Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 45

Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 45
Umræðan 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 ÞAÐ hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokki er vart treystandi fyrir stjórn landsins. Þar í flokki bregðast menn og stefnan er ónýtari en allt sem ónýtt er. Þar er siðleysið slíkt að menn hika ekki við að þiggja fúlgur fjár frá stórfyrirtækjum. Mér er sagt að ennþá sé verið að reyna að fela upplýsingar um þingmenn þar í flokki, þingmenn sem þáðu háar upphæðir frá fyr- irtækjum sem í dag eru ýmist komin á haus- inn eða á barmi gjaldþrots. Í dag fara menn þar í flokki fram með slíkum óheiðarleika að til háborinnar skammar hlýtur að teljast. Kosningabarátta sjálfstæðismanna er byggð á lygi, þeir ætla að ljúga sig frá svindli og sukki. Þeir kunna ekki að skammast sín. Brosandi mót betri tíð Síst vil ég velta mér uppúr glæpsamlegum athæfum þeirra sem á undan fóru. En ég veit að eini flokkurinn sem virkilega hefur sýnt vilja til að rannsaka það sem miður fór er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Ég treysti á flokkinn sem staðið hefur vörð um velferð okkar. Ég treysti á flokkinn sem mun standa vörð um launataxta – flokkinn sem vill að breiðu bökin og sterku axlirnar taki þátt í að bera byrðar. VG er eini flokkurinn á Íslandi sem sýnt hefur vilja til að endurheimta þá fjármuni sem stolið var frá okkar yndislegu þjóð. Í sátt við land og þjóð boða Vinstri græn vænsta veg til fram- tíðar. VG vill bæta siðferðið í íslenskum stjórnmálum og flokkurinn vill ábyrga stjórn efnahagsmála. VG hefur falslausa framtíð- arsýn. Nú stökkva sjálfstæðismenn fram og ljúga því að VG ætli að hækka skatta, lækka laun, eyðileggja atvinnuvegi, rústa heilbrigðiskerfi og svo framvegis. Þegar VG talar um að hækka skatta þá er einungis talað um að hækka skatta á há- tekjufólk. VG ætlar ekki að lækka laun, VG mun standa vörð um launataxta – hér eftir sem hingað til. VG vill fá þá sem sterkastir eru til að taka á sig þyngri byrðar. Hræðsluáróður sjálfstæðismanna sýnir okkur óheið- arleika þeirra um leið og hann sýnir heiðarleika okkar. VG mun með heiðarlegum vinnubrögðum bæta það sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði í rúst með bruðli, braski, fláttskap og frjálshyggju. Trúið mér, kæru vinir, VG er sá flokkur sem við get- um treyst. Fortíð og framtíð Eftir Kristján Hreinsson Kristján Hreinsson Höfundur er skáld og skipar heiðurssæti á lista VG í Kraganum. FRÉTTIR berast um það að í kosning- unum á laugardag ætli sér margir að skila auðu eða sitja heima. Það sé gert í þeim til- gangi að refsa stjórnmálamönnum fyrir að hafa ekki staðið vaktina sem skyldi. Vera má að sú afstaða sé réttmæt að mörgu leyti. Hins vegar er ólíklegt að sá refsivöndur hitti þá sem skyldi. Líklegra er að með þeirri athöfn muni kjósendur taka út refsinguna á sjálfum sér eftir kosningar. Með því að stuðla að hreinni vinstristjórn væri verið að kalla eftir aukinni skattlagn- ingu, flóknara skattkerfi og auknu valdi stjórnmálamannanna. Það felst í því mikil þversögn að gefa frat í pólitíkina með því að stuðla að auknu valdi stjórnmálamanna! Boðaðir hafa verið fasteignaskattar á ný, sem þýða í rauninni að eftir því sem íbúðareigandinn losar sig út úr skuldaklafanum fær hann að borga meira í ríkissjóð. Óljóst er hvernig þeir sem farnir eru af vinnumarkaði eiga að finna fé til að borga slíkan skatt. Kosningarnar sem fram fara á laugardaginn munu ákvarða þá stefnu sem Ísland mun taka á næstu miss- erum. Framundan er erfið barátta í efnahagsmálum, sem mun reyna mikið á hverja þá flokka sem koma til með að stýra landinu eftir kosn- ingar. Það er því mikilvægt að sú stefna sem tek- in verður leiði okkur út úr vandanum en ekki í enn frekari vandamál og flækjur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram stefnu sína í efnahagsmálum. Með sköpun nýrra starfa, hagræðingu og skynsamlegri nýtingu auðlinda munum við ná að vinna okkur út úr kreppunni. Slík lausn byggist vissulega ekki á töfralausnum eða krafta- verkum, en hún er raunsæ og raunhæf og hún mun skila Íslandi aftur út úr vandanum. Samfylking og Vinstri grænir, sem hafa boðað stjórnarsamstarf eftir kosningar, boða stefnu skattahækkana, fasteignaskatta og ríkisvæðingar at- vinnulífsins. Hugmyndir þeirra um atvinnuuppbygg- ingu felast í því að skattgreiðendur greiði launin og þannig bítur hringavitleysan í skottið á sér. Þannig verða engin ný verðmæti til og mjög dýr- mætur tími fer til spillis. Refsum ekki okkur sjálfum. Kjósum xD. Refsum ekki okkur sjálfum Eftir Örvar Má Marteinsson Örvar Már Marteinsson Höfundur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. ÉG HEF ákveðið að bjóða fram mína krafta og tekið fimmta sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavík norður. Ég hef alla mína starfsævi unnið við hjúkrun, stjórnun og umönnun aldraðra. Heilbrigðismál eru mér því mjög hugleikin og við framsóknarmenn viljum tryggja öllum landsmönnum möguleika á bestu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á. Ég legg mikla áherslu á að vernda og styrkja aðgengi ein- staklinga að grunnþjónustunni. Al- menningur þarf að hafa gott að- gengi að heilsugæslunni, það verður að leggja höfuðáherslu á heilsu- vernd og forvarnastarf því þetta skilar sér margfalt til baka til þjóð- félagsins. Ég vil standa vörð um trygga þjónustu fyrir aldraða og sjúka. Til að þetta sé hægt þá þarf að forgangsraða og í því samhengi að líta til nágrannalanda okk- ar eins og t.d. Norður- landanna og skoða með hvaða hætti málin hafa verið leyst þar. Heilsu- gæslan á að sjálfsögðu að vera fyrsti valkostur sjúk- linga. Skoða þarf enn frek- ar lyfjanotkun og reyna að stýra henni á sem ódýr- astan hátt. Aukin sam- vinna við hin Norð- urlöndin er áhugaverður kostur í þessu sambandi. Sama á við um aðrar rekstrarvörur í heilbrigðisgeir- anum. Ég tel að stefna skuli að byggingu hátækni-háskólasjúkra- húss sé þess nokkur kostur og skoða vandlega færar leiðir. Læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru dýrmætur mannauður sem vinna við þröng skilyrði og mikið álag alla daga og mikilvægt að missa ekki þetta vel menntaða fólk úr landi. Hlúum að þeim. Eftir Birnu Kristínu Svavarsdóttur Birna Kristín Svavarsdóttir Höfundur býður sig fram í 5. sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavík norður. Tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu – fyrir okkur öll ÉG LÍT yfir farinn veg og hugsa hvað það var sem breytti þessari annars jákvæðu og um- burðarlyndu þjóð í það skrímsli sem erlendar fréttastöðvar þreytast ekki á að fjalla um. Al- þingi götunnar, í formi búsáhaldabylting- arinnar, hefur öðlast sess í íslensku sam- félagi. Íslensk þjóð hefur lengi látið flest yfir sig ganga án þess að mót- mæla þannig að hlustað sé á. Vitundarvakning Rétt er að tæpa stuttlega á því sem ég tel vera fræið sem tók að spíra meðal fólks og varð til þess að við, Íslendingar, höfum loks valið að bregðast við þeirri tilfinningu okkar þegar við upplifum að mælirinn sé fullur. Langlundargeð er ekki leng- ur dyggð þegar undan svíður og mannvirðingin er svínbeygð. Með skeleggri framkomu sinni og sterkri siðferðiskennd hefur Svandís Svav- arsdóttir aðstoðað okkur við að vakna af djúpum góðæris-dvalanum. Eftir að borgarfulltrúinn hafði geng- ið úr skugga um að ekki væri allt með felldu í REI-umhverfinu, var steinum velt og upp gaus vond lykt. Ég ætla ekki að rekja það mál hér, en bendi á að eftir þetta ferli varð vakning, a.m.k. í Reykja- vík. Það var fjörugt á pöll- um Ráðhússins, bæði þá og einnig rúmum þremur mánuðum síðar. Fólkið sýndi áhuga og gerði kröfu á opna umræðu. Unga fólkið er dýrmætt Mikið vatn hefur runnið til sjávar á skömmum tíma. Ungt fólk hefur oft legið undir ámæli fyrir að vera dekruð kynslóð. Sá dómur afsannaðist í einu eft- irminnilegasta atviki mótmælanna í janúar, þegar unga fólkið stöðvaði ofbeldishóp sem ætlaði að taka yfir við Stjórnarráðið. Sonur minn var einn þeirra sem slógu skjaldborg um lögreglu gagnvart reiðum hópi fólks sem gerði ekki greinarmun á stjórn- völdum og laganna vörðum og ljóst er að fáliðaður lögregluflokkurinn hefði ekki mátt sín mikils gagnvart fjölmenninu. Við í VG eigum dýrmætan fjársjóð þar sem UVG (Ung vinstri græn) eru, róttækan arm sem veita mun stjórnvöldum aðhald. Það býr von- arneisti innra með unga fólkinu, stundum sjáum við hann sem bál, en við skulum gæta þess að slökkva ekki á voninni, hún er gjöf! Vonin og Alþingi götunnar Eftir Ásu Björk Ólafsdóttur Asa Björk Ólafsdóttir Höfundur er héraðsprestur og skipar 6. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrir- tækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefn- ur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina www.live.is Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is ÁrsfundurLífeyrissjóðsverzlunarmannaverðurhaldinn mánudaginn 25. maí 2009 kl. 17 á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: Venjuleg ársfundarstörf.1. Staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í breyttu umhverfi2. - kynning á niðurstöðum úttektar Capacent á starfsemi og árangri sjóðsins. Greint frá stefnumótun stjórnar.3. Önnur mál.4. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 20. apríl 2009 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ím y n d u n a ra fl • LV • IM 5 10 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.