Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 10

Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Vinstri grænir koma einhverrahluta vegna alltaf upp um sitt rétta eðli rétt fyrir kosningar. Og nú hafa þeir gert það þriðja sinni í vik- unni.     Fjórum dögum fyrir kosningar gafSteingrímur J. Sigfússon til kynna að hann langaði til að þjóð- nýta Icelandair.     Þremur dögumfyrir kosn- ingar lýsti Kol- brún Halldórs- dóttir yfir megnri andúð á því að Ís- land nýtti sér þær olíuauðlindir, sem kann að vera að finna á Dreka- svæðinu.     Í gær, daginn fyrir kosningar,stöðvuðu svo ráðherrar VG á rík- isstjórnarfundi afgreiðslu þjónustu- tilskipunar ESB, sem taka átti upp í EES-samninginn.     Ögmundur Jónasson heilbrigðis-ráðherra vill kaupa sér tíma, undir því yfirskini að senda þurfi málið til umsagnar hagsmunaaðila. Kannski til BSRB?     VG hefur áður ályktað að Íslandeigi að beita neitunarvaldi gegn tilskipuninni. Ögmundur sagði í þingræðu að færi tilskipunin í gegn, ætti að íhuga að segja upp EES- samningnum.     Það er nokkuð ljóst hvað Vinstrigrænir eru að gera með þessu síðasta útspili sínu fyrir kosningar. Þeir eru að segja við Samfylk- inguna: Haldið ykkur á mottunni í ESB-málinu. Þið megið bara þakka fyrir að við beitum ekki neit- unarvaldi eftir kosningar og setjum sjálfan EES-samninginn í uppnám.     Þetta verður frábær vinstristjórn. Ögmundur Jónasson Allt er þegar þrennt er Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 4 léttskýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Bolungarvík -2 snjókoma Brussel 18 léttskýjað Madríd 24 léttskýjað Akureyri 3 skýjað Dublin 9 skúrir Barcelona 18 heiðskírt Egilsstaðir 8 skýjað Glasgow 14 skýjað Mallorca 21 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 9 skýjað London 17 heiðskírt Róm 20 léttskýjað Nuuk 0 alskýjað París 18 heiðskírt Aþena 18 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 18 heiðskírt Winnipeg 3 skýjað Ósló 16 heiðskírt Hamborg 19 heiðskírt Montreal 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Berlín 19 heiðskírt New York 16 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Vín 18 léttskýjað Chicago 24 léttskýjað Helsinki 13 heiðskírt Moskva 11 skýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 25. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.17 0,3 6.17 3,8 12.29 0,1 18.37 4,1 5:20 21:33 ÍSAFJÖRÐUR 2.23 0,1 8.14 2,0 14.38 -0,0 20.35 2,1 5:11 21:51 SIGLUFJÖRÐUR 4.23 0,0 10.44 1,2 16.42 0,1 22.55 1,2 4:54 21:34 DJÚPIVOGUR 3.32 2,0 9.34 0,3 15.49 2,3 22.06 0,3 4:46 21:05 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag og mánudag Austlæg átt, 5-10 m/s, en hvassari með suðurströndinni. Víða dálítil væta og hiti 0 til 7 stig. Á þriðjudag Suðaustlæga átt og rigning sunnan- og vestantil, annars úrkomulítið. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag og fimmtudag Austlægar áttir með vætu um landið sunnan- og austanvert, annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg átt og víða bjart- viðri, síst norðaustan til. GYLFI Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að þó að ef til vill sé ekki of seint að breyta áformum um endurskipulagningu bankanna þannig að ríkið kaupi aðeins innistæðurnar, líkt og Jón G. Jónsson lagði til í grein í Morgunblaðinu í gær, sé slík breyting ólíkleg. Unnið hafi verið eftir öðru við- miði frá því í haust og rætt við lánardrottna og fleiri í samræmi við það. Það gæti verið erfitt og tímafrekt að fá erlenda kröfuhafa til að sætta sig við slíka breytingu sem jafngilti 90° beygju eða jafnvel U-beygju „Mér finnst frekar ólíklegt að þetta verði gert en það bíður nú reyndar nýrrar ríkisstjórnar að ákveða það.“ Í greininni varar Jón mjög við afleiðingum þess að endur- reistir bankar verði of stórir. „Ég er ekki viss um að það fari illa þó að ríkið eignist hlut í bönkunum eins og stefnt hefur verið að undanfarna mánuði. Það hefur verið lögð mikil vinna í að meta eignirnar og það mat virðist vera skynsamlegt þannig að ef rétt er að málum staðið, ættu bankarnir að vera með sæmilega heilbrigðan efnahagsreikning og þess vegna gæti ríkið lagt þeim til fé, án þess að stór hluti þess tapist,“ sagði Gylfi. Hann tók fram að grein Jóns væri góð og hann væri sammála mörgu sem þar kæmi fram, þó ekki öllu. Gylfi benti á að ef bankarnir yrðu mjög litlir yrðu þeir veigaminni og ættu erfiðara með að þjónusta íslenskt atvinnulíf sem hefði ekki aðgang að erlendu fjármagni. Raunar væri á mörkunum að þeir væru nógu stórir til að sinna bankaþjón- ustu við stærstu fyrirtæki landsins. runarp@mbl.is Bankarnir mega ekki vera of litlir Ekki of seint að umbylta endurreisn bankanna en ólíklegt að það verði gert Gylfi Magnússon Sauðárkrókur | Kaupfélag Skagfirð- inga fagnaði því á sumardaginn fyrsta að 120 ár voru liðin frá stofnun þess. Af þessu tilefni var ný verk- stæðisbygging á Sauðárkróki tekin formlega í notkun. Öllum hér- aðsbúum var boðið til afmælisfagn- aðar í byggingunni. Þar var hátíð- ardagskrá með söng, hljóðfæraleik og ávörpum auk þess sem Jón Að- alsteinn Baldvinsson vígslubiskup flutti blessunarorð. Nýja húsið er 3.560 fermetrar. Þar verða til húsa bílaverkstæði og rafmagnsverkstæði. Húsið er byggt áfast við Vélaverk- stæði kaupfélagsins og verða þar með þessi þrjú verkstæði öll undir sama þaki. Hér er um hreina byltingu að ræða fyrir starfsmenn verkstæðanna en þau hafa búið við þröngan og óhentugan húsakost um árabil. Hönnuður verkstæðishússins er Bjarni Reykjalín en aðalverktaki var Friðrik Jónsson e.h.f. á Sauðárkróki. Í tilefni af afmælinu færði kaup- félagið Heilbrigðisstofnuninni á Sauðákróki 12 milljónir kr. að gjöf. Einnig var við þetta tækifæri frum- flutt lag um kaupfélagið. Álftagerð- isbræður sungu við undirleik Stefáns R. Gislasonar. Höfundur lagsins er Geirmundur Valtýsson og Guð- brandur Þ. Guðbrandsson samdi texta. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Gjöf Hafsteinn Sæmundsson og Örn Ragnarsson veittu viðtöku gjafabréfi úr hendi Stefáns Guðmundssonar, stjórnarformanns Kaupfélagsins. Bygging blessuð, gjafir gefnar og lag frumflutt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.