Morgunblaðið - 21.04.2009, Page 8

Morgunblaðið - 21.04.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LÖGREGLAN lagði aðfaranótt sunnudags hald á um 109 kíló af fíkniefnum sem talið er að hafi ver- ið smyglað með belgísku skútunni Sirtaki. Um er að ræða amfetamín, marijúana, hass og nokkur þúsund e-töflur. Um helmingurinn er svo- nefnd „hvít efni“. Nánari upplýs- ingar fengust ekki um samsetningu sendingarinnar, en hluti hennar var sýndur á fréttamannafundi lög- reglu höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslunnar (LHG) í gær. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, benti á að töluvert hefði verið af marijúana í sendingunni. Nokkuð langt er um liðið frá því síðast komst upp um til- raun til smygls á því. Stefán dró þá ályktun að öflugar aðgerðir lög- reglu gegn kannabisræktun und- anfarið hefðu valdið skorti á efninu. Þrír íslenskir karlmenn voru handteknir aðfaranótt sunnudags, einn við Höfn og tveir við Djúpa- vog. Þeir eru allir á þrítugsaldri og hafa komið við sögu lögreglu áður. Grunur leikur á að mennirnir hafi farið á hraðskreiðum slöngubáti frá Djúpavogi á laugardag og átt stefnumót við skútuna um kl. 20.00 á laugardagskvöld um 15-20 sjómíl- ur suður af Papey. Sú staðsetning er áætluð út frá útreikningum Landhelgisgæslunnar. Þar hafi þeir tekið við fíkniefnunum og flutt þau til Gleðivíkur við Djúpavog. Efn- unum var skipað upp í Toyota Hi- lux-pallbíl og hélt einn þegar af stað á honum suður á bóginn. Hann var stoppaður við Höfn. Hinir tveir ætl- uðu norðurleiðina á amerískum Dodge en voru handteknir rétt utan við Djúpavog. Að sögn lögregl- unnar á Eskifirði var ljóst að hand- takan kom mönnunum í opna skjöldu. Á sunnudagskvöld voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Erfið leit á stóru svæði Um kvöldið hófst svo leit að skút- unni. Landhelgisgæslan lagði til þyrlur, flugvél og varðskip. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði að áætlanir um leiðarreikning hefðu komið mönnum á sporið. Flugvélin TF-SYN fann skútuna í radar kl. 12.35 á sunnudag í ná- munda við miðlínuna milli Íslands og Færeyja. Skútunni var þá var siglt með stefnu norður fyrir Fær- eyjar. Talstöðvarsambandi náðist við skútuna en áhöfnin sinnti ekki fyrirmælum um að nema staðar. Flugvél danska flughersins fylgdist með skútunni um tíma meðan TF- SYN sótti eldsneyti til Hafnar. TF- SYN tók aftur við eftirfylgdinni þar til varðskipið sá skútuna í radar. Georg sagði að þá hefði eldsneyti flugvélarinnar verið farið að minnka mikið. Varðskipið náði skútunni kl. 22.35 á sunnudagskvöld. Fjórir sér- sveitarmenn fóru í gúmbát frá varð- skipinu um borð í Siritaki og hand- tóku áhöfnina, tvo Íslendinga og hollenskan ríkisborgara. Þeir munu allir hafa komið við sögu lögreglu áður, m.a. vegna fíkniefnamála. Stefán Eiríksson sagði þetta mál sýna að leiðir inn í landið, hvort heldur um Keflavíkurflugvöll, gáma, eða Austfirði, séu varðar af lögreglu, tollgæslu og Landhelg- isgæslunni. 63.21N - 18.44V 63.37N - 12.21V 63.05N - 10.41V 63.13N - 11.06V Höfn Djúpivogur FÆREYJAR ÍSLAND Reykjavík Þórshöfn 63.10N - 14.25V Þrír menn leigja slöngu- bát sem er til sölu á höfuðborgarsvæðinu og ætla að skila honum á sunnudagskvöld. Þeir koma til Djúpavogs með bátinn, harðbotna slöngubát, Valiant DR-620 með 175 ha Mercury utanborðsvél. 1 16. apríl Mennirnir fara til móts við skútu um 15-20 sjómílur suður af Papey og sækja þar 109 kg af ýmsum fíkniefnum. Skútan er skráð í Belgíu og er í eigu Channel Sailing skútuleigunnar. Skútan snýr aftur til hafs. 2 20.0018. apríl Þremenningarnir koma í land í Gleðivík við Djúpa- vog á laugardagskvöld. 3 kvöld18. apríl kvöld Fíkniefnin eru sett í farangursgeymslu Toyota Hilux pallbíls. Einn þremenninganna fer af stað suðurleiðina á pallbílnum. 4 18. apríl Íbúar á Höfn verða varir við aukna flugumferð. 7 Morgun19. apríl Varðskipið Týr er statt suður af Kötlutanga og heldur þegar af stað austur fyrir land á fullri ferð. 5 00.0019. apríl Fokker-flugvél Land- helgisgæslunnar TF-SYN fer frá Reykjavík austur fyrir land að leita að skútunni. 8 10.1719. apríl Áhöfn TF-SYN kemur auga á skútuna þar sem hún er á siglingu í suðaustur frá landinu. Skútan er um 25 sjó- mílur frá flugvélinni. 10 12.3019. apríl Sérsveitarmenn eru fluttir um borð í varðskipið TÝ með þyrlunni TF-LIF. 11 14.5019. apríl Varðskipið Týr kemur að skútunni þar sem hún er 74 sjómílur VNV af Myggenesi í Færeyjum. Fjórir sérsveitarmenn fara um borð og handtaka þriggja manna áhöfn, tvo Íslendinga og einn Hollending. 13 22.3519. apríl Skútunni siglt fyrir eigin vélarafli til Íslands í fylgd varðskipsins. Búist er við að skútan og varðskipið komi í höfn á Austfjörðum í dag. 14 19.–20. apríl TF-SYN lendir í Höfn til að sækja eldsneyti. Challenger-eftirlitsvél danska flughersins leysir hana af í eftirförinni. TF-SYN fer aftur í loftið 16.28. 12 15.0719. apríl ATH. Sumar tíma- og staðsetningar eru áætlaðar eftr bestu getu af þeim sem tóku þátt í aðgerðinni. Leit TF-SYN að skútunni hefst á víðfeðmu haf- svæði. Stuðst var við leiðarreikninga sem komu flugvélinni á sporið. 9 11.3519. apríl Papey Nálin fannst í heystakknum Seglskútan Sirtaki Tegund og gerð: Bénéteau Océanis 43 • Framleiðsluland: Frakkland • Lengd: 13,1 m • Þyngd: 8.875 kg • 54 ha dísilvél • 200 lítra olíutankur • 2 salerni • 4 káetur • 8-10 svefn- pláss • 360 lítra ferskvatnstankur Lögreglan stöðvar pallbílinn en hann er þá á þjóðvegi 1, rétt vestan við afleggjarann að Höfn í Hornafirði. Hinir tveir eru teknir á Dodge jeppa á þjóðvegi 1 nálægt Djúpavogi þar sem þeir eru á norðurleið. 6 Nótt19. apríl [ Myndin er af samskonar skútu ] G ra fí k: M or g u n b la ð i ð/ E lín E st h er Sex karlar í haldi vegna smygls  Tilraun sem gerð var til smygls á marijúana í 109 kg fíkniefnasendingu sem náðist um helgina þykir benda til skorts á fíkniefnamarkaðnum vegna upprætingar margra kannabisgróðurhúsa undanfarið Hraðbáturinn sem þremenning- arnir notuðu til að sækja fíkniefnin hefur verið til sölu hjá Íspörtum. Hann er af gerðinni Valiant DR 620, árgerð 2007, og með 175 hp Mercury Optimax utanborðsvél, siglingatækjum, talstöð o.fl. Ásett verð var 4,5 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá Íspörtum var bát- urinn leigður á fimmtudag í síð- ustu viku til köfunar vestur á fjörð- um. Skila átti bátnum á sunnudagskvöld. Skútan Sirtaki var leigð af belg- ísku bátaleigunni Channel Sailing í borginni Jabbeke. Hún er af gerð- inni Océanis 43, 13,10 m löng og með 54 hestafla hjálparvél. Skút- an var smíðuð í fyrra, getur rúmað 8-10 manns og er mjög vel útbúin. Báðir smyglbátarnir voru leigðir holar@simnet.is FÖRUM Á FJÖLL Glæný bók um gönguferðir á hæstu fjöll í öllum sýslum landsins. Göngulýsingar og fróðleikur um hvert fjall (jarðfræði og sögur). Fjöldi litmynda og korta. Já, drífðu þig í fjallgöngu! Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefnafarmur Fíkniefnin vógu alls 109 kg og var hluti þeirra sýndur fjöl- miðlum í gær. Helmingurinn var „hvít efni“ og hitt voru kannabisefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.