Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Genf. AFP. | Fulltrúar 23 Evrópusambandsríkja
gengu úr salnum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
um kynþáttafordóma í Genf í gær þegar Mahmo-
ud Ahmadinejad Íransforseti fór hörðum orðum
um meinta grimmd og kynþáttahatur Ísr-
aelsstjórnar.
„Ísraelsmenn sendu innflytjendur frá Evrópu
og Bandaríkjunum [...] til að koma á stjórn kyn-
þáttahaturs á hernumdu svæðunum í Palestínu,“
sagði forsetinn, sem vísaði til sögunnar.
Vesturlönd hefðu gert heila þjóð, það er Palest-
ínumenn, heimilislausa undir yfirvarpi þjáninga
gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Þá hefðu síon-
istar og bandamenn þeirra í Bandaríkjastjórn
skipulagt innrásina í Írak vorið 2003.
Nokkur ríki, Bandaríkin, Ástralía og Ísrael þar
á meðal, sniðgengu ráðstefnuna í mótmælaskyni
við þátttöku forsetans sem var fyrstur á mælenda-
skrá samkvæmt þeirri formvenju að þjóðhöfðingj-
ar stígi fyrstir í pontu á slíkum samkomum.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, fordæmdi ræðuna, en hann hafði áður
gagnrýnt ríki fyrir að sniðganga ráðstefnuna.
Ekki voru hins vegar allir ósáttir við málflutn-
ing forsetans og fögnuðu nokkrir erindrekar
þeirra ríkja sem eftir sátu ræðunni með lófataki.
Að ræðunni lokinni ræddi forsetinn um um-
deilda kjarnorkuáætlun Írana með þeim orðum að
þeir hefðu fullan rétt til að þróa kjarnorku, en
hann hefur undanfarið boðað að senn verði lagt
fram nýtt útspil Írana í deilunni. baldura@mbl.is
Úthúðaði Ísraelsstjórn
Fulltrúar fjölmargra ríkja gengu úr salnum þegar Íransforseti hóf reiðilestur sinn
um Ísraelsmenn á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma í Genf
Reuters
Umdeildur Ahmadinejad Íransforseti í Genf í gær.
Ísraelar heimsækja Yad Vashem safnið í Jerúsal-
em sem er helgað minningu fórnarlamba Helfar-
arinnar. Dagur helgaður minningu þeirra hófst
við sólsetur í Ísrael í gær með athöfn í Yad Vas-
hem að viðstöddum leiðtogum þjóðarinnar.
Fórnarlambanna verður minnst með ýmsum
hætti í dag, m.a. áttu sírenur að hljóma í eina
mínútu í morgunsárið. Í gær voru liðin 120 ár frá
fæðingu Adolfs Hitlers, foringja nasista.
AP
Helfararinnar minnst
SAMKVÆMT nýjum upplýsingum beitti bandaríska
leyniþjónustan, CIA, tvo grunaða hryðjuverkamenn vatns-
pyntingum 266 sinnum, mun oftar en áður hefur verið talið.
Samkvæmt dagblaðinu The New York Times sýna gögn að
Khalid Sheikh Mohammed, sem hefur játað á sig skipu-
lagningu hryðjuverkaárásanna þann 11. september, hafi
verið beittur vatnspyntingum 183 sinnum auk þess sem
Abu Zubaydah, grunaður al-Qaida leiðtogi, hafi verið beitt-
ur slíkum pyntingum 83 sinnum. Áður hafði CIA gefið upp
að Zubaydah hafi aðeins verið beittur vatnspyntingum í 35
sekúndur.
Nákvæmar tölur hafa ekki áður verið birtar en árið 2007
sagði New York Times frá því að Khalid Shaikh Moham-
med hefði verið pyntaður á grimmilegan hátt í yfir 100
skipti.
Tölurnar höfðu verið fjarlægðar af flestum þeim minn-
isblöðum CIA sem bandaríska dómsmálaráðuneytið gerði
opinber síðastliðinn fimmtudag en bloggarar, þ. á m.
Marcy Wheeler frá vefsíðunni emptywheel, uppgötvuðu að
tölurnar var enn að finna á einu minnisblaðanna.
Þessar upplýsingar leiða líkur að því að slíkar pyntingar
hafi verið mun víðtækari en áður var talið. Hafi vatnspynt-
ingarnar verið endurteknar svo oft vekur það einnig
spurningar um hversu árangursrík aðferðin sé. Þá þykir
það vekja efasemdir um fullyrðingar Bush-stjórnarinnar
um að aðferðunum væri beitt samkvæmt ströngum
reglum.
Michael V. Hayden, yfirmaður CIA síðustu tvö ár Bush-
stjórnarinnar hefur ekki viljað staðfesta tölurnar þar sem
hann telur þær enn vera trúnaðarmál. jmv@mbl.is
CIA beitti vatnspynting-
um oftar en talið var
Reuters
Pyntingar Ný gögn sýna að CIA beitti fanga vatnspynt-
ingum í mun fleiri tilvikum en áður hafði verið talið.
SEÐLABANKASTJÓRI Simbabve
hefur játað að hafa tekið peninga út
af reikningum einkafyrirtækja og
erlendra hjálp-
arsamtaka í leyf-
isleysi. Það segist
hann hafa gert til
að halda ráðu-
neytum landsins
gangandi.
Með yfirlýs-
ingu sinni er talið
að Gideon Gono,
bankastjóri, vilji
reyna að halda
starfinu í ljósi vaxandi gagnrýni.
Gono sagði í yfirlýsingunni að
tímabært væri að gleyma fortíðinni
nú þegar í Simbabve væri komin ný
samsteypustjórn, staðráðin í að ráða
fram úr efnahagsvanda þjóðarinnar.
Gono sagðist hafa veitt pening-
unum sem hann tók af reikning-
unum til ýmissa ráðuneyta, þeir
yrðu endurgreiddir þegar ráðu-
neytin hefðu endurgreitt lánin.
Framtak bankans hefði „stutt við
landið“ á neyðartímum.
Gono sagði á mánudag að gagn-
rýni á störf hans hefði náð fárán-
legum hæðum „í því skyni að sýna
hversu vondur, óverðugur og óhæf-
ur bankastjórinn er.“ Gagnrýni á
Gono hefur farið vaxandi á liðnum
dögum eftir að hann bauð nýjum
þingmönnum 50 notaða bíla til af-
nota og hefur það leitt til viðamikilla
rannsókna, allt frá kaupum á hnífa-
pörum bankans til fyrirtækja sem
Gono rekur.
Notaði fé
hjálpar-
stofnana
Gideon Gono
Seðlabankastjóri
Simbabve umdeildur
TVEIR innbrotsþjófar í Leicester á
Englandi fylla flokk afbrotamanna
sem fara ótroðnar slóðir.
Þannig gerðu þeir sér lítið fyrir
eftir innbrot í heimahús þar í borg
og báðu leigubílstjóra um aðstoð við
að flytja heim þýfið.
Persónulegir munir, skartgripir
og jólagjafir handa börnum, voru á
meðal þess sem þeir báðu um að
komið yrði fyrir í farangursrýminu.
Inntir eftir því hvort þeir hefðu
brotist inn hlógu þeir við og báðu bíl-
stjórann um halda áfram akstrinum,
grunlausir um að húseigandinn sat
við stýrið.
Með þýfið
í leigubíl
TUGÞÚSUNDIR almennra borgara
streymdu út af yfirráðasvæði Tam-
íltígra í norðurhluta Srí Lanka í gær.
Forseti Srí Lanka kallaði fólksflótt-
ann „stærstu gíslabjörgunaraðgerð
sögunnar.“ Í sjónvarpsræðu sagði
forsetinn, Mahinda Rajapaksa, að Srí
Lanka-her hefði opnað flóttaleið fyrir
fólkið. Á vefsíðu á vegum Tamíltígra
segir að óttast sé um líf hundraða
borgara í þeirri „algjöru ringulreið“
sem ríkti þegar hermennirnir fóru inn
á svæðið. Ekki er unnt að sannreyna
þær fullyrðingar þar sem svæðið í
norðri er lokað blaðamönnum.
Ráðist var í björgunaraðgerðina
um það leyti sem yfirvöld gáfu upp-
reisnarmönnum frest til hádegis í dag
til að gefa sig fram.
Uppreisnarmennirnir hafa verið
ásakaðir af yfirvöldum og hjálp-
arsamtökum um að halda nokkur
hundruð borgurum eftir til að nota
sér til skjóls.
Tamílar mótmæltu aðgerðum yf-
irvalda á Srí Lanka víða um heim í
gær og krefjast vopnahlés. Mestu
mótmælin voru í London þar sem
þúsundir mótmæltu en margir Tam-
ílar kenna Bretum, sem fyrrverandi
nýlenduherrum, um að hafa neitað
þeim um ættjörð. Talið er að um
200.000 Tamílar búi í Bretlandi.
Tugþúsundir flúðu
svæði Tígranna
Reuters
Mótmælt Tamílar mótmæltu víða
um heim og kröfðust vopnahlés.
„Stefna Íslands hefur verið sú að ríki eigi að
ræða saman óháð því hvort þau séu sammála
eða ekki. Á þessum forsendum hefur þátttaka
Íslands í endurskoðunarráðstefnunni [í Genf]
grundvallast en mikilvægt er að ríki heims nái
samkomulagi um aðgerðir í baráttunni gegn
kynþáttamisrétti og útlendingahatri en út á það
á ráðstefnan að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá
utanríkisráðuneytinu.
Tilefnið er að fulltrúar Íslands kusu að ganga
ekki úr salnum heldur sitja undir ræðunni, líkt
og norski og svissneski fulltrúinn, en öll eru rík-
in þrjú sem kunnugt er utan ESB. Fulltrúar Evr-
ópusambandsríkjanna yfirgáfu allir salinn með
tölu, en fyrir höfðu fjögur aðildarríkjanna af-
boðað þátttöku í mótmælaskyni við fyrirhugaða
opnunarræðu Íransforseta. Kristinn F. Árnason,
sendiherra, Ingibjörg Davíðsdóttir, fulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, auk starfsnema, sátu ráð-
stefnuna.
Fulltrúar Íslands fóru hvergi