Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Hinn gamli hafnaboltavöllur hermannanna á Keflavíkurflugvelli, nú Ásbrú, hefur fengið nýtt hlutverk. Völl- urinn þykir ákjósanlegur staður til þess að viðra hundana sína á öruggu svæði. Þó eiga þeir smá- vöxnu til að smjúga undir girð- inguna eins og Herkúles, ef marka mátti hróp eigandans sem var að viðra hann og tólf aðra hunda sína á svæðinu ný- verið. Eitthvað virðist þó vanta upp á að aðrir hundaeigendur hreinsi upp eftir hunda sína. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Girðingin við Völlinn fær nýtt hlutverk Hundar og menn við víravirkið Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „Í MAÍ ætlum við að setja af stað nýtt úrræði sem verður á lágu verði svo foreldrar geti leitað beint hingað með börn sín. Þar verður boðið upp á einkaviðtöl, fjöl- skyldumeðferð, listmeðferð og tónlist svo þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Hrafndís Tekla Pétursdótt- ir, sálfræðingur hjá Vímulausri æsku og Foreldrahúsi, um ný nám- skeið fyrir börn og unglinga með áhættuhegðun og fjölskyldur þeirra. Úrræðið nefnist V.E.R.A. eða Virðing, Efling, Reynsla, Auður og er markhópurinn börn á aldrinum 6- 18 ára. Hrafndís segir að námskeiðin verði í boði í allt sumar og fram til áramóta. „Dagskráin verður einstak- lingsmiðuð þar sem ungmennin hafa mismunandi þarfir,“ segir Hrafndís. „Það er mikil þörf fyrir aðstoð því ástandið hefur valdið miklu álagi og streitu hjá fjölskyldum,“ segir Hrafndís. Hún segir ástandið í sam- félaginu sérstaklega snerta börn og unglinga með áhættuhegðun sem þurfi mikið aðhald og öryggi. „Þegar los kemur á rútínuna og streita er í umhverfinu veldur það enn meiri vanlíðan hjá þessum börn- um,“ segir Hrafndís. Aukið atvinnu- leysi foreldra og umræða um gjald- þrot sem og aðrar afleiðingar kreppunnar hafi áhrif um allt sam- félagið. Eiga von á holskeflu Hrafndís segir eftirspurnina eftir aðstoð vera mismunandi. „Þetta kemur í sveiflum. Nú eru margir í mikilli óvissu og eru bara að reyna að ná endum saman til komast í gegn- um hver mánaðamót. Í það fer mikil orka og því eru vandamálin oft sett til hliðar,“ segir Hrafndís. Fólk sé því síður að leita hjálpar eins og stað- an er nú. „En við eigum von á hol- skeflu eftir u.þ.b. hálft ár,“ segir Hrafndís. Hún segir það vissulega líka spila inn í að foreldrar þurfi að borga fyrir sálfræðiþjónustu, það sé því lúxus að leita sér aðstoðar. „En þannig á það ekki að vera,“ segir Hrafndís. Foreldrahús var stofnað af Vímu- lausri æsku fyrir tíu árum síðan og er það ætlað til að koma til móts við foreldra sem leita sér aðstoðar hjá Vímulausri æsku. Foreldrahús hefur greitt niður viðtöl við sálfræðinga og vímuefnaráðgjafa og reynt þannig að koma til móts við foreldra. Ýmis námskeið eru í boði eins og sjálfs- styrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga en auk þess er foreldrasími Foreldrahúss opinn allan sólarhring- inn fólki að kostnaðarlausu. Fjölskyldur und- ir miklu álagi Foreldrahús á 10 ára afmæli en starf- semin hefur sjaldan verið mikilvægari Hrafndís Tekla Pétursdóttir HÆRRA verð hefur fengist fyrir slægðan þorsk og ýsu á uppboðum fiskmarkaða í vikunni heldur en áð- ur á þessu ári. Það skýrist fyrst og fremst af litlu framboði en bátarnir hafa þurft að sækja dýpra und- anfarið vegna hrygingarstopps. Sem dæmi um ýsuna þá fengust um 400 krónur fyrir kíló af ýsu á fimmtudag og þorskkílóið fór á hátt í 300 krónur. Páll Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Íslands, segir að vegna lítils framboðs hafi útflytj- endur boðið grimmt til að geta staðið við samninga. Í aflahrotunni í byrjun mánaðarins fór verðið niður í um 150 krónur fyrir þorskinn. Páll á von á að um miðja næstu viku lækki verð þegar kraftur verð- ur kominn í veiðar að loknu „fæð- ingarorlofi“ þorsksins. Hins vegar segist hann bjartsýnn á að verðið hækki að nýju þegar líði á mán- uðinn, þó svo að ólíklegt sé að það nái sömu hæðum og í þessari viku. aij@mbl.is Hátt verð fyrir fisk á mörkuðum Hátt í 400 krónur fyr- ir ýsukílóið í vikunni E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 4 3 4 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.