Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 30
Afi minn var góður
maður.
Hann var alltaf til
staðar þegar ég þurfti
á honum að halda.
Ég á fjöldamargar
góðar minningar frá því ég var lítill
strákur. Eins og til dæmis þegar ég
var lítill lásu hann og amma fyrir
mig til skiptis. Ég bað hann alltaf að
lesa fyrir mig sömu bókina aftur og
aftur, hún var um Hugin og Munin
(fugla Óðins). Við biðum báðir alltaf
spenntir eftir sama atriðinu, það er
einhvern veginn svona: „… Og litli
unginn dritaði í hreiðrið af spenn-
ingi.“ Við hlógum alltaf saman eins
og ég veit ekki hvað, og alltaf þegar
hann var búinn að lesa fyrir mig fór-
um við saman með bænirnar, og
gerðum það alveg þar til hann þurfti
að fara einn daginn upp á bráða-
deild.
Ég mun alltaf vera afa þakklátur
fyrir tíma okkar saman og góðar
minningar.
Kæri afi, hvíldu í Guðs friði, við
sjáumst hinum megin.
Kær kveðja, þinn nafni
Ketill Antoníus.
Við erum strax farin að sakna
símtalanna við Kela sem voru nokk-
uð tíð undanfarin ár.
Kæri frændi, og besti vinur – lát-
um hugann reika nokkra áratugi
aftur í tímann.
Okkur er minnisstætt fyrir nærri
fimm áratugum síðan. Þá var mikið í
húfi að ná saman heyjum austur á
Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hópur af
frændfólki kom saman til að hjálpa
til, þar á meðal Ketill Leósson,
frændi minn. Hann var umsvifalaust
settur á traktorinn. Keli gaf allt í
botn og fór geyst. Einhverjum var
starsýnt á aðfarirnar og sagði að
vonandi héngi strákurinn á drátt-
arvélinni! Ekki stoppaði Keli samt
fyrr en verkinu var lokið.
Eftir þennan dag varð prinsinn á
Kirkjubæ að viðurkenna að hann
var ekki ósérhlífnasti kúskurinn á
Suðurlandi.
Eftir að við fluttum til Reykjavík-
ur tókust með okkur meiri kynni
sem aldrei slitnuðu.
Við vorum mikið saman, spiluðum
borðtennis, bridge, og stunduðum
Ketill Leósson
✝ Ketill Leóssonfæddist á Lundi í
Kópavogi 23. október
1947. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 5. apríl sl.
Ketill var jarðsung-
inn frá Selfosskirkju
11. apríl sl.
Glaumbæ, svo fátt sé
á minnst.
Eina helgina var
óvenju gott veður.
Kom þá ferðahugur í
mannskapinn. Okkur
langaði á ball í Sjall-
ann á Akureyri. Keli
brá sér þá á næstu
bílasölu og festi kaup
á notuðum Moskovits.
Vinahópurinn tróð sér
inn í bílinn og svo var
lagt af stað til Akur-
eyrar.
Stuttu seinna upp-
götvaðist að bremsurör í annað aft-
urhjólið lak olíu. Keli bjargaði þessu
með því að aftengja rörið og setja
hnút á það. Þessi ferð varð okkur sú
eftirminnilegasta af öllum okkar
ferðalögum. Stundum tókst bíllinn á
loft, lenti á tveimur hjólum og fór í
hringi. En draumamaðurinn Keli
kom okkur öllum heim heilu og
höldnu. Eftir þessa ferð uppgötvaði
Keli sína flugmannshæfileika.
Gaman var að fylgjast með Kela
þegar hann komst með nefið í góða
bók. Þá varð hann gjörsamlega sam-
bandslaus við umhverfið. Þó reynt
væri að tala við hann eða ýta við
honum, þýddi það ekkert. Þannig
var hann í sínum eigin heimi. Við
gáfumst upp og létum hann í friði
þar til hann var tilbúinn í almennar
umræður.
Keli lærði smíðar, ljósmyndun, og
tók flugmannspróf. Kela lán var
þegar hann kynntist eftirlifandi
konu sinni, Rakel Gísladóttur. Eign-
uðust þau eina dóttur, Benediktu.
Hún á tvo syni, Ketil og Gabríel.
Ketill hefur síðan verið hjá ömmu
og afa og sannarlega hefur sólar-
geislinn dafnað vel hjá þeim. Fyrir
um 5 árum var Keli greindur með
alvarlegan sjúkdóm. Hann tók þess-
um slæmu fréttum með æðruleysi
og lét aldrei neinn bilbug á sér finn-
ast og barðist harðri baráttu þar til
yfir lauk.
Við vottum eiginkonu hans Rakel,
Benediktu, Katli, Gabriel, systkin-
um hans og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kæri frændi og besti vinur.
Með virðingu kveðjum þig, hetj-
una, Ketil Leósson
Herdís, Sturla og fjölskylda.
Fyrsta minning mín með Katli
frænda er mér minnisstæð. Þá sat
ég með honum fjögurra eða fimm
ára patti er hann vann á traktors-
gröfu við Fossheiði á Selfossi. Það
var upplifelsi fyrir lítinn dreng að
sitja við stjórntækin á gröfunni. Ég
leitaði eftir því að koma þar sem oft-
ast. Þessar minningar og margar
fleiri komu í hugann er ég heimsótti
frænda síðastliðinn föstudag. Þegar
ég kvaddi hann þennan dag bauð
mér í grun að fækka mundi fundum
okkar um sinn, svo mjög var af lífs-
krafti hans dregið. Tveimur dögum
síðar var hann allur.
Samskipti okkar Ketils voru mik-
il, mest framan af minni ævi er hann
bjó á Selfossi. Hann vann hjá föður
mínum um nokkurra áratuga skeið.
Á unglingsárum mínum starfaði ég
með honum hjá Samtaki hf. á Sel-
fossi. Þrátt fyrir að hafa ekki lokið
prófi í trésmíði tók hann snemma að
sér verkstjórn. Hann var vel liðinn
af vinnufélögum og eftirsótt að
vinna undir hans leiðsögn. Úrræða-
góður smiður og góður leiðbeinandi.
Hann hóf nám við Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi á tré-
smíðabraut í ársbyrjun 1986. Hugur
hans hafði lengi staðið til þess. Um
þriggja anna nám var að ræða. Það
þótti fjölskyldumanninum helst til
langur tími. Hann fór þess í stað á
námsvertíð, lauk öllu náminu á einni
önn. Ketill var þekktur fyrir dugnað
auk þess að vera mikill lestrarmað-
ur. Þessir eiginleikar hans og kostir
nýttust vel í náminu. 26. maí 1986
útskrifaðist hann prýddur verðlaun-
um og viðurkenningum. Af fimmtán
fögum lauk hann þrettán með ein-
kunnina A og fékk tvö B. Þessi ár-
angur hefur ekki verið leikinn eftir
og mér er til efs svo muni verða um
langa framtíð.
Árið 1995 var Katli og bræðrum
hans Árna og Jóni eftirminnilegt. Í
ársbyrjun eignuðust þeir sína fyrstu
afadrengi. Allir héldu þeir á litlu
drengjunum sínum undir skírn, allir
fengu þeir nafna, allir ljómuðu þeir
af stolti.
Ketill yngri ólst upp hluta ævi
sinnar hjá afa sínum og ömmu.
Hann varð augasteinn afa síns. Þeir
brölluðu margt saman og augljóst
að þeim leið vel í návist hvor annars.
Í árslok 2004 varð þess vart, að ekki
var allt með felldu um heilsu Ketils.
Kom í ljós við rannsókn að hann var
með krabbameini í nýra. Þessi veik-
indi mörkuðu djúp spor í líf hans. Í
rúm 4 ár átti hann í stöðugu stríði
við þennan vágest og hafði betur
ótrúlega lengi. Allan þennan tíma
bar hann harm sinn í hljóði og gerði
það besta úr öllu. Undir það síðasta
vissi hann að stríðið var úti og frek-
ari barátta vonlaus.
Rakel, Benediktu, Agli, Gabríel
og Katli votta ég samúð. Ég veit
það,Ketill yngri, að þú hefur átt erf-
iða daga með afa þínum undanfarið.
Það þarf sterk bein að sigrast á svo
erfiðri lífsreynslu og aðdáunarvert
að fylgjast með þér styðja mömmu
þína og ömmu á þessum erfiðu tím-
um. Munið öll að leita í fjársjóð
minninga til að létta undir þegar
sorgin sækir á ykkur. Minningin um
góðan eiginmann, föður og afa lifir
um ókomna tíð.
Leó Árnason.
Hvað bindur vorn hug við heimsins
glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum
straum,
þó dauðinn oss megi ei saka.
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en guð þau telur,
því heiðloftið sjálft er huliðstjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
En ástin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú,
oss finnst þar í eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Elsku Rakel, Benna, Egill, Ketill
og Gabríel.
Við, fjölskylda Egils, sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð og alla góða
vætti að vaka yfir ykkur og styrkja
á þessari sorgarstundu, nú og um
ókomna tíð.
Heiðrún Bára Jóhannesdóttir.
Nú sendir sólin út geisla sína til
að boða komu vors og síðan sumars
sem allir hafa beðið með óþreyju
eftir langan og dimman vetur. Þenn-
an árstíma elskaði vinur okkar, Ket-
ill Leósson. Útivera og öll tengsl við
náttúruna var hans líf og yndi. Þetta
vor sá hann upphafið hér meðal okk-
ar en restina sér hann annars staðar
frá. Hann yfirgaf okkur að morgni 5.
apríl eftir hetjulega baráttu við ill-
vígan sjúkdóm sem sigraði hann að
lokum. Ráðalaus var hann aldrei en
þennan vágest réð hann ekki við.
Margar voru gleðistundirnar og
margt var brasað saman. Það stóð
alltaf einhver úr vinahópnum í ein-
hverju, eins og að parketleggja,
færa til veggi og jafnvel byggja
heilu húsin og alltaf mætti vinurinn
til að leggja til hönd. Að einu leyti
var hann öðruvísi en við hinir. Hann
kom að hverju verki fyrir sig og
byrjaði þá alltaf á því að ganga
stórum skrefum umhverfis verkefn-
ið og hugsa, þá meinum við hugsa,
því það náðist ekkert samband við
hann á meðan, hann var þvílíkt ein-
beittur að við töldum að hann væri
að „save“ verkefnið inn í höfuðtöfl-
una. Svo ýtti hann bara á „enter“ og
allt var klappað og klárt. Verkið gat
hafist og hann var með allt á hreinu.
Skondinn var hann og skemmti-
legur og margt spaugilegt henti
okkur góðu félagana en þeim sögum
verður haldið vakandi um ókomin ár
í okkar einkasamkvæmum. En ein
er þó sagan sem við verðum að láta
flakka, því þetta atvik gat ekki hent
neinn nema vin okkar Ketil.
Félaginn var að vinna suður í
Reykjavík og þegar dagur var að
kvöldi kominn ók hann austur á Sel-
foss til síns heima og heim til kellu
sinnar. Þegar heim var komið skildi
Ketill ekkert í því að Rakel, hans
elskulega eiginkona var ekki heima,
og enginn matur á borðum. Þegar
hann var búinn að labba dágóða
stund um húsið rann allt í einu upp
fyrir honum að hann hafði gleymt
Rakel sinni í Reykjavík. Hún hafði
farið til Reykjavíkur til erinda og
hann átti svo að kippa henni með
þegar hann færi austur aftur. Rakel
greyið beið alltaf eftir honum á ein-
hverri bensínstöð og var búin að
bíða allan þennan tíma.
Svona ógleymanlegar sögur munu
verma og gleðja minningu okkar um
traustan og góðan vin. Rakel, Bene-
dikta, Ketill, Gabríel, Egill og aðrir
aðstandendur, við sendum ykkur
hug okkar og samúð og þökkum þá
einstöku ást og umhyggju sem Ket-
ill naut á erfiðum endaspretti með
ósk um að með tímanum megi sátt
og gleði ríkja í hjörtum ykkar um
framtíð alla. Guð geymi ykkur.
Kveðja
Þorvaldur, Birgir Árdal,
Sveinn, Sigurður Karlsson,
Gunnar Björnson og
Pétur póstur.
Pálmasunnudagsmorgunn. Ég
var á fótum eldsnemma enda ólgaði
náttúran utan við gluggann minn.
Logn og milt veður, sólarlaust og
himinninn þakinn hvítri skýjahulu.
Kyrrðin algjör ef frá er talinn seið-
andi niður sunnan úr flúðum Hvítár
– og fuglasöngurinn. Ég fór í laug-
ina og naut til fulls fyrstu teikna
vorsins. Þrösturinn sem nú er óðum
að tínast hingað uppeftir í skóginn
sinn, Þrastaskóg, söng fullum hálsi í
furutoppunum. Fyrsti hrossagaukur
vorsins var kominn og lék listir sín-
ar yfir höfði mér og hneggjaði dátt.
Mér fannst eins og auðnutittlingarn-
ir sem orðnir eru heimagangar eftir
vetur á fóðrum hjá mér fögnuðu
þessum sumarvinum sínum eftir
langan aðskilnað. Þeir létu a.m.k.
sitt ekki eftir liggja, sungu sem
aldrei fyrr og flögruðu grein af
grein í birkinu. Rop karranna að
huga að óðulum sínum endurómuðu
um allan skóg og krummi kominn í
varphug krunkaði á mæni nágrann-
ans.
Vestan yfir Ingólfsfjallið kom
hópur snæhvítra svana, fljúgandi
oddaflug og stefndi til fjalla. Í frelsið
og friðinn við íslensku heiðavötnin.
Álftirnar flugu tignarlega í austur-
átt þar til þær hurfu; runnu saman í
eitt með himninum. Einungis ómur
söngs þeirra líkastur himneskum
sönglúðrum hékk eftir, þessa heims,
um stund. Austurhiminninn rofnaði
sem snöggvast eins og til að opna
himingátt sína fyrir svanafylking-
unni. Og morgunsólin braust fram
úr rofinu með voldugum geislastöf-
um. Íslenskur vormorgunn eins og
hann gerist magnaðastur.
Svo var hringt. Það var Rakel. Við
Katla vissum bæði við hverju mátti
búast. Ástkær bróðir hennar, öð-
lingurinn mágur minn, vinur og
sálufélagi, Ketill, hafði kvatt þennan
heim fyrir stundu. Eftir langa og
hetjulega baráttu við þann sem eng-
inn fær sigrað. Æðrulaus til efstu
stundar.
Og allt sjónarspil morgunsins féll
nú á sinn stað. Hvílíkt svið til að
sameinast eilífðinni. En sú umgjörð
að mæta almættinu í. Þér var sann-
arlega búin tignarleg móttaka af
skapara þínum, félagi. Í heiðurs-
fylgd svananna hvítu og undir söng
þeirra inn í morgunljómann. Kon-
ungleg himnaför eins og þér hæfði.
Engin manngerð viðhöfn kemst í
hálfkvisti við þá sem náttúran býr
sínum.
Þannig mun ég geyma kveðju-
stundina þína.
Megir þú una í eilífum friði. Þín
verður sárlega saknað hér.
Rakel og Ketill yngri, Benedikta,
Egill og Gabríel, megið þið finna
styrk til að lifa ykkar lífi áfram án
hans.
Sigurjón.
Meira: mbl.is/minningar
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Stutt er mannanna vegferð og
vegferð þjóðanna.
Í klofnum fjallabálki handan við
húsaraðir sést
bergklukkan ganga, fyllt forneskju-
legri þögn.
Skáld og skoðari náttúrunnar
– þetta munum við ennþá –
undraðist djúp
tímans sem hann skynjaði skýrt í
kringum sig
við langferðalok er hann lyfti
augum til fjalla
enn að nýju, til hamragarða sem
hófust
járngráir hver af öðrum í háar
hæðir.
Og fyrir sjónum hans sundruðust
útveggir dagsins.
Einn
gegnt óradjúpi jarðtímans sat
hann nú
á strönd landsins, búinn endur-
fæddum augum.
(Hannes Pétursson.)
Saknaðarkveðja
Katla.
Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir
hvert skref
hvert fótmál sem ég steig, nú er
það horfið.
Á beru svæði leita augu mín
athvarfs.
Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi
mér eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust mér
að baki.
Horfið mitt skjól og hreinu,
svalandi skuggar.
Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég
sef
og hvarmar mínir brenna þegar ég
vaki.
(Hannes Pétursson.)
Elsku Rakel, Benedikta,
Egill, Ketill og Gabríel, okk-
ar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hekla, Linda, Valgarð,
Páll Þór og fjölskyldur.
HINSTA KVEÐJA
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minning-
argreinar ásamt frekari upplýs-
ingum.
Skilafrestur | Ef birta á minn-
ingargrein á útfarardegi verður
hún að berast fyrir hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út. Greinar, sem berast
eftir að útför hefur farið fram,
eftir tiltekinn skilafrests eða ef
útförin hefur verið gerð í kyrr-
þey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefn-
um.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein. Eng-
in lengdarmörk eru á greinum
sem birtast á vefnum. Hægt er
að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd er ráðlegt að senda hana á
netfangið minning@mbl.is og
láta umsjónarmenn minning-
argreina vita.
Minningargreinar