Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Sudoku
Frumstig
3 8 4
6 2 7
1
8 6 2
5 9 4 6
1 8
7 8 5
7 9 5 6
4 6 3
8 2 5
3
1 8 9
6 9 7 5
7 3
8 9
7 5 1
1 9 4
6 3 4
4
5 8 3
9 7 6 1
2 8
8 6 4
6 7 9
1 5
7 3 2 5
4 9 2 1 6 3 8 7 5
7 8 6 9 5 4 3 2 1
3 1 5 8 2 7 4 9 6
9 4 3 6 1 5 2 8 7
2 6 1 7 3 8 9 5 4
8 5 7 4 9 2 6 1 3
5 2 4 3 7 9 1 6 8
1 7 8 2 4 6 5 3 9
6 3 9 5 8 1 7 4 2
6 9 1 5 3 2 8 4 7
4 2 8 7 9 1 6 3 5
3 7 5 8 4 6 1 2 9
7 1 9 3 8 4 5 6 2
8 5 6 2 7 9 3 1 4
2 3 4 6 1 5 9 7 8
5 8 2 4 6 3 7 9 1
1 6 7 9 2 8 4 5 3
9 4 3 1 5 7 2 8 6
4 2 3 6 1 5 9 8 7
9 6 1 8 3 7 5 2 4
5 7 8 4 2 9 6 1 3
3 1 6 7 9 8 4 5 2
8 4 7 3 5 2 1 6 9
2 9 5 1 4 6 3 7 8
6 3 4 2 8 1 7 9 5
1 5 2 9 7 3 8 4 6
7 8 9 5 6 4 2 3 1
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 21. apríl, 111. dag-
ur ársins 2009
Orð dagsins: „Á því munu allir
þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar,
ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh.
13, 35.)
Víkverji var að ferma frumburðinnum helgina og heppnaðist sú at-
höfn að öllu leyti mjög vel, sem og
veislan á eftir í faðmi fjölskyldu og
vina. Stólræðan hjá prestinum var
góð, þar sem fermingarbörnin voru
m.a. minnt á þær skyldur og dyggðir
sem þau ættu að ástunda þegar kom-
ið væri út í alvöru lífsins. Kreppuna
bar að sjálfsögðu á góma og mik-
ilvægi trúarinnar og kirkjunnar við
þær erfiðu aðstæður. Eitthvað virtist
boðskapurinn fara fyrir ofan garð og
neðan hjá sumum fermingarbörnum,
eins og gengur, enda spennan og eft-
irvæntingin mikil í hug þeirra og
hjarta.
Talandi um skyldur þá hefur Vík-
verja nokkrum sinnum orðið hugsað í
vetur til eigin fermingarfræðslu fyrir
margt löngu, þegar læra þurfti utan-
bókar nokkra sálma og fara síðan
með ritningarorð í sjálfri ferming-
arathöfninni. Ekki varð Víkverji var
við að frumburður hans þyrfti að
leggja hið sama á sig, nema að læra
utan að trúarjátninguna, þó það nú
væri! En þegar komið var að sjálfri
athöfninni var ekki verið að flækja
hlutina. Fermingarbörnin þurftu að-
eins að segja já og amen á réttum
stöðum.
Víkverji viðurkennir fúslega að
hann er haldinn fortríðarþrá á háu
stigi, þar sem allt lítur út fyrir að
hafa verið miklu betra í gamla daga
en kröfurnar og aginn um leið meiri á
þeim tíma. Tímarnir hafa greinilega
breyst og mennirnir með, og sjálf-
sagt er þetta bara öfund út í frum-
burðinn fyrir að hafa ekki þurft að
fara með ritningarorð í fermingunni.
x x x
Frá fermingu til kosninga. Vík-verji hefur ekki gert upp hug
sinn um hvað eigi að kjósa á laug-
ardaginn. Allt virðist þetta vera sama
tóbakið. Ein hreyfing hefur verið
talsvert í sviðsljósinu, Lýðræð-
ishreyfing Ástþórs Magnússonar,
sem leggur RÚV nánast í einelti.
Líkast til þorði landskjörstjórn ekki
annað en að hleypa karlinum í gegn,
af ótta við kosningaeftirlitsnefnd
ÖSE sem hér er stödd. víkverji@m-
bl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 mótgengur, 8
hörfar, 9 þyngdarein-
ingar, 10 tala, 11 jarði,
13 sefaði, 15 þráðar, 18
dreng, 21 afkvæmi, 22
detta, 23 smáaldan, 24
miskunnarleysið.
Lóðrétt | 2 hráslagi, 3
dimmviðri, 4 yfirhafnir,
5 systir, 6 torveld, 7 fífl,
12 smáger, 14 títt, 15
Freyjuheiti, 16 kvabba
um, 17 vik, 18 lítil saur-
kúla, 19 þvættingi, 20
þekkt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 blíða, 4 sígur, 7 asann, 8 náðug, 9 agn, 11 alda,
13 uggs, 14 umber, 15 sálm, 17 traf, 20 kal, 22 eyrun, 23
jaðar, 24 lúrir, 25 narra.
Lóðrétt: 1 blaka, 2 íhald, 3 Anna, 4 senn, 5 geðug, 6
regns, 10 gubba, 12 aum, 13 urt, 15 spell, 16 lærir, 18
riðar, 19 forna, 20 knár, 21 ljón.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. e3 e6 4. c4 c6 5.
Rc3 Be7 6. Rf3 Rbd7 7. Hc1 0-0 8. Bd3
dxc4 9. Bxc4 b5 10. Bd3 a6 11. Bxf6 Rxf6
12. a4 Bb7 13. 0-0 Hc8 14. De2 Db6 15.
Rd2 c5 16. axb5 cxd4 17. bxa6 dxc3 18.
axb7 Hc7 19. bxc3 Dxb7 20. Rf3 Re4 21.
c4 Rc5 22. Bc2 Bf6 23. Rd4 Hd8 24. Rb5
Hcd7
Staðan kom upp á alþjóðlega Reykja-
víkurskákmótinu sem lauk fyrir nokkru
í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús-
inu. Þýski alþjóðlegi meistarinn Dennis
Braeder (2.427) hafði hvítt gegn Vigfúsi
Ó. Vigfússyni (2.027). 25. Bxh7+! Kf8
svartur hefði einnig staðið höllum fæti
eftir 25. …Kxh7 26. Dh5+. 26. Bc2 Hd2
27. Dh5 Dc6 28. Hfd1 g6 29. Dg4 Bb2
30. Hb1 Re4 31. Hxd2 Rxd2 32. Hxb2
Rxc4 33. Hb1 Rd2 34. Rd4 Dc3 35. Hd1
e5 36. Dg5 He8 37. Ba4 He7 38. Df6
Hc7 39. Re6+ og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sjónarspil.
Norður
♠K1073
♥752
♦G9642
♣8
Vestur Austur
♠62 ♠984
♥ÁG4 ♥D1096
♦873 ♦105
♣K10753 ♣ÁG96
Suður
♠ÁDG5
♥K83
♦ÁKD
♣D42
Suður spilar 4♠.
Lauf upp á ás og hjarta um hæl jarð-
ar samninginn í snarhasti, en vestur er
kjarklaus og trompar út. Hvernig á
sagnhafi að nýta tækifærið?
Vandinn er stíflan í tíglinum. Það
væri afhjúpandi spilamennska að taka
þrisvar tromp, spila ♦Á-K-D og gefa
síðan slag á lauf. Þá þarf engan snilling
í austursætinu til að spila ♥10 í gegn-
um kónginn. Önnur nálgun og betri er
að taka fyrsta slaginn á ♠10 í borði og
spila strax laufi í þeirri von að vörnin
trompi aftur út. Best af öllu er þó að
setja á svið smá blekkingarleik. Sagn-
hafi tekur fyrsta slaginn heima og
leggur niður ♦Á-K. Fer svo inn í borð
á ♠10 og spilar þaðan tígli eins og hann
ætli að trompa. Austur þarf að vera í
meira lagi tortrygginn til að stinga í
þann slag.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þér mun finnast þú valdaminni en
þú ert ef þú berð þig saman við aðra.
Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Áttu við vandamál að stríða?
Reyndu að nálgast það líkamlega í stað
andlega. Njóttu góðra stunda með öðrum
og þiggðu öll boð sem þér berast. Taktu
til þinna ráða.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú hefur rétt til að skipta um
skoðun, og það muntu gera oft eftir að þú
ferð að endurskoða forgangsröðina. Ein-
hvers konar endurnýjun er nauðsynleg
þótt engar stórbreytingar eigi sér stað.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er í góðu lagi að hafa áhrif á
fólk með framkomu sinni ef þú bara gætir
þess að fæla það ekki frá við nánari kynni.
Ekki gefast upp núna.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Eitthvað veldur þér áhyggjum í dag
og óróleiki gerir vart við sig. Þótt þú
reynir að tala skýrt muntu verða mis-
skilin/n.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Samstarfsmaður kemur til þín með
áætlun sem hentar honum mjög vel en
ekki þér. Mundu að þú verður auðvitað
sjálfur að leggja þitt af mörkum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Orka þín er lífleg, þú laðar að þér
aðdáanda sem eltist við þig án ótta og
jafnvel af of mikilli ákefð, fyrir þinn
smekk. Ekki láta hann reka á reiðanum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Sporðdrekinn vinnur af mýkt
innan kröfuharðrar stofnunar. En þér er
óhætt að treysta eðlisávísun þinni í bland
við hæfilegan skammt af raunsæi. Láttu
ekki aðra stjórna lífi þínu.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Gættu þess að setja annað fólk
ekki á of háan stall. Hið sama gildir um
áætlanir þínar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það þýðir ekki að stinga hausn-
um í sandinn eins og strútur. Hlustaðu á
ráð og tillögur annarra þótt sumar þeirra
virðist ankannalegar í fyrstu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur unnið þér hylli vegna
verka þinna og allar líkur eru á því að þér
bjóðist gull og grænir skógar. Forðastu
því allar fjárfestingar og gerðu nákvæm-
ar áætlanir sem þú svo ferð eftir.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Nú er kominn tími fyrir fiskinn að
finna sér hjálp sem getur létt undir í dag-
legu amstri. Spjallaðu við fyndnustu
manneskju sem þú þekkir.
Stjörnuspá
21. apríl 1648
Svo mikil snjókoma var á Suð-
vesturlandi að snjór var „í
mitti á sléttlendi“, eins og sagt
var í Setbergsannál.
21. apríl 1800
Sex bátar úr Staðarsveit og
Bjarneyjum á Breiðafirði fór-
ust í miklu norðanveðri og
með þeim 37 manns.
21. apríl 1919
Sænsk kvikmynd um Fjalla-
Eyvind, eftir sögu Jóhanns
Sigurjónssonar, var frumsýnd
í Gamla bíói, á annan í pásk-
um. „Eru sýningarnar mjög
skrautlegar,“ sagði í Lög-
réttu. „Yfirleitt er mesta
ánægja að myndinni,“ sagði í
Tímanum.
21. apríl 1951
Mikil snjóþyngsli voru á Eski-
firði. Tíminn sagði frá því að
sum hús hefðu verið alveg á
kafi og margir hefðu grafið
göng gegnum skaflana. Einn
gróf tvenn göng og „eru þau
notuð á víxl eftir því hver
vindáttin er. Eru önnur göng-
in 16 metra löng en hin 14
metra“.
21. apríl 1971
Fyrstu handritin komu til
landsins frá Danmörku með
herskipinu Vædderen. Þetta
voru Flateyjarbók og Kon-
ungsbók Eddukvæða. Alls
voru afhent 1.807 handrit, þau
síðustu í júní 1997.
21. apríl 2002
Íslenska ríkið festi kaup á
Gljúfrasteini og listaverk-
unum sem prýddu heimili
Halldórs og Auðar Laxness.
Ekkja nóbelsskáldsins gaf rík-
inu allt innbú, bókasafn, hand-
rit o.fl.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
„ÉG held að eftirminnilegasti afmælisdagurinn
hljóti að vera þegar ég var 8 eða 9 ára því það
mættu allir í afmælið nema afmælisbarnið. Hann
gleymdi sér og fór út á sjó með trillusjómanni og
mundi ekki eftir afmælisdeginum sínum fyrr en
allir veislugestirnir fóru að leita að honum, m.a.
niðri á bryggju. Þá var svo miklu skemmtilegra að
fara út á sjó en að vera í pylsupartíi heima,“ segir
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem
er fimmtugur í dag. Lúðvík mun vonandi ekki
gleyma sér í dag þar sem hann og eiginkonan
Hanna Björk Lárusdóttir, sem einnig verður
fimmtug í ár, hafa skipulagt afmælisveislu með menningarlegri dag-
skrá fyrir vini og samstarfsfólk í lista- og menningarmiðstöðinni
Hafnarborg milli kl. 17 og 19 í dag.
Lúðvík er menntaður bakari og aðspurður segir hann aldrei að vita
nema hann hjálpi til við undirbúning veitinganna fyrir afmælið. Hann
er einnig með B.A.-gráðu í íslensku og bókmenntum og segir hann
námið sitja djúpt í sér. „Áhugamál mitt er fyrst og fremst bók-
menntir. Ég les eins mikið og ég get,“ segir Lúðvík en hann hefur
sjálfur skrifað fjórar bækur um sögu Hafnarfjarðar. ylfa@mbl.is
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri 50 ára
Gleymdi afmælinu sínu
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is