi sem lifir lífinu með Downs-heilkenni og hans stóra happ var að eiga foreldra, sem gátu horfst í augu við þann veruleika. Þau lögðu á sig ómælda fyrirhöfn til þess að yngsti sonurinn gæti lifað lífi sínu í foreldrahúsum eins og honum hent- aði, voru þarna eins og á ýmsum öðr- um sviðum í fararbroddi sinnar sam- tíðar og enginn vafi að takmarkalaus elja, umhyggja og þolinmæði móður hans varð undirstaða þess að hann lifði löngu og hamingjuríku lífi. Upp úr 1960 brugðu foreldrar Óla búi. Áður en þau sjálf fluttu síðan á Blönduós skipti Óli um aðsetur í fyrsta sinn, gerðist heimilismaður á Sólborg á Akureyri og þannig varð Akureyri hans heimabyggð í rúm 30 ár. Það sýnir best hið jákvæða upp- lag, aðlögunarhæfni og lífsgleði Óla að þetta reyndust frábær ár, allt þar til hrumleiki ellinnar tók að leika hann grátt. Hann bjó á ýmsum stöð- um og tókst fagnandi á við fjölbreytt tilboð viðfangsefna er boðin voru hans hópi: Nám, verndaðir vinnu- staðir, íþróttir, ferðalög, handíðir hvers konar og aðrar fagrar listir, einkum tónlist, sem alla tíð var hans yndi. Síðast en ekki síst skiptu hin mannlegu samskipti hann miklu og hann var allajafna hrókur alls fagn- aðar – einkum ef hann var í nálægð fagurra kvenna, þær létu hann aldrei ósnortinn. Á Akureyri varð Hófa hans stóra ást og lífsförunautur. Þau rugluðu saman reytum sínum um 1980, en 25. maí 1996 gengu Ólafur Snæbjörn Bjarnason og Hólmfríður Ósk Jónsdóttir í hjónaband. Þennan tíma allan áttu þau saman einstak- lega fallega sambúð á eigin heimili, allt þar til hún lést 6. mars 2005. Þá var Óla mjög farið aftur og ekki löngu síðar fór hann á aðhlynning- ardeild Fjórðungssjúkrahússins, þar sem hann dvaldi til dauðadags. Þetta er stutt yfirlit yfir vegferð ótrúlega geðþekks manns, sem ekki batt bagga sína alveg sömu hnútum og algengast er, algerlega saklaus og hjartahreinn einstaklingur sem átti allt sitt undir umhyggju samferða- manna sinna. Hann var sá gæfumað- ur að njóta ævinlega þeirrar um- hyggju og meðal annars þess vegna þróaðist með honum sú ástúð, sem honum var eðlilegt að sýna öðrum. Uppvöxtur hans í foreldrahúsum er til marks um hvers góð uppeldis- stefna er megnug og ævi hans á Ak- ureyri undirstrikar mátt velrekinnar velferðarstefnu. Til alls þess fólks, sem kom við sögu á báðum stöðum og hvar annars staðar þar sem leiðir Óla lágu, má að leiðarlokum beina gam- alkunnum orðum fyrir hans hönd og annarra, sem svipað er ástatt um í líf- inu: Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. Hinrik Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.