Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞRJÁTÍU ár eru liðin síðan þing var síðast rofið fyrir mitt kjörtímabil og aldrei hefur Alþingi setið að störfum jafn nærri alþingiskosningum og nú hefur orðið. Þetta sagði Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, þegar þingfundum var frestað í gærkvöldi. „Það er því ljóst að þetta þing mun eiga sinn sess í sögubókum,“ sagði hann. Alls voru afgreidd 100 frumvörp sem lög og 13 þings- ályktunartillögur á þinginu. Guðbjartur sagði að á tíma- bilinu eftir að minnihlutastjórnin tók við völdum hefðu fleiri nefndar- og þingmannafrumvörp verið afgreidd en sést hefði um árabil, 17 nefndarfrumvörp og 5 þing- mannafrumvörp. Guðbjartur þakkaði sérstaklega Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi forseta Alþingis, fyrir sam- starfið, en Sturla býður sig ekki fram aftur. Hann óskaði einnig Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur góðs bata í veik- indum sínum. Einnig nefndi hann nokkra fyrrverandi ráðherra sem hverfa af þingi, þá Árna M. Mathiesen, Björn Bjarnason og Magnús Stefánsson og fjölmarga þingmenn sem ekki sækjast eftir endurkjöri. Búast má við verulegri endurnýjun Fram kom í máli Guðbjarts að margt bendi til að veru- leg endurnýjun verði á þinginu eftir þær kosningar sem nú fara í hönd. Gera megi ráð fyrir að meira en helmingur þingmanna á næsta þingi eigi að baki tveggja ára þing- reynslu eða skemmri. omfr@mbl.is 100 frumvörp voru sam- þykkt sem lög á þinginu STJÓRNENDUR Háskólans á Ak- ureyri (HA) hafa kynnt háskólaráði áætlun um aukið framboð sum- arnáms. Rætt er við menntamála- ráðuneytið um fjármögnun. Í áætlun Há- skólans er gert ráð fyrir 32 nám- skeiðum í sumar, samtals 210 ein- ingar. Auk þess er nemendum boðið að taka próf í samtals 150 námskeiðum í ágúst. Í mörgum tilvikum þurfa nemendur að hafa setið námskeið til að öðlast rétt til próftöku. Sex námskeið við viðskiptaskor Fram kemur í tilkynningu HA að í viðskiptaskor verður boðið upp á kennslu í sex námskeiðum í sumar. Þau eru í samvinnu við viðskipta- deild Háskóla Íslands og geta nem- endur deildanna sótt námskeið í hvorri deild sem er. Kennsla verður með fjarnámsfyrirkomulagi. Í raunvísindum eru átta nám- skeið, lesnámskeið ýmist með fjar- kennslusniði eða með verklegum æf- ingum. Fjögur námskeið eru í félagsvísindum, kennd á staðnum. Eitt námskeið er í boði í kennara- námi, grunnnám í fjarkennslu. Þá stendur nemendum til boða meist- aranám í haf- og strandsvæða- stjórnun hjá Háskólasetri Vest- fjarða. helgi@mbl.is Áætlun um 32 sumar- námskeið HA Íslandsklukkan er tákn háskólans. HA ræðir við ráðu- neyti um fjármögnun RÍKISSTJÓRNIN klofnaði í af- stöðu sinni þegar Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem veita iðnaðar- ráðherra heimild til að gera fjárfest- ingarsamning fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar við Century Aluminum og Norðurál Helguvík ehf., sem mun reisa og reka álver í Helguvík. Miklar deilur urðu við meðferð málsins á þinginu. Þingmenn Vinstri grænna lýstu sig andvíga frumvarp- inu en sjálfstæðismenn sögðust styðja það heilshugar. Frumvarpið var samþykkt sem lög með 38 atkvæðum gegn níu. Allir þingmenn VG greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og það gerði líka Mörð- ur Árnason, Samfylkingu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, flokkssystir Marðar, sat hjá en aðrir viðstaddir þingmenn Samfylkingarinnar auk þingmanna Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Frjálslynda flokks- ins, studdu frumvarpið. omfr@mbl.is Álversmálið samþykkt Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is MP BANKI hefur hætt við að kaupa hluta af útibúum SPRON og Netbankann nb.is á 800 milljónír króna. Margeir Pétursson, stjórn- arformaður MP banka, segir að Nýja Kaupþingi hafi tekist að hindra kaupin með samkeppnis- hindrandi aðgerðum. Fjármálaeft- irlitið (FME) birti síðdegis í gær ákvörðun þess efnis að skilanefnd SPRON, sem hafði selt útibúin og nb.is, væri óheimilt að ráðstafa eignum SPRON nema með sam- þykki FME. Margeir segir að sú ákvörðun hafi gert útslagið. „Eftir að hún var tekin þá var ljóst að þetta mál verður tafið von úr viti og þá í sjálfu sér er vörumerkið ónýtt. Úr því sem komið er verður betra að hefja viðskiptabankaþjón- ustu undir eigin formerkjum.“ MP banki ætlaði að ráða 45 fyrr- um starfsmenn SPRON til starfa í útibúunum ef af kaupunum yrði. Margeir segir að af því verði ekki. „Við munum standa við samninga við þá starfsmenn sem þegar voru komnir til okkar. Það eru sex starfsmenn og mjög gott að fá þá. En það er sorglegt að hafa haldið 40 manns til viðbótar í óvissu. Það er hins vegar ekki við okkur að sakast í því máli. Þetta mál tefur okkar áform um einn til tvo mán- uði. Við spörum okkur auðvitað heilmikla peninga á þessu, en hefð- um fengið mikið í staðinn fyrir þá. Við hefðum fengið mjög þjálfað starfsfólk og staðsetningar sem viðskiptavinirnir þekkja. Þarna stendur líka búnaður fyrir millj- ónatugi ónotaður. Við vildum kaupa hann en fáum það ekki vegna samkeppnishindrandi að- gerða Nýja Kaupþings. Ætli við þurfum ekki að kaupa nýjan búnað til landsins frá grunni. Búnaðurinn í þessum útibúum SPRON mun þá rykfalla þar.“ Slæm tíðindi fyrir starfsmenn Ólafur Már Svavarsson, formað- ur Starfsmannafélags SPRON, segir þetta slæm tíðindi. „Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif. Reyndar fengu 60 starfsmenn SPRON frestun á uppsögn sinni þar sem ýmis störf fyrir skila- nefndina eru í gangi. Svo er spurn- ing hvort það muni ekki verða meira þegar þessi kaup eru dottin upp fyrir. En þetta setur allt í upp- nám. Ég veit að margir af fyrrum starfsmönnum SPRON frestuðu því að ráða sig til annarra spari- sjóða, til dæmis BYR, af því að þeir vildu halda áfram í SPRON.“ Kaup MP banka á eignum SPRON voru háð samþykki FME. Það samþykki hafði dregist í marga daga vegna þess að Seðla- bankinn skilaði ekki inn umsögn sinni um málið. Bankinn óttaðist að Kaupþing gæti ekki staðið af sér flótta fyrrum viðskiptavina SPRON yfir í sín gömlu útibú. MP banki hættir við að kaupa útibú SPRON Allt að 40 fyrrum starfsmenn SPRON fá því ekki vinnu á ný í útibúum sjóðsins Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti Húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 tilboðsvika mikið úrval af sófum og sófasettum 10-50% afsláttur af völdum vörum VEL logaði í fúnum spýtum Sunnubragga í Siglufirði í gær þegar honum var fargað undir eftirliti slökkviliðs. Áður hýsti hann sjómenn og beitingaraðstöðu en þar sem hann var að hruni kominn var ákveðið að farga honum með því að bera að honum eld og var Sunnubraggi horfinn á innan við tveimur klukkustundum. Áform eru um að byggja hann upp í sömu mynd á ný og reka þar hótel þegar fram líða stundir. Ljósmynd/Gunnar Freyr Sunnubraggi í Siglufirði heyrir sögunni til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.