Morgunblaðið - 21.04.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 21.04.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BORGARAFLOKKURINN eykur fylgi sitt og fær fjóra menn kjörna á þing, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna á landsvísu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð dalar heldur frá síðustu könnun en er annar fylg- ismesti flokkurinn, á eftir Samfylk- ingunni. Þeim fer stöðugt fækk- andi sem segjast styðja ríkisstjórnina. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, telur merkilegast við könnunina að Borgarahreyfingin virðist eiga möguleika á að fá menn kjörna á þing. Hann vekur athygli á því að sú óánægja sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins hafi birst í vinstrisveiflu. Borg- arahreyfingin verði frekar að telj- ast uppreisnar- og mótmælaafl. Það að hún skuli fá hljómgrunn sé fyrsta merkið um að eitthvað nýtt sé að gerast í flokkakerfinu, annað en vinstrisveiflan. Þá segir Gunnar Helgi athygl- isvert að stuðningur við Borg- arahreyfinguna sé áberandi mestur í hópi ungra karla, ólíkt Samfylk- ingunni og VG sem sæki fylgi sitt meira til kvenna og séu blandaðri. Verstu úrslit Sjálfstæðisflokks Fylgi VG dalar heldur í þessari könnun en er þó innan þeirra sveiflumarka sem verið hafa og fylgi flokksins er nærri tvöfalt meira en í síðustu kosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist svipað og í síðustu viku en fylgið í þessum könnunum er minna en áð- ur hefur mælst í skoðanakönnunum á árinu. Gunnar Helgi vekur at- hygli á því að ef þetta verður nið- urstaðan yrðu það slökustu úrslit flokksins frá upphafi. Lægst hefur hann farið í kosningum 1987, 27,2%. Samanlagt fylgi ríkisstjórn- arflokkanna minnkar heldur milli kannana. Þegar þátttakendur eru spurðir sérstaklega hvort þeir styðji ríkisstjórnina kemur fram að hún nýtur minni stuðnings en áður. 54,6% segjast styðja stjórnina, í stað um 64% um miðjan mars, en 45,4% segjast ekki styðja hana. Gunnar Helgi segir þetta geta bent til þess að ríkisstjórnin sé að tapa einhverju áróðursstríði. Færri styðja stjórnina Samfylkingin er með mest fylgi allra flokka                                         ! "  # $! "    %   $        & $     %       & $                      %##' ' %' #&' $$'       '  '         # #  $ $ % %    ! "    # !$ %    & !'     ! "  (   ! %  (     Í HNOTSKURN »Könnunin var gerð 15. –19. apríl. Úrtakið var 2.000 manns og svarhlutfallið 60%. »82% telja miklar líkur á aðþau muni kjósa í alþing- iskosningunum. 8% telja litlar líkur á því. »Stærstur hluti þeirrahæstlaunuðu, eða 37%, hyggst kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, stærstur hluti þeirra lægstlaunuðu, eða 30%, ætlar að kjósa VG. Náttúruverndarsamtökin Saving Iceland segja á heimasíðu sinni skotmörk grænna skyrslettna sem kastað var á þremur kosningaskrifstofum í gær vera „skiljanleg“ því flokkarnir sem þær reki beri allir ábyrgð á því öngstræti sem náttúra og efnahagur Ís- lands sé í. Skyrkast sé hefð í baráttu fyrir náttúruvernd á Íslandi. Samtökin lýsa þó ekki beinlínis ábyrgð á skyrárásum gærdagsins á hendur sér. Skrifstofur Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði, Sjálfstæðisflokksins við Ármúla og Framsóknarflokksins í Kópavogi urðu fyrir skyrárásinni sem fjögur grímuklædd ungmenni stóðu fyrir. ben@mbl.is Segja grænar skyrslettur „skiljanlegar“ Morgunblaðið/Kristinn Útatað Ófögur sýn blasti við Árna Páli Árnasyni og Kristínu Sævarsdóttur á kosningaskrifstofu Samfylkingar í gær. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÉG VAR svolítið hrædd, ekki síst við jökulsprungurnar. Ég vildi alls ekki fara yfir þær í svo vondu veðri. Við höfðum heldur ekki veðurspá við höndina því við vorum búnar að vera á göngu í átta daga en loftvog- in féll stöðugt svo við töldum að veðrið myndi bara versna,“ segir franski fjallagarpurinn Isabelle Meyer sem ásamt stöllum sínum Annie Delale og Brigitte Blodau var bjargað ofan af Öræfajökli í gær. Allar eru þær þaulvanar útivist- arkonur og hafa farið í strembna fjallaleiðangra um víða veröld auk skíðaleiðangra á Grænlandi, Lapp- landi og víðar. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa þurft á björgun að halda. För þeirra þriggja hófst við Jök- ulheima sunnudaginn 12. apríl og var stefnan tekin á Grímsvötn og Hvannadalshnúk. „Þar vorum við fastar í miklum snjó,“ heldur Isa- belle áfram. „Í nótt snjóaði svo mik- ið að það fennti yfir tjaldið okkar og við grófum það upp en klukkutíma síðar var það aftur komið á kaf.“ Daginn áður höfðu þær aðeins getað gengið um fjóra kílómetra en urðu þá að hætta vegna veðurs. „Við ætluðum upphaflega að fara Sandfellsleið en töldum að við myndum aldrei komast í þessu veðri. Þannig að við höfðum engin önnur ráð en að kalla eftir hjálp.“ Komu með sólina með sér Isabelle var að vonum ákaflega fegin þegar björgunarmennirnir birtust. „Akkúrat um það leyti gægðist sólin fram úr skýjunum svo loksins gátum við séð hvar við vor- um.“ Ferðin var þeim þó ekki eintómt erfiði því Isabelle segir þær hafa fengið frábært veður hluta af ferð- inni. „Þetta er í annað sinn sem við erum á Íslandi því við gengum þvert yfir landið árið 2002. Þá var líka mikið rok en það olli okkur engum vandræðum þá.“ Vinkon- urnar eiga bókað far til Frakklands á sunnudag en Isabelle segir þær ekki af baki dottnar. Þær muni örugglega reyna við jökulinn síðar. „Og ef það léttir til næstu daga náum við kannski að klífa upp á Hvannadalshnúk frá Sandfelli – við sjáum til.“ Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Lúnar Brigitte, Isabelle og Annie gistu á Höfn í nótt eftir að hafa staðið í ströngu á Öræfajökli nóttina á undan. Þær vilja þó koma til Íslands á ný. Tjaldið fennti í kaf á klukkutíma Þaulvönum fjallakonum bjargað af jökli ÍSLENSKIR námsmenn í Horsens í Danmörku urðu í gær æfir yfir því að þeim var vísað frá þegar þeir hugðust kjósa utan kjörfundar hjá ræðismanninum í bænum. Utanrík- isráðuneytið hefur þó upplýst að séð verði til þess að allir geti kosið í dag. Kjörstaðurinn verður opinn frá kl. 14:30 til 16. Gerist þess þörf verður opið lengur. Um 50 kjósendur mættu á kjör- staðinn í gær. Að sögn Maríu Líndal, sem stundar nám í bænum, náðu að- eins um 20 Íslendingar að greiða at- kvæði, en kjörstaðurinn var opinn frá kl. 14-15:30. María mætti á kjör- stað ásamt hópi skólafélaga sinna um kl. 15 í gær og þau tóku sér öll frí til þess að kjósa. Þegar þau komu á staðinn var þeim tjáð að ekki yrði tekið við fleirum og urðu því margir frá að hverfa. Séð verður til þess að allir geti kosið í Horsens segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.