Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
✝ Guðfinna Jóhann-esdóttir (Gógó)
fæddist á Flateyri og
andaðist á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
13. apríl 2009.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Magn-
úsdóttir f. á Flateyri
19. júlí 1911, d. á Sól-
borgu, Dvalarheimili
aldraðra á Flateyri,
20.5. 1995 og Jóhann-
es Jón Ívar Guð-
mundsson frá Mosdal
í Önundarfirði, fædd-
ur 6.4. 1908 og dáinn 27.3. 1978
Foreldrar Sigríðar Magn-
úsdóttur voru hjónin Magnús Jóns-
son frá Auðkúlu í Arnarfirði, skip-
stjóri á Flateyri og síðar Akranesi,
og Bjarney Steinunn Einarsdóttir
frá Núpi í Dýrafirði
Foreldrar Jóhannesar Jóns Ívars
voru hjónin Guðmundur Jóhann-
esson og Jónína Kristjánsdóttir sem
bjuggu í Mosdal í Önundarfirði.
Guðfinna var önnur í röð fimm
barna Sigríðar og Jóhannesar.
Eftirlifandi systkini
eru: Bjarney Stein-
unn, gift Guðmundi
Sveini Haraldssyni,
Kári Ævar, giftur
Öldu Bjarnadóttur,
Gíslína Jónína, gift
Guðfinni Sigurvins-
syni.
Kristján Jón yngsti
lést 2006 og var gift-
ur Sólveigu Dalrósu
Kjartansdóttur sem
lést 2005
Guðfinna kvæntist
Heiðari Georgssyni
23. nóvember 1963, f. 17.8. 1934, d.
24.8. 2008.
Þau áttu eina dóttur, Heiðu Björk
Heiðarsdóttir f. 2.5. 1964.
Heiða Björk á tvær dætur, Kar-
enu f. 4.8. 1980. Karen á 3 börn,
Heiðar Aron, Jennýju Björk og
Kjartan Þóri. Brynja Dögg, f. 18.12.
1985. Hún á soninn Sigurð Frey.
Útförin fer fram frá Keflavík-
urkirkju í dag, þriðjudaginn
21.apríl og hefst athöfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
Komið er að kveðjustund. Lífs-
göngu Gógóar er lokið. Ganga sem
var ekki alltaf auðveld. Gógó glímdi
meira og minna allt sitt líf við veik-
indi, sem hún gaf þó aldrei mikið
vægi eða lét hafa of mikil áhrif á sín
daglegu störf.
Það sem öðru fremur einkenndi
Gógó var hversu jákvæð, skapgóð
og dugleg hún var. Viðhorf hennar
til lífsins kenndi mér mikið. Til
dæmis hversu ánægð hún var með
allt sem hún átti. Litla húsið hennar
við Heiðarveginn var henni afar
kært og fékk hún aldrei nóg af því
að mála, breyta og bæta þar. Nú
síðast fyrir jól dró hún til húsgögn
og breytti í litlu stofunni sinni. Þeg-
ar ég spurði hana hvernig hún hefði
farið að þessu, þar sem mátturinn
var ekki mikill, svaraði hún kankvís:
„Ég hvíldi mig á milli stóla.“ Ef
Gógó var að fara eitthvað út var hún
ekki að vandræðast með í hverju
hún ætti að fara. „Ég fer bara í fal-
lega hvíta pilsinu mínu og frakk-
anum frá henni mömmu.“
Við fórum stundum saman í búð-
ina og voru það ánægjustundir okk-
ar beggja. Mikið hlegið og sprellað.
Mér er sérstaklega minnisstæð ein
slík ferð sem við fórum nýlega í
Bónus. Þegar við vorum að fara
heyri ég skyndilega eitthvert tíst og
lít á Gógó. Mér brá mér heldur bet-
ur við þá sjón, þarna situr hún renn-
blaut í framan með sápufroðu í aug-
um og munni og skellihlær! Ég
hafði sett rúðupissið á og vildi ekki
betur til en svo að það fauk allt
framan í hana þegar hún settist inn
í bíllinn. Hún hafði svo gaman af að
hún skellihló og mátti ekki mæla
fyrr en við vorum komnar að Njarð-
víkursjoppu frá Fitjum. Þegar við
komum í hlað á Heiðarveginum
kvaddi hún mig með því að segja að
ég hefði ekki getað skemmt sér bet-
ur. „Þetta dugir mér út vikuna,
Dæja mín,“ sagði hún enn flissandi.
Það flaug í gegnum huga mér að
sennilega hefðu flestir orðið frekar
pirraðir við slíka uppákomu, en ekki
hún Gógó.
Okkar síðasta búðarferð var farin
viku fyrir páska. Þá var hugur
hennar allur hjá litlu langömmu-
börnunum, þau urðu að fá sín
páskaegg. Amma ætlaði sko ekki að
klikka á því. Þegar við komum aftur
í bílinn sagði ég: „Gógó mín, þessi
ferð var farin meira af vilja en
mætti.“ Leit hún þá á mig og svar-
aði: „Já, ég viðurkenni það. En það
tókst!“
Að leiðarlokum vil ég þakka sam-
fylgdina og tryggðina í gegnum ár-
in, elsku Gógó mín. Far þú í friði.
Dagfríður Arnardóttir.
Eftir því sem ég verð eldri vex
með mér sú tilfinning að tilveran sé
í raun eitt stórt leikrit á leiksviði
lífsins. Í eigin lífi erum við sjálf að-
alleikarnir, vinir og vandamenn fara
með aukahlutverk og fólk á förnum
vegi er statistarnir. Hver og einn
hefur sínu hlutverki að gegna, bæði
í eigin sýningu og annarra.
Gógó þekkti sitt hlutverk út í ystu
æsar. Hún lét andstreymið aldrei
buga sig, heldur hélt áhorfandanum
við efnið sama hvað á gekk. Gógó,
sem við kölluðum líka stundum
Goggu frænku, var ótrúleg mann-
eskja. Hún sagði það enda oft sjálf:
„Ég veit það, ég er alveg ótrúleg.
Það segja það líka margir við mig:
Guðfinna, þú ert alveg ótrúleg!“ Og
það var hún svo sannarlega. Hún
barðist við krabbamein og veikindi
um áratuga skeið, og sama hversu
margar erfiðar aðgerðir voru gerð-
ar þá reis hún alltaf upp. Henni
fannst lífið of skemmtilegt.
Slík manneskja setur auðvitað
sterkan svip á líf annarra. Stríðn-
ispúkinn Guðfinna Jóhannesdóttir
réð jafnan för. Hún hafði þessa
glettni í augunum sem kom hreyf-
ingu á hlutina. „Sérðu þetta?“
spurði hún mig eitt sinn flissandi
þegar ég kom til hennar á Heið-
arveginn. Á veggnum hékk platti
frá barnabörnunum og á var ritað:
„Léttgeggjuð amma“. „Þau sjá mig
eins og ég er, Guðfinnur minn, ég er
léttgeggjuð og hef gaman af því!“
Húsið hennar á Heiðarveginum
er sennilega með minnstu húsum
sem ég hef komið í. Það breytti ekki
því að í hvert skipti sem ég leit inn
fékk ég leiðsöguferð um húsið. Gógó
elti ekki tískuna og keypti nýtt inn
eftir straumum og stefnum, heldur
málaði hún öll húsgögnin í þeim lit
sem henni fannst fallegastur hverju
sinni. Sennilega hefur innbúið í
gegnum tíðina verið í öllum regn-
bogans litum og rímaði það vel við
persónuleikann sem þar bjó.
Í heimsóknum tíndi hún til stafla
af ljósmyndum og sagði sögur af
langömmu og langafa á Flateyri,
sér og systkinum sínum. Hún ljóm-
aði í frásögninni, sem stundum gat
dregist á langinn. Ég var til dæmis
einu sinni alveg búinn að tapa þræð-
inum í sögunni af hringferð þeirra
Heiðars 1964. Hver svarthvít mynd-
in af annarri kom undan bunkanum
og þar með í smáatriðum sagan af
því þegar þau festu bílinn hér og
þar. Heiðar sjálfur var farinn að
ranghvolfa augunum við eldhús-
borðið þegar hún bar undir hann
eitthvert atriði sem hún var ekki
klár á. „Gógó mín, ég man þetta
ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði
hann og andvarpaði. „Nú nú, þykist
hann ekki muna …“ sagði Gogga þá,
hristi hausinn og hélt sögunni
ótrauð áfram. Ég þurfti að setja
höndina yfir munninn. Þetta var
óborganleg sena.
Hinsta kveðjan var í hennar anda.
Fyrir skömmu hringdi hún heim í
Rúnar bróður og við lok samtalsins
sagði hún: „Segðu Guffa mínum að
vitleysingurinn á Heiðarveginum
biðji að heilsa.“ Slíkar kveðjur frá
Goggu frænku vöktu bros á vör og
hlýju í hjarta. Nú er tjaldið fallið og
stórleikkona gengin af sviðinu. Hún
kvaddi á páskunum, tíma uppris-
unnar. Þegar lífið sigraði dauðann.
Að vanda átti hún síðasta orðið, síð-
asta brandarann.
Guðfinnur Sigurvinsson.
Elsku Gógó mín, ekki grunaði
mig þegar við fórum um daginn að
kaupa kápuna sem þig var búið að
langa svo lengi í, að þetta yrði okkar
síðasta verslunarferð. Þó ég vissi
hve alvarleg veikindi þín væru óraði
mig ekki fyrir hve stutt þú ættir eft-
ir. Alltaf barstu þig vel, svo sæt og
fín, hvort sem þú varst að dunda í
fallega garðinum þínum eða á leið út
í búð.
Okkar góðu kynni hófust þegar
ég og fjölskylda mín fluttumst vorið
2001 í næsta hús við ykkur Heiðar.
Það voru ófá skiptin sem við spjöll-
uðum yfir girðinguna eða sátum yfir
kaffibolla. Ekki var það sjaldan sem
þú laumaðir yfir sælgæti eða köku-
sneið til barna okkar. Enda varstu í
þeirra augum eins konar amma.
Ég veit að að nú líður þér betur
og ert komin á góðan stað til hans
Heiðars, sem tekið hefur vel á móti
þér.
Þakka þér, elsku Gógó, fyrir góð-
ar samverustundir og þín verður
sárt saknað.
Ég votta Heiðu, Karen Guðfinnu,
Brynju Dögg og fjölskyldum þeirra
innilega samúð.
Drottinn er nálægur öllum,
sem ákalla hann, öllum,
sem ákalla hann í einlægni.
(Sálm. 145.18).
Laufey Vilmundardóttir
og fjölskylda.
Hversu oft hef á bankað á
gluggann hjá þér seint um kvöld, þú
opnað dyrnar og tekið á móti mér
með kossi? Hversu oft hef ég skriðið
upp í fangið á þér og grátið? Orð þín
hugguðu mig ætíð og gáfu mér von.
Ég sit nú og reyni að koma niður á
blað hvað þú varst mér, hlusta á lög
sem endalausar minningar eru
tengdar við en orðin týnast bara
með tárunum sem ryðjast fram og
ég er bara litla stelpan sem bankaði
á gluggann, nema það er engin
amma sem huggar mig.
Ég held ég hafi verið 4 ára þegar
ég læddist fyrst, af óteljandi skipt-
um að heiman og kom í litla húsið
þitt, þar leið mér alltaf best. Hjá
ykkur var ég litla stelpan ykkar,
alla tíð. Ég átti alltaf heimili hjá
ykkur, alveg sama hvað. Þú sagðir
mér að ég mætti aldrei gleyma því
hvað þú elskaðir mig mikið, að afi
væri að passa upp á mig og þú
mundir aldrei fara langt frá mér.
Og ég veit að flestir sem þekkja
okkur vita hversu náin ég var ykkur
báðum. Og ég mun aldrei gleyma
því amma, ég lofa.
Ég veit að ég átti bestu ömmu í
heimi. Minningarnar eru óteljandi
og mér svo dýrmætar. Við höfum
sungið, hlegið og grátið saman. Það
var alveg sama hvað gekk á, alltaf
varstu til staðar. Þrátt fyrir öll þín
veikindi var lífsgleði þín og trú á
Guð alltaf sterk. Þú kenndir mér
ungri að biðja og ég man eftir þér
að signa mig áður en ég fór í hrein-
an bol eftir bað. Það hef ég alla tíð
gert við ormana mína. Sagt þeim
sögur eins og þú sagðir mér. Núna
er það undir okkur stelpunum þín-
um komið að halda á lofti því sem
þið gáfuð okkur. Þannig munuð þið
bæði lifa áfram, með minningum og
venjum sem ganga áfram.
Ég veit að þið fylgist með okkur,
ég veit að þið verðið alltaf nálægt.
Ég veit að ég á ykkur alltaf að. En
ofboðslega finnst mér sárt að geta
ekki knúsað þig, eiga eftir að gera
svo margt og ekki geta séð þig
brosa. Húsið ykkar stendur autt, en
við stelpurnar ætlum að halda sál-
inni lifandi í því. Ekki hafa áhyggj-
ur. Við hugsum um garðinn þinn.
Ég ætla að stelast í jarðarberin þín,
eins og alltaf, klippa asskotas rósa-
runnann og hreinsa beðin. Hlusta á
Kenny Rogers, syngja með og von-
andi brosa og hlæja, því það mundir
þú vilja.
Það er nokkuð ljóst að litla fjöl-
skyldan mín hefur heldur betur
minnkað, það er mikið sem vantar
þegar þið eruð bæði farin. Ég veit
ekki hvernig lífið á að verða án ykk-
ar en það hlýtur að koma í ljós. Ég
vona bara af öllu hjarta að þið tvö
fylgist með í fjarska með bros á vör
og séuð stolt af því sem þið sjáið. Afi
búinn að finna giftingarhringinn
sinn, þú búin að pakka fyrir ykkur
bæði í töskuna. Draumarnir okkar,
amma, þú vissir þetta alveg. Þú
vildir hvíla þig, þér fannst komið
nóg. Enda ekki skrítið, þetta voru
mörg ár af veikindum, líf þitt var
þyrnum stráð. En alltaf stutt í
gleðina, það viðhorf ætla ég að
reyna að tileinka mér, elsku amma,
þótt ekki væri það annað.
Kysstu afa frá mér og hann þig.
Hvílið í friði bæði tvö.
Karen Guðfinna.
Ég er svo heppin að hafa fengið
að njóta foreldra minna langt fram
eftir fullorðinsárum. Engu að síður
líður mér svolítið eins og ég sé tólf
ára hérna að skrifa kveðjuorð til
móður minnar. Minningar næstum
fjörutíu og fimm ára komast ekki á
þetta blað en þær eru hérna allar, í
höfðinu á mér og í hjartanu.
Mamma og pabbi sáu mér fyrir allri
þeirri ást og umhyggju í uppeldinu
sem ég þurfti á að halda og rúmlega
það. Núna þegar þau eru bæði farin
með svona stuttu millibili líður mér
eins og ég sé í frjálsu falli.
Móðir mín, þessi litla fínlega
kona, var mun sterkari en líkams-
burðir gáfu til kynna. Þrátt fyrir öll
þau veikindi sem hún hefur þurft að
eiga við nánast alla ævi missti hún
aldrei getuna til að gleðjast og vera
einlæg.
Hún endaði öll símtöl á orðunum
„ég elska þig“. Hún þreyttist aldrei
á því að segja mér að fara varlega
áður en ég keyrði Reykjanesbraut-
ina. Ef ég hóstaði, sagði hún við mig
„ertu orðin kvefuð barn“. Hún varð
yfir sig stolt af litlum hversdags-
legum hlutum sem henni fannst ég
gera vel og hún dæmdi mig aldrei
fyrir það sem ég gerði ekki vel.
Hennar er og verður sárt saknað.
En ég kýs að trúa því að núna séu
mamma og pabbi aftur saman, heil-
brigð og glöð. Ég sé þau fyrir mér
dansa saman með þetta sérstaka
blik í augunum sem uppljóstraði
leyndarmálum um rómantík og ást
sem þau áttu sem ung hjón.
Heiða Björk.
Elsku amma mín, ég sakna þín
svo mikið, miklu meira en ég gerði
nokkurn tíma ráð fyrir að ég myndi
gera. Það var búið að segja mér oft
að þú myndir fara á næstu mán-
uðum en mér fannst þetta samt svo
óvænt og var engan veginn tilbúin.
Þú varst búin að vera veik svo lengi
að maður var víst bara orðin vanur
þeirri hugsun að þú kæmir alltaf
heim, alltaf. Þú áttir að gera það
núna líka. Mig langar svo að fá að
knúsa þig aftur og fá mér eina sígó
með þér og spjalla við þig í símann
klukkutímum saman bara til að
segja þér að ég elska þig.
Þú gast alltaf látið mig hlæja og
mér leið ekki neins staðar jafn vel
og þegar ég sat ein með þér inní
horninu þínu að spjalla við þig um
eitthvað sem enginn annar veit. Þú
varst án efa besta amma og
langamma í heimi, þú varst svo lífs-
glöð og sterk að ég dáist að þér og
er svo stolt að hafa átt þig sem
ömmu mína.
Ég mun alltaf sakna þín og sjá til
þess að Sigurður Freyr muni aldrei
gleyma þér. Bless elsku amma mín.
Brynja Dögg Brynjarsdóttir
Guðfinna
Jóhannesdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ANNA DÓRA HARÐARDÓTTIR,
Austurbergi 6,
lést á heimili sínu sunnudaginn 19. apríl.
Hjörleifur Einarsson,
Marta Ríkey Hjörleifsdóttir, Bragi Jónsson,
Sigurveig Hjörleifsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur
og tengdasonur,
GÍSLI ÞÓR REYNISSON,
Haukanesi 14,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 22. apríl kl. 15.00.
Anna Margrét Kristinsdóttir,
Gabríel Þór Gíslason,
Anna Fríða Gísladóttir,
Benjamín Ágúst Gíslason,
Katrín Rósa Gísladóttir,
Reynir Þorgrímsson, Rósa Guðbjörg Gísladóttir,
Einar Örn Reynisson,
Ingibjörg Reynisdóttir,Ólafur Tryggvason,
Ragnar Már Reynisson,
Elín Oddsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FRÍÐUR Á. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hjallaseli 55,
áður Gautlandi 7,
lést á dvalarheimilinu Seljahlíð föstudaginn
17. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hilmar Herbertsson, Bára Björgvinsdóttir,
Hans Herbertsson, Aldís Daníelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.