Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 mikið úrval af sófum og sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 tilboðsvika 10-50% afsláttur af völdum vörum Patti Húsgögn FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÁFORM Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra um frjálsar handfæraveiðar við strendur landsins, svokallaðar strandveiðar, hafa valdið því að eftirspurn eftir smábátum hef- ur stóraukist. „Síminn hefur ekki stoppað hjá okkur og við höfum hreinlega ekki getað sinnt nema hluta af símtöl- unum. Einn daginn voru 100 ósvöruð símtöl í símanum mínum,“ segir Heimir Gylfason hjá bátasölunni Bát- um og búnaði. Hámarksstærð báta, sem mega stunda strandveiðarnar, er 15 brúttó- tonn. Alls eru skráðir um 720 haffærir bátar undir þessum mörkum. Um 650 þessara báta hafa stundað fiskveiðar í atvinnuskyni á síðastliðnum árum. Varanlegar aflaheimildir eru bundnar við 350 þeirra en til viðbótar eru um 140 bátar með varanlegar aflaheim- ildir en eru ekki með gilt haffæri sem oftast er þá innlagt. Skemmtibátar skráðir? Til viðbótar er einhver fjöldi báta sem varanlegar aflaheimildir eru ekki bundnar við og ekki hafa gilt haffæri. Búast má við því að einhverjir þessara báta, t.d. bátar sem hafa verið notaðir sem skemmtibátar, verði skráðir inn í kerfið í von um að þeir fái leyfi til strandveiða. Heimir Gylfason segir að þeir hjá Bátum og búnaði hafi verið með mik- inn fjölda smábáta á skrá en ekki verði ljóst hvort þeir séu raunveru- lega til sölu fyrr en tilboð kemur. Nú hefur það gerst að enginn vill selja bátinn sinn vegna óvissu um hvert raunverulegt verðmæti þeirra er í kjölfar yfirlýsingar sjávarútvegs- ráðherra. Allir vilja bíða með að selja í von um að bátarnir hækki umtalsvert í verði. „Og það sem er verra er að margir seljendur hafa verið að rifta kaupsamningum sem hafa verið langt komnir, og jafnvel verið búið að greiða kaupverðið inn á vörslureikn- inga,“ segir Heimir. Hann segir að margir þeirra sem hafa hringt og spurst fyrir um báta séu tilbúnir að staðgreiða þá. Heimir segir að menn megi ekki gleyma því að strandveiðarnar séu enn á hugmyndastiginu og ekkert sé enn fast í hendi varðandi þær. Þá bendir hann á að mikil andstaða hafi komið fram við að afnema byggða- kvótann. Heimir segir að áhugi manna á því að kaupa smábáta hafi aukist strax í kjölfar bankahrunsins síðastliðið haust. Margir gamlir sjómenn hafi sýnt því áhuga að hefja útgerð að nýju. „En það sem hefur verið að ger- ast undanfarna daga er alveg með ólíkindum,“ segir hann. Þegar Seingrímur J. Sigfússon kynnti hugmyndir sínar um strand- veiðarnar sagði hann að þeim yrði í fyrstu komið á til reynslu. Síðan yrði metið hvernig til hefði tekist og fram- hald ákveðið. „Núverandi stjórn fiskveiða er gagnrýnd fyrir að erfitt sé fyrir nýja aðila að hefja veiðar í atvinnuskyni. Með strandveiðunum er opnað á tak- markaðar veiðar þeirra sem ekki þurfa að vera handhafar veiðiheim- ilda. Þannig er til að mynda ungu og áhugasömu fólki auðveldað að afla sér reynslu og þekkingar um leið og sveigjanleiki er aukinn,“ sagði m.a. í tilkynningu ráðherrans. Það á svo eftir að koma í ljós hvort unga fólkið notfærir sér þetta tæki- færi. Það mun kosta sitt að kaupa bát og búnað og borga af lánum vegna kaupanna. Þá er gert ráð fyrir að við- komandi þurfi að greiða „hóflegt leyf- isgjald“ eins og það er kallað, til að mæta eftirlits- og stjórnunarkostn- aði. Smábátar eftirsóttir  Eftirspurn eftir smábátum snarjókst þegar áform um frjálsar handfæraveiðar voru kynnt  Enginn vill selja TIL strandveiða á, samkvæmt hugmyndum Steingríms J. Sigfússonar, að ráðstafa þeim heimildum sem nú mynda byggðakvóta, þ.e.a.s. 6.127 tonnum af óslægðum botnfiski auk 2.500 tonna viðbótar sem ráðherra ákveður. Þetta magn á að mynda stofn strandveiðanna, en fyr- irmyndin er sótt í verklag við línuívilnun, sem nokkur reynsla er komin á og þykir hafa geng- ið vel, að mati ráðherrans. Samsetning byggðakvótans er sem hér segir: Þorskur 2.646 tonn, ýsa 1.893 tonn, ufsi 1.323 tonn og steinbítur 265 tonn. Samkvæmt þessu eru í kvótanum samtals 2.155 tonn af ýsu og steinbít, en þessar tegundir er ekki hægt að veiða á handfæri. Ekki hefur verið útfært hvernig hvernig tekið verður á þessum málum varðandi strandveiðarnar. Mögulegt er að færa inn í kvóta strandveiðanna meira af þorski og ufsa, en þær tegundir eru veiddar á handfærin. Ýsan og steinbíturinn yrðu þá væntanlega flutt í almenna kerfið. Það gæti hins vegar reynst flókið að út- færa þessar tilfærslur, að sögn þeirra sem til þekkja. Hluta byggðakvótans er ekki hægt að veiða á handfæri Morgunblaðið/Þorkell Bátaflotinn Búast má við því að allir smábátar verði á sjó dregnir ef strandveiðar verða að veruleika. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÉG HEF lengi verið á móti þessari tilskipun og tjáð mig um hana í ræðu og riti. Hún hefur hins vegar verið að taka miklum breytingum, meðal annars vegna þrýstings frá verka- lýðshreyfingunni í Evrópu,“ segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráð- herra um þjónustutilskipun Evrópu- sambandsins sem íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fresta að sam- þykkja, vegna þrýstings frá Vinstri grænum. Þjónustutilskipunin hefur fyrst og fremst verið umdeild fyrir þær sakir, að efasemdir hafa vaknað um að hún kunni að veikja félagslegar stoðir samfélaga. Þá hefur einnig verið um- deild svokölluð upprunalandsregla sem gerir ráð fyrir því að fyrirtæki sem starfa við farandverkefni, megi miða við kjarasamninga í heimalandi fyrirtækjanna sem eiga í hlut. Ögmundur hefur gagnrýnt þjón- ustutilskipunina harkalega á þingi. Hana má rekja aftur til ársins 2000 þegar samþykkt var á stefnumótun- arfundi ESB í Lissabon að gera EES-svæðið að öflugasta markaðs- svæði heims fyrir árið 2010. Sagði Ögmundur að í henni fælist tilraun til þess að markaðsvæða innviði fé- lagslegs velferðarkerfis, meðal ann- ars ákveðna þætti í heilbrigðis- og menntamálum. Ögmundur hefur meðal annars beint þeirri fyrirspurn til utanríkis- ráðherra, árið 2005, hvort neitunar- vald gagnvart tilskipuninni komi til greina. „Hefur ríkisstjórnin íhugað að beita neitunarvaldi gagnvart þjónustutilskipun Evrópusambands- ins ef hún verður samþykkt í núver- andi mynd?“ sagði í fyrirspurn Ög- mundar. Þá sagði hann einnig, 15. mars 2005, að íhuga ætti rækilega hvort segja ætti samningnum upp. Lengi verið á móti þjónustu- tilskipuninni Heilbrigðisráðherra vill vanda til verka Morgunblaðið/Golli Ögmundur Hefur lengi gagnrýnt þjónustutilskipun ESB. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Birtíngur deil- ir nú um starfslok við fyrrverandi blaðamann á DV, Jón Bjarka Magn- ússon. Hann lét af störfum eftir að frétt hans um fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans var stöðvuð og hann spilaði opinberlega hljóðritun af samtali við ritstjóra DV. Í janúar sendi hann Birtíngi bréf og krafðist greiðslu fyrir um tveggja vikna vinnuframlag, en fyrir sex vik- um fékk hann svar frá Lögmanns- stofu Hreins Loftssonar, eig- anda Birtíngs. „Þar er sagt að þeir muni fara í mál við mig og krefja mig um helminginn af uppsagnarfrest- inum, vegna þess að ég hefði hætt svo snögglega.“ Krafan yrði um greiðslu sem nemur launum hans á hálfum uppsagnar- fresti, vegna skaða sem félagið hefði orðið fyrir. Síðan þá hefur lítið gerst í málinu, en Jón Bjarki nýtur aðstoð- ar lögfræðings í málinu. „Ég ætla að halda þessu til streitu. Mér finnst al- veg ómögulegt að fá ekkert borgað fyrir vinnuna mína,“ segir hann. Elín Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Birtíngs, kvaðst að- spurð ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti en því að Birtíngur færi eftir gildandi vinnurétti í málinu og að ekki væru samskipti milli Birtíngs og Blaðamannafélags Íslands vegna þess. Félagið hefði allt sitt á hreinu í málinu. Fær ekki launin frá DV Neitað um tveggja vikna laun vegna sviplegra starfsloka Jón Bjarki Magnússon VEL er fylgst með fregnum af svínainflúensu í Mexíkó og Bandaríkjunum hér á landi, að sögn Haraldar Briem sóttvarn- arlæknis. En í gær var skólum lokað í Mexíkó- borg og nágrenni vegna skæðrar inflúensu. Hafa yfirvöld þar í landi sagt að um svínainflúensu sé að ræða og að minnst 16 hafi látist úr sjúk- dómnum undanfarnar vikur. Verið er að rannsaka 44 dauðsföll til við- bótar og talið er að rúmlega 900 veikst. „Það virðist ekki alveg staðfest hvað er að gerast í Mexíkó, en ef rétt reynist þá er það nokkuð sem við þurfum að vera virkilega á tánum yf- ir,“ segir Haraldur. Svínainflúensa er ekki ný af nál- inni og líkist um margt venjulegri inflúensu. En sé hún nú farin að ber- ast manna á milli þá sé það verulegt áhyggjuefni. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi fylgist vel með málinu. Spurður hvort einhver lyf hafi gefist vel við svínainflúensu, segir Harald- ur að lyf sem töluvert hafi verið keypt af hingað til lands til að eiga sem vörn við inflúensuheimsfaraldri virðist duga vel. Á fréttavef BBC í gær kom fram að í Kaliforníu og Texas í Bandaríkj- unum hafi sjö manns greinst með nýtt afbrigði af svínainflúensu, en allir hafi náð sér. Bandaríska sótt- varnaeftirlitið fylgist vel með málinu og talið er að boðað verði til neyð- arfundar hjá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni vegna málsins nú um helgina. Sama erfðafræðilega upp- bygging virðist í veirunni sem greinst hefur í Bandaríkjunum og í 7 af 14 sýnum sem tekin voru í Mexíkó. annaei@mbl.is | 30 Fylgjast vel með svínainflúensu Haraldur Briem Alvarlegt mál berist hún milli manna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.