Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 36

Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 36
Lýti eða list? Skiptar skoðanir eru um veggjakrot en það á vart heima nokkurs staðar nema með samþykki. Ljósmynd/Garðar Eðvaldsson Eftir Garðar Eðvaldsson, Poulu Rós Mittelstein og Sunnu Celeste Ross Egilsstaðir | Undanfarnar vikur hafa íbúar á Egils- stöðum tekið eftir því að veggjakrot er farið að sjást á veggjum í bænum. Eitthvað sem hingað til hefur verið óþekkt vandamál. Að sögn Óskars Bjartmarz yfirlögregluþjóns hefur nokkuð borið á skemmdarverkum undanfarið, þar á meðal veggjakroti. Þrjú til fjögur mál varðandi veggjakrot hafa komið á borð lögreglunnar á Egils- stöðum á þessu ári. Óskar segir tímabært að bregðast við: „Það verður að stöðva þetta.“ Að sögn Soffíu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði, hafa engar kvartanir varðandi veggjakrot borist til bæjarstjórnarinnar og sagðist hún ekki telja veggjakrot vera vandamál á Egils- stöðum. Veggjakrot er leyft í bragga Sláturhússins, sem er menningarmiðstöð ungmenna á Fljótsdalshér- aði. Að mati Soffíu ættu fleiri slíkir staðir að vera í boði. Halldór B. Warén sláturhússtjóri segir sumt veggja- krot mjög flott en tekur þó fram að það eigi ekki við um það sem blasi við fólki á förnum vegi. „Það er bara eitthvert krot.“ Ólöglegt veggjakrot, eins og að þekja eignir ann- arra án leyfis, jafngildi því að brjóta rúðu eða brjótast inn í hús. Það eigi að taka eins á slíkum málum og öðrum lögbrotum. Að hans mati á auðvitað að bjóða upp á sérstaka veggi fyrir þá sem vilja spreyta sig. Hann segist hafa verið spurður hvort það væri í lagi að krota á ákveðinn gám í miðbæ Egilsstaða. „Ég er viss um að ef ég hefði sagt nei hefðu þeir ábyggilega gert það!“ segir Halldór og hlær. „Það verður að stöðva þetta“ Farið að bera á veggjakroti á Egilsstöðum Höfundar eru þátttakendur í fréttaritaranámskeiði UNICEF. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Reykjanesbær og ná- grannasveitarfélögin Garður, Grindavík og Sandgerði taka nú þátt í hátíðinni List án landamæra í fyrsta sinn en hún er haldin víða um land um þessar mundir. Á hátíðinni vinna fatlaðir og ófatlaðir saman við listsköpun af ýmsum toga. Opnunar- hátíðarnar í sveitarfélögunum 4 á Suðurnesjum voru mjög vel sóttar. List án landamæra var hleypt af stokkunum á Evrópuári fatlaðra árið 2003 og fékk svo góðar viðtökur að hún hefur verið haldin árlega síðan. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður þá múra sem mannfólkið hefur tilhneigingu til að byggja milli fatl- aðra og ófatlaðra með því að sameina þessa hópa í listinni. Slíkt leiðir til meiri skilnings milli fólks, samfélag- inu til góðs. Garðmenn riðu á vaðið á Suður- nesjum með opnunarhátíð Gaman saman á bæjarskrifstofum sveitarfé- lagsins þar sem skólarnir og skamm- tímavistun fyrir fatlaða leiddu saman hesta sína. Sýningin stendur til 7. maí. Reykjanesbær, Sandgerði og Grindavík héldu sína dagskrá á sum- ardaginn fyrsta. Í Reykjanesbæ var þema opnunarhátíðarinnar Sumar- dagurinn fyrsti en þar voru gestir leiddir í allan sannleika um þetta sér- íslenska fyrirbæri, en sumardag- urinn fyrsti hefur verið haldinn há- tíðlegur frá örófi alda. Var það gert með tónlist, leikþáttum og upplestri undir leikstjórn Kristlaugar Sigurð- ardóttur rithöfundar, Kikku. Að opnunarhátíð lokinni var sýn- ingin Glerborgin opnuð í Bíósal Duushúsa og 3 einstaklingar opnuðu sýningu í Svarta pakkhúsinu. Verkin í Bíósalnum eru unnin undir hand- leiðslu Guðmundar R. Lúðvíkssonar en sýnendur eru 31 talsins. Sú sýn- ing stendur til mánudagsins 27. apríl en sýningin í Svarta pakkhúsinu til 30. apríl. Dagana 27.-30. apríl verður Lista- verkasýning í Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ en þar munu þjón- ustuþegar stöðvarinnar sýna verk sín. Christine Carr leikkona flutti ljóð- ið Sumardagurinn frysti eftir Þór- arin Eldjárn á opnunarhátíðinni í Reykjanesbæ við mikla kátínu gesta. Ljóðið er nokkuð einkennandi fyrir þá veðráttu sem gjarnan ríkir þenn- an fyrsta sumardag Íslendinga sem og skemmtilega kímni skáldsins. Menn elta sífellt ólar við öfl sem landið hrista: Enginn sá til sólar á sumardaginn fyrsta. Í veðri alveg óðu átti að halda daginn. Fánar stífir stóðu á stöngum víða um bæinn. Skrúðgöngurnar skröltu skjálfandi um stræti, í halarófu röltu og reyndu að sýna kæti. Mjóir menn og feitir marga hlutu gusu. Léku lúðrasveitir lög sem úti frusu. Múrar brotnir niður Gróðurinn lifnar við Leikþátturinn Vorlaukarnir var meðal dagskrárliða á opnunarhátíðinni í Reykjanesbæ og í kjölfarið fylgdi söngurinn Nú er sum- ar, gleðjist gumar. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.