Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 43
Umræðan 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 ÞEGAR horft er til þess að ástæða þess að boðað var til Alþingiskosninganna í dag, laug- ardag, tveimur árum fyrr en hefðbundið kjör- tímabil átti að renna út er bankahrunið sl. haust hefur verið ótrúlega lítið fjallað um raunverulegar orsakir þessa hruns. Glöggt er gests augað, segir í málshættinum. Fyrir nokkrum vikum skilaði finnskur banka- sérfræðingur, Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska fjármálaeftirlitsins, sem rík- isstjórn Geirs H. Haarde hafði fengið til þess að leggja mat á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi og gera tillögur um nauðsyn- legar úrbætur, skýrslu sinni, en matið er hluti af sam- komulagi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sér- fræðingurinn var einkum beðinn um að meta regluverk varðandi lausafjárstýringu, lán til tengdra aðila, stórar stöðutökur, krosseignarhald og loks mat á hæfi eigenda og stjórnenda. Í skýrslu Kaarlo Jännäri, sem birt var 30. mars sl., telur hann að hrun íslenska bankakerfisins megi rekja til fjölda þátta sem hægt væri að lýsa – eins og gert var í Noregi þegar bankakreppan þar í landi var metin – sem blöndu af slæmum bankarekstri, rangri efnahags- stefnu og óheppni þar sem alþjóðlega fjármálakreppan hafi í raun gert endanlega út um íslenska bankakerfið. Það hefði mátt búast við því að þessi greining og þau atriði sem fjallað er um í skýrslu finnska sérfræðings- ins hefðu orðið fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni. Nei, það er eins og menn hafi sammælst um að þegja þessa skýrslu í hel, alla vega forystumenn vinstristjórn- arinnar og Framsóknarflokksins. Það er reyndar ekki undarlegt í ljósi þess sem finnski sérfræðingurinn segir um aðdraganda banka- hrunsins. Hann tiltekur þrjú atriði sem meginástæðu bankahrunsins: Í fyrsta lagi afdrifarík mistök af hálfu stjórnenda bankanna sjálfra sem hafi farið út á braut afar áhættusamra viðskipta sem síðan reyndust loftból- ur. Þetta þýðir á mannamáli að stjórnendur bankanna beri meginábyrgðina á bankahruninu. Ekki stjórnvöld. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart enda í samræmi við bæði fyrri bankakreppur í öðrum löndum og það sem hefur verið að gerast í löndunum í kringum okkur að undanförnu.Um hvað snýst umræðan hér heima? Nei, það er varla minnst á ábyrgð eigenda bankanna heldur er reynt að skella allri skuldinni á tiltekinn flokk, í þessu tilviki á Sjálfstæðisflokkinn einan allra flokka. Þetta er auðvitað fjarstæða enda þarf ekki annað en skoða hverjir eru í forsvari fyrir þá auðjöfra sem settu íslenka banka- kerfið á hliðina til þess að sjá að þeir eru fæstir í stuðningsmannahópi Sjálfstæð- isflokksins. Alla vega ekki Jóhannes í Bón- us sem birti heilsíðuauglýsingu í Frétta- blaðinu fyrir síðustu kosningar þar sem hann hvatti landsmenn til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Eða sonur hans, Jón Ásgeir, sem varla þarf að hafa fleiri orð um. Í öðru lagi nefnir finnski sérfræðingurinn ákveðin hagstjórnarmistök sem einkum hafi falist í því að aðgerðir Íbúðalánasjóðs, í kjölfar hækk- unar lánshlutfallsins upp í 90% árið 2004 fyrir atbeina Framsóknarflokksins sem leiddi til innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn í miklu ríkari mæli en áður, hafi unnið gegn hagstjórnaraðgerðum Seðlabankans sem miðuðu að því að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Sömuleiðis telur hann að Fjármálaeftirlitið hafi ekki haft nægilega öflugar lagaheimildir til að hamla gegn útþenslu bankakerfisins. Í þriðja lagi nefnir hann hina alþjóðlegu fjár- málakreppu sem örlagavald í bankahruninu. Hann telur að ef ekki hefði komið til hinnar algjöru frystingar á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjármálarisans Lehman’s Brothers, um miðjan september sl. hefði íslenska bankakerfið hugs- anlega getað lifað af. Það vekur óneitanlega athygli, alla vega óháðra álitsgjafa, að finnski fjármálasérfræð- ingurinn nefnir Sjálfstæðisflokkinn hvergi á nafn sem sökudólg í bankahruninu. Ólíkt því sem sjálfskipaðir sérfræðingar og svokallaðir álitsgjafar þjóðarinnar hafa gert. Sem reyndar, við nánari skoðun, tilheyra ann- aðhvort Samfylkingunni eða Vinstri grænum, eða hvor- um tveggja. Staðreyndin er nefnilega sú að bankakreppan stafaði af óábyrgri hegðan stjórnenda bankanna og óeðlilega mikilli og óafsakanlegri áhættu- og græðgissókn þeirra. Það er þessi hegðan sem kom íslenska bankakerfinu á hausinn og það er þessi hegðan sem við þurfum að borga fyrir á næstu árum. Vonandi sjá þeir sem voru mestu gerendurnir í þessum hildarleik að sér í tæka tíð þannig að reikningurinn lendi ekki allur á íslenskum skattborgurum. En það krefst sjálfstæðrar og óháðrar umfjöllunar íslenskra fjölmiðla. Hvenær skyldi það ger- ast! Hver ber ábyrgð á bankahruninu? Eftir Ólöfu Nordal Ólöf Nordal Höfundur er alþingismaður. SUÐUR í Ástralíu á eyjunni Tasmaníu lifir skrýtin skepna. Þetta er rándýr og hrææta á stærð við hund og nefnist Tasmaníudjöf- ull. Þar syðra hefur mönnun löngum staðið ógn af þessari skepnu sem er þó í reynd meinlaus og lifir á hræjum og veikum dýrum. Borðsiðir djöfulsins eru hins vegar umdeildir. Hann finnur sér hræ eða skepnu sem veik er fyrir og drepur. Síðan étur hann sig inn í bráðina, yfirleitt stóra kengúru eða kú, og notar sem íverustað sinn svo lengi sem birgð- ir endast, dögum eða jafnvel vikum saman. Inni í hræinu nærist djöf- ullinn og gerir þarfir sínar þar til hann skríður út úr sundurétinni skepnunni þar sem húðin ein er eftir, full af djöflaskít. Fyrir 10 árum eða svo fóru menn að taka eftir sárum í trýni og munni þeirra tasmaníudjöfla sem fundust dauðir eða sáust á ferli. Eftir rannsóknir kom í ljós að hér var um að ræða nýtt og óþekkt krabbamein sem nú hefur lagst á 70-80% af stofninum og drepið. Líklegt er talið að þetta sérkennilega dýr verði að óbreyttu útdautt á næstu árum. En þess vegna er ég að segja frá örlögum og lífsháttum tasman- íudjöfulsins að þau minna að sumu leyti á íslenskt samfélag og við- skiptalíf í dag. Í stað þess að við- skiptalífið hafi byggt upp sam- félagið þá hefur það étið það að innan. Í stað þess að rækta auð- lindir okkar, þá hefur verið gengið á þær, í stað þess að skapa aukin verðmæti með mannviti okkar, þá hefur fjármunum okkar verið sólundað, langt um- fram eignir. Íslenskt viðskipta- og fjármálalíf skríður nú sem fárveik hrææta út úr hagkerfi landsins og er vart hugað líf. Eftir ligg- ur íslenskt efnahagslíf eins og dauður beljus- krokkur fullur af skít og verður það verkefni okk- ar allra næstu árin og áratugina að koma lífi aftur í þá kú . Slíkt verð- ur einungis gert með því að tryggja að viðskiptalífið komist aftur á lappirnar, ekki til að rústa samfélaginu og éta það aftur innan frá, heldur til að þjóna því í skap- andi uppbyggingu þar sem lang- tímahagnaður, sköpun nýrra starfa og samfélagsábyrgð verður ofar skammtímagróða. Sú vegferð er ómöguleg án þess að öðlast traust- an gjaldmiðil og tryggara umhverfi í rekstri og þar með samfélagi. Slíkt verður aðeins gert með aðild að ESB og upptöku evru. En fjármála- og stórfyrirtækin hafa ekki bara étið íslenskan efna- hag innan frá. Þau hafa einnig gert hið sama í stjórnmálum þar sem siðgæði einstakra flokka og frambjóðenda er eðlilega dregið í efa. Í því sambandi er rétt að minna kjósendur á að þeir hafa það vald að velja frambjóðendur út af þeim lista sem þeir kjósa með því að strika yfir þá frambjóð- endur listans sem þeir vantreysta og vilja ekki sem fulltrúa sína á Alþingi. Yfirstrikanir hafa ítrekað á undanförnum árum breytt miklu. Þessar kosningar snúast um að- ild að ESB og heiðarleika í stjórn- málum. Eftir Runólf Ágústsson Runólfur Ágústsson Höfundur er lögfræðingur og skólamaður. Tasmaníudjöflar Franskan er freistandi ! Alliance Française í Reykjavík Frönskuskóli – menningarmiðstöð - bókasafn Tryggvagötu 8 · S: 552 3870 alliance@af.is · www.af.is Franska „à la carte“ í Alliance Française: Almenn frönskunámskeið · Samtalsnámskeið · Einkatímar · Fjarnám · Námskeið fyrir börn · Námskeið fyrir unglinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.