Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 ÞAÐ MÁ gefa sér það að geðheilsu almennings hraki þegar kreppu- ástand ríkir í þjóðfélag- inu. Undirrituð hefur persónulega orðið vitni að því, þ.e. á geðdeild eru einstaklingar sem krepp- an hefur bitið í. Mig langar að þessu til- efni til að benda á úrræði sem allt of fáir vita af. Á vegum Heilsugæslunnar er til Geð- heilsumiðstöð, Geðheilsa-eftirfylgd. Þar starfa tveir iðjuþjálfar, verðandi sálfræðingur og þrír notendafulltrúar í bata. Þar geta einstaklingar sem telja sig geta haft gagn af hlýrri og persónulegri þjónustu pantað tíma og fengið viðtöl. Tilgangur þjónustunnar er að bjóða fólki með geðræn vanda- mál og aðstandendum þeirra eftir- fylgd og ráðgjöf. Allt starfið byggist á valdeflingu, batamódelinu og vinnu í nærumhverfi sem hefur gefið góða raun í starfinu öllu. Starf Geðheilsu-eftirfylgd skiptist í þrjá þætti, einstaklingseftirfylgd, tengslanet með aðstandendum og hópastarf. Eftirfylgdin gefur m.a. svigrúm til að styðja einstaklinga og fjölskyldur á heimavelli og úti í sam- félagið. Tengslanet byggist á því að virkja fjöl- skyldu, vini og / eða aðra sem að ein- staklingnum standa. Aðstandendur eru studdir við að átta sig á hlutverki sínu og þannig tekið tillit til allra aðila í tengslanet- inu, þ.e. fjölskyldunnar og notandans. Haldnir eru fundir, farið í vitj- anir og unnið að skipu- lagi tengslanets. Einn- ig fer fram fræðsla og ráðgjöf. Í aðstandendahópi deila aðstandendur mikilvægri reynslu sinni og eru studdir í hlutverki sínu og bjargráð- um. Samhliða Geðheilsu-eftirfylgd starfar Hugarafl. Það er hópur fólks með geðraskanir, en er í bata. Hugar- afl hefur verið til í rúm fimm ár. Meg- inmarkmið þess er að hafa áhrif á geðheilbrigðismál. Í Hugarafli vinnur hópur notenda að sjálfseflingu og styrkist í bataferli sínu í náinni sam- vinnu við fagfólkið á jafningjagrunni. Markmið Hugarafls eru að skapa hlutverk, efla notendaáhrif, vinna gegn fordómum með sýnileika, vinna að verðmætasköpun út frá reynslu fólks með geðræn vandamál og at- vinnusköpun með því að þróa þjón- ustu út frá reynslu notenda. Hugarafl hefur haldið ráðstefnur, farið á ráð- stefnu í Bandaríkjunum, rekið Geð- veikt kaffihús, sinnt ýmiss konar fræðsluþjónustu við spítala og annars staðar, staðið mótmælastöðu, rekur samherjaþjónustu, sinnir geðfræðslu í grunn- og framhaldsskólum o.fl. o.fl. Hópurinn notar valdeflingu sem leið- arljós sitt og er opinn þeim sem vilja og geta. Þeir sem eru í Hugarafli telja mesta ávinninginn vera að rjúfa ein- angrun meðlima. Allt starf er unnið á jafningjagrundvelli og fólki finnst mannbætandi að starfa með fólki með svipaða reynslusögu. Að fram- ansögðu má sjá að í kreppu er til stað- ur fyrir fólk sem hefur lent í geðræn- um erfiðleikum. Geðheilsa-eftirfylgd og Hugarafl hafa nýlega flutt í nýja aðstöðu í Álfabakka 16, Mjóddinni. Allir eru velkomir að kynna sér starf- semina og líta til okkar. Geðheilsa í kreppu Eftir Herdísi Benediktsdóttur »Mig langar af þessu tilefni til að benda á úrræði sem allt of fáir vita af. Á vegum Heilsu- gæslunnar er til Geð- heilsumiðstöð, Geð- heilsa-eftirfylgd. Herdís Benediktsdóttir Höfundur er notendafulltrúi og meðlimur í Hugarafli. „Sjálfstæðisflokkur- inn er þverskurður af þjóðinni, opinn og lýð- ræðislegur flokkur sem virkjar einstaklingana í landinu og ber virðingu fyrir þeim. Meginmark- mið okkar er að vinna fyrir þjóðina og skapa betra samfélag sem byggist á gagnsæi og trausti, jafnri stöðu kynjanna og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.“ Framangreind tilvitnun er meðal þess sem lesa má í ályktun frá nýaf- stöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Ég hef stutt þennan flokk frá ung- lingsárum, þótt ég hafi ekki alltaf verið sáttur við gerðir hans og oft hef ég gagnrýnt alþingismenn og sveit- arstjórnarmenn flokksins fyrir verk þeirra. Það er nú einu sinni þannig, að stjórnmálaflokkur er fjöldahreyfing fólks með misjafnar skoðanir. Það mótar sér stefnu, sem fulltrúar hans, við stjórn landsins og sveitarfélaga þess, eiga að koma í framkvæmd. Það gengur misjafnlega og þá eiga flokks- menn að láta í sér heyra. Það er þeirra réttur. Þetta hef ég nýtt mér í samfylgd með Sjálf- stæðisflokknum í hálfa öld. Ég hef stundum tekið stórt upp í mig, án þess að „flokksvaldið“ hafi hirt mig! Þetta hef- ur að mínu mati verið styrkur Sjálfstæð- isflokksins; menn hafa tekist á, en hafa oftast borið gæfu til að verða bræður að bardaga loknum, ekki síst vegna þess að flokk- urinn hefur átt foringja, sem hafa ver- ið yfirburðamenn í íslenskri pólitík. Nægir þar að nefna Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Þessir menn höfðu gáfur og mannlegt innsæi til að sætta ólík sjónarmið innan flokksins, þannig að „þverskurður þjóðarinnar“, átti samleið með Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Því miður hefur síðustu for- mönnum flokksins ekki tekist að rækta þessi gildi og ég get ekki séð teikn á lofti um að það gerist á næstu árum. „Sjálfstæðisflokkurinn er þver- skurður af þjóðinni“, svo ég vitni enn og aftur í samþykkt landsfundarins, sem engu að síður kaus sér formann og varaformann, sem koma úr sama kjördæminu. Bjarni Benediktsson, sem er af svonefndri Engeyjarætt, líkt og afabróðir hans Bjarni Bene- diktsson, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, bar sigurorð af lands- byggðarþingmanninum Kristjáni Þór Júlíussyni, í formannskjörinu. Ein- hverjir landsbyggðarfulltrúar féllu þar fyrir lymskum áróðri Bjarna- manna, um að Kristján færi vænt- anlega í slag um varaformanninn, ef hann næði ekki formannskjöri. Það yrði heppilegt munstur, að hafa for- mann af höfuðborgarsvæðinu, en varaformann af landsbyggðinni. Þetta stóð aldrei til hjá Kristjáni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem kemur úr sama kjördæmi og Bjarni, var ein í framboði til varaformanns fyrir fund- inn. Hún kom með tárin í augunum að skör landsfundarfulltrúa og sannfærði þá um sakleysi sitt og sinna í hruna- dansi íslensku bankanna. Þar op- inberaði hún ýmis persónuleg mál, sem hafa verið hráefni Gróu á Leiti, en koma almennum flokksmönnum ekkert við. En átta af hverjum tíu landsfundarfulltrúum endurkusu hana sem varaformann, greinilega hrærðir af þeirri sykurvellu sem Þor- gerður gusaði yfir þá. Því miður óttast ég að þessi gjörn- ingur komi til með að veikja Sjálf- stæðisflokkinn á landsbyggðinni veru- lega. Þar við bætist, að hlutur landsbyggðarinnar í miðstjórn flokks- ins er skammarlega lítill. Það er eins og „Valhallarklíkan“ vilji engum öðr- um hleypa að stjórn flokksins en fólki af höfuðborgarsvæðinu og þá helst af Engeyjarætt. Flokksstarfið er ekki eins og það var. Í Valhallarelítunni hafa hreiðrað um sig harðsvíraðir peningamenn, sem telja sig hafa máttinn og dýrðina í skjóli mikils auðs og sterkra ætta. Þetta eru ekki menn, sem geta gengið með íslenskum sjómönnum út undir vegg til að míga, eins og Ólafur Thors gerði forðum. Þetta eru menn sem fæddust með silfurskeið á tungunni og þjóna flokknum og fólkinu sem í hon- um er eingöngu til að auka auð sinn. Davíð Oddsson tók við sterkum Sjálfstæðisflokki þegar hann velti Þorsteini Pálssyni úr sessi. Hann sigldi seglum þöndum og lengi vel beitivind. En á endanum missti hann stjórn á ferðinni, skútan var farin að fljúga yfir haffletinum. Púkar með gróðavon flugu allt í kring, púkar úr öllum flokkum, púkar sem skiptu um flokk eftir gróðavon. Púkar, sem borga þeim flokki mest, sem gefur best. Engar hugsjónir eða heiðarleiki. Geir Haarde tók við stjórnartaum- unum á þessu flugi og brotlenti skút- unni í „sakleysi“ sínu. Áratuga upp- bygging þjóðfélagsins hrundi á einni nóttu. Davíð Oddsson segir margt gott, en þess á milli lætur hann eins og kargur klár. Geir er svekktur og sár. Það var ekki stefna Sjálfstæð- isflokksins, að sigla þjóðarskútunni í strand. Fulltrúar flokksins brugðust hins vegar því trausti, sem flokkurinn sýndi þeim. Þeir verða að axla sín skinn. Engu að síður tel ég, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé það afl, sem þjóð- in þarf á að halda. Miðstýring þjóð- nýtingar vinstri flokkanna drepur allan framtaksvilja í dróma. Ein- staklingurinn þarf frelsi til að njóta sín, en honum ber að virða leikreglur. Þannig farnast samfélaginu best. Sag- an staðfestir það, að vísu með und- antekningum, sem sanna regluna. Mistök sjálfstæðismanna Eftir Sverri Leósson » Sjálfstæðisflokk- urinn er ekki lengur þverskurður þjóð- arinnar, þar sem for- maður og varaformaður koma báðir úr sama kjördæmi, segir Sverrir Leósson. Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður. Í GREIN, sem birt- ist í Mbl. 7. apríl, rifjaði ég upp aðförina sem gerð var að SPRON sumarið 2002 undir slagorðinu „Fé án hirð- is“ og nafngreindi þá þrjá menn, sem voru í forystu í málinu fyrir frjálshyggjuöflin. Ein- um þeirra, Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæsta- réttardómara, finnst nauðsynlegt að bera af sér „sakir“ í Mbl. 9. apríl og segir, að ég hafi gert „árás“ á sig. Aðalatriði greinar minnar var að rekja 7 ára gamla sögu, þegar rík- isbanki var misnotaður til að opna leið fyrir fjármagnseigendur að vara- sjóðum sparisjóða. Var það upphafið að endalokum sparisjóðakerfisins eins og til þess var stofnað. Jóni Steinari mislíkar, að ég hafi sagt hann vera í forystusveit þeirra, sem að aðförinni stóðu og að hann hafi stýrt aðgerðum. Hann segist bara hafa verið að vinna verkin sín sem lögmaður. Jón Steinar virðist hafa gleymt þeim mörgu áróðursgreinum, sem hann ritaði m.a. í Morgunblaðið eða viðhafði í öðrum fjölmiðlum, röngum fullyrðingum og aðdróttunum í garð stjórnenda SPRON, meðan átökin stóðu. Í grein í Morgunblaðinu 10. júlí 2002, undir heitinu „Ofríki stjórnar SPRON“, bar hann m.a. fram þau ósannindi, að stjórn og stjórnendur SPRON hafi beitt starfsfólk og við- skiptavini ofríki í deilunni. Í yfirlýs- ingu í Morgunblaðinu 20. s.m. hótar hann, að samþykki stjórn SPRON ekki viðskipti á grundvelli samnings við Búnaðarbankann verði hún ein- faldlega sett af og önnur stjórn kosin, sem fari þá að vilja samningsaðila – og þetta skrifar hann daginn eftir að Fjármálaeftirlitið lagði fyrir stjórn SPRON að hafna slíkum viðskiptum. Hann bar einnig fram þá ósönnu að- dróttun, að stjórn SPRON væri að gefa út ný stofnfjárbréf til að tryggja stöðu sína á fyrirhuguðum fundi stofnfjáreigenda. Af fleiru er að taka. Í grein í Morgunblaðinu 31. júlí 2002 vísar hann til þess, að stjórn SPRON hafi ákveðið að fara að fyrirmælum FME og af þeim sökum, segir lögmaðurinn: „hefur orðið nauðsyn- legt að flytja tillögu um að víkja henni frá og kjósa nýja…“ Það var þetta sem ég sagði í grein minni að væri „ótrúlegt – en satt“. Og lögmaðurinn bætir við: „Síðan myndi hin nýja stjórn samþykkja við- skiptin.“ Hér fullyrðir hann, að nýir stjórnarmenn væru reiðubúnir að ganga gegn fyrirmælum Fjármála- eftirlitsins. Í hverra umboði skyldi lögmaðurinn hafa talað? Þetta á ekkert skylt við lög- mennsku. Það hefur hins vegar ekki verið háttur þeirra, sem eru „innvígðir og innmúraðir“ – svo að vitnað sé til fleygra orða – að viðurkenna mistök. Jón Steinar segir, að ég gefi í skyn, að hann hafi verið verr hæfur til að vera skipaður dómari í Hæstarétti eftir að hafa unnið þessi störf. Þetta er rétt. Honum þykir einnig ég skuldi á því skýringu. Nú hefur hann fengið hana. Ég fagna því, að Valgerður Sverr- isdóttir skuli í Morgunblaðinu 9. apríl staðfesta, að þáverandi forsætisráð- herra hafi verið henni ósammála og komið í veg fyrir þá fyrirætlan henn- ar að taka ríkisbankann frá málinu eftir að lögmaðurinn hafði stýrt því í þann farveg, sem hér er lýst. Aðförin að SPRON sumarið 2002 Eftir Jón Gunnar Tómasson » Þetta á ekkert skylt við lögmennsku. Jón Gunnar Tómasson Höfundur var formaður stjórnar SPRON 1976-2004. Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is „ÞAÐ hefur alltaf verið byrjað á gólflist- unum,“ sagði einn fundarmanna á fundi Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, með trúnaðarmönnum BSRB og Starfsgreina- sambands Íslands sem haldinn var 6. apríl sl. og vísaði til þess að við niðurskurð í heilbrigð- isþjónustunni væri venjulega byrjað neðst. Undir þetta tóku allir fund- armenn þegar rætt var um sparnað- araðgerðir undangenginna ára og spurðu hvernig í ósköpunum ætti að vera hægt að spara enn frekar í heil- brigðisþjónustunni. Í hinu meinta góðæri hefði allt verið skorið við nögl. Og þannig var það. Sjálfstæð- isflokkurinn skilaði heilbrigðiskerfinu með ríflega tveggja milljarða króna skuldahala, þrátt fyrir að greiddur hafi verið upp mikill halli með síðustu fjáraukalögum. Þess vegna er ekki einfaldur vegur að skera niður í heilbrigðisþjónustu og þá allra síst með því að byrja neðst. Eða hversu oft er hægt að hagræða við innkaup á gúmmí- hönskum? Og hversu mikill sparnaður hlýst af því að segja upp fólki í láglaunastörfum, sem þá fer á atvinnuleyisbætur? Samráð og samstarf Á fundinum komu fram margar gagnlegar ábendingar og m.a. var hvatt til þess að ákvarðanir yrðu byggðar á heildarmati, þannig að sparnaður á einum stað leiddi ekki til kostnaðar á öðrum stað. Þetta eru réttar ábendingar. Þannig væri varla snjallt að segja upp fólki á vegum hins opinbera en ráðast á sama tíma í dýr og umfangsmikil atvinnusköp- unarverkefni. Stærsta atvinnumálið er þess vegna að standa vörð um störf innan velferðarkerfisins. Fundarhöld þessi eru í samræmi við stefnu heilbrigðisráðherra um samráð og samstarf þegar kemur að þeim erfiðu verkefnum sem fram- undan eru. Þá skiptir mestu að vinna ekki varanlegan skaða á heilbrigð- iskerfinu, heldur leitast frekar við að „slökkva“ á því sem hæglega má kveikja á aftur. Þannig lagði Ögmundur Jónasson þunga áherslu á það á fundinum með trúnaðarfólki BSRB og SGS að jöfn- uður skyldi hafður að leiðarljósi í öll- um hagræðingar- og sparnaðar- aðgerðum. Það ætti einmitt ekki að byrja á gólflistunum. Eftir Höllu Gunnarsdóttir » Þess vegna er ekki einfaldur vegur að skera niður í heilbrigð- isþjónustu og þá allra síst með því að byrja neðst. Halla Gunnarsdóttir Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Að byrja ekki á gólflistunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.