Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.04.2009, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Þung augnlok í þinglok Þingmenn hafa staðið í ströngu upp á síðkastið og láir þeim enginn að halla aðeins aftur augunum þegar sér fyrir enda þingsins. Ómar Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 17. apríl Kristján Þór og bæjarstjórnarlaunin Fyrirspyrjandi úti í sal spurði hvort Kristjáni Þór Júlíussyni fyndist það eðlilegt að þiggja 80 þús. kr. tímakaup fyrir að sitja bæjar- stjórnarfundi, en gagnrýna einnig launagreiðslur til Evu Joly vegna rann- sókna á mögulegum glæpum sem leiddu til bankahrunsins. Fyrirspyrjand- inn velti því að vísu ekki fyrir sér að e.t.v. eyddi Kristján miklum tíma í að undirbúa sig og Kristján svo sem leið- rétti það alls ekki - heldur hélt því fram að hann hefði alltaf unnið vel fyr- ir Akureyrarbæ. Mátti þannig jafnvel skilja á honum að hann ætti nú bara 80 þús. kr. á tímann skilið, því að hann væri svo frábær! Nú ætla ég ekki að halda því fram að Kristján hafi ekki unnið langan vinnutíma sem bæjarstjóri eða alþing- ismaður - ég á miklu frekar von á að hann hafi unnið fyrir kaupinu sínu, þannig séð; ég var og er ósammála áherslum hans og Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst hins vegar athugavert að al- þingismaður ætli sér líka að sinna störfum bæjarfulltrúa í stóru sveitarfé- lagi, jafnvel í litlu; varamaður ætti að taka sæti þess sem situr á þingi. Því að þetta getur komið niður á báðum störfunum sem viðkomandi var kjörinn í. Þessi skoðun er ekki byggð á því að ásaka Kristján sérstaklega - enda er hann ekki eini maðurinn sem hefur setið í þessum sporum. Aðrir, svo sem Árni Þór Sigurðsson og Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, sögðu af sér sem borgarfulltrúar þegar þau settust á Al- þingi. Meira: ingolfurasgeirjohannesson- .blog.is STAÐFESTA, ráð- deild og forgangsröðun velferðarverkefna ein- kenna efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin er fram- kvæmd í náinni sam- vinnu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn (AGS) og byggir á stuðningi hans og fjölmargra vina- þjóða sem hafa fallist á að leggja Íslandi lið á grundvelli áætlunarinnar. Markmiðið er að stýra íslensku samfélagi fljótt úr brimskaflinum sem það er statt í og byggja upp til framtíðar. Sú uppbygging grundvallast á nýjum samfélagssáttmála samstöðu, rétt- lætis og jöfnuðar. Áætluninni er ætlað að tryggja að hér verði innan fárra vikna virkt bankakerfi sem getur með afli þjónað fyrirtækjum og heimilum. Áætluninni er ætlað að koma stöðugleika á gengi krón- unnar til þess að fyrirbyggja frek- ari verðbólgu, lækka vexti og tryggja fyrirtækjum ákjósanleg vaxtarskilyrði sem fyrst. Áætl- uninni er einnig ætlað að takmarka skuldsetningu ríkissjóðs eins og kostur er svo óbærilegar byrðar verði ekki lagðar á komandi kyn- slóðir. Á sama tíma er mikilvægt að verja hag þeirra sem verst standa og velferðaþjónustuna. Aðhald og skýr forgangsröðun í ríkisfjármálum Stefnan í ríkisfjármálum er skýr og mikilvægt að árétta að AGS set- ur engar kröfur um einstök verk- efni í þessum efnum. Mótun fjár- laga innan ramma áætlunarinnar er alfarið í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að skilað verði nær hallalausum fjárlögum árið 2012 og afgangi árið 2013. Þetta er gríð- arleg umbreyting frá fjárlögum ársins 2009 þar sem gert er ráð fyrir nær 150 milljarða króna halla. Það er því ljóst að næstu árin þarf að sýna mikið aðhald í ríkisrekstrinum til að ná endum saman. Fækkun ráðuneyta, sameiningar stofn- ana, stórhertar að- gerðir gegn skatt- svikum og ný forgangsröðun verk- efna verða að koma til þannig að velferð- arkerfið og kjör hinna verst settu verði varin. Skatta- hækkanir munu ekki leysa vandann en þegar hagvöxtur eykst á ný munu auknar skatt- tekjur vegna aukinnar veltu létta undir með ríkissjóði. Skuldir ríkissjóðs vel viðráðanlegar Þrátt fyrir að skuldir ríkissjóðs hafi aukist í kjölfar bankahrunsins verður stærstur hluti þeirra gagn- vart innlendum aðilum í íslenskum krónum. Heildarskuldir ríkissjóðs verða líklega nærri 1.100 millj- örðum króna í árslok 2009. Það jafngildir um 73% af landsfram- leiðslu ársins. Erlendar skuldir ríkissjóðs eru áætlaðar um 240 milljarðar króna í árslok 2009. Stærstur hluti þessara skulda er frá 2006 vegna styrk- ingar gjaldeyrisforðans. Auk þess telur skilanefnd Landsbankans að líklega falli 73 milljarðar króna á ríkissjóð vegna Icesave. Hugs- anlegt er þó að fjárhæðin verði lægri. Innlendar skuldir ríkissjóðs munu hins vegar verða um 817 milljarðar króna við næstu áramót en þær voru aðeins 157 milljarðar við árslok 2007. Skuldaaukninguna má rekja til halla á ríkissjóði í ár, beins taps Seðlabankans og ríkissjóðs á hruni fjármálafyrirtækja og eiginfjár- framlags ríkissjóðs til banka og sparisjóða. Á móti þessum skuldum koma að sjálfsögðu verulegar eignir. Eign- arhlutir ríkissjóðs í fyrirtækjum eru metnir á 581 milljarð við árslok 2009. Auk þess mun ríkissjóður eiga um 355 milljarða í kröfum og handbæru fé. Hrein staða ríkissjóðs verður því aðeins neikvæð um 152 milljarða við árslok 2009 ef áætl- unin gengur eftir, sem er um 10% af landsframleiðslu. Auk ofangreindra skulda mun AGS og ýmsar vinaþjóðir leggja Seðlabankanum til ríflega 5 millj- arða bandaríkjadala. Þessu fjár- magni er einvörðungu ætlað að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabank- ans og auka stöðugleika krónunnar. Lánið eykur því ekki á nettóskuldir ríkissjóðs þar sem peningaleg eign kemur á móti skuldinni. Einhvern vaxtamun þarf ríkið engu að síður að bera vegna þessara lána, líklega um 2%. Lægri vextir og stöðugt gengi Veiking krónunnar undanfarnar vikur hefur eðlilega valdið mörgum áhyggjum. Veikingin er fyrst og fremst vegna árstíðarbundinna vaxtagreiðslna út úr landinu og þess að einstök útflutningsfyrirtæki virðast hafa farið á svig við gjald- eyrishöftin. Allar forsendur eru hins vegar fyrir styrkingu krón- unnar. Gengið er þegar mun lægra en eðlilegt getur talist til lengdar og mikill afgangur af vöruskiptum og minni útgreiðslur vaxta ættu að leiða til styrkingar. Það er hins vegar háalvarlegt mál ef einhverjir aðilar grafa undan krónunni með því að fara á svig við gjaldeyr- ishöftin. Á slíku verður tekið af fullri hörku sé það raunin. Árangur efnahagsáætlunarinnar er þegar farinn að sýna sig í lækk- un verðbólgu og vaxta. Á nokkrum mánuðum hefur verðlagsþróun á milli mánaða farið úr ríflega 29% verðbólgu á ársgrundvelli yfir í 6,9% verðhjöðnun. Ef svo heldur fram sem horfir mun verðbólgan verða talsvert undir fyrri áætl- unum ársins og hafa náð 2,5% markinu yfir 12 mánaða tímabil í byrjun næsta árs. Mikil lækkun verðbólgu hefur nú þegar leitt til 2,5% lækkunar vaxta. Hratt vaxta- lækkunartímabil er hafið og við vonumst að sjálfsögðu öll eftir stórum og hröðum skrefum í þess- um efnum. Við verðum að treysta á leiðsögn og ákvörðunarvald nýrrar peningastefnunefndar í þessu efni og minnast þess að hún er skipuð framúrskarandi sérfræðingum. Hennar er valdið en ekki stjórn- málamanna. Enduruppbygging bankanna á lokastigi Eitt mikilvægasta verkefni efna- hagsáætlunarinnar er endurreisn fjármálakerfisins. Í þeim efnum höfum við notið liðsinnis erlendra sérfræðinga á borð við Mats Jo- sepsson, Kaarlo Jannari og al- þjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint. Gríðarlegur árangur hefur náðst á þessu mikilvæga sviði í tíð núverandi ríkisstjórnar og sér nú fyrir endann á því verk- efni. Samningar við erlenda lán- ardrottna gömlu bankanna og upp- gjör Icesave-reikninganna eru grein af þessum meiði og mik- ilvægt að þeim verði lokið í sátt samhliða endurreisn fjármálakerf- isins. Slík sátt er forsenda þess að Ísland geti áfram átt í fjármála- legum samskiptum við erlenda banka og ríki og með þeim hætti verið virkur þátttakandi í alþjóð- legum viðskiptum. Allir hljóta að sjá að það er eina leiðin fyrir ís- lenskt atvinnulíf, eigi það að ná sér á fullan skrið innan fárra ára. Samkvæmt áætlun ríkisstjórn- arinnar ætti innan fárra vikna að vera komið hér á laggirnar vel starfhæft bankakerfi í réttum hlut- föllum við hagkerfið. Slíkur bak- hjarl er atvinnulífinu lífsnauðsyn- legur í uppbyggingarstarfinu sem framundan er. Framtíðin er björt þrátt fyrir tímabundna erfiðleika Þrátt fyrir erfiða stöðu í efna- hagsmálum þjóðarinnar og heims- ins alls þá er mikilvægt að muna að þetta eru tímabundnir erfiðleikar sem íslenska þjóðin getur vel staðið af sér. Samheldni, þolgæði og áræði munu koma okkur út úr brimskafl- inum innan skamms ef við gefumst ekki upp eða berumst af leið. Hrak- spár um þjóðargjaldþrot eða afsal auðlinda þjóðarinnar eru tilefn- islausar verði haldið áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð í samstarfi við AGS og vinaþjóðir Ís- lands. Hið eina sem gæti komið okkur í slíka stöðu eru óábyrgar til- lögur um að unnt sé að leysa vand- ann með því að hafna samstarfi við alþjóðasamfélagið og hlaupast á brott frá skuldbindingum okkar. Ef eitthvað ógnar framtíð Íslands um þessar mundir eru það slík villuljós. Á ríflega 70 dögum hefur rík- isstjórninni tekist að snúa vörn í sókn og endurreisnin er hafin í samræmi við skýrt markaða efna- hagsáætlun. Við verðum að halda áfram á þeirri braut án hiks eða undandráttar. Við verðum að standa saman og tryggja hag þeirra sem minnst mega sín. Við verðum að horfa til framtíðar og ekki leggja of þungar byrðar á komandi kynslóðir. Við verðum að nýta þann kraft sem býr í íslensku þjóðinni og alls ekki gefast upp. Efnahagsstefna stjórnvalda er ábyrgur grundvöllur fyrir endur- uppbyggingu hagkerfisins til skemmri tíma. Með aðild- arviðræðum við Evrópusambandið og upptöku evru væri lagður traustur grunnur að varanlegum efnahagslegum stöðugleika á Ís- landi og lífskjörum eins og þau ger- ast best í Evrópu. Slíka framtíð- arsýn kjósa þeir sem treysta Samfylkingunni til áframhaldandi forystu við stjórn landsins eftir næstu kosningar. Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur »Markmiðið er að stýra íslensku sam- félagi fljótt úr brim- skaflinum sem það er statt í og byggja upp til framtíðar. Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Ábyrg efnahagsstjórn út úr brimskaflinum BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.